Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

67. fundur 30. janúar 2001
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 67 - 30.01.2001.
                                                
                                                                                   

Ár 2001, þriðjudaginn 30. janúar  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins  kl. 1600.
           
Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Sigurðsson,  Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 DAGSKRÁ:
  
      1.    Fundargerðir:
  
           a)    Byggðarráð 24. og 26. janúar.
  
           b)    Félagsmálanefnd 18. og 23. janúar.
  
           c)    Skólanefnd 25. janúar.
  
          d)    Menn.- íþrótta- og æskulýðsnefnd  15. og 22. janúar.
  
          e)    Umhverfis- og tækninefnd 17. og 25. janúar
  
           f)      Veitustjórn 24. janúar.
  
           g)    Hafnarstjórn 23. janúar.
  
           h)    Landbúnaðarnefnd 15. janúar.
  
           i)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 22. janúar.
2.    Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.
- Síðari umræða -

3.    Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana 2001.
- Síðari umræða -

 4.    Bréf og kynntar fundargerðir:
1.    Bréf frá Steinunni Hjartardóttur - áður á dagskrá 12.des.2000.
2.    Nefnd um bygg.þjónustuíb.fyrir aldraða 6.des. og 22.jan.
3.    Starfskjaranefnd 24. janúar.
4.    Invest 19. janúar.

 AFGREIÐSLUR:
1.     
    Fundargerðir:

  
     a)      Byggðarráð 24. janúar.
  
               Dagskrá:
  
                 1.      Viðræður við stjón UMSS.
  
                 2.      Viðræður við framkv.stj. Sjávarleðurs hf.
  
                 3.      Gjaldskrá v/gatnagerðargjalda – síðari umræða.
  
                 4.      Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
  
                 5.      Trúnaðarmál.
  
                 6.      Erindi frá Hólaskóla.
  
                 7.      Erindi frá fjarnemum við K.H.Í.
  
                 8.      Tvö bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
  
                 9.      Bréf frá Landssambandi hestamanna.
  
                 10.  Erindi frá Náttúrustofu Norðurl. vestra.
  
                 11.  Styrkur til björgunarsveitanna.
  
                 12.  Ársreikningur dvalarheimilisins Sauðár.
  
                 13.  Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Sæmundardóttir, Stefán Guðmundsson og Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa 3ja lið fundargerðarinnar til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 Byggðarráð 26.janúar.
 
Dagskrá:

 1. Fjárhagsáætlun 2001
 2. Tillögur
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Snorri Björn Sigurðsson og Snorri Styrkársson sem leggur fram svohljóðandi bókun vegna tillögu um áskorun um lækkun útgjalda um 3.5#PR:
“Tillaga þessi vekur undrun.  Hér er um tilgangslausa tillögu að ræða og lýsir uppgjöf meirihluta sveitarstjórnar við það verkefni sitt að stýra fjármálum sveitarfélagsins.  Við greiðum því atkvæði gegn tillögunni.” 
                                               
Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson.
Þá leggur Snorri Styrkársson einnig fram svohljóðandi bókun vegna tillögu um sameiningu veitufyrirtækja:
“Fulltrúar Skagafjarðarlistans fagna framkominni tillögu um sameiningu veitufyrirtækja í eigu sveitarfélagsins.  Við styðjum þessa tillögu.  Mikilvægt er að vandað verði til allra ákvarðana við sameininguna og jafnframt tekið tillit til hagsmuna allra íbúa sveitarfélagsins.” 
                                               
Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson.
Því næst tók Herdís Sæmundardóttir til máls.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa 1. liðar fundargerðarinnar til afgreiðslu með 3ja lið dagskrár.  Tillögur í 2. lið dagskrár bornar upp sitt í hvoru lagi.  Tillaga 1 svohljóðandi; “Sveitarstjórn samþykkir að fela forstöðumönnum sviða og stofnana hjá sveitarsjóði og fyrirtækjum sveitarfélagsins að ná fram 3.5#PR sparnaði heildarrekstrargjalda, sem undir viðkomandi yfirmenn heyra, á árinu 2001.” – borin undir atkvæði og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum gegn 2 atkvæðum Ingibjargar Hafstað og Snorra Styrkárssonar.
Tillaga 2 svohljóðandi; “Sveitarstjórn samþykkir að stefna að því að Rafveita, Hitaveita og Vatnsveita verði sameinaðar í eitt fyrirtæki.  Skal sameiningin eiga sér stað 1. júní næst komandi.  Markmiðið með þessum aðgerðum er að ná fram eins mikilli hagræðingu í rekstri og kostur er, bæði hvað  varðar mannahald, húsnæðismál og annan rekstrarkostnað.  Þegar framangreindum aðgerðum hefur verið hrint í framkvæmd skal endurskoða fjárhagsáætlun 2001.  Náist ekki þau markmið sem að er stefnt skal málið tekið til endurskoðunar.” – borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

b) Félagsmálanefnd 18. janúar.
   
Dagskrá:

1.      Húsnæðismál.
2.      Trúnaðarmál.
3.      Fjárhagsáætlun, önnur umræða.
4.      Önnur mál

Félagsmálanefnd 23. janúar.
Dagskrá:

1.      Húsnæðismál.
2.      Trúnaðarmál.
3.      Jafnréttisáætlun
4.      Umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
5.      Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa 3ja lið fundargerðar 18. janúar til afgreiðslu með 3ja lið dagskrár.  Fundargerðirnar að öðru leyti bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

       c)   Skólanefnd 25. janúar.
             Dagskrá:
  
         Tónlistarskólamál:
  
            1.      Fjárhagsáætlun 2001
  
         Leikskólamál:
  
            2.      Fjárhagsáætlun 2001
  
         Grunnskólamál:
  
             3.      Fjárhagsáætlun 2001
 
           Önnur mál:

  
             4.      Fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu 2001
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.                     Fundargerðinni vísað til afgreiðslu með 3ja lið dagskrár. 
           
      d)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 15. janúar.
           
Dagskrá:

  
         1.      Menningarmál.
            Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 22. janúar.
           
Dagskrá:

  
         1.      Fjárhagsáætlun 2001.
  
         2.      Vinnuskóli Skagafjarðar 2000.
  
         3.      Bréf frá Rökkurkórnum.
  
         4.      Bréf frá Rithöfundasambandi Íslands.
  
         5.      Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa 1. lið fundargerðar 22. janúar til afgreiðslu með 3ja lið dagskrár.  Fundargerðirnar að öðru leyti bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

     e)   Umhverfis- og tækninefnd 17.janúar.
  
         Dagskrá:
  
         1.       Fjárhagsáætlun 2001
  
         2.       Önnur mál
Umhverfis- og tækninefnd 25. janúar.
Dagskrá:

1.      Skipulagsmál í sveitarfélaginu, gerð aðalskipulags
2.      Aðalskipulag Hóla í Hjaltadal, breyting
3.      Strandvegur
4.      Önnur mál
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerð 17. janúar vísað til afgreiðslu með 3ja lið dagskrár.  Funargerð 25. janúar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      f)   Veitustjórn 24. janúar.
           
Dagskrá:

  
         1.      Fjárhagsáætlun Rafveitu, seinni umræða.
  
         2.      Fjárhagsáætlun Hitaveitu, seinni umræða.
  
         3.      Fjárhagsáætlun Vatnsveitu, seinni umræða.
  
         4.      Ákvörðun um efniskaup v/stofnlagnar hitaveitu á Langholti.
  
         5.      Vatnsveitufélag Varmahlíðar, skýrt frá fundi varðandi málið.
  
         6.      Önnur mál.
Árni Egilsson skýrði fundargerðina.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tillaga um að vísa liðum 1, 2 og 3 til afgreiðslu með 3. lið dagskrár samþykkt samhljóða.  Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

g)      Hafnarstjórn 23. janúar.
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun 2001.
Samþykkt að vísa fundargerðinni til afgreiðslu með 3. lið dagskrár. 

      h)    Landbúnaðarnefnd 15. janúar.      
  
         Dagskrá:
  
         1.      Fundarsetning
  
         2.      Fjárhagsáætlun 2001, fjallskilasjóðir
  
         3.      Samningur um land undir Staðarrétt
  
         4.      Bréf
Gísli Gunnarsson las fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Samþykkt að vísa 2. lið fundargerðarinnar til afgreiðslu með 3ja lið dagskrár. Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      i)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 22. janúar.
           
Dagskrá:

  
         1.      Fjárhagsáætlun
  
         2.      Ferðamálafulltrúi
           3.      Hestamiðstöð Íslands
  
         4.      Bréf Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra
  
         5.      Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson og Stefán Guðmundsson. Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 2. Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu Skagafirði.
  
- Síðari umræða -
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson.  Skýrði hann  þær breytingar sem orðið hafa á gjaldskránni milli umræðna.   Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur hann fram svohljóðandi bókun:  “Gjaldskrá þessi er illa ígrunduð.  Hún býður heim hættu á deilum um álagningu gatnagerðargjalda og er lélegur leiðarvísir fyrir embættismenn sveitarfélagsins.  Ekkert tillit hefur verið tekið til ábendinga um ágalla gjaldskrárinnar.  Við greiðum því atkvæði gegn gjaldskránni”.                                                  Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað.
Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í sveitarfélaginu Skagafirði eins og hún liggur fyrir borin undir atkvæði og samþykkt með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Ingibjargar Hafstað og Snorra Styrkárssonar.

 3. Fjárhagsáætlun Sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana árið 2001.
  
- Síðari umræða -
Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson.  Fór hann yfir og skýrði nánar þær breytingar á fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2001 sem gerðar hafa verið milli umræðna.  Leggur hann til að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2001 eins og hún liggur fyrir verði samþykkt.  Þá tók Snorri Styrkársson til máls. Endurflytur hann breytingartillögu þá sem lögð var fyrir byggðarráð á fundi þann 26. janúar s.l.   Fór hann síðan nánar yfir breytingartillöguna.  Óskar hann eftir því að greidd verði atkvæði um þá tillögu sérstaklega.  Þá leggur hann fram svohljóðandi bókun:  “Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir umframkeyrslu að upphæð um 226 milljónir króna samtals hjá sveitarsjóði og stofnunum;  hjá sveitarsjóði 174 milljónir, hjá hafnarsjóði 13 milljónir, hjá vatnsveitu 4 milljónir, hjá hitaveitu 7 milljónir, hjá rafveitu 3 milljónir og hjá félagsíbúðum 25 milljónir.  Sveitarsjóður einn er rekinn með 21 milljón króna halla áður en kemur að framkvæmdum skv. sjóðsstreymi.   Einnig er augljóslega full ljóst að útgjöld rekstraráætlunarinnar eru vanáætluð á kerfisbundinn hátt.  Fá merki eru í fjárhagsáætluninni um raunhæfar aðgerðir til að ná tökum á fjármálum sveitarsjóðs og fyrirtækja.  Við fulltrúar Skagafjarðarlistans höfum áður margbent á þá augljósu hættu sem rekstur sveitarfélagsins er í.  Þessi fjárhagsáætlun tekur ekki á þessum vanda, heldur bætir við hann.  Enn er því róið á sömu mið.  Við sitjum því hjá við afgreiðslu þessarar fjárhagsáætlunar.”
                                  
      Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson.
Næst tóku til máls Herdís Sæmundardóttir,  Snorri Styrkársson og Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Breytingartillaga Skagafjarðarlistans borin undir atkvæði og felld með 9 atkvæðum gegn 2.  Fjárhagsáætlun Sveitarsjóðs Skagafjarðar eins og hún liggur fyrir borin upp og samþykkt með 9 samhljóða atkvæðum. Sömuleiðis voru bornar undir atkvæði fjárhagsáætlanir Hafnarsjóðs, Vatnsveitu, Hitaveitu, Rafveitu og Félagslegra íbúða og samþykktar með 9 samhljóða atkvæðum.  Eins og áður hefur komið fram sitja Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson hjá við þessa atkvæðagreiðslu. 

4.   Bréf og kynntar fundargerðir:
  
     1.      Bréf frá Steinunni Hjartardóttur - áður á dagskrá 12.desember 2000.
  
           Steinunn Hjartardóttir hefur sótt um leyfi frá störum í Heilbrigðisnefnd Skagafjarðar þar                  sem hún hefur hafið störf sem starfsmaður Heilbrigðisnefndarinnar.
  
           Samþykkt samhljóða að Kristín Bjarnadóttir varamaður í nefndinni taki sæti                      Steinunnar á meðan á leyfi hennar stendur.
  
     2.      Nefnd um bygg.þjónustuíb.fyrir aldraða 6.des. og 22. jan. 2001.
  
     3.      Starfskjaranefnd 24. janúar.
  
     4.      Invest 19. janúar. 
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.3o. 
                                                 Elsa Jónsdóttir, ritari