Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

129. fundur 13. nóvember 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 129 - 13.11.2003

 
Ár 2003, fimmtudaginn 13. nóv., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
 
            Mætt voru:  Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Gíslason, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
1.         Fundargerðir
a)      Byggðarráð 11. nóv.
b)      Félags- og tómstundanefnd 10. nóv.
c)      Landbúnaðarnefnd 11. nóv.
d)      Samgöngunefnd 5. nóv.
e)      Skipulags- og byggingarnefnd 31. okt. og 4. nóv.
f)        Umhverfisnefnd 4. nóv.
 
2.         Tilnefning í stjórnir og nefndir:
a)      Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra
b)      Kjaranefnd
c)      Félags- og tómstundanefnd
d)      Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra
 
3.         Bréf og kynntar fundargerðir
a.       Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 31. okt.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 11. nóv.
Dagskrá:
1.                  Kaup á nýju bókhalds- og upplýsingakerfi
2.                  Erindi frá Friðriki R. Friðrikssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur
3.                  Erindi frá Klöru Jónsdóttur og Sigurði Friðrikssyni
4.                  Samkomulag vegna ferðakorts af framsveitum Skagafjarðar
5.                  Erindi frá Magnúsi H. Rögnvaldssyni
6.                  Málefni Náttúrustofu Norðurlands vestra
7.                  Ráðning varaslökkviliðsstjóra
8.                  Erindi um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2004
9.                  Umsögn um leyfi til að reka hótel og veitingahús að Laugavegi 1, Varmahlíð
10.              Syðri-Breið, forkaupsréttur
11.              Niðurfelling gjalda
12.              Málefni eignasjóðs
 
13.              Trúnaðarmál
14.              Framkvæmdir við íþróttavöll á Sauðárkróki
15.              Bréf frá Sigurbirni Björnssyni
16.              Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a.       Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.  Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga
b.      Bréf frá verkefnisstjórn átaks í sameiningarmálum sveitarfélaga
c.       Upplýsingar úr árbók sveitarfélaga
d.      Rekstur aðalsjóðs fyrstu níu mánuði ársins
Gísli Gunnarsson gerði grein fyrir fundargerðinni. Hann leggur til að 6. lið byggðar­ráðsfundargerðar verði vísað til 2. liðar d) á dagskrá þessa fundar. 
Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Gíslason, Snorri Styrkársson og óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 1. liðar fundargerðarinnar. Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, þá Snorri Styrkársson, Gísli Gunnarsson. Fleiri ekki. Samþykkt að vísa 6. lið til 2. liðar d).
7. liður borinn upp sérstaklega og samþykktur samhljóða.
Fundargerð að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
 
b)  Félags- og tómstundanefnd 10. nóv.
Dagskrá:
Félagsmál
1.      Trúnaðarmál
 
Fjárhagsáætlun
2.      Lagðar fram til kynningar tillögur forstöðumanna til fjárhagsáætlunar 2004
 
Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)      Landbúnaðarnefnd 11. nóv.
Dagskrá:
1.      Fundarsetning
2.      Markaskrá, útgáfa 2004
3.      Fjárhagsáætlun 2004
4.      Önnur mál
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)      Samgöngunefnd 5. nóv.
Dagskrá:
1.      Gjaldskrármál
2.      Kynningarfundur um hafnavernd
3.      Hafnafundur 31. okt. 2003
4.      Öryggisfræðsla fyrir hafnarstarfsmenn
5.      Haganesvíkurhöfn: Bréf frá Hermanni Haraldsyni – erindi frá Byggðarráði
6.      Bréf frá hagsmunaaðilum Hofsósshafnar
7.      Samgönguáætlun 2005 – 2008. Siglingamál
8.      Fjárhagsáætlun
9.      Önnur mál
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
e)   Skipulags- og byggingarnefnd 31. okt.
Dagskrá:
1.      Hásæti 4 – lóðarumsókn. Búhöldar hsf
2.      Borgartún 2, Sauðárkróki – útlitsbreyting
3.      Flæðigerði 6, hesthús – útlitsbreyting. Jóhann Þorsteinsson
4.      Braut 2, Hofsósi – lóðarmál
5.      Víðimýri 4 - geymsluskýli
6.      Bréf Steypustöðvar Skagafjarðar, dags. 22. október 2003
7.      Skipulagsmál
8.      Önnur mál.
 
Skipulags- og byggingarnefnd 4. nóv.
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál - Aðalskipulag
2.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson fór yfir þessar fundargerðir. Til máls tóku Snorri Styrkársson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Einar Gíslason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 6. liðar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
f)   Umhverfisnefnd 4. nóv.
Dagskrá:
1.      Bréf frá Steini Kárasyni, umhverfishagfræðingi.
2.      Fundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefndar.
3.      Fjárhagsáætlun.
4.      Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.         Tilnefning í stjórnir og nefndir:
           
Gísli Gunnarsson skýrði þennan lið. Bjarni Ragnar Brynjólfsson og Unnar Vilhjálmsson eru fluttir úr héraði og er því kosið í þeirra stað í eftirtaldar nefndir:
 
Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra:
Aðalmaður í stað Bjarna Ragnars Brynjólfssonar – tillaga er um Guðrúnu Sölvadóttur, sem nú er varamaður.
Varamaður í stað Guðrúnar  – tillaga Árni Gunnarsson.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.
 
Kjaranefnd:
Aðalmaður í stað Bjarna Ragnars Brynjólfssonar – tillaga er um Elinborgu Hilmarsd., sem nú er varamaður.
Varamaður í stað Elinborgar – tillaga Sigurður Árnason.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast þau rétt kjörin.
 
Félags- og tómstundanefnd:
Varamaður í stað Unnars Vilhjálmssonar – tillaga er um Elinborgu Hilmarsdóttur.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.
 
            Stjórn Náttúrustofu Norðurl. vestra
6. liður fundargerðar byggðarráðs 11. nóv.
Stjórn Náttúrustofu hefur beðist lausnar. Lagt er til að byggðaráði verði falin stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra. Tillaga kom um byggðarráðsmennina
Gísla Gunnarsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bjarna Jónsson sem aðalmenn og Bjarna Maronsson, Þórdísi Friðbjörnsdóttur og Ársæl Guðmundsson sem varamenn.
Engar athugasemdir komu fram og skoðast þessi því rétt kjörin.
 
 
3.         Bréf og kynntar fundargerðir
            Heilbrigðisnefnd Norðurl.vestra 31. okt.
 
            Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 17,45.
                                                                                   
                                                                                                Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari