Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

126. fundur 02. október 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 126 - 2.10.2003

 
 
Ár 2003, fimmtudaginn 2. okt., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
1.       Fundargerðir
a)      Byggðarráð 23. sept.
b)      Félags- og tómstundanefnd 23. sept.
c)      Landbúnaðarnefnd 25. sept.
d)      Skipulags- og byggingarnefnd 24. sept.
e)      Umhverfisnefnd 18. sept.
 
2.       Bréf og kynntar fundargerðir
a.       Skagafjarðarveitur 24. sept.
b.      Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 15. sept.
c.       Borgararfundur, Fljótum 28. ágúst
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 23. sept.
Dagskrá:
    1.      Tillaga um ráðstöfun byggðakvóta fyrir Hofsós
    2.      Fasteignagjöld - gjaldskrá
    3.      Niðurfelling gjalda
    4.      Erindi fyrir fjárlaganefnd
    5.      Skýrsla INVEST um framtíð Steinsstaða
    6.      Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a.       Bréf frá Hermanni Birni Haraldssyni
b.      Bréf frá Norrænu ráðherranefndinni um vinabæjarsamskipti
c.       Erindi frá FSNV
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.   
 
b)  Félags- og tómstundanefnd  9. sept.
Dagskrá:
 
Félagsmál
1.      Trúnaðarmál
Verklagsreglur vegna fjárhagsaðstoðar til greiðslu lækniskostnaðar
hjá sérfræðingi

Íþróttamál
2.      Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð
Málefni Sundlaugarinnar. Heimsókn í Sundlaug Sauðárkróks

Önnur mál
Gísli Gunnarsson kynnti þessa fundargerð, þar eð enginn nefndarmanna var viðstaddur. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)  Landbúnaðarnefnd 25. sept.
Dagskrá:
1.      Fundarsetning
2.      Tillaga um lausn varðandi bréf Þorsteins Ólafssonar þ. 18.11.02
3.      Ásgarðsmál
4.      Írafell
5.      Önnur mál
Enginn fulltrúi úr landbúnaðarnefnd var á fundinum. Gísli Gunnarsson kynnti því þessa fundargerð einnig. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)   Skipulags- og byggingarnefnd 24. sept.
Dagskrá:
1.      Brekkutún 12, Sauðárkróki, bílgeymsla. Endurnýjað byggingarleyfi. Heimir F. Guðmundsson
2.      Stóra-Seyla á Langholti – Landskipti.
3.      Sætún 11 Hofsósi – Stöðuleyfi fyrir gám – Steinar Skarphéðinsson
4.      Skagfirðingabraut 26 – bygging frístundarhúss á lóðinni - Krókshús og FNV
5.      Minni Þverá í Fljótum – Fjárhúsbygging, byggingarleyfi – Óskar Guðbjörnsson
6.      Skagfirðingabraut 29 – Breytingar – Vídeósport
7.      Suðurgata/Skógargata – skipulagstillaga
8.      Jaðar – byggingarreitur – Páll Jónsson
9.      Önnur mál
Bjarni Maronsson kynnti þennan fund. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
  
e)   Umhverfisnefnd 18. sept.
Dagskrá:
1.      Endurskoðun fjárhagsáætlunar.
2.      Bréf frá Umhverfisstofnun: “Bryggjugerð í Drangey”.
3.      Bréf frá Valgeiri Kárasyni, er varðar friðlýsingu Drangeyjar.
4.      “Stuðningur við gerð vefs um náttúru Skagafjarðar”.
5.      Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.        Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Skagafjarðarveitur 24. sept.
b)      Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 15. sept.
c)      Borgarafundur, Fljótum 28. ágúst
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs um fundargerð Skagafjarðarveitna.
Gunnar Bragi Sveinsson einnig, og ræddi líka um fundarg. Heilbrigðisnefndar.
Fleiri tóku ekki til máls undir þessum lið.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl  17,00.
                                                                                    Engilráð M. Sigurðard., ritari