Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

134. fundur 29. janúar 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 134 - 29.01.2004

 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 29. janúar, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16.20. 
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,  Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson.
 
Forseti setti fund og og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka á dagskrá, með afbrigðum, fundargerð Skipulags- og bygginganefndar frá 28. jan. Var það samþykkt.  Lýsti síðan dagskrá:
 
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 22. og 27. jan.
b)      Félags- og tómstundanefnd 20. jan.
c)      Skipulags- og bygginganefnd 21. og 28. jan.
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 22.01.04
b)     Bréf frá UMFÍ, dags. 12.01.04
c)      SSNV –  Boð um kynningarfund 9. feb. 04
d)     Fundarg. Skagafjarðarveitna 21. okt., 19. og 29. nóv., 2. des. ‘03;  
20. jan.
e)      Fundarg. Þjónustuhóps SFNV 16. des.’03; 7. og 19. jan.
f)       Fundargerð stjórnar SSNV  9. des.,’03
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 22. jan.
Dagskrá:
1.      Menningarhús
2.      Erindi frá Kristbjörgu Ingvarsdóttur
3.      Styrkumsókn vegna forvarnarstarfs
4.      Málefni Eignasjóðs
a)      Laugatún 6
b)      Drög að auglýsingu vegna Steinsstaða
5.      Bréf og kynntar fundargerðir:
Bréf frá Maríu Björk Ingvadóttur
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá við afgr. liðar 4 a.
Gréta Sjöfn Guðmundsd. óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
Byggðarráð 27. jan.
Dagskrá:
1.      Forsvarsmenn Staka ehf. koma á fundinn
2.      Erindi frá Maríu Björk Ingvadóttur
3.      Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins
4.      Erindi frá Gunnari Braga Sveinssyni
5.      Fyrirhugaður fundur með stjórn Rarik
6.      Málefni Eignasjóðs
a)      Sala á íbúðum
b)     Íbúðir sem tengjast rekstri Varmahlíðarskóla
7.      Bréf og kynntar fundargerðir
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Einar E. Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Gísli Gunnarsson og leggur til þá breytingu, varðandi 6. lið b, að viðhald íbúða verði “samkv. samningi við Akrahrepp” í stað “samkv. eignarhluta”.  Þá kvaddi Bjarni Jónsson sér hljóðs, fleiri ekki. 
Tillaga Gísla Gunnarssonar varðandi 6. lið b samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsd. óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsd. óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
b)  Félags- og tómstundanefnd 20. jan.
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      Úthlutanir leiguíbúða
3.      Viðbótarlán vegna húsnæðismála
4.      Þriggja ára áætlun
5.      Auglýsing um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til íþróttamála og æskulýðs- og tómstundamála árið 2004
6.      Uppgjör við Flugu
7.      Lagt fram erindi frá Tindastóli vegna knattspyrnumóts á Akureyri
8.      Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)  Skipulags- og byggingarnefnd 21. jan.
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál – Aðalskipulag
2.      Stóra-Seyla, viðbygging og breytingar
3.      Hof á Höfðaströnd, nýbygging
4.      Önnur mál.
 
Skipulags- og byggingarnefnd 28. jan.
Dagskrá:
1.      Skipulagsmál – Aðalskipulag
2.      Deiliskipulag – Suðurhluti Skógargötu
3.      Deiliskipulag, hafnarsvæðið
4.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnir þessar fundargerðir. Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
 
 
2.  Bréf og kynntar fundargerðir.
a)      Bréf frá Nefnd um sameiningu sveitarfélaga dags. 22.01.04
b)     Bréf frá UMFÍ, dags. 12.01.04
c)      SSNV –  Boð um kynningarfund 9. feb. 04
d)     Fundarg. Skagafjarðarveitna 21. okt., 19. og 29. nóv., 2. des. ’03;  20. jan.
e)      Fundarg. Þjónustuhóps SFNV 16. des.’03; 7. og 19. jan.
f)       Fundargerð stjórnar SSNV  9. des.,’03
 
Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
 
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl . 17,40.
                                   
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari