Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

77. fundur 17. júlí 2001
  SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 77 - 17.07.2001
.
                                                
                                                                            

         Ár 2001, þriðjudaginn 17. júlí, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins  kl. 1600.
        
Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Helgi Sigurðsson, Brynjar Pálsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Sigurður Friðriksson, Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað,  Snorri Styrkársson og sveitarstjóri, Snorri Björn Sigurðsson. 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
  
     1.  Yfirlýsing um málefnasamning.
  
     2.  Tillaga um kjör forseta, 1. og 2. varaforseta.
  
     3.  Tillaga um kjör nefndar vegna félagslegra íbúða.
  
     4.  Fundargerðir:
  
          a)    Byggðarráð 27. júní og 6. júlí.
  
          b)    Félagsmálanefnd 28. júní.
  
          c)    Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 3. júlí.
  
          d)    Veitustjórn 3. júlí.
  
          e)    Hafnarstjórn 29. júní.
  
     5.  Breytingar á nefndaskipan:
            Aðal- og  varamaður í veitustjórn í stað Ingvars Guðnasonar og
            Snorra Styrkárssonar
  
     6.    Bréf og kynnar fundargerðir:
  
         1.      Kjaranefnd Skagafjarðar 16. og 21. maí; 19. og 27. júní. 
AFGREIÐSLUR: 
1. Yfirlýsing um málefnasamning.
Til máls tók Herdís Sæmundardóttir.  Lýsti hún því yfir að sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista hefðu ákveðið að starfa saman í meirihluta það sem eftir er kjörtímabilsins.  Las hún síðan upp málefnasamning milli þessara aðila.  Þá þakkaði hún fulltrúum Sjálfstæðisflokks samstarfið á liðnum árum.  Næstur tók Gísli Gunnarsson til máls, því næst Snorri Styrkársson og Gísli Gunnarsson sem samkv. sveitarstjórnarlögum veitti Snorra Styrkárssyni áminningu vegna orðbragðs í ræðustól.  Þá tóku til máls Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir og Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs undir þessum lið. 
2. Tillaga um kjör forseta, 1. og 2. varaforseta.
Fram kom tillaga um Herdísi Sæmundardóttur sem forseta sveitarstjórnar.  Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Herdís því rétt kjörin.
Að svo búnu tók Herdís Sæmundardóttir, nýkjörinn forseti sveitarstjórnar við fundarstjórn.
Fram kom tillaga um Ingibjörgu Hafstað sem 1. varaforseta og Gísla Gunnarsson sem 2. varaforseta.  Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir. 
3. Tillaga um kjör nefndar vegna félagslegra íbúða.
   
Fyrir lá svohljóðandi tillaga:

   
“Sett verði á fót sérstök þriggja manna nefnd er skuli fara yfir málefni
    félagslega
íbúðakerfisins.  Nefndin skal fara yfir stöðu málaflokksins, kanna
    fjárhagslega  og rekstrarlega stöðu hans og gera tillögur til byggðarráðs um
    breytingar á  félagslega  íbúðakerfinu.  Byggðarráð skal skipa í nefndina.#GL                                              Herdís Sæmundardóttir
                                             Snorri Styrkársson.
   
Enginn kvaddi sér hljóðs.  Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt
    samhljóða. 

4. Fundargerðir:
  
a)      Byggðarráð 27. júní.
  
          Dagskrá:
  
         1.      Kjör formanns og varaformanns byggðarráðs
  
         2.      Erindi frá Trausta Sveinssyni
  
         3.      Stofnframlag til Árskóla
  
         4.      Bréf frá Margeiri Björnssyni
  
         5.      Tvö bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kjarasamninga
  
         6.      Tilkynning um skipan jarðanefndar
  
         7.      Bréf frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur og Ólafi Jónssyni
  
         8.      Ágóðahlutur í Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands
  
         9.      Bréf frá Alþingi um frumvarp til raforkulaga
  
         10.  Bréf félagsmálastjóra um leigu Ljósheima
  
         11.  Málefni Umf. Tindastóls
  
         12.  Styrkur til björgunarsveita árið 2001
  
         13.  Hækkun leikskólagjalda
  
         Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tók Gísli
            Gunnarsson og óskar hann eftir því að liður 2 í fundargerðinni verði
            borinn upp sérstaklega.  Þá tók Herdís Sæmundardóttir til máls og
            leggur hún til að 2. lið fundargerðarinnar verði vísað aftur til byggðarráðs.
            Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa 2. lið til byggðarráðs
            borin upp og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin  að öðru leyti borin
            undir atkvæði og  samþykkt samhljóða. 

            Byggðarráð 6. júlí.
           
Dagskrá:

  
         1.      Tillaga um frestun funda sveitarstjórnar.
  
         2.      Erindi frá Trausta Sveinssyni.
  
         3.      Afrit af stjórnsýslukæru Trausta Sveinssonar.
  
         4.      Bréf frá Bjarna Maronssyni.
  
         5.      Niðurstaða vinnuhóps varðandi sameiningu Rafveitu Sauðárkróks,
                  Hita- og vatnsveitu Skagafjarðar.
  
         6.      Þriggja ára áætlun 2002-2004.
  
         Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tók Gísli
            Gunnarsson og óskar hann eftir því að tillaga sú sem fram kemur í
            5. lið fundargerðarinnar verði borin upp sérstaklega.  Þá telur hann
            einnig að Stefán Guðmundsson sé vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu
            umræddrar tillögu.   Næstir tóku til máls Snorri Styrkársson, Gísli
            Gunnarsson, Árni Egilsson og Herdís Sæmundardóttir sem óskar
            eftir því að að loknum umræðum um þennan umrædda lið verði gert
            stutt fundarhlé.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
  
         Var þá gert hlé á fundinum.
Síðan var fundi fram haldið.
Fyrsti varaforseti las upp 19. grein sveitarstjórnarlaga.  Þá tók Gísli
Gunnarsson til máls.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Borin upp tillaga
um vanhæfi Stefáns Guðmundssonar til að taka þátt í atkvæðagreiðslu
um tillögu í 5. lið fundargerðarinnar og felld með 6 atkvæðum gegn 5. 
Tillaga Herdísar Sæmundardóttur og Elinborgar Hilmarsdóttur í lið 5 í
fundargerðinni borin upp og samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5.
Fundargerðin  að öðru leyti borin undir atkvæði og  samþykkt samhljóða. 

    b)    Félagsmálanefnd  28. júní.
          
Dagskrá:

  
         1.      Húsnæðismál:
  
                 a)      3ja ára áætlun, síðari umræða.
  
                 b)     Úthlutanir.
  
                 c)      Annað.
  
         2.  Trúnaðarmál.
  
         3.  Önnur mál:
  
                 a)     Staða gjaldaliða eftir maí.
  
                 b)    Samningur við Íþróttaskólann um liðveislu.
  
                 c)     Bréf Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, dags.
                         18. júní 2001, varðandi synjun á beiðni sveitarfélagsins um
                         fjölgun dagvistarrýma fyrir aldraða.

  
                 d)     Bréf Aðalheiðar Reynisdóttur, iðjuþjálfa, dags. 19. júní 2001.
  
                 e)   Endurnýjun á dagmæðraleyfi fyrir Guðrúnu Gunnsteinsdóttur.
  
         Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson
            og Elinborg Hilmarsdóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
            borin upp og samþykkt samhljóða.
    
c)   Menningar- íþr. og æskulýðsnefnd 3. júlí.
  
   Dagskrá:
  
     1.      3ja ára áætlun.
  
     2.      Samningur við Golfklúbb Sauðárkróks.
  
     3.      Félagsheimilin.
  
     4.      Samningur:  Glaumbær - Vesturfarasetrið.
  
     5.      Íþróttavöllurinn á Sauðárkróki - Bréf frá KSÍ.
  
     6.      Menningarmál.
  
     Herdís Sæmundardóttir las fundargerðina.  Til máls tók Árni Egilsson.
        Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa 1. lið til byggðarráðs
        borin upp og samþykkt samhljóða.   Tillaga um að vísa 2. lið til
        byggðarráðs borin upp og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin að
        öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

      d)   Veitustjórn 3. júlí.
           
Dagskrá:

  
         1.      Sameining veitna.
  
         2.      Þriggja-ára áætlun veitna, - seinni umræða.
  
         3.      Jarðhitaleit út að austan.
  
         4.      Norðlensk orka, aðalfundarboð.
  
         5.      Önnur mál.
  
         Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Snorri Styrkársson
            og Árni Egilsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin að
            undanskyldum 1. lið sem þegar hefur verið afgreiðddur sbr. fundargerð
            byggðarráðs 6. júlí, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
 
      e)   Hafnarstjórn 29. júní.
           
Dagskrá:

  
       1.   Þriggja ára áætlun 2002-2004.
  
         Brynjar Pálsson skýrði fundargerðina.  Þá óskaði hann eftir að
  
         fundarmenn risu úr sætum og vottuðu minningu Guðmundar L.
            Árnasonar fyrrverandi hafnarvarðar Sauðárkrókshafnar til margra
            ára, virðingu sína og fjölskyldu hans samúð, en Guðmundur er nýlátinn.
           
Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og
            samþykkt samhljóða.
 
5. Breytingar á nefndaskipan.  Aðal- og varamaður í veitustjórn í stað
  
Ingvars
  Guðnasonar og Snorra Styrkárssonar.
  
Fram kom tillaga um Snorra Styrkársson sem aðalmann í veitustjórn og
    Ingvar Guðnason sem varamann.  Aðrar tilnefningar komu ekki fram og
    skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
 
Þá óskaði forseti eftir því að fá að taka á dagskrá breytingar á nefndaskipan í Atvinnu- og ferðamálanefnd.  Var það samþykkt samhljóða.
Þá tók Snorri Styrkársson til máls og kynnti þær breytingar á nefndaskipan í Atvinnu- og ferðamálanefnd að Pétur Valdimarsson láti af störfum í nefndinni,
en hann hefur óskað eftir því og í stað hans tekur sæti í nefndinni Ingibjörg Hafstað.  Var þessi breyting borin upp og samþykkt samhljóða.   

6.   Bréf og kynnar fundargerðir.
  
     1.      Kjaranefnd Skagafjarðar 16. og 21. maí, 19. og 27. júní.
  
     Til máls tók Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. 
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.27.
                                                Elsa Jónsdóttir, ritari