Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

46. fundur 01. febrúar 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 46 - 01.02.2000.

    Ár 2000, þriðjudaginn 1. febrúar kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Brynjar Pálsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
      1. Byggðarráð 12. og 27. jan.
      2. Menn-íþr.- og æskulýðsnefnd 17. jan.
      3. Félagsmálanefnd 14. jan.
      4. Skólanefnd 26. jan.
      5. Umhverfis- og tækninefnd 19. og 26. jan.
      6. Veitustjórn 27. jan.
      7. Hafnarstjórn 26. jan.
      8. Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. jan.
2. Fjárhagsáætlun Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 2000 -      Síðari umræða -.
3. TILLAGA FRÁ SNORRA STYRKÁRSSYNI OG INGIBJÖRGU      HAFSTAÐ
4. Bréf og kynntar fundargerðir:
      1. Starfskjaranefnd 27. jan.
      2. Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks 28. jan.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 12. janúar.         Dagskrá:
      1. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
      2. Kaupsamningur v/Norðurbrúnar 9, Varmahlíð
      3. Bréf frá sýslumanni.
      4. Bréf frá sýslumanni.
      5. Bréf frá Bergey ehf.
      6. Aðalgata 2
      7. Erindi frá Iðntæknistofnun.
      8. Innheimta fasteignagjalda.
      9. Viðræður við formann atvinnu- og ferðamálanefndar.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Helgi Sigurðsson og Herdís Sæmundardóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
        Byggðarráð 27. janúar.
         Dagskrá:
      1. Tillaga um greiðslu fasteignagjalda.
      2. Leyfi til áfengisveitinga - Gilsbakki Hofsósi.
      3. Leyfi til áfengisveitinga - Sölva bar.
      4. Bréf frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks.
      5. Bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks.
      6. Bréf frá Skógræktarfélagi Skagfirðinga.
      7. Bréf frá Löggarði.
      8. Bréf frá Villa Nova ehf.
      9. Bréf frá Björgvin Guðmundssyni og Sigurfinni Jónssyni.
      10. Samkomulag við Hjalta Pálsson.
      11. Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
      12. Bréf frá Vlf. Fram og Vkf. Öldunni.
      13. Bréf frá Hótel Tindastóli ehf.
      14. Viðræður við Stefán Gíslason verkefnisstjóra Staðardagskrár 21.
      15. Fjárhagsáætlun 2000.
Til kynningar: Fundargerðir INVEST 1.12 og 20.12.1999.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Snorri Styrkársson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 17. janúar.
     Dagskrá:
      1. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns kemur á fundinn.
      2. Lagður fram samningur um veitingasölu í Áshúsi.
      3. Lagður fram samstarfssamningur milli Byggðasafns Skagfirðinga og Snorra Þorfinnssonar ehf.
      4. Til kynningar: Samningur Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands.
      5. Til kynningar: Starfssamningur við Katrínu Gunnarsdóttur fornleifafræðing.
      6. Frestað erindi: Bréf frá Valgeiri Þorvaldssyni um samstarf um sýningu frá Utah.
      7. Bréf frá Skotfélaginu Ósmann.
      8. Önnur mál:
      1. Fjárhagsáætlun.
      2. Bréf frá Nemendafél. Fjölbrautaskóla Norðurl. vestra um afnot af íþróttahúsi undir árshátíð í mars nk.
      3. Menningarhús.
      4. Lögð fram ársskýrsla Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 1999.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c) Félagsmálanefnd 14. janúar.
     Dagskrá:
      1. Trúnaðarmál.
      2. Umræða um fjárhagsáætlun.
      3. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Skólanefnd 26. janúar.
    Dagskrá:
                            Leikskólamál:
      1. Fjárhagsáætlun.
      2. Önnur mál. Tónlistarskólamál:
      3. Fjárhagsáætlun.
      4. Önnur mál. Grunnskólamál:
      5. Fjárhagsáætlun.
      6. Önnur mál. Skólanefnd - Skólaskrifstofa:
      7. Fjárhagsáætlun.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Þeim liðum sem varða fjárhagsáætlun vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) Umhv.-og tækninefnd 19. janúar.
    Dagskrá:
      1. Fjárhagsáætlun 2000.
      2. Bréf Baldurs Baldurssonar.
      3. Bréf Sigurjóns Gestssonar fh. Skógræktarfél. Skagfirðinga.
      4. Kosning fulltrúa á Náttúruverndarþing.
      5. Kosning fulltrúa í samstarfsnefnd um svæðisskipulag.
      6. Sorpurðunarsvæði.
      7. Samningur um sorphreinsun.
      8. Umsögn um umsókn um vínveitingaleyfi - Hótel Tindastóll, Pétur Einarsson.
      9. Umsögn um umsókn um vínveitingaleyfi - Kristinn V. Traustason.
      10. Bréf Kristjáns Jónssonar fh. Héraðsvatna ehf. varðandi umhverfismat á fyrirhugaðri Villinganesvirkjun.
      11. Íbúðasvæði aldraðra á Sauðárhæðum - byggingarskilmálar.
      12. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    Umhv.-og tækninefnd 26. janúar.
     Dagskrá:
      1. Íbúðarsvæði aldraðra Sauðárhæðum - byggingarskilmálar.
      2. Umsókn um lóðir á íbúðarsvæði aldraðra á Sauðárhæðum - Þórður Eyjólfsson og Kári Þorsteinsson f.h. Skagafjarðardeildar búmanna.
      3. Bréf Innex ehf. - Tryggva Sveinbjörnssonar varðandi sumarhúsalóðir.
      4. Suðurbraut á Hofsósi - lóð um Prestbakka.
      5. Umsókn um byggingarleyfi fyrir aðveitustöð í landi Laufhóls - Rarik - Garðar Briem.
      6. Flæðigerði 10, Sauðárkróki - Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga - Hallgrímur Ingólfsson og Ingi Ástvaldsson.
      7. Aðalgata 23 - friðun - bréf Húsfriðunarnefndar.
      8. Skíðasvæðið í Tindastóli.
      9. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Gísli Gunnarsson og leggur hann til breytingu á 5.grein Byggingarskilmála fyrir ibúðasvæði aldraðra á Sauðárhæðum þannig að önnur málsgrein hljóði svo:
#GL Á lóðum vestan götu V er heimilt að byggja hærri hús#GL.
Þá tók Stefán Guðmundsson til máls. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
f) Veitustjórn 27. janúar.
    Dagskrá:
      1. Hækkun hitaveitugjalda (fastagjald)
      2. Fjárhagsáætlun rafveitu fyrir árið 2000.
      3. Fjárhagsáætlun hitaveitu fyrir árið 2000.
      4. Fjárhagsáætlun vatnsveitu fyrir árið 2000.
      5. Bréf frá Iðnaðarráðuneyti vegna umsóknar um styrk vegna nýrra hitaveitna.
      6. Málefni Máka hf. (bréf frá stjórnarform. og samn. um heitt vatn).
      7. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Liðum 1 – 4 vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
g) Hafnarstjórn 26. janúar.
     Dagskrá:
      1. Fjárhagsáætlun 2000 - síðari umræða.
      2. Skrá um skipakomur árið 1999.
      3. Lóðarmál Dögunar.
Brynjar Pálsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 1. lið fundargerðarinnar vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

i) Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. janúar.
    Dagskrá:
      1. Ferðamál.
      2. Samstarf við Invest.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Fjárhagsáætlun Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 2000 - Seinni umræða -.
Til máls tók sveitarstjóri, Snorri Björn Sigurðsson. Fór hann yfir og skýrði þær breytingar sem orðið hafa á fjárhagsáætlun Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 2000 á milli umræðna. Þá lagði hann til breytingu á fjárhagsáætlun sveitarsjóðs eins og hún liggur fyrir, þannig að rekstrargjöld hækki um 500 þúsund og á móti hækki nýjar lántökur á fjármagnsyfirliti um sömu upphæð.
Er þessi hækkun rekstrargjalda til komin vegna tölvukaupa í Varmahlíðarskóla
Þá tóku til máls Sigrún Alda Sighvats og Snorri Styrkársson og leggur hann fram svohljóðandi breytingartillögu við fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks fyrir árið 2000:
#GL Liðurinn K-1905 lækki í 200.000 kr. með tilheyrandi breytingum á fjármagnsyfirliti.#GL
                                                    Snorri Styrkársson.
Þá lagði Snorri Styrársson fram svohljóðandi bókun:
#GLVið undirritaðir fulltrúar Skagafjarðarlistans viljum bóka eftirfarandi vegna tillögu að fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2000:
Niðurstaða áætlunar sveitarsjóðs er halli af rekstri og framkvæmdum upp á tæpar 157 milljónir króna. Afgangur af rekstri er einungis áætlaðar 31 milljón króna. Þrátt fyrir að ekkert væri framkvæmt í stórverkefni sveitarsjóðs þ.e. byggingu Árskóla á Sauðárkróki, væri um 77 milljón króna halli á rekstrar og framkvæmdaáætlun sveitarsjóðs. Við þennan viðvarandi halla á rekstri sveitarsjóðs bætast síðan afborganir langtímalána að upphæð 129 milljónir króna samkvæmt áætluninni. Greiðslu- og fjármögnunarhalli sveitarsjóðs er því áætlaður 286 milljónir króna á árinu 2000. Þó hætt væri við byggingu Árskóla væri þessi greiðslu og fjármögnunarhalli samt sem áður 206 milljónir króna. Til að mæta þessum halla er áætlað að taka ný langtímalán að upphæð tæpar 124 milljónir króna en fjármagna hallan að öðru leyti með því að ganga á eignir sveitarsjóðs. Skuldir sveitarsjóðs verða ekki greiddar niður á árinu 2000 samkvæmt þessari áætlun. Til greiðslu vaxta, verðbóta og afborgana skulda er áætlað að verja 217 milljónum á árinu 2000. Þetta gengur ekki lengur. Við fulltrúar Skagafjarðarlistans gerum ekki tillögur að breytingum á þessari fjárhagsáætlun. Rekstur og framkvæmdir sveitarfélagsins eru þegar úr böndum og ekki hægt að gera neinar tillögur um annað en niðurskurð á rekstri eða framkvæmdum. Umræða og tillögur um sölu eigna dugar ekki lengur ein og sér til að lagfæra fjárhagsstöðu og rekstur sveitarsjóðs. Til að glíma við þennan hrikalega vanda verður að gera eftirfarandi:
  1. Ná tökum á útgjöldum og rekstri sveitarsjóðs. Nú nemur rekstur sveitarfélagsins ásamt fjármagnskostnaði samkvæmt áætlun um 94#PR af skatttekjum sveitarsjóðs.
