Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

110. fundur 14. janúar 2003
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 110 – 14. janúar 2003
.
                        
                                                                                                           
 
Ár 2003, þriðjudaginn 14. janúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Bæjarþingsalnum Aðalgötu 2, kl. 1600.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson og Sigurður Árnason.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
  
            1.          Fundargerðir:
                       a)      Byggðarráð 20. desember og 10. janúar.
  
                         b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. janúar.
  
                         c)      Félags- og tómstundanefnd 6. janúar.
  
                         d)      Fræðslu- og menningarnefnd 19. desember og 9. janúar.
  
                         e)      Samgöngunefnd 7. janúar.
  
                         f)        Skipulags- og bygginganefnd 16. desember og 8. janúar.
  
                         g)      Umhverfisnefnd 3. og 9. janúar.
  
         2.          Fjárhagsáætlun sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana
  
                           þess fyrir árið 2003  
  
                           - Fyrri umræða -

           3.        Bréf og kynntar fundargerðir.
  
                     1.  Skagafjarðarveitur ehf. 3. janúar. 
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerð Landbúnaðarnefndar frá 7. janúar og var það samþykkt samhljóða.                                               
AFGREIÐSLUR:
1.            Fundargerðir:
  
            a)   Byggðarráð 20. desember.
  
                   Dagskrá:
                       
1.     
Formenn íbúasamtakanna í Skagafirði koma á fundinn.
  
                           - Helgi Gunnarsson, Varmahlíð og Bjarni K. Þórisson, Út að austan
  
                     2.      Snjómokstur á Sauðárkrókshöfn
  
                     3.      Norðurgarður, þekja-, lagnir, verklok
  
                     4.      Rafmagnsheimtaug á Sauðárkrókshöfn
  
                     5.      Greiðsla fyrir viktun í Hofsóshöfn
  
                     6.      Samningur um innheimtu fasteignagjalda
  
                     7.      Erindi frá Kolkuós ses. um að taka á leigu land við Kolkuós
  
                     8.      Umsókn um rekstur gistiheimilis
  
                     9.      Erindi frá húsnefnd Höfðaborgar
  
                     10.  Tillögu vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn
  
                             -         Skipan vinnuhóps um rafrænt samfélag.
  
                     11.  Erindi frá Kristbirni Bjarnasyni og Lárusi Degi Pálssyni
  
                             -         Verkefnið Rafrænt samfélag
  
                     12.  Trúnaðarmál
  
                     13.  Fjölnet hf.
  
                     14.  Bréf og kynntar fundargerðir.
  
                            a.            Nafnabreyting hjá Steinullarverksmiðjunni hf.
  
                            b.            Kynningarbréf frá Varasjóði húsnæðismála
  
                            c.            Vinnueftirlitið
  
                            d.            Húsnæði fyrir sorpbrennslu hjá sveitarfélögum
  
                            e.            Fundargerðir Framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ
  
                            f.            Samþykkt stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra
  
                            g.            Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  
                                             ·        Evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003
  
                                             ·        Um daggjöld hjúkrunarheimila
  
                                             ·        Fundargerð stjórnar nr. 699 
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.    Leggur hann til að lið 12 verði vísað aftur til Byggðaráðs.   Þá tóku til máls Gunnar Bragi Sveinsson  og Snorri Styrkársson og leggur hann fram svohljóðandi tillögu, ásamt greinargerð:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að taka þátt í verkefninu “Rafrænt samfélag” og óskar eftir að Hringur hf. taki að sér að vinna tillögu að verkefninu
til Byggðastofnunar fyrir tilskilin umsóknarfrest.  Tillagan verði kynnt byggðaráði og sveitarstjórn.  Jafnframt er óskað eftir að Hringur myndi starfshóp um verkefnið með helstu hagsmunaaðilum að málinu og fulltrúa sveitarfélagsins.

Snorri Styrkársson
Skagafjarðarlista
 
      Greinargerð 
Eftir 25 daga eða  7. 2. 2003 átti að renna út frestur til að skila inn tillögum að verkefninu rafrænt samfélag til Byggðastofnunar en okkur til gæfu hefur umsóknarfrestur verið framlengdur.  Erindi um verkefnið  var lagt fram í byggðaráði 4.12. 2002.  Byggðaráð samþykkti loksins 20. desember að fela sveitarstjóra ganga til viðræðna við starfsmenn Hrings um undirbúnings verkefnisins.  Sama og ekkert hefur gerst síðan, vinnan því ekki hafin og dýrmætur tími tapast.
Skagafjörður hefur allt til að bera til að standa  framar nánast öllum öðrum
sveitarfélögum á landinu í upplýsinga- og fjarskiptatækni.  Það eru því gríðarlegir
framtíðarhagsmunir í húfi að Skagafjörður öðlist þann sess sem honum ber og fái til þess þann opinbera stuðning sem hér getur verið í boði.  Hér er í reynd um framtíð Skagafjarðar (unga fólksins) að ræða.” 

Því næst tóku til máls Ársæll Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Gísli Gunnarsson sem leggur til að tillögu Snorra Styrkárssonar verði vísað til byggðarráðs.  Þá tók Snorri Styrkársson til máls og síðan Gunnar Bragi Sveinsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa tillögu Snorra Styrkárssonar til byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með fimm samhljóða atkvæðum.  Tillaga um að vísa 12. lið aftur til byggðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt  samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar.   Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar. 
Byggðarráð 10. janúar.
  
         Dagskrá:

  
         1.      Fjárhagsáætlun 2003
  
         2.      Skipurit sveitarfélagsins
  
         3.      Ráðningarsamningar sviðstjóra
  
         4.      Erindi frá Höfða ehf.
  
         5.      Forkaupsréttur vegna sölu á fiskiskipi og kvóta
  
         6.      Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki – mótframlag vegna tækjakaupa
  
         7.      Samningur um starfsmann INVEST á Sauðárkróki
  
         8.      Erindi frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar
  
         9.      Aðilaskipti kaupenda að jörðini Miðdal
  
         10.  Erindi frá stjórn Húseigna Skagafjarðar ehf.
  
         11.  Samningur um könnun á raforkuverði
  
         12.  Bréf og kynntar fundargerðir.
  
                 a.       Stjórnarfundur INVEST 13. desember 2002
  
                 b.      Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
                          frá 19. desember 2002

  
                 c.       Bréf frá Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra
  
                 d.      Bréf frá Ungmennafélagi Íslands
  
                 e.       Þakkarbréf frá Síldarminjasafninu á Siglufirði
  
                 f.        Samþykktir Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar hsf.
            Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson
            og leggur hann fram eftirfarandi tillögu:
  
         “Undirrituð leggjum til eftirfarandi breytingar á skipurit sveitarfélagsins Skagafjarðar:
  
           Hætt verði við að búa til starf sviðstjóra Markaðs- og þrónunarsviðs og verkefni
              sem ætluð voru honum skv. nýju skipuriti færð á önnur svið sem hér segir:

  
           Undir Fjármálasvið: Afgreiðslufulltrúi, ritari og tölvuumsjónarmaður verði
              hann ráðinn. Önnur verkefni: Símsvörun, skjalavistun, afgreiðsla, starfsþróun
              og símenntun starfsmanna.

  
           Undir Umhverfis og tæknisvið: Þjónustufulltrúar.
  
           Undir Fjölskyldu- og þjónustusvið: Forstöðumaður fræðaseturs Skagfirðinga
              og Safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga.

  
           Undir sveitarstjóra: Atvinnumál (ferðamál eru atvinnumál ). Sveitarstjóri
              verði ábyrgðarmaður á aðkomu sveitarfélagsins að atvinnumálum.
  
           Starf Menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa verði eflt og honum falin
              aukin verkefni á sviði kynningar og auglýsingamála. Hann heyri undir
              Fjölskyldu- og þjónustusvið.
  
           Með þessu teljum við að hægt sé að spara um 1.5 - 2 milljónir á ári vegna
              lægri launakostnaðar við yfirstjórn.
  
           Einnig er lagt til að ráðningu tölvuumsjónarmanns verði frestað. Ætla má að
              starf  tölvuumsjónarmanns kosti sveitarfélagið ekki undir 5 milljónum króna
              með öllu.
  
           Þau störf sem viðkomandi aðili hefur á hendi í dag munu ekki hverfa og því
              þarf að ráða fólk í að sinna þeim.

              Því er lagt til að á fjárhagsáætlun 2003 verði settar 1-2 milljónir króna til
              umsjónar og umsýslu tölumála. Leitað verði eftir tilboðum í þessa umsýslu
              og látið á það reyna hvort ekki sé aukið hagræði af því fyrirkomulagi.   
              Með þessu má ætla að spara megi 3-4 milljónir króna.#GL
                                  
                                    Fulltrúar Framsóknarflokks. 
             Næst tóku til máls Ársæll Guðmundsson og Snorri Styrkársson sem leggur
              fram eftirfarandi bókanir:

  
           Bókun vegna Húseigna Skagafjarða – liður 10  - 10.1. 2003.
  
             “Fyrir rúmu ári síðan tóku Húseignir Skagafjarðar til starfa.  Markmiðið var
                að skilja á mill fasteignarekstrar og útleigu og þjónustuhlutverki sveitarfélagsins. 
               
Æ fleiri sveitarfélög hafa síðan markað sér þessa sömu leið, að stofna sérstök
                hlutafélag um rekstur, umsjón og ráðstöfun fasteigna í þeirra eigu.  Meirihluti
                sveitarstjórnar kýs að snúa hjólinu við.  Það er vond ákvörðun og tekin af
                þröngsýni og skorti á framsýni.  Undirritaður lýsir sig mótfallin þessari
                samþykkt byggðaráðs.”
  
                                                         Snorri Styrkársson
  
                                                         Skagafjarðarlista
        
      Bókun vegna  lánastarfsemi sveitarsjóðs – liður 4  - 10.1. 2003
  
             “Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki lánastofnun og fjárhagur sveitarsjóðs
                ekki of traustur.  Undirritaður er því ósamþykkur allt að 5 milljón króna
                viðskiptaláni til einstakra fyrirtækja.”
  
                                                             Snorri Styrkársson
  
                                                             Skagafjarðarlista
                  Bókun vegna  greinagerðar um skipurit – liður 2 - 10.1. 2003.
  
                 “Undirritaður mótmælir harðlega grófum vinnubrögðum meirihluta
                    sveitarstjórnar og sveitarstjóra við brottrekstur eða fyrirhugaðan
                    brottrekstur 3ja starfsmanna sveitarfélagsins, ferðmálafulltrúa, menningar-
                    íþrótta og æskulýðsfulltrúa og forstöðumanns Friðar.    Í stað þessara
                    einstaklinga á að ráða a.m.k. 3 nýja starfsmenn undir öðrum heitum. 
                    Margt annað í þessum svo kölluðu skipulagsbreytingum orkar jafnframt
                    mjög tvímælis s.s. breyting á starfi skólamálastjóra.  Allt þetta er gert
                    undir flaggi sparnaðar og hagræðingar.   Þessar aðgerðir líkjast ofsóknum
                    á hendur einstaklingum.”
  
                                                             Snorri Styrkársson
  
                                                             Skagafjarðarlista.
Þá óskar Snorri Styrkársson bókað að hann styðji breytingartillögur fulltrúa     Framsóknarflokks við skipurit sveitarfélagsins.
Því næst tóku til máls Ársæll Guðmundsson og Gunnar Bragi Sveinsson sem óskar að eftirfarandi sé bókað:

“Undirritaðir mótmæla harðlega aðför meirihluta sveitarstjórnar á hendur einstökum starfsmönnum sveitarfélagsins. Í skjóli “hagræðingar” eru störf einstakra starfsmanna      lögð niður og þeim tilkynnt það án nokkurs fyrirvara.  Má hér nefna starf ferðamálafulltrúa Skagafjarðar og starf Menningar-, íþrótta,- og æskulýðsfulltrúa.  Engin hagræðing hlýst af þessum breytingum frekar aukinn kostnaður. Því er hér um klára pólitíska aðför að ræða þar sem meirihluti sveitarstjórnar misbeitir valdi sínu.”
                                   
Fulltrúar Framsóknarflokks.
Næst tóku til máls Ásdís Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Snorri Styrkársson og Gunnar Bragi Sveinsson með örstutta athugasemd.    Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Breytingartillaga fulltrúa Framsóknarflokks borin undir atkvæði og felld með 5 atkvæðum gegn 4.   1. lið fundargerðarinnar vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar fundargerðarinnar. 

            b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 7. janúar.
  
               Dagskrá:
                   
1.     
 Kynningarmál. Ferðamálafulltrúi kemur á fundinn.
  
                 2.      Rafrænt samfélag. Kristbjörn Bjarnason kemur á fundinn.
  
                 3.      Úttekt og samanburður á raforkuverði fyrir og eftir sölu á
                          Rafveitu Sauðárkróks.
  
                 4.      Markaðsskrifstofa Norðurlands.
  
                 5.      Önnur mál.
  
                 Gísli Gunnarsson las fundargerðina.  Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson.
                   
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og
                    samþykkt samhljóða. 

c)   Félags- og tómstundanefnd 6. janúar.
      Dagskrá:

        Félagsmál

       
1.   Trúnaðarmál.
       
2.   Lögð fram gjaldskrá fyrir heimaþjónustu í Skagafirði.
       
3.   Lögð fram gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðra.

  
     Íþrótta- og æskulýðsmál

     
  4.   Bréf frá Samkeppnisstofnun, dags. 2. janúar  2003.
       
5.   Tillaga að skiptingu tíma í Reiðhöllinni, skv. samkomulagi
              sveitarfélagsins við Flugu.

  
     Félagsmál/Íþrótta- og æskulýðsmál
       
6.   Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.

  
     Önnur mál
        Ásdís Gumundsdóttir skýrði fundargerðina.   Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs
        Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

d)   Fræðslu- og menningarnefnd 19. desember.
      Dagskrá:

      Grunnskólamál:
       
1.      Erindi frá foreldrum um breytta skólavistun
  
     2.      Önnur mál.
  
    Önnur mál:
       
3.      Fjárhagsáætlun 2003
  
     4        Önnur mál. 
      Fræðslu- og menningarnefnd 9. janúar.
      Dagskrá:

       
1.  Fjárhagsáætlun 2003.
  
     2.    Önnur mál.
  
     Sigurður Árnason skýrði fundargerðirnar.  Til máls tók Snorri Styrkársson
        og leggur hann til að erindi í lið 2a í fundargerð 9. janúar verði vísað til
        Byggðarráðs.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Snorra Styrkárssonar
        samþykkt samhljóða.  Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar
        samhljóða.
 
e)   Samgöngunefnd 7. janúar.
       Dagskrá:
       
1.      Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs
  
     2.      Fjárhagsáætlun, liður 10
  
     3.      Gjaldskrármál, áður á dagskrá síðasta fundar
  
     4.      Önnur mál.
  
     Gísli Gunnarsson las fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
       
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
f)    Skipulags- og bygginganefnd 16. desember.
        Dagskrá:
  
     1.      Flæðigerði – viðræður við fulltrúa húseigenda við Flæðigerði og
              formann Léttfeta
  
     2.      Bréf íbúasamtakanna út að austan dagsett 21. nóvember 2002
  
     3.      Efnistaka við Hofsá, erindi Vegagerðarinnar dagsett 29. nóvember 2002
  
     4.      Íþróttaleikvangurinn við Skagfirðingabraut
  
     5.      Aðalskipulag Skagafjarðar
  
     6.      Önnur mál.
  
     Bjarni Maronsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Ásdís Guðmundsdóttir,
        Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson.   Fleiri
        kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt
        samhljóða. 

      Skipulags- og bygginganefnd 8. janúar.
      Dagskrá:
       
1.      Hólar í Hjaltadal – landskipti, lóðarsamningur.
  
     2.      Geldingaholt,  Langholti – landskipti.
  
     3.      Hólakot, Reykjaströnd – landskipti.
  
     4.      Miðgarður – umsögn um vínveitingaleyfi.
  
     5.      Fjárhagsáætlun 2003.
  
     6.      Önnur mál.
  
     Bjarni Maronsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Snorri Styrkársson.
        Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og
        samþykkt samhljóða. 

g)   Umhverfisnefnd 3. janúar.
      Dagskrá:

  
     1.      Fjárhagsáætlun 2003
  
     2.      Staðardagskrá 21
  
     3.      Rúlluplast.
  
     4.      Frumvarp til laga.
  
     5.      Önnur mál. 
Umhverfisnefnd 9. janúar.
      Dagskrá:

  
     1.      Frumvarp til laga um verndun hafs og stranda.
  
     2.      Evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003.
  
     3.      Breytingar á reglugerð um fráveitu í Sveitarfélaginu Skagafirði.
  
     4.      Önnur mál.
  
     Gísli Gunnarsson las fundargerðirnar.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
       
Fundargerðirnar bornar upp og samþykktar samhljóða. 

h)   Landbúnaðarnefnd 7. janúar.
      Dagskrá:

      1.   Fundarsetning.
      2.   Fjárhagsáætlun 2003.
      3.   Bréf:
  
         a.       Jón Arnljótsson, dags. 17.09.02.
  
         b.      Lögm.stofa Þórdísar Bjarnadóttur dags. 28. nóv.02
  
         c.       Bændasamtök Íslands, dags. 20.12.02.
  
         d.      Landgræðsla ríkisins, das. 10.12.02.
  
     Einar Einarsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.
       
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 
        Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3 liðar d. 

Var nú gert stutt fundarhlé en fundi síðan fram haldið. 
2.         Fjárhagsáætlun sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess árið 2003.
- Fyrri umræða –
Til máls tók Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri.   Fylgdi hann úr hlaði  og skýrði
nánar ýmsa liði í þeirri fjárhagsáætlun sv.félagsins Skagafjarðar og stofnana þess
árið 2003 sem hér er lögð fram til fyrri umræðu.  Þá tóku til máls Sigurður Árnason
og Snorri Styrkársson sem leggur fram svohljóðandi bókun:
“Margt við gerð þessara draga að fjárhagsáætlun er vanhugsað.  Starfsmenn sveitarfélagsins hafa ekki verið með í ráðum og umfjöllun í aðdraganda fjárhagsáætlunarinnar nánast enginn verið.  Byggðaráð hefur t.d. aldrei fjallað um forsendur hennar eða skiptingu á málaflokka og eða verkefni.  Áætlunardrögunum
fylgja engar skilgreiningar á einstökum framkvæmdum, verkefnum eða rekstrarþáttum.

Samþykkt sveitarstjórnar um rammafjárhagsáætlunargerð er beitt var í fyrsta skipti
vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2002 er í engu fylgt.  Allar meginreglur þeirra reglna eru brotnar.  Starfsáætlanir deilda, stofnana og sviða hafa ekki verið kallaðar inn og svo mætti lengi telja.

Forsenda þess að ná árangri í rekstri sveitarfélagsins er að virkja þekkingu og reynslu starfsmanna sveitarfélagsins.  Það eru nefnilega þeir sem stýra útgjöldunum og vita
mest og best hverju er