Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

82. fundur 09. október 2001
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 82 - 09.10.2001
.
                                                                                                                             
Ár 2001, þriðjudaginn 9. október  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1600.
   
         Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson, Ingimar Ingimarsson, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
   
         1.        Fundargerðir:
  
                    
a)   Byggðarráð 26. september og 3. október.
                        b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 26. september og 3. október.
                        c)   Félagsmálanefnd 1. október.
                        d)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 27. september.
                        e)   Umhverfis- og tækninefnd 3. október.
                        f)     Veitustjórn 4. október.

2.            Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2001.
3.         Bréf og kynntar fundargerðir:
a)   Nefnd um byggingu þjónustuíbúða f. aldraða 4.október.
b)   Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga 25. september.
c)   Samstarfsnefnd Skagafjarðar og Akrahrepps 3. október.

AFGREIÐSLUR:
Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 26. september.
   
     Dagskrá:
        1.      Endurskoðun fjárhagsáætlunar
        2.      Erindi frá Nýsköpunarsjóði v/Sjávarleðurs hf.
        3.      Frá umhverfis- og tækninefnd v/Reykjarhólsvegar
        4.      Erindi frá Kjöthlöðunni sf.
        5.      Frá Byggðastofnun v/byggðakvóta
        6.      Áherslur í erindum til fjárlaganefndar
        7.      Kauptilboð í Lækjarbakka 7
        8.      Gjaldskrá Ljósheima
        9.      Samþykktir fyrir “Húseignir Skagafjarðar ehf.”
        10.  Dagskrá fjármálaráðstefnu 10. og 11. október
        11.  Viðbótarlán 2002
        12.  Karlakórinn Heimir
        13.  Fréttabréf
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tók Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  
      Byggðarráð 3. október.
   
     Dagskrá:
        1.      Endurskoðun fjárhagsáætlunar
        2.      Erindi frá menningar-, íþr.- og æskul.nefnd v/fornleifafræðings
        3.      Ársreikningur Menningarseturs Skagfirðinga, Varmahlíð
        4.      Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar v/Skeiðfossvirkjunar
        5.      Frá Byggðastofnun v/byggðakvóta
        6.      Fundargerð samráðsfundar um hugbúnað á AS/400 vélum
        7.      Frá Sambandi sveitarfélaga v/námskeiðs fyrir stjórnendur
        8.      Frá félagi leikskólakennara
        9.      Ályktanir 9. ársþings SSNV
        10.  Fundargerðir samstarfsnefnda Launanefndar og stéttafélaga
        11.  Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  1. lið fundargerðarinnar vísað til afgreiðslu 2. liðar á dagskrá.  Árni Egilsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 5. liðar fundargerðarinnar.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

    b)    Atvinnu- og ferðamálanefnd 26. september.
   
         Dagskrá:
            1.      Starfsemi Skógræktar ríkisins, Reykjarhóli.
            2.      Önnur mál
   
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
   
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

            Atvinnu- og ferðamálanefnd 3. október.
   
         Dagskrá:
            1.      Málefni Skógræktar ríkisins, Reykjarhóli.
            2.      Á fundinn koma fulltrúar Fiskiðju og Steinullarverksmiðju
  
               o.fl. v/flutningsmála.
            3.      Önnur mál.
   
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
   
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c)   Félagsmálanefnd 1. október.
   
     Dagskrá:
        1.      Húsnæðismál.
                a.       Málefni einstaklinga.
                b.      Kynnt vinna nefndar um félagslega íbúðakerfið
    2.      Trúnaðarmál
    3.      Lögð fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um
          ferðaþjónustu fatlaðra í Sveitarfélaginu Skagafirði
    4.      Ræddar að nýju reglur um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum.
    5.      Lagt fram bréf varðandi félagsstarf aldraðra á Hofsósi.
   
6.      Kynnt dagskrá og fjárhagsáætlun vegna námskeiðs um
          sveitarstjórnarmál, nefndarstörf og jafnréttismál, með það
          markmið að hvetja konur til að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

d)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 27. september.
   
     Dagskrá:
        1.          Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga
                mætir á fundinn
        2.          Félagsheimili í Skagafirði
        3.          Umsóknir um styrk
        4.          Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Einar Gíslason og Ásdís Guðmundsdóttir.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

      e)   Umhverfis- og tækninefnd 3. október.
   
         Dagskrá:
  
        
1.      Strandvegur / Þverárfjallsvegur -
            2.      Gilstún, Sauðárkróki – umsókn um fimm parhúsalóðir
                   – Óstak sf. Guðmundur Guðmundsson, Sauðárkróki
            3.      Gilstún 5-7, Sauðárkróki – Byggingarleyfi fyrir parhús – Óstak sf.
            4.      Borgarsíða 8, Sauðárkróki – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu
                  – Guðmundur Ragnarsson fh. Vegagerðar ríkisins
            5.      Umsókn um lóð fyrir frístundahús að Steinsstöðum
                  – Gunnar Bragi Sveinsson, Sauðárkróki
            6.      Sauðárkrókur, gámasvæði – Flutningur sorpgáma
                  – Hallgrímur Ingólfsson fh. Sveitarfélagsins
            7.      Garðhús – Umsókn um leyfi til að klæða utan hesthús
                  – Sveinn Allan Morthens, Garðhúsum
            8.      Fundur félags byggingarfulltrúa í Reykholti 27. og 28 sept. sl.
            9.      Villinganessvirkjun – ný umsögn Náttúruverndar ríkisins,
                  dagsett 27. september sl.
            10.  Svæðisskipulag Eyjafjarðar
            11.  Önnur mál
.
    Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  
   
Einar Gíslason óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 1. og 4. liðar
    fundargerðarinnar.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

      f)   Veitustjórn 4. október.
   
         Dagskrá:
            1.      Endurskoðaðar fjárhagsáætlanir veitna
            2.      Húseignir Skagafjarðar ehf.
            3.      Önnur mál
   
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
   
1. lið vísað til afgreiðslu 2. liðar dagskrár. Fundargerðin borin undir atkvæði
    og samþykkt samhljóða.

2.   Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2001.
Jón Gauti Jónsson sveitarstjóri fór yfir og skýrði endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2001. Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Einar Gíslason, Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Árni Egilsson, Gísli Gunnarsson og Herdís Á. Sæmundardóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: “Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að gera aðilum að hluthafasamkomulagi Steinullarverksmiðjunnar hf. tilboð um sölu á hluta af bréfum sveitarfélagsins.  Einnig verði starfsmönnum verksmiðjunnar og íbúum sveitarfélagsins boðið að kaupa hlut í verksmiðjunni.  Sveitarstjóri skal hafa samráð við oddvita framboða sem eiga fulltrúa í sveitarstjórninni um ákvörðun á gengi bréfa sveitarfélagsins í tilboðinu.  Herdís Á. Sæmundardóttir og Snorri Styrkársson.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun sveitarsjóðs og stofnana fyrir árið 2001 borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar.  Framangreind tillaga borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
3.   Bréf og kynntar fundargerðir.
        1.      Nefnd um byggingu þjónustuíbúða fyrir aldraða 4. október.
        2.      Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga 25. september.
        3.      Samstarfsnefnd Akrahrepps og Skagafjarðar 3. október.

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1810.