Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

152. fundur 14. desember 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 152 - 14.12.2004

 
 
Ár 2004, þriðjudaginn 14. desember, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmunds­dóttir,  Gísli Árnason og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
 
DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 23. og 30. nóv.; 7. des.
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 30. nóv.
c)      Félags- og tómstundanefnd 16., 23. og 26. nóv.
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 26. nóv.
e)      Landbúnaðarnefnd 18. og 26. nóv.
f)        Skipulags- og bygginganefnd 1. des.
g)      Umhverfisnefnd 29. nóv.
 
2.   Samningur um rekstur Vatnsveitu Skagafjarðar
 
3.   Fjárhagsáætlun Sv.fél. Skagafjarðar og stofnana þess
fyrir árið 2005 – Fyrri umræða –
 
4.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Náttúrustofa Norðurlands vestra, stjórnarf. 9. nóv. og 7. des.
b)      Skagafjarðarveitur 22. nóv. og 6. des.
c)      Fundargerð skólanefndar FNV 17. nóv.
d)      Bréf frá UMFÍ, dags. 26.11.04
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 23. nóv.
Dagskrá:
1.      Formaður landbúnaðarnefndar kemur til fundar vegna refa- og minkamála
2.      Erindi frá Skógræktarfélagi Skagafjaðar
3.      Skagafjarðarveitur ehf. - vatnsveita
4.      Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
5.      Kjarasamningur LN og KÍ
6.      Rekstur aðalsjóðs fyrstu 10 mánuði ársins 2004
7.      Eignasjóður
a)      Drög að fjárhagsáætlun eignasjóðs
8.      Bréf og kynntar fundargerðir
 
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Byggðarráð 30. nóv.
Dagskrá:
1.      Staða mála varðandi starfsmat
2.      Boðun hluthafafundar hjá Skagafjarðarveitum ehf.
3.      Aðalfundarboð – Snorri Þorfinnsson ehf.
4.      Fjárhagsáætlun
5.      Brunavarnir Skagafjarðar - vinnuferlar
6.      Eignasjóður
a)      Víðigrund 24
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð stjórnar Anvest frá 12. nóv. 2004
b)      Beiðnir um umsagnir um frumvörp til laga:
                                                               i.      Mat á umhverfisáhrifum og skipulags- og byggingarlög
                                                             ii.      Lánasjóður sveitarfélaga
                                                            iii.      Tekjuskattur og eignarskattur
c)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004:
                                                               i.      Aðilaskipti á jörðunum Héraðsdal 1 og 2, Hyrnu og Steintúni.
Gísli Gunnarsson skýrir þessa fundargerð einnig. Til máls tók Bjarni Maronsson og leggur til að lið 7. b) i. verði vísað til Skipulags- og byggingarnefndar. Samþykkt samhljóða. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Byggðarráð 7. des.
Dagskrá:
1.      Samningur um símaþjónustu. Sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kemur til fundar
2.      Fjárhagsáætlun 2005
3.      Starfsmat
4.      Erindi frá vegamálastjóra - Þverárfjallsvegur
5.      Samningur vegna flugafgreiðslu á Alexandersflugvelli
6.      Brunavarnir Skagafjarðar - vinnuferlar
7.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá sameiningarnefnd sveitarfélaga - umsagnarfrestur
b)      Bréf vegna “Húss frítímans”
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerð. Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og leggur til að lið 4: Erindi frá vegamálastjóra – Þverárfjallsvegur, verði vísað til Skipulags- og byggingarnefndar. Bjarni Maronsson tók því næst til máls, síðan Ársæll Guðmundsson. Gísli Árnason og leggur til að 4. lið verði jafnframt vísað til Samgöngunefndar. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur til máls og leggur nú fram formlega tillögu v. 4. liðar:
“Undirrituð leggur til að erindi Vegagerðarinnar varðandi Þverárfjallsveg verði vísað til skipulags- og bygginganefndar til umfjöllunar og henni falið að ræða við fulltrúa atvinnulífs, Vegagerðar og samgönguyfirvalda.”
                                                            Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls, þá Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson og leggur fram eftirfarandi bókun:
 
