Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

133. fundur 15. janúar 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 133 - 15.01.2004

 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 15. janúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.35.
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen,  Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund og og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka á dagskrá, með afbrigðum, fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar 15. jan.. Var það samþykkt.  Lýsti síðan dagskrá svo breyttri.
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
1.      Byggðarráð 6. og 15. janúar
2.      Skipulags- og byggingarnefnd 18. des. 2003; 12. og 15. jan.
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir.
                        Skagafjarðarveitur 11. og 16. des. 2003
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 6. jan.
Dagskrá:
1.      Erindi frá Byggðastofnun - forkaupsréttur
2.      Tillaga frá sveitarstjórnarfundi 11. des. 2003
3.      Skýrsla um 1. áfanga rammaáætlunar
4.      Bréf frá Stökum ehf.
5.      Drög að yfirlýsingu varðandi Loðskinn Sauðárkróki ehf.
6.      Erindi frá Jarðanefnd Skagafjarðarsýslu
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Endurgreiðsla VSK vegna kaupa á slökkvibifreiðum og búnaði
b)      Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra
c)      Námskeið fyrir sveitarstjórnarfulltrúa á Akureyri
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
Byggðarráð 15. jan.
Dagskrá:
1.      Kaupsamningur vegna Geitagerðis - forkaupsréttur
2.      Bréf frá Sambandi íslenskra sparisjóða
3.      Fundarboð – hluthafafundur Fjölnets hf.
4.      Niðurfelling gjalda
5.      Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kemur á fundinn
6.      Málefni Eignasjóðs
a.       Laugatún 10
b.      Auglýsing um Steinsstaði
c.       Lambanesreykir
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Fundargerð aðalfundar FSNV 12.12. 2003
b.      Kynningarfundur um eflingu sveitarstjórnarstigsins
c.       Bréf frá Sís – Tímaritið Sveitarstjórnarmál
d.      Rekstraryfirlit aðalsjóðs fyrstu 11 mánuði árins 2003
e.       Bréf frá Helga Gunnarssyni
Gísli Gunnarsson kynnti þessa fundargerð einnig. Helgi Thorarensen bar upp fyrirspurn v. 6. lið b, sem Gísli svaraði. Enginn annar kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
 
b)  Skipulags- og byggingarnefnd 18. des. 03
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál - Aðalskipulag
2.      Aðalskipulag Siglufjarðar
3.      Deiliskipulag - Suðurhluti Skógargötu
4.      Deiliskipulag - hafnarsvæðið.
5.      Önnur mál.
 
Skipulags- og byggingarnefnd 12. jan.
Dagskrá:
1.      Stöðuleyfi – Krókaleiðir
2.      Skógargata 12 – útlitsbreyting
3.      Hólalax – eldisker
4.      Jaðar – Páll Jónsson
5.      Hólar í Hjaltadal – hraðatakmarkanir
6.      Birkimelur 18 – Víglundur Rúnar Pétursson
7.      Umsókn um nafnleyfi – Sigrún Alda Sighvats
8.      Blóma- og gjafabúðin – Margrét Guðvinsdóttir
9.      Önnur mál.
 
Skipulags- og byggingarnefnd 15. jan.
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál – Aðalskipulag
2.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnti allar fundargerðirnar. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir.
           
Skagafjarðarveitur 11. og 16. des. 2003
 
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 17,26.
                                                                        Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari