Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

96. fundur 14. maí 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 96 - 14. maí 2002
.
                                                
                                                                                   

             Ár 2002, þriðjudaginn 14. maí,  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu á Sauðárkróki kl. 1600.
             Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Árni Egilsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Örn Þórarinsson, Einar Gíslason, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson. 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
1.            Fundargerðir:

                a)         Byggðarráð 24. apríl og 8. maí.
  
             b)         Atvinnu- og ferðamálanefnd 23. apríl og 2. maí
  
             c)         Félagsmálanefnd 29. apríl.
  
             d)         Landbúnaðarnefnd 22. apríl.
  
             e)         Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 8. maí.
  
             f)           Umhverfis- og tækninefnd 8. maí.
2.         Kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga.
3.            Kjörstaðir og kjörskrárkynning.
4.            Bréf og kynntar fundargerðir:
     
      1.      Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. 8. maí.
AFGREIÐSLUR:
Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 24. apríl.
  
      Dagskrá:
            1.        Rekstraryfirlit jan.-mars 200
        
   2.       Samningur við UMSS vegna landsmóts
            3.        Aðalfundur Norðlenskrar orku ehf. – fundarboð
            4.       Samkomulag við slökkviliðsstjóra
            5.        Samningar frá menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
            6.       Starfskjaranefnd 8. apríl 2002
            7.       Ársfundur Rafmagnsveitna ríkisins 29. maí
            8.        Frá menntamálaráðuneyti v/sérfræðiþjónustu í skólum
            9.        Frá félagsmálaráðuneyti v/undirbúnings kosninga
            10.      Frá Hagstofu vegna kjörskrár
            11.      Frá MÍÆ nefnd v/félagsheimilisins í Hegranesi
            12.      Vinabæjamót
            13.      Orlofsmál starfsmanna
            14.      Fasteignagjöld
 
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.     
Byggðarráð 8. maí.
  
   Dagskrá:

           
1.           Yfirlýsing vegna frestunar aðalfundar Steinullarverksmiðjunnar hf.
           
2.           Endurskoðuð yfirlýsing v/f) liðar í samkomulagi um sölu hlutabréfa
           
3.           Þjónustusamningur við Byggðasamlag um málefni fatlaðra
           
4.           Frá umhverfisráðuneyti v/aðgerða vegna snjóflóðahættu á Ljótsstöðum
           
5.           Frá Kaupfélagi Skagfirðinga vegna Byggðahóps Skagafjarðar
           
6.           Erindi frá Guðmundi Óla Pálssyni
           
7.           Niðurstöður frá starfshópi um Staðardagskrá 21
           
8.           Framboðsfundir vegna kosninga 25. maí 2002 – aðstaða
           
9.           Ráðningarform starfsmanna skóla
        
10.           Erindi frá sýslumanni v/reksturs einkasalar/félagsheimili
        
11.           Erindi frá sýslumanni v/reksturs gistiskála
        
12.           Erindi frá umsjónarkennara 10. bekkjar Varmahlíðarskóla
        
13.           Erindi frá Stephan V. Benediktson v/Kolkuóss
        
14.           Erindi frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl. v/forkaupsréttar
        
15.           Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands v/Landgræðsluskóga
        
16.           Tilkynning um 10. ársþing SSNV 30. og 31. ágúst 2002
         
17.           Álit félagsmálaráðuneytis vegna niðurgreiðslu dagvistar í heimahúsum
         
18.           Frá Íshestum – umhverfisstarf
          
19.           Fundarboð – fundur um þjóðlendur 15. maí 2002
           
20.           Fundargerð 46. fundar LN og KÍ
           
21.           Fundargerð 178. fundar LN 

Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tók Sigrún Alda Sighvats og óskar hún bókað að hún taki ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu 9. liðar fundargerðarinnar.Síðan tóku Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Gauti Jónsson og Árni Egilsson til máls og því næst Gísli Gunnarsson og leggur hann fram svohljóðandi bókun vegna 6.liðar fundargerðarinnar, þar sem fjallað er um bréf frá Guðmundi Óla Pálssyni:
“Aðeins örfáum mánuðum eftir sölu Rafveitu Sauðárkróks er ljóst orðið hversu stórkostleg mistök núverandi meirihluti Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista gerðu þegar ákveðið var að selja Rafveituna til RARIK.  Í stað þess að horfa til framtíðar þá var gripið til skammtímalausnar sem mun koma sveitarfélaginu illa til lengri tíma litið.  Stórhækkaðir rafmagnsreikningar valda atvinnulífinu á Sauðárkróki  erfiðleikum og aukinn kostnaður fyrirtækja, einstaklinga og sveitarfélagsins nemur tugum milljóna á ári, milljónatugir sem renna frá Sauðárkróki suður til Reykjavíkur.  Því miður verður ekki aftur snúið.  Sjálfstæðisflokkurinn barðist gegn þessari sölu og benti á þær afleiðingar sem nú eru að koma í ljós.  Með sölu Rafveitunnar var mikilvægri stoð kippt undan Sveitarfélaginu Skagafirði.”
                                               
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.
Næst tóku til máls Snorri Styrkársson og Gísli Gunnarsson. 

Var þá gert stutt fundarhlé en fundi síðan fram haldið. 
Til máls tók Herdís Sæmundardóttir og leggur hún fram svohljóðandi bókun:  “Enn og aftur leggja sjálfstæðismenn fram bókun sem er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann.  Enn og aftur viðhafa þeir gífuryrði sem ætlað er að breiða yfir átakanlega málefnafátækt þeirra.  Frá fyrstu stundu lá fyrir að raforkutaxtar myndu breytast eitthvað við sölu Rafveitu Sauðárkróks til RARIK og það lá einnig strax fyrir að RARIK myndi gefa sér 2 ár til aðlögunar raforkutaxta fyrirtækja og til að leiðbeina þeim um hagkvæmari raforkunotkun.  Það lá líka fyrir strax í upphafi að ef farin yrði sú leið sem sjálfstæðismenn vildu, þ.e. að sameina orkufyrirtækin þrjú, þá myndi orkuverð þurfa að hækka verulega, í það minnsta 25#PR að mati endurskoðanda sveitarfélagsins.   Þeir sem þekkja til raforkumála í landinu eru einhuga um að sveitarfélagið hafi selt Rafveitu Sauðárkróks á réttum tíma, ekki síst í ljósi fyrirhugaðra breytinga á orkumarkaði og fyrir mjög gott verð.  Með sölunni tókst okkur að greiða niður skuldir sveitarfélagsins og spara þannig tugi milljóna í fjármagnskostnað.  Þrátt fyrir að Rafveita Sauðárkróks hafi verið seld er ástæða til að ítreka að sveitarfélagið á ennþá sterkt orkufyrirtæki sem mun verða ein af meginstoðum framtíðaruppbyggingar í sveitarfélaginu.”
                                   
Fulltrúar Framsóknarflokks og Skagafjarðarlista.

Næst tóku til máls Einar Gíslason, Árni Egilsson, Jón Gauti Jónsson, Árni Egilsson,  Jón Gauti Jónsson, Snorri Styrkársson og Árni Egilsson með örstutta athugasemd.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

     b)    Atvinnu- og ferðamálanefnd 23. apríl.
  
         Dagskrá:

                           
1.          Upplýsingamiðstöðin – Ferðamálafulltrúi: samningur við Atvinnu-
                      þróunarfélagið Hring.
                           
2.          Bréf frá Steini Kárasyni.
                           
3.          Önnur mál. 

Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
            Atvinnu- og ferðamálanefnd 2. maí.
  
         Dagskrá:

            1.      Samningar við atvinnuþróunarfélagið Hring.
  
         2.      Önnur mál
Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina.  Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur hann til að 1. lið verði vísað til byggðarráðs.  Var það samþykkt samhljóða.
Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
     c)    Félagsmálanefnd 29. apríl.
  
         Dagskrá:

            1.      Húsnæðismál.
  
         2.      Trúnaðarmál.
  
         3.      Aksturskostnaður vegna heimaþjónustu.
  
         4.      Daggæsla barna á einkaheimilum.
  
                 ·        Endurnýjun á leyfi.
  
                 ·        Kynnt drög að upplýsingahefti til dagmæðra og almennings.
  
                 ·        Kynntar upplýsingar úr Skagafirði, sbr. könnun félagsmálaráðuneytis.
  
                 ·        Reglur um niðurgreiðslu, tillaga að breytingu.
  
         5.      Lagt fram yfirlit um rekstrarstöðu eftir fyrsta ársfjórðung 2002.
  
         6.      Önnur mál
        Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
      d)   Landbúnaðarnefnd 22. apríl.
  