“Á fundi sínum þann 1. apríl 2003 samþykkti Skipulags- og byggingarnefnd samhljóða að tenging Þverárfjallsvegar inn í Sauðárkrók, þ.e. svonefnd efri leið, skyldi vera samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Sauðárkróks, þ.e. á svipuðum slóðum og núverandi tenging er. Síðan hefur sú lega þessarar vegtengingar verið samþykkt tvisvar í Sveitarstjórn Skagafjarðar. Skv. upplýsingum Vegagerðarinnar lá fyrir að leiðin, sem ákveðin var þann 1. apríl 2003, yrði dýrari í stofnkostnaði en sú neðri, þ.e. um ósa Gönguskarðsár. Sú efri væri aftur á móti styttri og því myndi sá munur jafnast út á nokkrum árum. Vegagerðin lét það alfarið í vald sveitarstjórnar að ákveða áðurnefnda vegtengingu, enda fer sveitarstjórn með skipulagsmál sveitarfélagsins. Síðan 1. apríl 2003 hefur ekkert nýtt komið fram varðandi þessi mál, sem gefur tilefni til breytinga á því skipulagi sem fyrir liggur. Undirritaður telur brýnt að hafnar verði framkvæmdir við vegtenginguna hið fyrsta.”
                                                                        Bjarni Maronsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls, þá Gísli Gunnarsson. Fleiri ekki.
 
Tillaga Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur borin undir atkvæði. Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum. Bjarni Maronsson og Gunnar Bragi Sveinsson óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 30. nóv
 Dagskrá:
1.      Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
2.      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði
3.      Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
4.      Fjárhagsáætlun ársins 2005.
5.      Þróun fyrirtækjaklasa á vestanverðum Tröllaskaga
6.      Vinnustaðanám
7.      Önnur mál
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 16. nóv
Dagskrá:
1.      Geymslan – húsnæðismál, staðsetning í Bifröst
2.      Íþróttahúsið Sauðárkróki
- búnaður til menningar- og fundarstarfsemi
- gjaldskrá

3.      Sundlaug Sauðárkróks
- gjaldskrá

4.      Sparkvöllur á Hofsósi
5.      Fjárhagsáætlun íþróttamála – kynning
6.      Aðrar gjaldskrár
- Heimaþjónusta
- Ferðaþjónusta fatlaðra
- Niðurgreiðsla dagvistunar á einkaheimilum
- Upphæðir fjárhagsaðstoðar

7.      Trúnaðarmál
8.      Önnur mál
 
Félags- og tómstundanefnd 23. nóv
Dagskrá:
1.      Viðbótarlán vegna húsnæðismála
2.      Fjárhagsáætlun félagsmála, æskulýðs- og tómstundamála
 
Félags- og tómstundanefnd 26. nóv
Dagskrá:
1.      Trúnaðarmál
2.      Fjárhagsáætlun félagsmála, æskulýðs- og tómstundamála
Ásdís Guðmundsdóttir kynnir þessar þrjár fundargerðir Félags- og tómst.­nefndar.
Enginn kvaddi sér hljóðs en Gísli Gunnarsson leggur til að 2. lið fundarg. frá 26. nóv. verði vísað til 3. liðar þessa sveitarstjórnarfundar. Samþykkt.
Fundargerðirnar að öðru leyti bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 26. nóv.
Dagskrá:
Skólamál - Grunnskóli:
1.      Fjárhagsáætlun 2005.
2.      Erindi frá menntamálaráðuneyti dags. 22. nóvember varðandi skipulag skólahalds.
3.      Önnur mál
Leikskóli:
4.      Fjárhagsáætlun 2005.
5.      Erindi frá skólastjóra leikskólans út að austan, dags 22. nóv. Tillaga á nafn leikskólans.
6.      Önnur mál.
Tónlistarskóli:
7.      Fjárhagsáætlun 2005.
8.      Önnur mál.
Menningarmál:
9.      Fjárhagsáætlun 2005.
10.  Önnur mál
Gísli Árnason skýrir fundargerðina. Enginn kveður sér hljóðs.
Gísli Gunnarsson leggur til að liðum nr. 1, 4, 7 og 9 verði vísað til 3. liðar þessa sveitarstjórnarfundar. Samþykkt.
Fundargerð að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
     e)   Landbúnaðarnefnd 18. nóv.
Dagskrá:
1.            Fjárhagsáætlun 2005
2.            Réttarbygging í Fljótum
3.            Réttarbygging í Deildardal
4.            Innheimtumál fjallskiladeilda
5.            Bréf
6.            Önnur mál
 
