Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

52. fundur 18. apríl 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 52 - 18.04.2000.

    Ár 2000, þriðjudaginn 18. apríl kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Brynjar Pálsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Pétur Valdimarsson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR;
      1. Byggðarráð 12. apríl.
      2. Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 5. og 10. apríl.
      3. Umhverfis- og tækninefnd 17. apríl.
      4. Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. apríl.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 12. apríl.
Dagskrá:
      1. Orri Hlöðversson mætir á fundinn.
      2. Bréf frá Gunnari Guðmundssyni í Víðinesi.
      3. Bréf frá Rarik.
      4. Fundarboð á ársfund Lífeyrissjóðs Norðurlands.
      5. Aðalfundarboð Clic-On Ísland hf.
      6. Umsókn um vínveitingaleyfi - Ólafur Jónsson (Ólafshús).
      7. Bréf frá Sigmundi Frans Kristjánssyni.
      8. Bréf frá ábúendum á Bústöðum.
      9. Bréf frá Kongsberg.
      10. Bréf frá Stefáni Guðmundssyni.
      11. Bréf frá Sýslumanni.
      12. Bréf frá Eftirlitsnefnd um fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
      13. Málefni Túngötu 4 á Hofsósi.
      14. Tillaga.
      15. Bréf frá Element hf.
Herdís Á. Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað og óskar hún bókað að fulltrúar Skagafjarðarlistans taki ekki þátt í afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar. Einnig tóku til máls Snorri Björn Sigurðsson, Brynjar Pálsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 10. liðar.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 5. apríl.
        Dagskrá:
1. Félagsmiðstöð á Sauðárkróki.
      Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 10. apríl.
         Dagskrá:
      1. Umsóknir um styrki úr menningarsjóði og íþróttasjóði.
      2. Drög að samkomulagi við Kristján Runólfsson.
      3. Hátíðarhöld árið 2000 og Sæluvika Skagfirðinga.
      4. Safnamál.
      5. Önnur mál.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
c)   Umhv.-og tækninefnd 17. apríl.
       Dagskrá:
      1. Umsókn um lóð - Gilstún 28 - Guðmundur Örn Guðmundsson.
      2. Neðri-Ás 3 - umsókn um leyfi fyrir íbúðarhúsi - Erlingur Viðar Sverrisson og María Gréta Ólafsdóttir.
      3. Grunnskólinn Varmahlíð - sótt um breytingar innanhúss.
      4. Samningar v/sorphirðu og sorpurðunar.
      5. Umsókn frá Fjölneti v/lagningu ljósleiðara.
      6. Ránarstígur 8, Sauðárkróki - sótt um leyfi til að einangra húsið að utan og klæða með báruáli - Arna Björnsdóttir og Gissur Árdal Hauksson.
      7. Erindi frá Skagafjarðardeild Búmanna.
      8. Erindi frá Húsnæðissamvinnufélaginu Búhöldar á Sauðárkróki.
      9. Erindi frá Byggðarráði dags. 03.04. 2000 – bréf frá eigendum fasteigna við Vegamót Varmahlíð.
      10. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. apríl.
       Dagskrá:
      1. Ferðamiðstöð Skagafjaðar.
      2. Fundur með formönnum veiðifélaga í Skagafirði og vatnabændum.
      3. Hestadagar í Skagafirði.
      4. Gönguferð að Óskatjörn í Tindastóli.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1450
                                                      Margeir Friðriksson, ritari