Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

175. fundur 26. janúar 2006
Sveitarstjórn Skagafjarðar

Fundur  175 - 26. janúar 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar kl. 16:15, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Eðvald Einarsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Pétur Maronsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ársæll Guðmundsson og Bjarni Jónsson
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir
 
Lagt fram
 
1.
329. fundur byggðaráðs, 10. janúar 2006.
 
 
Mál nr. SV060029
 
Fundargerðin er í 19 liðum. Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson. Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu 3. liðar.
 
 
2.
330. fundur byggðaráðs, 17. janúar 2006.
 
 
Mál nr. SV060030
 
Fundargerðin er í 8 liðum. Gísli Gunnarsson kynnir fundargerð.
Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir.
 
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram breytingartillögu við afgreiðslu byggðarráðs á lið 7:
#GLSveitarstjórn Svf. Skagafjarðar samþykkir að byggðakvótanum verði úthlutað hlutfallslega til Geislaútgerðarinnar og Sjóskipa.#GL
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson.
 
Þá tóku til máls Ársæll Guðmundsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.
 
Fundarhlé gert kl. 18:17.
Fundi fram haldið kl. 18:28.
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
 
Fram komin tillaga um að vísa lið 3, Umsókn um styrk v.skíðaferðar barna, til Félags- og tómstundanefndar, borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Breytingartillaga fulltrúa Framsóknarflokks við lið 7 borin undir atkvæði og felld með 5 atkv. gegn 4.
 
Gísli Gunnarsson leggur fram svohljóðandi bókun:
#GLByggðakvóta verður ekki úthlutað nema að viðkomandi aðilar hafi uppfyllt að fullu þau skilyrði, sem um er getið í samningum.#GL
 
Því næst ber hann  undir atkvæði afgreiðslu byggðarráðs á 7. lið:
#GLByggðarráð samþykkir að ganga til samninga við eftirtalda útgerðaraðila um úthlutun byggðakvótans: Sjóskip ehf, vegna Óskars SK13, 73 tonn, Geislaútgerðin ehf, vegna Geisli SK66, 13 tonn, Lofn ehf vegna Hafdís SK147, 4 tonn, Hamravík ehf. vegna Svalan SK37, 13 tonn og Halldór Karel Jakobsson vegna Sillu Halldórs SK79, 4 tonn.#GL
Afgreiðsla byggðarráðs á 7. lið samþykkt með 5 atkv gegn 4.
 
Gunnar Bragi Sveinsson leggur fram bókun, undirritaða af fulltrúum Framsóknarflokks:
#GLUndirrituð teljum að úthluta eigi byggðakvótanum til Geislaútgerðarinnar ehf. og Sjóskipa ehf. hlutfallslega m.v. umsóknir þeirra. Aðrar umsóknir uppfylla ekki reglur um úthlutun.#GL
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kveður sér hljóðs og leggur fram bókun:
#GLÞar sem ekki var farið eftir reglum um úthlutun byggðakvóta greiði ég atkvæði gegn þessari afgreiðslu. Ég tel að umsóknir frá Sjóskipum ehf og Geislaútgerðinni ehf uppfylli skilyrði, aðrar ekki.#GL
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista.
 
Fundargerðin í heild borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Ársæll Guðmundsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 3. liðar.
 
 
3.
331. fundur byggðaráðs, 24. janúar 2006.
 
 
Mál nr. SV060040
 
Fundargerðin er í 4 liðum. Gísli Gunnarsson kynnir fundargerð og leggur til að 3. lið hennar verði vísað til 3. liðar dagskrár þessa fundar.
Til máls tóku Bjarni Maronsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
15. fundur eignarsjóðs, 10. janúar 2006.
 
 
Mál nr. SV060031
 
Fundargerðin er 1 liður.
 
 
5.
16. fundur eignarsjóðs, 17. janúar 2006.
 
 
Mál nr. SV060032
 
Fundargerðin er í 2 liðum.
 
 
6.
17. fundur eignarsjóðs, 24. janúar 2006.
 
 
Mál nr. SV060041
 
Fundargerðin er í 3 liðum.
Gísli Gunnarsson kynnir allar fundargerðir Stjórnar Eignasjóðs í einu lagi.
Til máls tóku Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson.
 
Þá Ársæll Guðmundsson, sem leggur fram bókun:
#GLAð gefnu tilefni og vegna rakalausra ósanninda, sem fram koma í grein Sigurðar Árnasonar, varafulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn, sem birtist í Feyki 25. janúar þess efnis að sveitarstjóri og kona hans hafi óskað eftir því að fá jörð keypta án auglýsingar, skal hér áréttað: Hið rétta er að lögð var inn ósk um að fá keypta jörðina Hraun í Unadal eins og hver annar íbúi þessa sveitarfélags getur gert. Hvorki nú né áður hefur sveitarstjóri farið fram á sérafgreiðslu mála sér til framdráttar. Hvergi er hér farið með pukur eða yfirvarp. Ætlast ég til að viðkomandi nefndir sveitarfélagsins fjalli um erindið eins og hvert annað innsent erindi og hvergi er farið fram á annað en að afgreiðslan verði á jafnræðisgrunni, fyrir opnum tjöldum og rökstudd. Ómálefnalegri umfjöllun og aðdróttunum vísa ég til föðurhúsanna og bið fulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn að ræða erindi og afgreiðslur á málefnalegan hátt en ekki með persónulegum ávirðingum.#GL
Ársæll Guðmundsson.
 
Gunnar Bragi Sveinsson tók síðan til máls, þá Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson, sem  leggur fram bókun:
#GLUndirrituð viljum leggja áherslu á að ef selja á landareignir eða aðrar eignir sveitarfélagsins verði þær auglýstar til sölu á almennum markaði eftir að búið er að fara ítarlega yfir hvað eigi að selja og hvað ekki. Jafnframt hörmum við að sveitarstjóri skuli ráðast á Sigurð Árnason vara sveitarstjórnarfulltrúa þar sem hann er ekki á staðnum til að svara fyrir sig.#GL
Gunnar Bragi Sveinsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Einar E. Einarsson.
 
Bjarni Maronsson kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
 
Fundargerðir Eignasjóðs bornar undir atkvæði í einu lagi og samþykktar samhljóða.
Ársæll Guðmundsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu 3. liðar fundargerðar frá 24. janúar.
 
 
7.
060117 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060042
 
Fundargerðin er í 4 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnir fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
8.
060111 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV060033
 
Fundargerðin er í 4 liðum. Einar E. Einarsson kynnti fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs..
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
9.
060118 - 90.f Skip-bygg
 
 
Mál nr. SV060034
 
Fundargerðin er í 14 liðum. Bjarni Maronsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
10.
Beiðni KMA um lausn úr Fræðslu- og menn.n.
 
 
Mál nr. SV060043
 
Með bréfi, dags. 24.01.06, óskar Katrín María Andrésdóttir eftir lausn frá störfum í Fræðslu- og menningarnefnd að loknum næsta fundi nefndarinnar.
Beiðni Katrínar Maríu er samþykkt samhljóða, en Katrín óskar bókað að hún sitji hjá.
Í hennar stað er tilnefnd Sigríður Svavarsdóttir. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast Sigríður því rétt kjörin.
 
 
11.
Tilnefning fulltrúa í Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060044
 
Með bréfi, dags. 08.12.05 óskaði Ásdís Guðmundsdóttir eftir lausn frá störfum úr Félags- og tómstundanefnd f.o.m. áramótum. 
Í hennar stað er tilnefnd Katrín María Andrésdóttir. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.
 
 
12.
Beiðni Á.G. um lausn úr nefnd um staðsetningu álvers á Nl.
 
 
Mál nr. SV060045
 
Með bréfi, dags. 24.01.06, óskar Ásdís Guðmundsdóttir þess að tilnefnt verði í hennar stað í nefnd um staðsetningu álvers á Norðurlandi.
Lausnarbeiðni Ásdísar samþykkt samhljóða.
Í hennar stað er tilnefndur Gísli Gunnarsson. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því réttkjörinn.
 
Sveitarstjórn þakkar Ásdísi Guðmundsdóttur samstarf á  liðnum árum og óskar henni velfarnaðar.
 
 
13.
Gjaldskrá Heilbr.eftirlits Norðurlands.vestra
 
 
Mál nr. SV060046
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.
Gjaldskráin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
14.
060111 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV060035
 
 
 
 
15.
060116 Heilbrigðisnefnd Nl.v.