Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

140. fundur 29. apríl 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 140 - 29.04.2004
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 29. apríl, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Ráðstefnusal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Skr., kl. 19,00.
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmunds­dóttir, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson.
           Varaforseti, Bjarni Jónsson setti fund í fjarveru forseta og lýsti dagsskrá.
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 20. apríl
b)      Félags- og tómstundanefnd 13. apríl
c)      Fræðslu- og menningarnefnd 16. apríl
d)      Landbúnaðarnefnd 19. apríl
e)      Skipulags- og byggingarnefnd 21. apríl
f)        Umhverfisnefnd 13. apríl
g)      Umhverfisnefnd 19. apríl
 
2.   Tillaga frá fulltrúum Framsóknarflokks
 
3.   Kosning fulltrúa í Barnaverndarnefnd Skagafj.
 
4.   Ársreikningur Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana
            þess f. árið 2003 – fyrri umræða
 
5.   Bréf og kynntar fundargerðir
           
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 20. apríl
Dagskrá:
                                          1.            Þverárfjallsvegur við Sauðárkrók
                                          2.            Erindi frá skíðadeild UMF Tindastóls, áður á dagskrá 2. mars 2004
                                          3.            Þjónustusamningur við Golfklúbb Sauðárkróks vegna sláttar íþróttavallar
                                          4.            Samningur um rekstur golfvallar að Hlíðarenda
                                          5.            Styrkir til björgunarsveita
                                          6.            Tillaga frá Gunnari Braga Sveinssyni um fjarskipti
                                          7.            Bréf og kynntar fundargerðir                      
a)      Fréttatilkynning frá Íslandsflugi
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð Byggðarráðs. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
Fulltrúar Framsóknarflokks óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar í heild.
 

Byggðarráð 27. apríl
Dagskrá:
1.      Erindi frá Gunnari Braga Sveinssyni (áður á dagskrá 27. janúar 2004)
2.      Umsögn um frumvarp til laga um:
a)      Breytingu á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna
b)      Breytingu á lögum um búnaðarfræðslu
3.      Forkaupsréttur á landsspildu í landi Hofs á Höfðaströnd
4.      Fegrunarátak – kynning frá umhverfisnefnd
5.      Verksamningur varðandi sorphirðu og umsjón á sorpurðunarsvæði
6.      Aðalfundarboð Veiðifélagsins Flóka fyrir árin 2002 og 2003
7.      Aðalfundarboð Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár
8.      Ársreikningur 2003
9.      Bréf og kynntar fundargerðir
a)          Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
b)         24. fundur framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004
Bjarni Jónsson kynnir þessa fundargerð einnig. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 

b)  Félags- og tómstundanefnd 13. apríl
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      Tómstundamál
3.      Umsóknir um styrki vegna æskulýðs- og tómstundamálamála
4.      Íþróttamál
5.      Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnir fundargerðina. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Katrín María Andrésdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


c)   Fræðslu- og menningarnefnd 16. apríl
Dagskrá:
Skólamál - Leikskólamál
1.  Gjaldskrá leikskóla.
2.  Önnur mál
Grunnskóli
3.  Bréf frá skólastjóra Grunnskólans á Hofsósi, dags. 31. mars.
4.  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 7. apríl.
5.  Önnur mál.
Tónlistarskóli
6.      Gjaldskrá tónlistarskólans skólaárið 2004-2005
7.      Önnur mál.
Menningarmál:
8.   Styrkumsókn, Róm, febrúar 2004
9.   Liður 05-9, styrkir til félagsheimila.
10. Erindi frá SSNV, dags. 22. sept., frestað frá síðasta fundi.
11. Önnur mál.
Katrín María Andrésdóttir las og kynnti fundargerð. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, fleiri ekki. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 

d)  Landbúnaðarnefnd 19. apríl
Dagskrá:
1.      Búfjárreglugerð fyrir Hofsós
2.      Búfjárhald í þéttbýlisstöðum í Skagafirði
3.      Endurnýjun Deildardalsréttar
4.      Stíflurétt í Fljótum
5.      Ásgarður, Viðvíkursveit
6.      Refa- og minkaveiði 2004
7.      Bréf
8.      Kynnig á drögum að samningi Veiðifél. Blöndu og Landsvirkjunar
9.      Galtarárskáli
Einar E. Einarsson skýrði fundargerð. Ársæll Guðmundsson tók til máls og lagði til að liðir 1 og 5 verði bornir sér undir atkvæði. Þá kvaddi Gunnar Bragi Sveinsson sér hljóðs. Fleiri ekki.
Fyrsti liður borinn upp sérstaklega og samþykktur samhljóða.
Samþykkt að vísa 5. lið til Byggðarráðs.
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir vék nú af fundi.
 
e)   Skipulags- og byggingarnefnd 21. apríl
Dagskrá:
1.      Öldustígur 6 – Bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi.
2.      Suðurgata 10 – Bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi.
3.      Suðurgata 12 – Einbýlishús / bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi.
4.      Steinsstaðir lóð – Viðbygging við Lynghaga, umsókn um byggingarleyfi.
5.      Bakkakot í Vesturdal – Íbúðarhús, afturköllun og umsókn um byggingarleyfi.
6.      Hólatún 10, Skr. – bílgeymsla / sólstofa, umsókn um byggingarleyfi.
7.      Birkihlíð 13 – sólstofa / skjólveggir, umsókn um byggingarleyfi.
8.      Neðri-Ás – vélageymsla, umsókn um byggingarleyfi.
9.      Suðurbraut 5, Hofsósi – bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi.
10.  Jaðar, land. – Íbúðarhús, umsókn um byggingarleyfi.
11.  Hlíðarendi, Óslandshlíð – fjós, umsókn um byggingarleyfi.
12.  Norðurbrún 3, Varmahlíð – gluggabreyting.
13.  Skefilsstaðir - byggingarreitur.
14.  Syðri-Hofdalir – byggingarreitur.
15.  Langamýri – byggingarreitur.
16.  Bárustígur 4 – innkeyrsla.
17.  Fiskvegur í Reykjafossi, smávirkjun.
18.  Hólavegur 16, Sauðárkróksapótek
19.  Hegranesvegur.
20.  Efri-Ás – breytt notkun útihúsa, umsókn um byggingarleyfi.
21.  Garður í Hegranesi – íbúðarhús, umsókn um byggingarleyfi
22.  Önnur mál.
·           Kaffi Krókur – umsögn um vínveitingarleyfi
·           Þverárfjallsvegur, erindi frá Byggðarráði.
Bjarni Maronsson og Gunnar Bragi Sveinsson kynntu fundargerð. Til máls tóku síðan Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 

f)   Umhverfisnefnd 13. apríl
Dagskrá:
1.      Sorpurðun – samningur við verktaka
2.      Sorphreinsun – samningur við verktaka
3.      Fegrunarátak – erindi frá Byggðaráði 23. mars 2004
4.      Bleikjueldi í Lýtingsstaðahreppi hinum forna – erindi frá Ólafi Ögmundarsyni
5.      Styrkbeiðni frá Mógilsá – rannsóknastöð skógræktar.
6.      Önnur mál.
 
 
Umhverfisnefnd 19. apríl
Dagskrá:
1.      Fegrunarátak – framhald vegna fundar 13. apríl sl.
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðir umhverfisnefndar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 

2.  Tillaga frá fulltrúum Framsóknarflokks
 
“Sveitarstjórn samþykkir að fela fræðslu- og menningarnefnd að láta kanna kosti og galla einkaframkvæmdar og/eða alútboðs til að klára brýnar framkvæmdir við skólahúsnæði s.s. byggingu Árskóla og viðbyggingar við Furukot.”
 
Greinargerð:
“Sveitarfélög hafa að undanförnu verið að fara æ meira leið einkaframkvæmdar og/eða alútboðs til að losna við að binda háar fjárhæðir í byggingum til lengri tíma. Með þessu móti hefur sveitarfélögum tekist að fara í nauðsynlegar framkvæmdir án þess að skuldsetja sig fyrir byggingarkostnaði. Flestir sjá að mörg brýn verkefni bíða varðandi skólahúsnæði s.s. að ljúka við byggingu Árskóla svo koma megi grunnskólanum fyrir á einum stað. Þá skapast hugsanlega sá möguleiki að flytja Tónlistarskólann í sama húsnæði. Ekki þarf að fjölyrða um vandann varðandi pláss á leikskólum. Því er lagt til að leið einkaframkvæmdar og/eða alútboðs verði skoðuð.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Einar E. Einarsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
 
            Til máls tók Ársæll Guðmundsson og lagði fram svohljóðandi tillögu:
“Lagt er til að tillögu framsóknarfulltrúa í sveitarstjórn Skagafjarðar verði vísað frá þar sem hún er ótímabær. Verið er að vinna að þessum málum af fullum þunga innan sveitarfélagsins og meirihluta sveitarstjórnar og er tillagan einungis formgerð þeirrar vinnu, sem þegar er hafin. Ekkert samráð var haft við aðra sveitarstjórnarfulltrúa við gerð tillögunnar, enda ber hún þess glögg merki. Því ber þó að fagna að fulltrúar Framsóknarflokksins vilji skipa sér á bak við vinnu meirihluta sveitarstjórnar.”
                                                Ársæll Guðmundsson
                                                Bjarni Jónsson
 
Frávísunartillagan borin undir atkvæði og felld með 3 atkv. gegn 2.
Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Katrín María Andrésdóttir óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
 
Þá tók Katrín María Andrésdóttir til máls og lagði fram eftirfarandi breytingar­tillögu við tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins.
 
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fela Byggðarráði í samráði við Fræðslu- og menningarnefnd að láta meta nánar kostnað við nauðsynleg viðhaldsverkefni í leik- og grunnskólum sem framundan eru á næstu árum. Jafnframt verði metinn frekar kostnaður við þær viðbyggingar sem áætlaðar eru við Árskóla og leikskólann Furukot.
Kannaðir verði ýmsir fjármögnunarkostir varðandi nýbyggingar s.s. fjármögnun einkaaðila og kaupleiga og möguleg áhrif þeirra á rekstrarkostnað og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Gerð verði heildstæð áætlun um viðhaldsþörf, húsrýmisþörf, bygginga- og viðhaldsframkvæmdir í grunn- og leikskólum og liggi áætlunin fyrir við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins, haustið 2004.”
 
Greinargerð:
#GLFræðslu- og menningarnefnd hefur að undanförnu leitað leiða til að leysa þá brýnu þörf, sem skapast hefur fyrir leikskólarými á Sauðárkróki og víðar. Bæði til skemmri tíma og lengri. Unnið hefur verið kostnaðarmat á viðbyggingu einnar og tveggja deilda við Leikskólann Furukot, ásamt tilheyrandi lóðaframkvæmdum. Skoðaðir hafa verið ýmsir kostir m.a. varðandi leiguhúsnæði, breytta nýtingu á húsnæði í eigu sveitarfélagsins og einkarekstur. Skemmst er að minnast þeirra úrbóta sem hafa orðið á starfsaðstöðu Árvistar með tilkomu nýs húsnæðis.
Þá er einnig unnið að undirbúningi tilraunaverkefnis varðandi tónlistarnám sem miðar að því að auka aðgengi yngstu grunnskólanemenda að tónlistarfræðslu og draga úr kostnaði foreldra við nám þeirra. Mögulegt er að það fyrirkomulag muni draga úr húsrýmisþörf Tónlistarskólans en til framtíðar er eðlilegt að ætla Tónlistarskólanum rými innan grunnskólanna.
Lögð er áhersla á að áfram verði haldið vinnu við að leysa sem fyrst brýnasta vanda varðandi leikskólarými á Sauðárkróki en jafnframt verði unnið að gerð áðurnefndrar áætlunar og liggi hún fyrir við gerð næstu fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins, haustið 2004.
Nauðsynlegt er að skoða áfram ýmsa kosti varðandi eignarhald og rekstrarform menntastofnana og líta m.a. til reynslu annara sveitarfélaga í þeim efnum.#GL
                        Sauðárkróki, 29. apríl 2004,  Katrín María Andrésdóttir.
 
Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
Breytingartillaga Katrínar Maríu borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
 
 
3.   Kosning fulltrúa í Barnaverndarnefnd Skagafjarðar
 
Kjósa skal aðalfulltrúa í Barnaverndarnefnd í stað Ágústu Eiríksdóttur, sem hefur beðist undan störfum af persónulegum ástæðum.
Fram kom tillaga um Ingimund Guðjónsson sem aðalmann og Guðrúnu Jóhannsdóttur til vara.  Ekki komu fram aðrar tilnefningar og skoðast þau því rétt kjörin.
Eru Ágústu Eiríksdóttur þökkuð störf hennar í þágu sveitarfélagsins.
 
 
4.   Ársreikningur Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana
þess f. árið 2003 – fyrri umræða
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls og lagði til að ársreikningi verði vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn. Ársreikningurinn var kynntur á nýafstöðnum fundi, sem sveitarstjórnarfulltrúar sátu.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. Tillaga um að vísa ársreikningi til síðari umræðu samþykkt samhljóða.
Einar E. Einarsson og Gunnar Bragi Sveinsson óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðsluna.
 
 
5.   Bréf og kynntar fundargerðir
           
Ekkert lá fyrir undir þessum lið.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 21,23.
                                                           
                                                            Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari