Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

206. fundur 24. maí 2007
 
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  206 - 24. maí 2007
 
Ár 2007, fimmtudaginn 24. maí kl. 16:20, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsi við Faxatorg á Sauðárkróki. – Þessi seinkun var vegna tæknilegra örðugleika.
           
Mætt voru:  
Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Íris Baldvinsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Gísli Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Gísli Árnason.    
 
Auk þess sat fundinn Margeir Friðriksson, starfandi sveitarstjóri
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir
 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá. Leitaði síðan samþykkis fundarins um að afgreiðslu fundargerðar Stjórnar Skógræktarsjóðs Skagfirðinga frá 18. maí verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar þar eð ekki hafa borist öll þau gögn, er fylgja áttu.
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
390. fundur byggðaráðs, 15. maí 2007.
 
 
Mál nr. SV070278
 
Fundargerðin er í 7 liðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.
070515 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV070279
 
Fundargerðin er í 4 liðum. Bjarni Egilsson kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3.
070514 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV070280
 
Fundargerðin er i 7 liðum. Íris Baldvinsdóttir kynnti fundargerðina.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Íris Baldvinsdóttir, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
070518 Fræðslunefnd
 
 
Mál nr. SV070281
 
Fundargerðin er 1 dagskrárliður. Sigurður Árnason kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
070522 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV070282
 
Fundargerðin er í 7 liðum. Einar E. Einarsson kynnti fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Dagskrárliður 3, Kröfur Óbyggðanefndar, þar sem Landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn “að unnin verði úttekt á landsvæðum og afréttarlöndum, sem tilheyra Sveitarfél. Skagaf. og gætu hugsanlega fallið undir kröfur Óbyggðanefndar”, borinn upp sérstaklega.
Tillagan samþykkt sem og einnig að fela Byggðarráði að halda utan um þessa úttekt.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
070510 - 123.f Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV070283
 
Fundargerðin er í 11 liðum.  Einar E. Einarsson kynnti fundargerðina.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
7.
070522 - 124.f Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV070284
 
Fundargerðin er í 2 liðum.  Einar E. Einarsson kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
8.
070516 Bygginganefnd menningarhússins Miðgarðs
 
 
Mál nr. SV070285
 
Fundargerðin er í 4 liðum.  Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð.
Til máls tók Gísli Árnason og lagði fram bókun:
 
“Enn liggur ekki fyrir hvort sett verði lyfta í húsið, eða hvort efri hæð hússins verði gerð upp. Ennfremur er ekki ljóst hvort byggt verði glerhýsi við anddyri hússins.
Ákvarðanir eru teknar frá degi til dags, sem gera má ráð fyrir að auki verulega á kostnað. Hringlandaháttur þessi er alfarið á ábyrgð núverandi meirihluta, Framsóknarflokks og Samfylkingar.”
Gísli Árnason VG
 
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
9.
070518 Stjórn Skógræktarsjóðs Skagfirðinga
 
 
Mál nr. SV070286
 
- Afgreiðslu frestað svo sem samþykkt var hér í upphafi fundar.
 
 
10.
Beiðni  Katrínar Maríu Andrésd. um lausn frá nefndastörfum
 
 
Mál nr. SV070287
 
Lagt fram bréf, dags. 21.05.07, frá Katrínu Maríu Andrésdóttur, fulltrúa D-lista, þar sem hún óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins frá og með 1. júní 2007 til loka kjörtímabilsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Katrínu Maríu lausn frá setu í sveitarstjórn og nefndum og þakkar henni vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.
 
Tilnefningar í nefndir í stað Katrínar Maríu Andrésdóttur::
   Sveitarstjórn:
               aðalm.  Sigríður Björnsdóttir                   fyrsti varam.  Gísli Sigurðsson
Félags- og tómstundanefnd:
aðalm.  Sigríður Björnsdóttir.                  varam.  Sigríður Svavarsdóttir
Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þessi  því rétt kjörin.
 
 
11.
Fyrirspurn frá Gísla Árnasyni VG
 
 
Mál nr. SV070288
 

Gísli Árnason tók til máls og bar fram svofellda fyrirspurn varðandi húsnæðismál eldri borgara og ungmenna.

 
”Á fundi byggðaráðs þann 26. apríl síðastliðinn var lögð fram til kynningar áskorun frá aðalfundi Félagi eldri borgara í Skagafirði um að sveitarstjórn beiti sér fyrir úrlausn í húsnæðismálum vegna tómstundastarfs eldri borgara.
Undirritaður óskar hér með eftir að upplýst verði í hvaða farvegi húsnæðismál eldri borgara séu, hvort einhver vinna fari fram á vegum sveitarfélagsins varðandi þau.
Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort unnið sé að því á vegum sveitarfélagsins að útvega húsnæði fyrir ungt fólk til tómstundaiðkunar og félagsstarfa sem valkost fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu.”
Gísli Árnason, Vinstri grænum.
 
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls, með leyfi 2. varaforseta, fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
 
Lagt fram til kynningar
 
12.
070514 Heilbrigðisnefnd Nl.v.
 
 
Mál nr. SV070289
 
Til máls tóku Einar E. Einarsson, Íris Baldvinsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, með leyfi 2. varaforseta, fleiri kvöddu sér ekki hljóðs um þessa fundargerð.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 17,10.    Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar.