Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

157. fundur 03. mars 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 157 - 03.03.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 3. mars, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
           
Mætt voru: Einar Einarsson, Sigurður Árnason, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,  Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá. Leitaði síðan samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá erindi varðandi forkaupsrétt sveitar­félagsins að skipinu Þóri SK-16. Var það samþykkt með 8 atkv. Verður þetta annar liður dagskrár.
 
 
DAGSKRÁ:
 
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 22. feb.; 1. mars
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd 1. mars
c)      Félags- og tómstundanefnd 22. feb.
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 22. feb.
e)      Skipulags- og byggingarnefnd 16. feb.
f)        Umhverfisnefnd 23. feb.
 
2.   Erindi varðandi forkaupsrétt að Þóri SK-16
 
3.   Tillögur að breytingum á Samþykktum
Sveitarfélagsins Skagafjarðar – síðari umræða –
 
4.   Bréf og kynntar fundargerðir
       a)  Fundargerð Skagafjarðarveitna 24. feb.
       b)  Fundargerðir Samb. ísl. sveitarfélaga 10. des.’04; 24. jan.’05
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 22. feb.
Dagskrá:
1.      Minnisblað – fundur byggðarráðs Skagafjarðar og bæjarráðs Siglufjarðar
2.      Samningur við Siglfirðinga vegna starfsemi Landsflugs
3.      Vinarbæjamót í Kongsberg
4.      Tækjakaup á íþróttavelli
5.      Greinargerð frá Norðurósi um nýtingu byggðakvóta
6.      Minnisblað frá fræðslu- og íþróttafulltrúa v/Umf. Tindastóls
7.      Bréf frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar
8.      Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
9.      Fundarboð v/Norðurlandsskóga
10.  Niðurfelling gjalda
11.  Eignasjóður
a)      Ársskýrsla 2004
b)      Málefni Steinsstaðaskóla
12.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Iðnnemasambandi Íslands
b)      Tilkynningar skv. 10. gr. jarðalaga nr. 81/2004
                                                         i.      Aðilaskipti á 1/3 hluta af landsspildu nr. 7 í Valgarðslundi
c)      Boðun 19. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson, Einar E. Einarsson og leggur til að breytt verði orðalagi í ályktun í 1. lið fundargerðarinnar: “Skorar fundurinn á yfirvöld ..” verði “Skorar fundurinn á samgönguráðherra”. Þá töluðu Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
      Byggðarráð 1. mars
Dagskrá:
1.      Viggó Einarsson kemur til fundar
2.      Íbúasamtökin Út að austan – fulltrúar þeirra koma til fundar
3.      Sparkvöllur á Hofsós
4.      Ágúst Sigurðsson kemur til fundar
5.      Gjaldskrá fyrir fráveitugjöld og tæmingu rotþróa
6.      Umsögn um umsókn Félagsheimilisins Ljósheima um endurnýjun á leyfi til að reka félagsheimili með veisluþjónustu, veitingasölu og gistingu í svefnpokaplássi
7.      Erindi frá Drangeyjarfélaginu – nytjar Drangeyjar á Skagafirði
8.      Eignasjóður
a)      Kauptilboð í Laugaveg 5, Varmahlíð
b)      Kauptilboð í Raftahlíð 48, Sauðárkróki
9.      Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 18. febrúar 2005
b)      Uppgjör staðgreiðslu tekjuárið 2004
Gísli Gunnarsson kynnti þessa fundargerð einnig. Til máls tóku Sigurður Árnason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og lagði fram svofellda tillögu:
“Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fara í gerð sparkvallar á Hofsósi og jafnframt verði fjárhagsáætlun 2005 endurskoðuð og framkvæmda­áætlun breytt sem nemur kostnaði við verkefnið.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir,
Skagafjarðarlista.
 
Þá tók Bjarni Jónsson til máls og lagði fram bókun:
“Mikilvægt er að leitað verði allra leiða til að tryggja framtíð fiskvinnslu í Hofsósi og þau atvinnutækifæri, sem í henni felast. Því er áríðandi að Sjávarútvegsráðu­neytið og Fiskistofa fylgist grannt með því að þeim byggðakvóta, sem úthlutað var á Hofsós, verði landað þar og aflinn unninn í plássinu. Sveitarfélagið Skaga­fjörður getur beitt sér fyrir því að það sé gert. Ennfremur eru til staðar möguleikar á því að efla þjónustu við smábáta í Hofsósi og koma þar upp fiskmarkaði. Slíkt myndi verða lyftistöng fyrir vinnslu og útgerð í Hofsósi.”
Bjarni Jónsson
 
Einnig bar Bjarni upp eftirfarandi frávísunartillögu vegna tillögu Grétu Sjafnar:
“Undirbúningur að gerð sparkvallar er nú þegar kominn í góðan farveg og tillagan því óþörf.”
 
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, síðan Gísli Gunnarsson. Hann bar frávísunartillögu Bjarna Jónssonar undir atkvæði og var hún samþykkt með 5 atkv., 4. atkv. á móti.
 
Því næst töluðu Elinborg Hilmarsdóttir,  Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson og Gísli Gunnarsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 1. mars
Dagskrá:
1.      Viðræður við landbúnaðarnefnd
2.      Samstarf við FNV um stuðning við þjálfun iðnnema
3.      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði – staða mála
4.      Gulu síðurnar – staða mála
5.      Kynningaráætlun – staða mála
6.      Hátæknisetur á Sauðárkróki – staða mála
7.      Brautargengi – Námskeið fyrir konur um gerð viðskiptaáætlana
8.      Framtíð Fiskeldisstöðvarinnar að Lambanesreykjum í Fljótum
9.      Möguleikar á því að efla fiskmarkað og þjónustu við báta á Hofsósi
10.  Önnur mál
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Bjarni Maronsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Einar E. Einarsson. 
Þá Gísli Gunnarsson og leggur til að Atvinnu- og ferðamálanefnd skipi vinnuhóp til að skoða framtíðarmöguleika fiskeldisstöðva að Lambanesreykjum og að Hraunum í Fljótum.
 
Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 22. feb.
      Dagskrá:
1.      Erindi Félags- og tómstundanefndar varðandi úttekt á frístundastarfi í skólum o.fl.
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 22. feb.
Dagskrá:
1.      Erindi Félags- og tómstundanefndar varðandi úttekt á frístundastarfi í skólum o.fl.
Sigurður Árnason kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
e)   Skipulags- og byggingarnefnd 16. feb.
Dagskrá:
1.      Gil í Borgarsveit – umsókn um byggingarleyfi.
2.      Álfgeirsvellir – umsókn um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi, gámum.
3.      Gilhagi – umsókn um breytta notkun húsnæðis.
4.      Dalatún 13 – umsókn um breytingar á bílskúr.
5.      Lóð Kaupfélags Skagfirðinga,  Varmahlíð  - verðskilti.
6.      Borgarsíða 8 – umsókn um byggingarleyfi.   
7.      Hraun á Skaga –  umsókn um byggingarleyfi.
8.      Hólavegur 19 -  umsókn um byggingarleyfi.
9.      Valagerði – umsókn frá Birgi Haukssyni.
10.  Bréf  Búhölda, dagsett 14. febrúar 2005.
11.  Önnur mál.
Bjarni Maronsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
     f)   Umhverfisnefnd 23. feb.
Dagskrá:
1.      Hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.
2.      Fráveitumál
3.      Önnur mál.
a)      Rúllubaggaplast.
Elinborg Hilmarsdóttir kynnti fundargerð. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
2.   Erindi varðandi forkaupsrétt að Þóri SK-16
 
Lagt var fram bréf frá Strimli ehf, Ágústi Guðmundssyni, dags. í dag, 3. mars 2005, þar sem þess er farið á leit að Sveitarstjórn Skagafjarðar taki afstöðu til þess hvort hún falli frá forkaupsrétti sbr. 11. gr. laga um stjórn fiskveiða. Um er að ræða skipið Þóri SK-16.
Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs. Fleiri ekki.
Samþykkt samhljóða að falla frá forkaupsrétti.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
 
 
3.   Tillögur að breytingum á Samþykktum Sveitarfélagsins Skagafjarðar
       – síðari umræða –
 
Gísli Gunnarsson lagði til að tillögurnar, sem vinnuhópurinn lagði fram, yrðu samþykktar án nokkurra breytinga.
Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs. Óskaði hann eftir að tillögur þær, er hann og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lögðu fram við fyrri umræðu verði bornar upp sérstaklega.
Ásdís Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Sigurður Árnason, Ásdís Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
 
Sveitarstjóri Ársæll Guðmundsson telur ekki tímabært að tillaga um nafnbreytingu sveitarstjórnar komi til afgreiðslu.
 
Breytingartillögur við tillögu Endurskoðunarnefndar um samþykktir Sveitar­félags­ins Skagafjarðar eru nú bornar upp:
 
Tillaga 1
Breyting á setningu í 40. gr. sem hljóðar svo:
“Sveitarstjórn getur heimilað flokki eða framboðsaðila sem fulltrúa á í sveitarstjórn en ekki hefur fengið kjörinn byggarráðsmann að tilnefna fulltrúa til setu í byggðarráði með málfrelsi og tillögurétt”
            Lagt til að hún breytist í
“Flokkur eða framboðsaðili sem fulltrúa á í sveitarstjórn en ekki hefur fengið kjörinn byggðarráðsmann er heimilt að tilnefna sveitarstjórnarfulltrúa til setu í byggðarráði með málfrelsi og tillögurétt. Áheyrnarfulltrúi skal fá greidd laun fyrir setu í byggðarráði.”
            Tillagan borin undir atkvæði. Felld með 5 atkv. gegn 4.
 
Tillaga 2
Samgöngunefnd og umhverfisnefnd verði sameinaðar í eina nefnd, Umhverfis- og tækninefnd. Nefndin taki við hlutverki beggja nefndanna eins og þau eru nú og við umferðarmálum skv. umferðarlögum nr.50/1987 af skipulags- og byggingarnefnd. Skipulags- og byggingarnefnd taki við skipulagi hafnarsvæðis af samgöngunefnd.
            Tillagan borin undir atkvæði. Felld með 4 atkv. gegn 4.
            Bjarni Maronsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðsluna.
 
Tillaga 3
Atvinnu- og ferðamálanefnd beri framvegis heitið  “Atvinnumálanefnd“.
            Tillagan borin undir atkvæði. Felld með 5 atkv. gegn 4.
 
Tillaga 4
Nefndir skv. 53. gr., aðrar en Byggðarráð, verði skipaðar fimm aðalmönnum og fimm til vara.
Tillagan borin undir atkvæði. Felld með 5 atkv. gegn 4.
 
Tillögur vinnuhóps bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
4.   Bréf og kynntar fundargerðir
       a)  Fundargerð Skagafjarðarveitna 24. feb.
       b)  Fundargerðir Samb. ísl. sveitarfélaga 10. des.’04; 24. jan.’05
            Til máls tóku Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson  og Sigurður Árnason, ekki fleiri.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00.
 
                                                                                    Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari