Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

201. fundur 08. mars 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  201 - 8. mars 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 8. mars kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörmsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Forseti setti fund, lýsti dagskrá og leitaði síðan samþykkis fundarmanna um að taka, með afbrigðum, inn á dagskrá fundargerð Byggðarráðs frá 7. mars 2007. Var það samþykkt.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
381. fundur byggðaráðs, 27. febrúar 2007.
 
 
Mál nr. SV070149
 
Fundargerðin er í 14 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
 
Til máls tók Bjarni Jónsson og lagði fram bókun varðandi lið 2:
“Í deiliskipulagsvinnu í tengslum við undirbúning að byggingu á nýjum leikskóla á Sauðárkróki er nauðsynlegt að skoða fleiri valkosti varðandi staðsetningu.
Undirritaður óskar eftir því að einnig verði kannaðir kostir þess að reisa nýjan leikskóla á lóð austan Brekkutúns í norðanverðri Áshildarholtshæð. Sú staðsetning virðist geta haft marga kosti umfram þá staðsetningu sem nú er horft mest til sunnan Sauðármýrar, sem gæti m.a reynst erfitt byggingarland, auk þess sem lengi hefur verið horft til þess lands sem útivistarsvæðis þar sem Sauðáin og tjarnir henni tengdar gætu notið sín í fallegu lífríku umhverfi. Útivistarsvæði í hjarta bæjarins.”
 
Einnig óskaði hann eftir að leggja fram bókun og skriflega fyrirspurn varðandi lið 1:
“Í fundargerð byggðaráðs kemur fram að þriðjudaginn 20. feb. s.l. heimsótti menntamálaráðherra Sauðárkrók ásamt embættismönnum úr ráðuneytinu. Tilgangur ráðherra með heimsókninni var að heimsækja fjölbrautaskólann og ræða erindi skólayfirvalda og sveitarstjórnar um stækkun verknámsbyggingar skólans. Ráðherrann átti fund með skólanefnd og skólameistara. Síðan segir orðrétt í fundargerð Byggðaráðs:
“Á fundi með sveitarstjóra o.fl. síðar um daginn tilkynnti ráðherra vilja ráðuneytisins til að koma að viðbyggingu við verknámshúsið þannig að hægt væri að hefjast handa strax á þessu ári og ljúka verki á því næsta “ “
 
Forseti hafnaði því að taka upp fyrirspurn sbr. 21. gr. 3. mgr. Samþykkta sveitarfélagsins og lagði til að sveitarstjóri fengi lögboðinn frest til að svara skriflega fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni og verður fyrirspurnin lögð fram á dagskrá næsta sveitarstjórnarfundar.
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs, þá Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson.
 
Því næst talaði Bjarni Jónsson og lagði fram aðra bókun vegna liðar 2:
“Vg fagnar þeim áfanga að loks skuli vera ráðist í undirbúningsvinnu vegna fjölgunar leikskólarýma á Sauðárkróki, með samþykkt byggðaráðs um deiliskipulagsvinnu vegna nýs leikskóla. Þannig er tekið undir tillöguflutning VG og Sjálfstæðisflokks frá síðasta sveitarstjórnarfundi og bætt fyrir þau leiðu mistök meirihlutans að hafna tillögu minnihlutans um að taka tillit til fjölgunar leikskólarýma við fjárhagsáætlanagerð sveitarfélagsins.
Sinnaskipti meirihlutans í þessu máli eru bæði óvænt og ánægjuleg, en fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar kusu að gera hvorki ráð fyrir kostnaði við undirbúning, byggingu eða rekstur nýs leikskóla og fjölgunar leikskólarýma í fjárhagsáætlunargerð ársins 2007 eða þriggja ára áætlunar 2008-2010, en sú áætlanagerð spannar kjörtímabil núverandi sveitarstjórnar.
Það er hinsvegar til marks um vandræðagang og ábyrgðarleysi meirihlutans í fjárhagsáætlanagerð undanfarinna vikna að þau skuli ekki einu sinni hafa gert ráð fyrir lágmarkskostnaði vegna undirbúnings og deiliskipulagsvinnu í tengslum við nýjan leikskóla á Sauðárkróki. Meirihlutinn þarf að fara alvarlega yfir það með sveitarstjóra sínum hvernig þau ætla að taka sig á í fjármálastjórn sveitarfélagsins. Fleygur frasi meirihlutans um að fjárhagsáætlunargerð sé “markmiðssetning” verður að óbreyttu grafskrift yfir fjármálastjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar í Sveitarfélaginu Skagafirði.”
 
Einnig lagði Bjarni fram bókun vegna liðar 1:
“Svar við spurningu minni ætti ekki að krefjast mikils undirbúnings af hálfu sveitarstjóra ef hann man hverjir sátu fundinn. Meirihlutinn ásamt sveitarstjóra sínum treysti sér ekki til þess að upplýsa á sveitarstjórnarfundinum hverjir sátu frægan fund sveitarstjóra og menntamálaráðherra aðrir en fulltrúar ráðuneytisins og skólayfirvalda.”
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
382. fundur byggðaráðs, 7. mars 2007.
 
 
Mál nr. SV070159
 
Fundargerðin er í 8 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
070227 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070150
 
Fundargerðin er í 2 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
070220 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070151
 
Fundargerðin er í 7 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
5.
070228 Fræðslunefnd 16
 
 
Mál nr. SV070160
 
Fundargerðin er í 2 liðum. Sigurður Árnason kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
070226 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV070140
 
Fundargerðin er í 5 liðum. Páll Dagbjartsson kynnti fundargerð
Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, Páll Dagbjartsson, Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Liður 3, Samningur um Fornverkaskólann, borinn undir atkvæði og samþykktur samhlj.
Fundargerðin í heild borin undir atkvæði og samþykkt.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgr. 2. liðar.
 
 
7.
070305 - 118.f Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV070156
 
Fundargerðin er í 5 liðum. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Einar  E. Einarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
8.
070305 Umhverfis- og samgöngunefnd 10
 
 
Mál nr. SV070158
 
Fundargerðin er í 5 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Til máls tók Bjarni Jónsson, sem lagði fram bókun varðandi lið 3:
 “Undirritaður er ósammála umsögn nefndarinnar um 1. grein frumvarpsins varðandi skipulagsmál hafna.”
Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgr. 3. liðar
 
 
9.
Úrsögn úr yfirkjörstjórn - Ásdís Ármannsdóttir
 
 
Mál nr. SV070144
 
Með bréfi, dags. 23.02.07, óskar Ásdís Ármannsdóttir eftir lausn frá setu í Yfirkjörstjórn fyrir Sveitarfél. Skagafjörð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Ásdísi lausn frá setu í Yfirkjörstjórn og þakkar henni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
Í hennar stað er tilnefndur Hjalti Árnason.
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast hann því rétt kjörinn.
 
Lagt fram til kynningar
 
10.
070214 Stjórn Menningarseturs í Varmahlíð
 
 
Mál nr. SV070152
 
 
 
11.
Samb.ísl. sveitarfél. 070223  stjórnarf.741
 
 
Mál nr. SV070155
 
 
Enginn kvaddi sér hljóðs um þær fundargerðir, sem lagðar voru fram til kynningar.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 17,47.   Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar