Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

131. fundur 11. desember 2003
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 131 - 11.12.2003

 
Ár 2003, fimmtudaginn 11. des., kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómssalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20.
 
            Mætt voru:  Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Snorri Styrkársson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson
Forseti setti fund og lýsti dagskrá.
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 4. og 9. des.
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 27. nóv. og 2. des.
c)      Félags- og tómstundanefnd 2. des.
d)      Skipulags- og byggingarnefnd 3. des.
 
2.   Fjárhagsáætlun Sv.fél. Skagafjarðar og stofnana þess fyrir
                  árið 2004
                
 – Fyrri umræða –

 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir.
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 4. des.
Dagskrá:
1.      Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. kemur til fundar
2.      Álagning vatnsskatts og ákvörðun vatnsgjalds fyrir árið 2004
3.      Erindi frá John Steinberg
4.      Fundarboð aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra – miðstöðvar símenntunar
5.      Umsögn um leyfi til að reka veitingastofu og gistiheimili í Miðgarði
6.      Bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
7.      Erindi frá Maríu Björk Ingvadóttir vegna launa
8.      Trúnaðarmál
9.      Kaup á jörðinni Írafelli
10.  Málefni eignasjóðs
a.       Erindi frá íbúum Víðimýri 4
b.      Laugatún 12
11.  Niðurfelling gjalda
12.  Úthlutun fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2004
13.  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar:
a.       Norræn sveitarstjórnarráðstefna 13.-15. júni 2004
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina.
Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram svofellda bókun fulltrúa Framsóknarflokksins í Sveitarstjórn Skagafjarðar vegna 12. liðar þessarar fundargerðar:
“Bókun fulltrúa VG á fundi byggðarráðs hlýtur að teljast einsdæmi. Að fulltrúi annars meirihlutaflokksins skuli sjá ástæðu til að bóka vantraust á vinnu eigin flokks og samstarfsflokksins er fáheyrt og bendir til mikils trúnaðarbrests innan meirihlutans. Af þessu má ráða að meirihlutaflokkarnir eru ósamstíga og ráðalausir sem hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir íbúa Skagafjarðar.”
         Gunnar Bragi Sveinsson
         Sigurður Árnason
         Einar E. Einarsson.
Því næst kvaddi Einar E. Einarsson sér hljóðs; fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 10. liðar b.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
Byggðarráð 9. des.
Dagskrá:
1.      Trausti Sveinsson kemur til fundar
2.      Frumvarp að fjárhagsáætlun 2004 lagt fram
3.      Tillaga að nýrri heimasíðu sveitarfélagsins
4.      Álagningarprósenta útsvars fyrir árið 2004
5.      Menningarhús í Skagafirði
6.      Upplýsinga- og bókhaldskerfi
7.      Ályktun frá Öldunni - stéttarfélagi
Gísli Gunnarsson kynnti þessa fundargerð einnig og vísaði jafnframt 2. lið hennar til 2. liðar á dagskrá þessa sveitarstjórnarfundar.
Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson; fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Snorri Styrkársson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
 
b)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 27. nóv.
Dagskrá:
1)      Erindi frá Gallup – lagt fram til kynningar.
2)      Gönguleiðakort af framsveitum Skagafjarðar.
3)      Steinsstaðir.
4)      Erindi frá Friðriki R. Friðrikssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur um Steinsstaði.
5)      Erindi frá Klöru Jónsdóttur og Sigurði Friðrikssyni um Steinsstaði.
6)      Erindi frá Handverksfélaginu Fléttunni.
7)      Fjárhagsáætlun fyrir 2004.
8)      Önnur mál.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd 2. des.
Dagskrá:
1)      Út að austan – íbúasamtökin
2)      Erindi frá Ólafi Jónssyni um golfvöllinn 66° í Lónkoti.
3)      Auglýsing um leigu á Steinsstöðum
4)      Vöruþróun í ferðaþjónustu - skemmtiferðaskip.
5)      Skýrsla Hagfræðistofnunar um áhrif siglinga á Jökulsám á atvinnu í Skagafirði og þjóðarhag.
6)      Fjárhagsáætlun 2004
7)      Önnur mál.
Bjarni Jónsson skýrði báðar fundargerðirnar. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)  Félags- og tómstundanefnd 2. des.
Dagskrá:
1.      Viðbótarlán vegna íbúðarkaupa
2.      Trúnaðarmál
3.      Aðstaða fyrir félags- og tómstundastarf allra aldurshópa
4.      Yfirlit yfir þróun húsaleigubóta og  áætlun fyrir 2004
5.      Þjónustubíll fatlaðra
6.      Heimsending matar fyrir aldraða og öryrkja
7.      Ferlimál fatlaðra – tillögu vísað til nefndarinnar af sveitarstjórn
8.      Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)      Skipulags- og byggingarnefnd 3. des.
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun
2.      Stekkjadalir, Sæmundarhlíð – landskipti.
3.      Hvammkot, Tungusveit – endurbygging eyðijarðar, byggingarreitur.
4.      Bakkakot – byggingarleyfisumsókn.
5.      Gröf, Höfðaströnd – landskipti.
6.      Hásæti 4 – byggingarleyfi.
7.      Miklihóll – flutningsleyfi/byggingarleyfi
8.      Narfastaðir, land – landskipti.
9.      Syðri-Breið – aðilaskipti.
10.  Olíuverslun Íslands – Bjarni Haraldsson, lóðarumsókn
11.  Reykjarfoss – framkvæmdaleyfisumsókn – Elín H. B. Sigurjónsdóttir
12.  Önnur mál.
Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.   Fjárhagsáætlun Sv.fél. Skagafjarðar og stofnana þess fyrir
                  árið 2004

                  – Fyrri umræða –

 
Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana  þess fyrir árið 2004 úr hlaði með greinargerð og skýrði nánar ýmsa liði áætlunarinnar.
            Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram svofellda bókun:
“Fram kemur í frumvarpinu gríðarlega erfið staða sveitarsjóðs og fyrirtækja. Ljóst er að taka verður verulega á í rekstri sveitarfélagsins en hér kemur ekkert fram hvernig það skuli gert. Þá vantar með gögnum yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir. Jafnframt er ljóst að nefndir sveitarfélagsins hafa ekki lokið vinnu sinni við gerð frumvarpsins.
Því setjum við stórt spurningamerki við vinnubrögð við gerð áætlunarinnar. Því sitjum við hjá við afgreiðslu þess en leggjum jafnframt til eftirfarandi:
Í vetur verði hafin vinna við endurskoðun allra rekstrarþátta sveitarfélagsins með það að markmiði að ná fram raunverulegri hagræðingu og sparnaði. Leitast verði við að sá sparnaður verði ekki undir 5#PR í áætlun ársins 2005.
Gerð verði langtíma áætlun um aukningu tekna þar sem gert verði ráð fyrir fyrstu áhrifum ekki seinna en á árinu 2006”
   Gunnar Bragi Sveinsson
   Sigurður Árnason
   Einar E. Einarsson.
Snorri Styrkársson tók því næst til máls, þá Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigurður Árnason, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Snorri Styrkársson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2004 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
            Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar vísað til Byggðarráðs.
 
 
3.   Bréf og kynntar fundargerðir.
 
Ekkert lá fyrir undir  þessum lið.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 19,25.
 
 Engilráð M. Siguirðardóttir, ritari