Landbúnaðarnefnd 26. nóv.
Dagskrá:
1.            Fjárhagsáætlun 2005
2.            Rætt var um innheimtumál fjallskiladeilda.
3.            Lögð fram fundargerð, dags. 2. nóv.’04, undirrituð af Skarðsárnefnd,
   í 2 tölusettum liðum.
Gísli Gunnarsson kynnir þessar fundargerðir landbúnaðarnefndar. Hann leggur til að 3. lið fundargerðar frá 18. nóv. og lið 1 í fundargerð frá 26. nóv. verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Samþykkt. Bjarni Maronsson kvaddi sér hljóðs. Fleiri ekki.
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
     f)   Skipulags- og byggingarnefnd 1. des.
Dagskrá:
1.      Fjárhagsáætlun 2005
2.      Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu – bréf Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts
3.      Bréf Skógræktarfélags Skagafjarðar, dags 14. 11. 2004, lagt fram
4.      Eyrarvegur 21, Sauðárkróki – Byggingarleyfisumsókn.
5.      Gautland í Fljótum – bygging vélageymslu – Stefán Þorláksson
6.      Barmahlíð 1, bílgeymsla – Sæmundur Hafsteinsson
7.      Steinsstaðaskóli – breytingar – Friðrik Rúnar Friðriksson
8.      Umsókn um nafnleyfi – Stekkholt – Sigurður Stefánsson
9.      Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnir fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki. Gísli Gunnarsson leggur til að 1. lið verði vísað til 3. liðar á dagskrá sveitarstjórnar. Samþykkt.
Fundargerð að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 4. liðar.
 
     g)   Umhverfisnefnd 29. nóv.
Dagskrá:
1.      Kosning varaformanns
2.      Erindi frá  Byggðarráði – Svæðisskipulag Austur-Húnavatnssýslu
3.      Fjárhagsáætlun
4.      Bréf frá Umhverfisstofnun
Gísli Gunnarsson kynnir fundargerð. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson. Fleiri ekki.  Samþykkt að vísa 3. lið til 3. liðar á dagskrá þessa sveitarstjórnarfundar.
Fundargerð að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.   Samningur um rekstur Vatnsveitu Skagafjarðar
 
Hinn 5. september 2002 undirrituðu Sveitarfélagið Skagafjörður og Skagafjarðar­veitur ehf samkomulag um að Skagafjarðarveitur yfirtækju rekstur Vatnsveitu Skagafjarðar. Í samkomulaginu var einnig kveðið á um að eignir vatnsveitunnar yrðu eftir sem áður eign sveitarfélagsins.
Með samningi, dags. 14. des. 2004 yfirtaka Skagafjarðarveitur ehf allar eignir Vatnsveitu Skagafjarðar miðað við bókfært verð 31. des. 2003.
Samningurinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
 
Að tillögu Gísla Gunnarssonar er gert hlé á sveitarstjórnarfundi kl. 18:05  vegna hluthafafundar Skagafjarðarveitna.
 
Sveitarstjórnarfundi síðan fram haldið kl. 18:20.
 
 
3.   Fjárhagsáætlun Sv.fél. Skagafjarðar og stofnana þess
fyrir árið 2005 – Fyrri umræða –
Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri fylgdi fjárhagsáætlun Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana  þess fyrir árið 2005 úr hlaði með greinargerð og skýrði nánar ýmsa liði áætlunarinnar.
Til máls tóku Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Árnason, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun til  nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
 
4.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)            Náttúrustofa Norðurlands vestra, stjórnarf. 9. nóv. og 7. des.
b)            Skagafjarðarveitur 22. nóv. og 6. des.
c)            Fundargerð skólanefndar FNV 17. nóv.
d)            Bréf frá UMFÍ, dags. 26.11.04
Þórdís Friðbjörnsdóttir bar fram fyrirspurnir v. Fundarg. skólan. FNV og 46. fundarg. NNV sem Gísli Gunnarsson svaraði.
 
      Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs undir þessum lið. 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:15.
 
                                                            Engilráð M. Sigurðard. ritari