Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

168. fundur 22. september 2005
 
 
Fundur  168
22. september 2005
 

Ár 2005, fimmtudaginn 22. september kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Valgerður I Kjartansdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Þorgrímur Ómar Unason, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Helgi Þór Thorarensen, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Einar Eðvald Einarsson og Brynjar Pálsson.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
 
Lagt fram
 
1.
Byggðarráð 050913
 
 
Mál nr. SV050197
 

Fundargerð Byggðarráðs frá 13. sept. 2005, í 4 liðum.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Brynjar Pálsson, Einar E. Einarsson, Helgi Thorarensen, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


2.
Atvinnu- og ferðamálanefnd 050909
 
 
Mál nr. MÞ050012
 
Fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar frá 9. sept. 2005. 7 liðir.
 
 
3.
Atvinnu- og ferðamálanefnd 050913
 
 
Mál nr. MÞ050013
 
Fundargerð Atvinnu- og ferðamálanefndar frá 13. sept. 2005; dagskrárliðir eru 4.
 
Katrín María Andrésdóttir kynnir báðar fundargerðir Atvinnu- og ferðamálanefndar. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Brynjar Pálsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og leggur til að 3. lið fundargerðar frá 13. sept. verði vísað til byggðarráðs. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Fundargerðirnar bornar saman undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
 
4.
Eignasjóður 050913 07
 
 
Mál nr. ES050022
 
 Fundargerð Stjórnar Eignasjóðs frá 13. sept. 2005. 5 dagskrárliðir.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
5.
SÍS 2005 fundarg_727
 
 
Mál nr. SV050198
 

Samband ísl. sveitarfélaga: Stjórnarfundargerð frá 26. ágúst 2005
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 16.50.
Engilráð Margrét Sigurðardóttir , ritari fundargerðar