Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

202. fundur 22. mars 2007
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  202 - 22. mars 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 22. mars kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Bjarni Egilsson, Sigríður Björnsdóttir, Gísli Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Engilráð M. Sigurðardóttir.
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá. Óskaði síðan afbrigða um að taka á dagskrá fundarboð v. ársfundar Norðurár bs og var það samþykkt samhljóða.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
070313 Byggðarráð
 
 
Mál nr. SV070173
 
Fundargerðin er í 8 liðum.  Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Liður 4, Þjónustusamningur Sveitarfél. Skagafj. og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi, borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
070320 Byggðarráð
 
 
Mál nr. SV070174
 
Fundargerðin er í 4 liðum.  Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
3.
070307 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070185
 
Fundargerðin er í 4 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
070313 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070175
 
Fundargerðin er í 2 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
070315 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070176
 
Fundargerðin er í 2 liðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
070307 Fræðslunefnd 17
 
 
Mál nr. SV070177
Fundargerðin er 1 liður. Sigurður Árnason kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
070316 Fræðslunefnd 18
 
 
Mál nr. SV070178
 
Fundargerðin er 1 liður. Sigurður Árnason kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
7.
070319 Fræðslunefnd 19
 
 
Mál nr. SV070179
 
Fundargerðin er í 7 liðum.  Sigurður Árnason kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
8.
070315 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV070180
 
Fundargerðin er í 2 liðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð.
Til máls tóku Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
9.
070320-119.f  Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV070181
 
Fundargerðin er í 15 liðum. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
10.
070307 Byggingarnefnd menningarhúss
 
 
Mál nr. SV070167
 
Fundargerðin er í 7 liðum.  Gunnar Bragi Sveinsson kynnti.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
11.
070320 Byggingarnefnd Menningarhúss
 
 
Mál nr. SV070182
 
Fundargerðin er í 3 liðum.  Gunnar Bragi Sveinsson skýrði efni hennar.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
12.
Fyrirspurn til sveitarstjóra frá fulltrúa VG
 
 
Mál nr. SV070183
 
 
“Hverjir sátu fund sveitarstjóra og menntamálaráðherra þriðjudaginn 20. febrúar 2007, aðrir en fulltrúar ráðuneytisins og skólayfirvalda?”
 
#GLÍ fundargerð byggðaráðs kemur fram að þriðjudaginn 20. feb. s.l. heimsótti menntamálaráðherra Sauðárkrók ásamt embættismönnum úr ráðuneytinu. Tilgangur ráðherra með heimsókninni var að heimsækja fjölbrautaskólann og ræða erindi skólayfirvalda og sveitarstjórnar um stækkun verknámsbyggingar skólans. Ráðherrann átti fund með skólanefnd og skólameistara. Síðan segir orðrétt í fundargerð Byggðaráðs:
#GLÁ fundi með sveitarstjóra o.fl. síðar um daginn tilkynnti ráðherra vilja ráðuneytisins til að koma að viðbyggingu við verknámshúsið þannig að hægt væri að hefjast handa strax á þessu ári og ljúka verki á því næsta #GL
Bjarni Jónsson
 
Guðmundur Guðlaugsson tók til máls og svaraði fyrirspurninni:
 
“Auk undirritaðs og menntmálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sátu umræddan fund sjö fulltrúar menntamálaráðuneytis, fulltrúar framkvæmdanefndar Fjölbrautaskóla Nv., Gísli Gunnarsson, Adolf Berndsen og Ásta Pálmadóttir, og samstarsfsaðilar nefndarinnar, Þórólfur Gíslason og Ólafur Sigmarsson.
 
Greinargerð með svari:
Það að fulltrúar framkvæmdanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ásamt samstarfsaðilum skyldu boðaðir til fundar á skrifstofu undirritaðs þennan dag kom til af þeirri einföldu ástæðu að um var að ræða fund sem hætt hafði verið við að halda fyrr um daginn og skólameistari Fjölbrautaskólans hafði boðað til. Skipulögð dagskrá heimsóknar ráðherra hafði riðlast og að tillögu skólameistara var því sá fundur sem halda átti í skólanum einfaldlega færður til og hann haldinn á skrifstofu minni en ofangreindir aðilar ásamt undirrituðum höfðu verið boðaðir á þann fund. Fundurinn var hinn ágætasti í alla staði en strax í kjölfar hans átti undirritaður síðan fund með ráðherra og fylgdarliði hennar úr ráðuneytinu en ósk um þann fund barst með tölvupósti að morgni þessa sama dags.”
 
Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram bókun:
 
“Undirritaður vill undirstrika mikilvægi þess að kjörnir sveitarstjórnarfulltrúar sitji fundi eins og þann sem sveitarstjóri o.fl. áttu með menntamálaráðherra um viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskólans.
Undirritaður vissi ekki til þess að framkvæmdanefndin hefði formlega samstarfsaðila eða að það væru umræddir aðilar. Full aðkoma sveitarstjórnar að uppbyggingu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og umfjöllun um hana er í öllu falli afar mikilvæg.”
Bjarni Jónsson.
 
Gunnar Bragi Sveinsson kvaddi sér hljóðs, síðan Guðmundur Guðlaugsson, fleiri ekki.
 
 
13.
Tillaga fyrir sveitarstjórnarfund um lækkun leikskólagjalda.
 
 
Mál nr. SV070184
 
Til máls tók Bjarni Jónsson og lagði fram svofellda tillögu Vinstri grænna  um lækkun leikskólagjalda:
 
#GLVistunargjald, bæði almennt gjald og sérgjald, vegna leikskólavistunar barna í leikskólum Sveitarfélagsins Skagafjarðar lækki um 20#PR.
 
Greinargerð:
Á fundi sveitarstjórnar 20. júní 2006 var samþykkt tillaga VG um að stefnt skuli að því að gera leikskóla í héraðinu gjaldfrjálsa á næstu 4 árum. Sveitarstjórn samþykkti einnig á sama fundi tillögu um að lækka vistunar og leikskólagjöld um 20#PR. Til þess að fylgja eftir samþykkt sveitarstjórnar um að gera leikskóla gjaldfrjálsa á 4 árum er lagt til að gjöldin verði í þessum áfanga lækkuð um 20#PR.#GL
Bjarni Jónsson.
 
Bjarni Egilsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks:
 
Á fundi sveitarstjórnar 20. júní sl. var samþykkt að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar tillögu Sjálfstæðismanna þess efnis að lækkun leikskólagjalda yrði látin koma fram í formi aukinna systkinaafslátta, þannig að hver fjölskylda greiði aðeins fyrir eitt barn í vistun. Þessi tillaga var aldrei tekin fyrir við gerð fjárhagsáætlunar og hlýtur því að vera í fullu gildi og liggja fyrir enn óafgreidd. Við Sjálfstæðismenn leggjum áherslu á, að komi til frekari lækkunar leikskólagjalda verði fyrst komið til móts við þá sem hafa mesta greiðslubyrði vegna vistunargjalda.
Sjálfstæðismenn árétta þá skoðun sem fram kom á sveitarstjórnarfundi 20. júní sl.að sveitarfélagið hafi ekki efni á gjaldfrjálsum leikskóla nema til komi  fjárframlög frá ríkinu á móti.”
Bjarni Egilsson
Sigríður Björnsdóttir
Gísli Sigurðsson
 
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls.
 
Því næst Bjarni Jónsson og lagði fram aðra tillögu:
“Undirritaður leggur til að tillögunni verði vísað til Fræðslunefndar, sem taki hana til umfjöllunar og útfæri frekari leiðir til áframhaldandi lækkunar leikskólagjalda.”
 
Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs, síðan Sigríður Björnsdóttir, Sigurður Árnason, fleiri ekki.
Tillaga um vísun tillögu um lækkun leikskólagjalda til Fræðslunefndar borin upp og samþykkt samhljóða.
 
14.
Fundarboð vegna ársfundar Norðurár bs
 
 
Mál nr. SV070195
 
Boðað er til ársfundar Norðurár bs miðvikud. 28. mars n.k
Forseti leggur til að allir sveitarstjórnarfulltrúar, sem sjá sér fært, mæti á þennan ársfund og er það samþykkt.
Forseti leggur einnig til að Gunnari Braga Sveinssyni verði falið umboð til að fara með atkvæðisrétt Sveitarfélagsi