Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

106. fundur 05. nóvember 2002
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 106 – 5. nóvember 2002
.
                                                                                                                                    
Ár 2002, þriðjudaginn 5. nóvember,  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum Aðalgötu 2, kl. 1600.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og  Sigurður Árnason.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ: 
1.       Fundargerðir:
                 a)      Byggðarráð 23. og 30. október.
  
                  b)      Félags- og tómstundanefnd 29. október.
  
                  c)      Skipulags- og bygginganefnd 29. október.
  
                  d)      Umhverfisnefnd 24. október.
  
                  e)      Samstarfsnefnd sv.félaga í Skagafirði 9. og 30. október. 
2.       Fundarboð á hluthafafund Hrings h.f. 
3.       Bréf og kynntar fundargerðir.
       
1.  Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í
             Varmahlíð 30. október
        2.  Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 24. október. 

AFGREIÐSLUR:
1.         Fundargerðir:
            a)   Byggðarráð 23. október.
  
               Dagskrá:
                   
1.  Skagfirsk síði ehf.
  
                 2.      Frárennslismál á Hofsósi.
  
                 3.      Umsókn um styrk vegna flutnings bátsins Týs SK 33
  
                 4.      Boðun hluthafafundar Tækifæris h.f.
  
                 5.      Drög að samningi um Náttúrustofu Norðurlands vestra.
  
                 6.      Fjármálaráðstefna sveitarfélaga.
  
                 7.      Kynnt svarbréf sveitarstjóra vegna fyrirspurna um byggðakvóta.
  
                 8.      Aðalfundur FSNV – miðstöðvar símenntunar.
  
                 9.      Kynntar fundargerðir:
  
                         -                   Samstarfsnefnd LN og leikskólakennara.
  
                         -                   Samstarfsnefnd LN og Starfsgreinasambands Íslands
  
                         -                   Samstarfsnefnd LN og Stéttarfélags sálfræðinga.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og
leggur hann fram svohljóðandi tillögu:

“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að selja hlut sinnn í fjárfestingarsjóðnum Tækifæri.  Jafnframt samþykkir sveitarstjórnin að ráðstafa söluandvirðinu til atvinnuþróunarmála í Skagafirði.”
- Greinargerð -
Tillaga þessi er liður í því að tryggja framtíð atvinnuþróunarfélagsins Hrings.  Hlutur sveitarfélagsins í Tækifæri er um 16 milljónir króna sem betur er varið í atvinnuþróunarmál heima í héraði en sem eign í sjóði sem lítið eða ekkert hefur nýst Skagfirðingum.  Því er lagt til að hluturinn verði seldur og féð nýtt til atvinnuþróunarmála í Skagafirði.
                                                                 
Gunnar Bragi Sveinsson
                                                                 
Þórdís Friðbjörnsdóttir
                                                                 
Sigurður Árnason

Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason og Gísli Gunnarsson. 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa tillögu og greinargerð fulltrúa Framsóknarflokks til umfjöllunar í byggðarráði borin undir atkvæði og samþykkt með átta samhljóða atkvæðum.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar og fundargerðarinnar. 

Byggðarráð 30. október.
  
         Dagskrá:
           
1.   Fiskeldismál – fulltrúar Hólaskóla og FISK koma á fundinn og kynna
                  framtíðaráform.
  
         2.      Erindi frá Sægulli ehf.  -  Gunnar M. Hansson kemur á fundinn.
  
         3.      Náttúrustofa Norðurlands vestra – Þorsteinn Sæmundsson kemur á fundinn.
  
         4.      Sorpvinnslumál.
  
         5.      Innlausn á félagslegri íbúð.
  
         6.      Bréf og kynntar fundargerðir:
  
                 -                   Úthlutun tekjujöfnunarframlaga 2002.
  
                 -                   Úthlutun ú Styrktarsjóði EBÍ 2002.
  
                 -                   Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  
                 -                   Bréf frá Heilbrigðiseftirlitinu
  
                 -                   Fundargerð 182. fundar Launanefndar sveitarfélaga.
                    Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson,
                    Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni
                    Jónsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og
                    samþykkt samhljóða.  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji
                    hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.           

            b)    Félags- og tómstundanefnd 29. október.
  
                 Dagskrá:
  
                 Íþrótta- og æskulýðsmál.
                   
1.  Bréf frá Umf. Tindastóli varðandi niðurfellingu á hluta skuldar
                         knattspyrnudeildar og endurgreiðslu.
  
                 2.      Málefni Geymslunnar.
  
                 Húsnæðismál.
                   
3.      Afgreiðsla viðbótarlána.

  
                 Félagsmál.
                   
4.      Trúnaðarmál.
  
                 5.      Reglur um niðurgreiðslu vegna ráðningar “au pair”, sbr. niðurgreiðslu
                          dagvistunar á einkaheimilum.

  
                 Jafnréttismál.
                   
6.      Endurskoðun jafnréttisáætlunar.

  
                 Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tók Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og leggur hún fram svohljóðandi bókun:
“Fagna ber umræðu félags- og tómstundanefndar um jafnréttismál.   Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar var samþykkt í febrúar 2000 og gildir til 2004.  Ekki hefur tekist sem skildi að samþætta þessa áætlun inn í starfsemi sveitarfélagsins og framkvæmdaáætlun hefur þar að auki ekki náð fram að ganga að öllu leyti.  M.a. átti að gera úttekt á launum starfsmanna sveitarfélagsins á árinu 2000.  Mikilvægt er að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þar verður sveitarfélagið að vera í framvarðarsveit og öðrum fyrirmynd.  Mikilvægt er að gerð verði heildarrannsókn á launum starfsmanna sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem gerð verði úttekt á launakjörum þar sem tekið verði á grunnlaunum og aukagreiðslum til karla og kvenna.  Jafnhliða því verði gerðar ráðstafanir ef með þarf til að jafna hlut karla og kvenna sem vinna sambærileg störf.”
                                         Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista.
Næst tóku til máls Sigurður Árnason Ásdís Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
c)   Skipulags- og bygginganefnd 29. október.
      Dagskrá:
       
1.   Hásæti 2 – byggingarleyfi – Búhöldar.
  
     2.      Þjónustubýli úr landi Árgerðis í Sæmundarhlíð.  Lögbýlisstofnun –
              Friðbjörn Jónsson.
  
     3.      Umferðarhraði í Suðurgötu – undirskriftalisti
  
     4.      Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki – viðbygging – byggingarleyfi.
  
     5.      Sandfell í Unadal, byggingaleyfi.
  
     6.      Félagsbúið Gil – stækkun á fjósi.
  
     7.      Gilstún 32 – byggingarleyfi – Ómar Bragi Stefánsson.
  
     8.      Aðalskipulag Skagafjarðar.
  
     9.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson og Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
d)   Umhverfisnefnd 24. október.
      Dagskrá:

     
  1.   Bréf frá Náttúruvernd ríkisins.
  
     2.      Sorpurðun.
  
     3.      Ársfundur náttúrverndarnefnda.
  
     4.      Önnur mál.
Ársæll Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Gísli Gunnarsson sem óskar eftir að eftirfarandi sé bókað:
“Að undanförnu hafa verið uppi áform um urðun sorps við Kolkuós í Viðvíkursveit.  Í ljósi nýrra hugmynda um verndun og uppbyggingu Kolkuóssvæðisins, telur meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar áríðandi að kannaðir verði fleiri kostir varðandi sorpförgun í Skagafirði.”
                  Fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Næst tóku til máls Gunnar Bragi Sveinsson,  Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bjarni Jónsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar fundargerðarinnar. 
e)   Samstarfsnefnd sv.félaga í Skagafirði 9. október.
      Dagskrá:
       
1.   Málefni Varmahlíðarskóla.

Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Sigurður Árnason og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sem leggur fram svohljóðandi bókun:
“Mikilvægt er að hafa það í huga að Leikskólinn er fysta skólastigið í skólakerfinu og er fyrir börn undir skólaskyldualdri.  Grunnskóli er fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 – 16 ára.  Þegar verið er að ræða um tilraunaverkefni með sérstakri dagskrá á vegum skólans alla virka daga vikunnar er verið að tala um að færa skólaskyldu nemenda niður.  Nauðsynlegt er að hafa það í huga að skilgreint fyrsta skólastig er leikskóli og að menntun barna sé undir handleiðslu sérmenntaðs fólks í leikskólauppeldi.  Því er mikilvægt að þetta fyrirhugaða tilraunaverkefni sé unnið af og á forsendum Leikskóla Varmahlíðar”.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista.
Næst tóku til máls Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Sigurður Árnason.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
      Samstarfsnefnd sv.félaga í Skagafirði 30. október.
      Dagskrá:

  
  1.   Félagsheimilið Miðgarður
  
   2.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason og Ársæll Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar.  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar. 
2.         Fundarboð á hluthafafund Hrings h.f.
Lagt fram fundarboð á hluthafafund Hrings h.f. sem haldinn verður 14. nóvember næstkomandi.   Til máls tók Gísli Gunarsson og leggur fram svohljóðandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að fela forseta sveitarstjórnar fullt umboð til að sækja hluthafafund í Hring – Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar h.f. þann 14. nóvember 2002 og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins”.
Næst tók til máls Gunnar Bragi Sveinsson  og leggur hann fram svohljóðandi tillögu:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fela Byggðarráði að sækja nú þegar um styrk til atvinnuþróunarmála í Skagafirði til Byggðastofnunar”.
- Greinargerð -
Mikilvægi þess að vinna áfram að atvinnuþróunarmálum í Skagafirði verður seint ofmetið.  Atvinnuþróunarfélagið Hringur hefur unnið markvisst að slíkri þróun og skilað merku og mikilvægu starfi til fyrirtækja, einstaklinga og stofnana.  Sú óvissa sem ríkt hefur um framtíð þess félags og um leið atvinnuþróunarmála í Skagafirði hefur reynst félaginu og starfsmönnum þess erfið.  Því er nauðsynlegt að taka af allan vafa um vilja sveitarstjórnar til að halda áfram með störf Hrings.  Það verður best gert með því að koma fram með skýrar tillögur um fjármögnun félagsins.  Liður í þeirri fjármögnun er tillaga um sölu á hlut sveitarfélagsins í Tækifæri og sú tillaga sem hér er borin fram um að sækja um styrk til Byggðastofnunar.  Því er skorað á sveitarstjórn að samþykkja tillögu þessa.
                        Fulltrúar Framsóknarflokks í sveitarstjórn Skagafjarðar.
Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason,  Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Gísla Gunnarssonar borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum gegn 4.   Tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 4. 
3.         Bréf og kynntar fundargerðir.
           
1.         Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð 30. október.
           
2.         Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 24. október. 

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.        
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl.20.oo                                                                                   
                                                                Elsa Jónsdóttir, ritari.