Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

59. fundur 03. október 2000
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 59 - 03.10.2000
                                                                                                                                   
 
Ár 2000, þriðjudaginn 3. október  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1500.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Helgi Sigurðsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
 
DAGSKRÁ:
1.                  Fundargerðir:
 
a)      Byggðarráð 20. og 27. september.
b)      Umhverfis- og tækninefnd 27. september.
c)      Félagsmálanefnd 26.september.
d)      Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 19. september.
e)      Skólanefnd 26. september.
 
2.       Bréf og kynntar fundargerðir.
 
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar frá 28. september og var það samþykkt samhljóða.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      FUNDARGERÐIR:
a)      Byggðarráð 20. september.
Dagskrá:
1.      Erindi frá íbúum í Varmalækjarhverfi.
2.      Ósk um lausn úr óðalsböndum v/Bakkakots í Vesturdal.
3.      Bréf frá Henrý Þór Gränz.
4.      Erindi frá vesturfarasetrinu á Hofsósi.
5.      Bréf frá PriceWaterhousCoopers.
6.      Húsnæðismál (Stjórnsýsluhúsið)
7.      Staða bókhalds.
8.      Fjárlagabeiðnir.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Byggðarráð 27. september.
Dagskrá:
1.      Erindi frá Landbúnaðarráðuneytinu.
2.      Bréf frá Flugu h.f.
3.      Fjármálaráðstefna 2000.
4.      Heimsókn frá Köge.
5.      Fundarboð v/hluthafafundar í Tækifæri h.f.
6.      Bréf frá Snorra Þorfinnssyni ehf.
7.      Bréf frá Fjölís.
8.      Bréf frá Samtökunum ´78.
9.      Málefni Ásgarðs.
10.  Áfengis og veitingaleyfi.
11.  Árskóli.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tók Ingibjörg Hafstað.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
b)      Umhverfis- og tækninefnd 27. september.
Dagskrá:
1.      Varmahlíð - aðalskipulagsbreyting.
2.      Nýr sorpurðunarstaður í Skagafirði -
3.      Bréf vegagerðarinnar varðandi frágang á gömlum námum
4.      Sumarhúsið Selið í landi Krithóls - viðbygging
5.      Stóra-Gröf ytri I og II - Sameining jarðanna og útskipti á landspildu.
6.      Bréf Sigurjóns Þórðarsonar heilbrigðisfulltrúa dags. 31.08.2000.
7.      Krókaleiðir - Umsókn um leyfi til að flytja hús og stöðuleyfisumsókn.
8.      Auglýsing á starfi hjá Brunavörnum Skagafjarðar, bréf Óskars S. Óskarssonar dags 5. sept. 2000
9.      Hásæti 7 - 11 Sauðárkróki. Umsókn um byggingarleyfi, Búhöldar húsnæðissamvinnufélag.
10.  Hólagerði Lýtingsstaðahreppi - Umsókn um bráðabirgðaleyfi fyrir gróðurhúsi.
11.  Önnur mál.
a) Fundur félags byggingarfulltrúa 30. og 31. okt. nk.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.   Til máls tók Gísli Gunnarsson.   Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)      Félagsmálanefnd 26. september.
Dagskrá:
1.      Húsnæðismál.
2.      Málefni fatlaðra.
3.      Trúnaðarmál.
4.      Forvarnarmál.
5.      Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)      Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 19. september.
Dagskrá:
1.      Samningur við Atvinnuþróunarfélagið Hring v/félagsheimila.
2.      Vinnuskóli Skagafjarðar.
3.      Staða unglingamiðstöðvar á Sauðárkróki.
4.      Samningur við Neista v/íþróttavallar.
5.      Bréf frá Ljósheimum.
6.      Önnur mál.
 
Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 28. september.
Dagskrá:
1. Félagsmiðstöð.
2. Forvarnarfulltrúi í Skagafirði.
3. Forgangsröð íþr.mannvirkja í Skagafirði.
4. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar.  Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur hann til að lið 4 a) í fundargerð 28. september verði vísað frá sveitarstjórn til sveitarstjóra.   Þá tóku til máls Ásdís Guðmundsdóttir, Stefán Guðmundsson og Ásdís Guðmundsdóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Snorra Styrkárssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
      e)   Skólanefnd 26. september.
Dagskrá:
Leikskólamál:
1.      Lenging á opnunartíma Glaðheima.
2.      Bréf frá nema í fjarnámi.
3.      Sameiginlegur námskeiðsdagur leikskólanna.
4.      Önnur mál.
Tónlistarskólamál:
5.      Kynning á stöðunni í skólanum.
6.      Önnur mál.
Grunnskólamál:
7.      Bréf til byggðarráðs v/starfslýsinga.
8.      Svarbréf SNV.
9.      Erindi frá Árskóla - stuðningsfulltrúar.
10.  Erindi vegna skólaaksturs.
11.  Svarbréf vegna skólavistunar.
12.  Önnur mál.
Almenn mál:
13.  Erindi frá FNV.
14.  Fundir og fundartími skólanefndar.
15.  Stefnumótunarvinna skólanefndar.
16.  Önnur mál.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Stefán Guðmundsson, Herdís Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson og Herdís Sæmundardóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Stefán Guðmundsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
 
2.       Bréf og kynntar fundargerðir.
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
 
Dagskrá tæmd.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 16.oo
 
                                                Elsa Jónsdóttir, ritari.