Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

63. fundur 14. nóvember 2000
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 63 - 14.11.2000
                                                                                                                                    
Ár 2000, þriðjudaginn 14. nóvember  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins  kl. 1600.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Páll Kolbeinsson,  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Pétur Valdimarsson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
           
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
1.    Fundargerðir:
a)    Byggðarráð 8. nóvember.
b)    Félagsmálanefnd 7. nóvember.
c)    Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 6. nóvember.
d)    Landbúnaðarnefnd 3. nóvember.
e)    Atvinnu- og ferðamálanefnd 8. nóvember.
 
2.    Kosning 3ja fulltrúa í starfshóp um uppbyggingu þjónustuíbúða.
 
3.    Bréf og kynntar fundargerðir:
1) Bygginganefnd grunnskóla 3. nóvember.
 
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá undir 3ja lið, bréf frá Guðrúnu Eyhildi Árnadóttur og var það samþykkt samhljóða.
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Fundargerðir:
 
a)   Byggðarráð 8. nóvember.
      Dagskrá:
1.      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
2.      Erindi frá hestamannafélögum í Skagafirði
3.      Bréf frá Vinnueftirlitinu v/Freyjugötu 18, Skr.
4.      Bréf frá Umf. Neista v/Túngötu 4, Hfs.
5.      Bréf frá Lífeyrissjóði Norðurlands
6.      Bréf um námskeið fyrir stjórnmálakonur
7.      Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
8.      Málefni Náttúrustofu Norðurlands vestra
9.      Bréf frá Sigurði Sigurðssyni
10.  Viðræður við fulltrúa vinnuhóps um Staðardagskrá 21
11.  Beiðni um niðurfellingu
12.  Ásgarður
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
 
      b)   Félagsmálanefnd 7. nóvember.
            Dagskrá:
1.      Húsnæðismál.
2.      Trúnaðarmál.
3.      Landsfundur jafnréttismála
4.      Erindi frá sýslumanni dags. 11.08.2000.
5.      Gjaldskrá heimaþjónustu
6.      Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa lið 6.3. til Byggðarráðs.  Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Helgi Sigurðsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 6.liðar 2.
 
      c)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 6. nóvember.
Dagskrá:
1.      Forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
2.      Unglingamiðstöð og forvarnarfulltrúi.
3.      Borgarafundur um vímu- og fíkniefnamál.
4.      Bréf frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.
5.      Önnur mál.
Snorri Björn Sigurðsson las fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      d)   Landbúnaðarnefnd 3. nóvember.
Dagskrá:
1.      Fundarsetning.
2.      Sauðfjárveikivarnir, flutningur á sauðfé milli bæja.
3.      Útrýming fjárkláða á N.v.landi í V-Hún. - Skagafj.
4.      Garnaveikibólusetning og hundahreinsun 2000.
5.      Refa- og minkaeyðing.
6.      Skarðsárnefnd.
7.      Jarðeignir í eigu sveitarfélagsins.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      e)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 3. nóvember.       
            Dagskrá:
1.      Steinullarverksmiðjan.
2.      Ferðamál.
3.      Ráðstefna á Akureyri 10. og 11. nóvember n.k. á vegum Ferðamálasamtaka Íslands um þátt sveitarfélaga í ferðaþjónustu á Íslandi.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
2.   Kosning 3ja fulltrúa í starfshóp um uppbyggingu þjónustuíbúða.
Fram kom tillaga um Ásdísi Guðmundsdóttur, Einar Gíslason og Snorra Styrkársson.    Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir. 
 
3.   Bréf og kynnar fundargerðir:
  1. Bygginganefnd grunnskóla 3. nóvember.
  2. Bréf frá Guðrúnu Eyhildi Árnadóttur.   Lagt var fram bréf frá Guðrúnu Eyhildi Árnadóttur varðandi sölu á jörðinni Eyhildarholti I og jörðinni Eyhildarholti III. 
Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn vegna sölu þessara jarða.
 
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 16.4o
 
                                                Elsa Jónsdóttir, ritari