         Dagskrá:

            1.      Fundarsetning
  
         2.      Grenjavinnsla 2002
  
         3.      Bréf:
  
                 a)               Atli Már og Ingibjörg Klara, dags. 9/4 ´02
  
                 b)               Byggðarráð Skagafjarðar, dags. 10/4 ´02
  
                 c)               Byggðarráð Skagafjarðar, dags. 10/4 ´02
  
                 d)               Fjallsk.deild Austur-Fljóta, dags. 20/4 ´02
  
         4.      Fulltrúar Sauðfjárbændafél. mæta til fundar.
  
         5.      Önnur mál
Örn Þórarinnsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Snorri Styrkársson og leggur hann til að sveitarstjórn samykki að taka þátt í verkefninu Fegurri sveitir.  Því næst tóku til máls Örn Þórarinsson og Árni Egilsson.  Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Snorra Styrkárssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
      e)   Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd 8. maí.
  
         Dagskrá:

            1.      Farið yfir vinnu við menningarstefnu.
  
         2.      Frestað erindi frá fundi MÍÆ 8. apríl 2002 v/viðhaldsvinnu í Árgarði.
  
         3.      Önnur mál.
        Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Ásdís
        Guðmundsdóttir og Snorri Styrkársson.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  
        Menningarstefna Skagafjarðar með tillögum Gísla Gunnarssonar um orðalagsbreytingar
        í 7. grein borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
        Hljóðar 7. grein Menningarstefnu Skagafjarðar þá svo:  “Sveitarfélagið Skagafjrörður
        mun á grundvelli samnings Byggðasafns, Héraðsskjalasafns og Hólaskóla stuðla að því
        að á Hólum verði sögu staðarins og stöðu hans í sögu og menningu þjóðarinnar gerð
        skil jafnframt því sem þar verði sögusafn íslenska hestsins.”

        Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
  f)   Umhverfis- og tækninefnd 8. maí.
       
Dagskrá:

        1.      Varmahlíð – skipulagsmál – sumarhúsasvæði í Reykjarhóli
  
     2.      Aðalgata 20 – unglingahús -
  
     3.      Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki  – viðbygging, anddyri -
  
     4.      Messuholt, Kimbastaðir – landsskipti
  
     5.      Litla Brekka – landskipti
  
     6.      Forsæti 8 – Umsókn um lóð – Búhöldar
  
     7.      Flæðigerði – lóðarumsókn um hesthúsalóð – Skúli Ferdinandsson
  
     8.      Olíufélagið hf. – Ábær – plan
  
     9.      Olíufélagið hf. – afgreiðslulóð á Iðnaðarsvæðinu –
  
     10.  Fækkun á Sílamáfi – afrit af bréfi Náttúrustofu til Náttúruverndar ríkisins
  
     11.  Ósmann – Skotsvæði
  
     12.  Byggðasafnið í Glaumbæ – lóðargirðing – garður
  
     13.  Borgarröst 3 - Lúðvík Bjarnason
  
     14.  Önnur mál
        Ingibjörg Hafstað skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fram kom
        að fallið hefur niður afgreiðsla á 11. lið fundargerðarinnar, en sá liður var samþykktur. 
        Tillaga um að vísa 14. lið – fyrri málsgrein - til byggðarráðs samþykkt samhljóða.
       
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
2.     Kjörskrá til sveitarstjórnarkosninga.
Til máls tóku Jón Gauti Jónsson og Árni Egilsson.  Tillaga um að kjörskrárstofn Hagstofunnar verði samþykktur sem kjörskrá fyrir sveitarfélagið Skagafjörð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
3.      Kjörstaðir og kjörskrárkynning.
Til máls tók Jón Gauti Jónsson og kynnti kjörstaði í sveitarfélaginu Skagafirði við kosningar til sveitarstjórnar þann 25. maí n.k. og einnig hvernig staðið verði að framlagningu og kynningu á kjörskrá og því hvar kjörstaðir í sveitarfélaginu verða.   Sveitartjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá auglýsingum í samræmi við það sem fram hefur komið um þetta mál. 
4.      Bréf og kynntar fundargerðir.
1.      Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. 8. maí.
Enginn kvaddi sér hljóðs um þessa fundargerð.
 Sveitarstjóri kynnti fundarboð á aðalfund veiðifélags Hofsár-Unadalsár, sem haldinn verður laugardaginn 18. maí n.k. kl. 11.oo að Enni.    Sveitarstjórn samþykkir að Elinborg Hilmarsdóttir og Árni Egilsson verði fulltrúar sveitarfélagsins á fundinum.     
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 17.5o                                                           
                                    Elsa Jónsdóttir, ritari