  2. Að draga úr öllum framkvæmdum. Nú er gert ráð fyrir að verja um 188 milljónum til framkvæmda á árinu 2000 með 31 milljón að vopni frá rekstri.
  3. Að selja eða losa eignir til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins og ná þannig tökum á hrikalegum skuldum þess og mjög svo háum fjármagnskostnaði.
Við höfum marglýst yfir vilja okkar til að koma að þeirri vinnu sem nauðsynleg er til að ná tökum á fjárhag og skuldastöðu sveitarfélagsins og gerum það enn og aftur hér. Þessi áætlun tekur ekki á þessum vanda og því sitjum við fulltrúar Skagafjarðarlistans hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Skagafjarðar og fyrirtækja fyrir árið 2000.#GL
Ingibjörg Hafstað
Snorri Styrkársson.
Síðan tóku til máls Brynjar Pálsson, Herdís Sæmundardóttir, Snorri Björn Sigurðsson, Brynjar Pálsson, Gísli Gunnarsson, Stefán Guðmundsson,Gísli Gunnarsson og Snorri Styrkársson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Snorra Björns Sigurðssonar um breytingu á fjárhagsáætlun sveitarsjóðs borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Tillaga Snorra Styrkárssonar um breytingu á fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks borin undir atkvæði og felld með 8 atkvæðum gegn 2. Elinborg Hilmarsdóttir greiðir ekki atkvæði um tillöguna.
Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs með niðurstöðutölum;
Rekstrar og framkvæmdayfirlits kr. 995.078.000
Fjármagnsyfirlits kr. 296.069.000
borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað sitja hjá við þessa afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs með niðurstöðutölum;
Rekstrar og framkvæmdayfirlits kr. 24.845.000
Fjármagnsyfirlits kr. 1.400.000
borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað sitja hjá við þessa afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun Vatnsveitu Skagafjarðar með niðurstöðutölum;
Rekstrar og framkvæmdayfirlits kr. 38.590.000.-
borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað sitja hjá við þessa afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun Hitaveitu Skagafjarðar með niðurstöðutölum;
Rekstrar og framkvæmdayfirlits kr. 77.500.000.-
Fjármagnsyfirlits kr. 3.500.000.-
borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað sitja hjá við þessa afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks með niðurstöðutölum;
Rekstrar og framkvæmdayfirlits kr. 129.400.000.-
borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað sitja hjá við þessa afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun Húsnæðisnefndar Skagafjarðar með niðurstöðutölum;
Rekstrar og framkvæmdayfirlits kr. 88.227.000.-
Fjármagnsyfirlits kr. 34.540.000.-
borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum.
Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað sitja hjá við þessa afgreiðslu.
3. TILLAGA FRÁ SNORRA STYRKÁRSSYNI OG INGIBJÖRGU HAFSTAÐ
    Fyrir fundinum lá svohljóðandi tillaga:
#GLSveitarstjórn skagafjarðar samþykkir að umhverfis- og tækninefnd skuli afgreiða til næsta fundar sveitarstjórnar tillögur um skipulagsmál að Akurhlíð 1 og þar með verslunarinnar Hlíðakaups samkvæmt erindi eigenda og forráðamanna allt frá árinu 1997.#GL
Sauðárkróki 27.janúar 2000.
Snorri Styrkársson
Ingibjörg Hafstað.
Til máls tók Snorri Styrkársson og fylgdi tillögunni úr hlaði. Þá tók til máls Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa tillögunni til Umhverfis og tækninefndar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
4. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Starfskjaranefnd 27. jan. b) Bygginganefnd Grunnskóla Sauðárkróks 28. jan.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16.55.
 
                        Elsa Jónsdóttir, ritari.