Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

105. fundur 22. október 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 105 – 22. október 2002
.
                                                                                                                                  
Ár 2002, þriðjudaginn 22. október,  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum Aðalgötu 2, kl. 1600.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og  Einar Einarsson.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
                            1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 9. október og 16. október.
  
         b)      Skipulags- og bygginganefnd 9. október.
  
         c)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 14. október.
2. Bréf og kynntar fundargerðir.
AFGREIÐSLUR:
1.  Fundargerðir:
   
     a)   Byggðarráð 9. október
               
Dagskrá:
               
1.     
Skipurit fyrir stjórnsýsluna
               
2.      Fjárhagsstaða málaflokka pr. 31. ágúst sl.
               
3.      Erindi frá Landslögum ehf.
               
4.      Umsókn um leyfi til áfengisveitinga
               
5.      Málefni Hrings
               
6.      Boðun veðhafafundar
               
7.      Fyrirspurn um byggðakvóta
               
8.      Erindi vísað frá sveitarstjórn 8. október vegna tilboðs
               
9.      Kynntar fundargerðir
                -         50. fundur Launanefndar sveitarfélaga
                -     Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

               Byggðarráð 16. október
               
Dagskrá:
                1.      Innlausn íbúðar
                2.      Erindi frá stjórn Félagsheimilisins Bifrastar
                3.      Umsögn vegna úthlutunar byggðakvóta
                4.      Atvinnuþróunarmál
                5.      Skipurit sveitarfélagsins
                6.      Samningsdrög um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra
                7.      Áskorun til bæjaryfirvalda vegna hraðaksturs
                8.      Erindi frá Umf. Tindastóli
                9.      Erindi frá FSNV vegna símenntunaráætlana
                10.  Beiðni um niðurfellingu gjalda
                11.  Beiðni um niðurfellingu gjalda
                12.  Erindi frá fjármálastjóra
                13.  Kynntar fundargerðir
                        a) 50. fundur Launanefndar sveitarfélaga
.
Gísli Gunnarsson skýrði fyrri fundargerðina.  Næst tók til máls Snorri Styrkársson.  Fleiri tóku ekki til máls og fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
Næst skýrði Gísli síðari fundargerð byggðarráðs.  Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson sem leggur fram eftirfarandi bókun vegna tillögu um nýtt skipurit:
”Hér hefur verið lagt fram nýtt skipurit fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.  Skipuritið er á einu blaði.  Það samanstendur af tveimur lóðréttum línum og þremur láréttum línum.  Engin tilraun er gerð til að lýsa skipuritinu, markmiðum þess og tilgangi, hvert á að vera hlutverk einstakra sviða og eða hvernig skipuritið á að virka í heild sinni.  Algerlega vantar tengingar á þessu blaði við ýmsar hliðarstofnanir og fyrirtæki sveitarfélagins en þessar hliðarstofnanir og fyrirtæki skulda vel ríflega helming skulda sveitarfélagsins.  Benda má á að í gildi er skipurit er samþykkt var í sveitarstjórn 23. apríl 2002 eða fyrir sex mánuðum og tók gildi 1. júní 2002 en í því skipuriti eru þjú svið en voru áður átta talsins.  Snorri Styrkársson, Skagafjarðarlista.”
Næst tóku til máls Einar Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar Einarsson, Snorri Styrkársson, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fulltrúar framsóknarflokksins óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 5. og 12. liðar fundargerðarinnar.  Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðinnar í heild sinni.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt.
        b)    Skipulags- og bygginganefnd 9. október
             
Dagskrá:
                  1.      Keldudalur – frístundahús – byggingarleyfisumsókn
                2.      Brúnastaðir í Fljótum – fjölnotahús – byggingarleyfisumsókn
                3.      Hásæti – bréf Búhölda –
                4.      Barmahlíð 5, Sauðárkróki – bréf –
                5.      Stóragerði – landskipti –
                6.      Aðalgata 23, Sauðárkróki – lóð
                7.      Bær á Höfðaströnd – landskipti -
                8.      Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut – skipulagstillaga -
                9.      Aðalskipulag Skagafjarðar –
                10.  Landsfundur félags byggingarfulltrúa
                11.  Önnur mál.

Bjarni Maronsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Einar Einarsson, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fulltrúar framsóknarflokksins óska bókað að þeir greiða atkvæði gegn 3. lið fundargerðarinnar.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
c)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 14. október.
Dagskrá:

1.      Tekið fyrir erindi frá byggðarráði þar sem atvinnu- og ferðamálanefnd er falið að leggja tillögur fyrir næsta fund byggðarráðs um framtíð atvinnuþróunarmála í Skagafirði.
2.      Önnur mál.
Bjarni Jónsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Snorri Styrkársson, Einar Einarsson, Ársæll Guðmundsson og Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

2.         Bréf og kynntar fundargerðir
   
                     Engin bréf né fundargerðir lágu fyrir til afgreiðslu að þessu sinni.
                Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 18.35