Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

163. fundur 02. júní 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 163 -02.06.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 2. júní, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1620.
 
Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gísli Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar, Bjarni Jónsson, setti fund í fjarveru forseta, Gísla Gunnarssonar.
 
Í upphafi fundar baðst Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri velvirðingar á seinagangi á útsendingum fundargagna en verið er að taka í notkun nýtt skjalaskráningar- og fundargerða­kerfi, sem ekki lætur fyllilega að stjórn enn.
 
Forseti leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Stjórnar Eignasjóðs Skagafjarðar frá  31. maí 2005. Var það samþykkt. Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
DAGSKRÁ:
 
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 24. og 31. maí
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd  13. maí
c)      Félags- og tómstundanefnd 25. maí
d)      Fræðslu- og menningarnefnd 18. maí
e)      Skipulags- og byggingarnefnd 20. maí
f)        Umhverfisnefnd 13. maí
g)      Stjórn Eignasjóðs 31. maí
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Fundarg. Skagafjarðarveitna 11. og 19. maí
b)      Stjórnarfundarg. SSNV 10. maí
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 24. maí
Dagskrá:
1.      Umsögn um umsókn Óttars Bjarnasonar
2.      Vínveitingaleyfi - Harpa Snæbjörnsdóttir v.Golfskálans
3.      Umsögn um umsókn Herdísar Sigurðardóttur f.h. Áskaffis
4.      Vátryggingar sveitarfélagsins
5.      Leiga og endurbætur á hesthúsi
6.      Viðmiðunartextar ríkisins v. refa- og minkaveiðimanna 2005
7.      Fundur Fráveitunefndar á Norðurlandi vestra 31. maí nk. kl.10.00
8.      Samningur um verkefnastjórn vegna skráningarmála
9.      Áætlun um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2005
10.  Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Sveitarfélaginu Skagafirði
11.  Ágóðahlutagreiðsla 2005 – Brunabót
12.  Aluminium Smelter Project in Northern Iceland
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      Byggðarráð 31. maí
Dagskrá:
1.      Landsmót hestamanna 2006. Forsvarsmenn hestamannafélaga koma til fundar.
2.      Þjónustumiðstöð v.ökutækja
3.      Menningarhús
4.      Gatnagerð við Iðutún
5.      Vínveitingaleyfi – Harpa Snæbjörnsdóttir v.Golfskálans
6.      Styrktarsjóður EBÍ 2005
7.      Syðri Mælifellsá – sala á hluta úr jörðinni
8.      Aðgerðir gegn atvinnuleysi ungs fólks
9.      Sparkvöllur Hofsósi – samningur Umf Neisti
10.  Skilmálabreyting á skuldabréfum af endurlánafé 2003 – 2004
11.  Útleiga Íþróttahússins á Sauðárkróki
12.  Century Aluminium
13.  Joint action plan – Alcoa. Drög að samkomulagi
14.  Reykir – sala á hluta úr jörðinni. Eigendaskipti
15.  Samstarf ehf – Sólvík. Vínveitingaleyfi
Bjarni Jónsson kynnti fundargerð. Einar E. Einarsson tók til máls.
Síðan Ársæll Guðmundsson og lagði fram tillögu:
“Undirritaður leggur til að afgreiðslu samkomulagsdraganna verði frestað þar sem frekari upplýsingar um innihald þeirra hafa ekki borist frá Iðnaðarráðuneytinu eins og til stóð.”
Ársæll Guðmundsson.
 
Þá töluðu Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson.
Því næst Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sem lagði fram eftirfarandi bókun:
“Ég fagna því að uppbygging og framkvæmd sparkvallar séu komnar af stað en hefði talið réttara að sjá þessa framkvæmd inni í fjárhagsáætlun í stað lántöku.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, síðan Ásdís Guðmundsdóttir, sem lagði fram bókun:
“Mikilvægt er að Skagfirðingar taki þátt í þeirri vinnu sem nú er framundan hjá Iðnaðarráðu­neytinu varðandi hugsanlega staðsetningu álvers. Hluti af því er að samþykkja það að Sveitarfélagið Skagafjörður gerist aðili að samkomulagi milli sveitarfélaga á svæðinu, Iðnaðarráðuneytisins og Alcoa. Samkvæmt drögunum eiga að fara fram rannsóknir á þeim svæðum, sem til greina koma, og á sú vinna að fara fram á næstu mánuðum. Sú vinna á eftir að nýtast heimamönnum hvort sem álver verður reist hér eða ekki, þar sem að þá munu liggja fyrir skýrslur og rannsóknir um aðstæður hér í Skagafirði.
Því telja sjálfstæðismenn í Sveitarstjórn Skagafjarðar mikilvægt að taka þátt í þessari undirbúningsvinnu og samþykkja því bókun byggðarráðs frá 31. maí þar sem byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að samþykkja það að Sveitarfélagið Skagafjörður verði aðili að ofangreindu samkomulagi.”
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Sveitarstjórn Skagafjarðar.
 
Bjarni Jónsson tók til máls, þá Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og leggur fram bókun:
“Undirrituð fagna áhuga fjárfesta á byggingu álvers á Norðurlandi. Ákvörðun um staðsetningu álvers liggur ekki fyrir og því ekki tímabært að samþykkja eða hafna byggingu álvers í Skagafirði. Það er því mikilvægt að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í undirbúningsferlinu og þeirri vinnu, sem staðarval mun byggja á.”
            Gunnar Bragi Sveinsson
            Einar Einarsson
            Þórdís Friðbjörnsdóttir
 
Tillaga Ársæls Guðmundssonar borin undir atkvæði og felld með 7 atkv. gegn 2.
 
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Undirritaður fulltrúi VG í Sveitarstjórn Skagafjarðar harmar dræmar undirtektir sem sveitarfélög á Norðurlandi hafa fengið við málaleitan sinni við ríkisvaldið að gerð yrði heildstæð úttekt á möguleikum Norðurlands vestra til atvinnuuppbyggingar. Beiðni sveitarfélaganna til ríkisins um samstarf á þessu sviði hefur þráfaldlega verið hafnað eða hún hundsuð. Einskorðaðar rannsóknir vegna staðarvals fyrir álver á Norðurlandi eru ekki þau vinnubrögð sem undirritaður telur skynsamleg og ákjósanleg, heldur þarf að fá fram skýra afstöðu og framtíðarsýn á atvinnuupp­byggingu svæðisins í heild. Þekkingaröflun sem lögð er til í samkomulaginu ætti þó að geta orðið til að auka skilning fólks á umfangi og eðli hugmynda um stóriðju á Norðurlandi og rennt stoðum undir skynsamlega ákvarðanatöku. Undirritaður dregur þó stórlega í efa að rannsóknir, sem um getur í samkomulaginu, verði framkvæmdar sómasamlega á þeim skamma tíma, sem þeim er skammtaður, eða 6 mánuðir.”
Ársæll Guðmundsson.
 
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Undirritaður telur að með þeim samningi um álver á Norðurlandi, sem Iðnaðarráðherra ætlar Skagfirðingum að skrifa undir við Alcoa ásamt Akureyringum, Húsvíkingum, atvinnuþróunarfélögum og Fjárfestingarstofu, sé hagsmunum íbúa héraðsins mögulega kastað fyrir róða og er því andvígur þeim drögum, sem fyrir liggja.
Með slíkum samningi er hætta á að Skagfirðingar afsali sér rétti sínum til að gæta með sjálfstæðum hætti hagsmuna sinna varðandi nýtingu auðlinda héraðsins og ákvarðanatöku þar að lútandi. Framtíðarhagsmunir héraðsins felast ekki í virkjun Jökulsánna eða stóriðju. Ef hins vegar kæmi til virkjunar Jökulsánna væri með slíkum samningi stórlega búið að veikja stöðu okkar gagnvart þeirri skýlausu kröfu að orkan yrði nýtt í héraði.
Telja verður mjög óraunhæft að ætla að Skagafjörður sé inni í myndinni varðandi staðarval á álveri og áhugi á því lítill í héraði. Tilgangur þessa samkomulags, sem nú er reynt að véla Skagfirðinga til að skrifa undir, er því að auðvelda aðilum, er nú keppa um virkjanarétt í Skagafirði, að fá aðgang að orkuauðlindum héraðsins, sem nýttar yrðu austan Tröllaskaga eða í fjarlægum landshlutum, til lítilla hagsbóta en óbætanlegs tjóns fyrir Skagfirðinga. Það að skrifa undir þann samning, sem iðnaðarráðherra hefur lagt fyrir Sveitarstjórn Skagafjarðar, fæli í sér trúnaðarbrest gagnvart íbúum héraðsins.
Þau samningsdrög á ensku um álver á Norðurlandi, sem liggja fyrir sveitarstjórn, hafa ekki hlotið kynningu eða umræðu innan meirihlutaflokkanna eða á þeirra samráðs­vettvangi. Umræða um þau innan sveitarstjórnar er því ótímabær og ekki í samræmi við þær verklagsreglur, sem flokkarnir hafa samþykkt sín á milli.
Einnig er vert að vekja athygli á því að samningurinn er á flókinni tækniensku og hefur ekki verið þýddur á íslensku. Það getur vafist fyrir jafnvel besta enskufólki að skilja texta sem þennan. Því er ekki ljóst hvort að sveitarstjórnarmenn hafi getað skoðað til hlítar hvaða skuldbindingar sé verið að undirgangast.”
      Bjarni Jónsson.
 
Bjarni Maronsson tók til máls. Þá Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann vísi til bókunar sinnar varðandi 13. lið en samþykki fundargerðina að öðru leyti.
Gísli Sigurðsson  kvaddi sér hljóðs, lýsti því að hann yrði því miður að víkja af fundi, sem hann og gerði.
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 13. maí
Dagskrá:
1.      Hátæknisetur á Sauðárkróki
            Sveinn Ólafsson kemur á fundinn.
2.      Starfsnám í Skagafirði – stuðningsnet fyrir ungmenni í atvinnuleit.
            Staðgengill sviðsstjóra greinir frá hugmyndum um stuðningsnet fyrir ungmenni í Skagafirði.  Sviðsstjóri Fjölskyldu- og þjónustusviðs kemur til   fundar.
3.      Upplýsingamiðstöð ferðamála – sumarið framundan
            Forstöðumaður situr fyrir svörum.
4.      Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005
5.      Tilraun með nýungar í bleikjueldi
            Erindi frá Ólafi Ögmundssyni.
6.      Háhraða tölvutengingar í dreifbýli Skagafjarðar
            Erindi frá Þórarni Leifssyni.
7.      Jónsmessuhátíð í Hofsósi
            Umsókn um styrk.
8.      Önnur mál
Bjarni Jónsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, Einar E. Einarsson. Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson. Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
c)   Félags- og tómstundanefnd 25. maí
Dagskrá:
1.      Styrkbeiðni vegna íþrótta- og leikjastarfs í Fljótum
2.      Styrkbeiðni frá Grósku – íþróttafélagi fatlaðra vegna Evrópumóts í Portúgal
3.      Bréf frá Knattspyrnuskóla Íslands/Bjarna Konráðssyni
4.      Fyrirspurn frá skólastjórum grunnskóla varðandi aðgang skólahópa að sundlaugum
5.      Hljóðkerfi í Íþróttahúsið Sauðárkróki
6.      Málefni Vinnuskólans
7.      Fundur með forsvarsmönnum skátastarfs á Sauðárkróki
8.      Málefni Geymslunnar
9.      Starfsnám í Skagafirði – atvinnuátak vegna atvinnulausra ungmenna
10.  Trúnaðarmál
11.  Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)   Fræðslu- og menningarnefnd 18. maí
Dagskrá:
            Skólamál:
1.      Grunnskólinn Hofsósi, staða skólastjóra.
2.      Skóladagatal
3.      Skólastefna
4.      Önnur mál
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fleiri ekki.
Liður eitt, ráðning skólastjóra í Hofsósi, borinn upp sérstaklega og samþykktur samhljóða.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
e)   Skipulags- og byggingarnefnd  20. maí
Dagskrá:
1.      Deiliskipulag Hólum í Hjaltadal
2.      Laugartún - byggingarskilmálar
3.      Gilstún 30 - byggingarleyfisumsókn
4.      Háiskáli Hofsósi –  útlitsbreyting
5.      Raftahlíð 37, Sauðárkróki – Garðdyr
6.      Útvík – útskipti á lóð
7.      Páfastaðir – byggingarleyfi
8.      Skagfirðingabraut 26 - breytingar
9.      Golfskálinn Hlíðarenda – umsögn um vínveitingarleyfi
10.  Eyrarvegur 21 – olíuafgreiðslutankur
11.  Ránarstígur  6, Sauðárkróki – bílgeymsla byggingarleyfisumsókn
12.  Mjólkursamlagið við Skagfirðingabraut – mjólkurtankur
13.  Lindargata 11 – viðbygging sólstofa
14.  Skagafjarðarveitur – framkvæmdaleyfisumsókn v. Hitaveitulagnar
15.  Suðurbraut 10, Hofsósi – umsókn um breytingar á húsnæði
16.  Kajakklúbbur Skagafjarðar – umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
17.  Gilstún 26- byggingarleyfisumsókn
18.  Víðimelur – umsókn um utanhúss klæðningu
19.  Önnur mál
Bjarni Maronsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson, Bjarni Maronsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 1. liðar.
 
f)   Umhverfisnefnd 13. maí
Dagskrá:
1.      Hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.
2.      Heyrúlluplast.
3.      Önnur mál.
a)      Bréf frá Umhverfisstofnun
b)      Umhverfisviðurkenning - hreinsunarátak
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Þórdís Friðbjörnsdóttir, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
g)   Stjórn Eignasjóðs 31. maí
Dagskrá:
1.      Félagsheimilið Árgarður
2.      Kauptilboð í Sætún 6 á Hofsósi
3.      Tilboð í Austurgötu 22
4.      Steinsstaðir
5.      Borgarfell – möguleg eigendaskipti
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Maronsson, fleiri ekki. Fundargerð borin upp og samþ. samhljóða.
 
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir:
 
a)      Fundarg. Skagafjarðarveitna 11. og 19. maí
b)      Stjórnarfundarg. SSNV 10. maí
 
Ársæll Guðmundsson tók til máls og lagði fram bókun:
 
“Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir furðu sinni á vinnubrögðum Bæjarstjórnar Blönduóss að hafa að engu óskir Skagafjarðarveitna ehf um viðræður um kaup á Hitaveitu Blönduóss. Sveitarstjórn tekur heilshugar undir bókun Skagafjarðarveitna frá 11. maí 2005.”
 
Bjarni Jónsson tók til máls, þá Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00.
                                                                                               
Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari