Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

53. fundur 16. maí 2000
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 53 - 16.05.2000

    Ár 2000, þriðjudaginn 16. maí kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Brynjar Pálsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Pétur Valdimarsson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
      1. Byggðarráð 19.apríl, 4., 8. og 10 maí.
      2. Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 19. apríl.
      3. Félagsmálanefnd 25. apríl.
      4. Skólanefnd 11. maí.
      5. Umhverfis- og tækninefnd 3.maí.
      6. Hafnarstjórn 11.maí.
      7. Atvinnu- og ferðamálanefnd 26. apríl.
2. Bréf og kynntar fundargerðir:
1) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 4. og 11. apríl.
2) Stjórn INVEST 14. janúar, 10. mars og 26. apríl.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
a)    Byggðarráð 19. apríl.         Dagskrá:
      1. Viðræður við Hallgrím Ingólfsson.
      2. Samningur við VÍS um vátryggingar.
      3. Bréf frá Launanefnd sveitarfélaga.
      4. Bréf frá SÍS.
      5. Bréf frá SkjáVarp.
      6. Afsal vegna Skiptabakkaskála.
      7. Ársþing SSNV.
      8. Bréf frá Bergey um úthlutun byggðakvóta.
      9. Bréf frá Bergey um Drangeyjarferðir.
      10. Bréf frá Akureyrarbæ.
      11. Niðurfellingar.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
       Byggðarráð 4. maí.
        Dagskrá:
      1. Viðræður við skólamálastjóra m.a. um skólaakstur.
      2. Bréf frá Sýslumanni (áður á dagskrá 12. apríl).
      3. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
      4. Bréf frá Jóni Eiríkssyni.
      5. Bréf frá Karlakórnum Heimi.
      6. Bréf frá Sjúkraliðafélagi Íslands.
      7. Bréf frá S.Í.S.
      8. Bréf frá foreldrum leikskólabarna í Fljótum.
      9. Bréf frá Slátursamlagi Skagafjarðar ehf. (kynnt á fundinum).
      10. Bréf frá Samtökunum #EFK78.
      11. Bréf frá LACDE 2000.
      12. Bréf frá Sjálfsbjörg.
      13. Erindi frá deildarstjóra málefna fatlaðra.
      14. Erindi starfsmanna í áhaldahúsi (áður á dagskrá 22. mars).
      15. Samningur um sjúkraflutninga.
      16. Aðalfundarboð Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár.
      17. Erindi frá umhverfis- og tækninefnd.
      18. Vinabæjarmót í Kongsberg.
                     19. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu.
Til kynningar:
Bréf frá heilbrigðisfulltrúa.
Ferð skólanefndar 13. og 14. apríl (skýrsla).
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 13. og 14. liðar.
       Byggðarráð 8. maí.
        Dagskrá:
      1. Ályktun um samgöngumál.
      2. Viðræður við fulltrúa Húsnæðissamvinnufélagsins Búhölda.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
        Byggðarráð 10. maí.
        Dagskrá:
      1. Bréf frá SÍS vegna stéttarfélagsaðildar.
      2. Viðræður við fulltrúa Starfsmannafélags Skagafjarðar.
      3. Viðræður við fulltrúa Verkalýðsfélagsins Fram.
      4. Bréf frá SFNV.
      5. Bréf frá Félagsþjónustu Skagafjarðar.
      6. Málefni Slátursamlags Skagfirðinga.
      7. Starfslokasamningur við Hjalta Pálsson.
      8. Bréf frá SÍS vegna Staðardagskrár.
      9. Kjarasamningur Samflots og launanefndar.
      10. Viðræður við Pálma Sighvatsson.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Björn Sigurðsson, Brynjar Pálsson og Gílsi Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu 9. liðar. Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu 1., 2. og 3. liðar.
b)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 19. apríl.
        Dagskrá:
      1. Félagsheimilið Höfðaborg skoðað.
      2. Styrkir og styrkveitingar.
      3. Hússtjórn Félagsheimilisins Höfðaborgar.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c)    Félagsmálanefnd 25. apríl.
        Dagskrá:
      1. Húsnæðismál.
      2. Reglur um niðurgreiðslu.
      3. Trúnaðarmál.
      4. Starfsmannamál.
      5. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d)    Skólanefnd 11. maí.
        Dagskrá:
        Grunnskólamál:
      1. Skólaakstur, útboð.
      2. Dómnefnd vegna útboða.
      3. Starfsskýrslur grunnskóla.
      4. Þjónustusamningar.
      5. Upphaf skóladags út #GLað austan#GL.
      6. Húsnæðismál skólans á Hofsósi.
        Leikskólamál:
      1. Erindi vegna leikskóla í Fljótum.
      2. Erindi vegna dagvistar í Lýtingsstaðahr. Önnur mál:
      3. Ósk um launalaust leyfi.
      4. Hugmyndir um Forskóla í tónlistarnámi.
Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina. Til máls tók Ingibjörg Hafstað. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Forseti leitaði nú afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Umhverfis- og tækninefndar frá 15. maí og var það samþykkt samhljóða.
e)    Umhv.-og tækninefnd 3. maí.
        Dagskrá:
      1. Byggingarsvæði aldraðra á Sauðárhæðum - fornminjar.
      2. Búhöldar húsnæðissamvinnufélag - samþykktir.
      3. Áki við Sæmundargötu - byggingarframkvæmdir.
      4. Vatnsveita Skagafjarðar - bygging vatnstanks fyrir vatnsveituna í Hofsósi.
      5. Bjarkarlundur Hofsósi - utanhússklæðning.
      6. Íbúðarhúsið Útvík - utanhússbreytingar.
      7. Dögun við Hesteyri - viðbygging.
      8. Önnur mál.
       Umhv.-og tækninefnd 15. maí.
        Dagskrá:
      1. Byggingamál aldraðra á Sauðárhæðum – lóðaúthlutun – bréf byggðarráðs 9. maí 2000.
      2. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar. Til máls tóku Ingibjörg Hafstað, Elinborg Hilmarsdóttir, Brynjar Pálsson, Gísli Gunnarsson og Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðirnar bornar upp saman og samþykktar samhljóða.
f)    Hafnarstjórn 11. maí.
        Dagskrá:
      1. Bréf frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi.
      2. Hafnarvogin á Sauðárkróki.
      3. Starfslok Guðm. Árnasonar, hafnarvarðar.
      4. Rafmagn til skipa á Hofsósi.
      5. Ársreikningur 1999.
      6. Þriggja ára áætlun 2000-2003.
Brynjar Pálsson skýrði fundargerðina og leggur hann til að 1. lið verði vísað til Umhverfis- og tækninefndar. Til máls tóku Stefán Guðmundsson og Brynjar Pálsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga Brynjars Pálssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
g) Atvinnu- og ferðamálanefnd 26. apríl.
Dagskrá:
      1. Viðræður við formann Ferðafélags Skagafjarðar.
      2. Samningur um Drangey
      3. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR:
1) Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 4. og 11. apríl.
2) Stjórn INVEST 14. janúar, 10. mars og 26. apríl.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.2o.
Gísli Gunnarsson 
Ásdís Guðmundsdóttir
Árni Egilsson
Sigrún Alda Sighvats
Brynjar Pálsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Stefán Guðmundsson
Sigurður Friðriksson
Einar Gíslason
Ingibjörg Hafstað
Pétur Valdimarsson
                          Elsa Jónsdóttir, ritari 
                          Snorri Björn Sigurðsson