Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

295. fundur 21. nóvember 2012 kl. 16:15 - 18:24 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir 1. varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri tók til máls. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2013 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir að A-hluti sveitarfélagsins verði rekinn með 7.046 þús. króna rekstrarafgangi. Samstæða A og B hluta verði rekin með 35.312 þús. króna rekstrarafgangi.

Sigurjón Þórðarson tók til máls.
Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, óskar bókað: Framlögð fjárhagsáætlun felur í sér aukningu á skuldum sveitarfélagsins, sem leiðir til þyngri vaxtagreiðslna og gerir sveitarfélagið berskjaldaðra fyrir áhrifum verðbólgu, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fjárhag sveitarfélagsins.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2013 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

2.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Ásta Björg Pálmdóttir tók til máls. Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2014-2016 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi samstæðunnar árið 2014 samtals 65.460 þús króna, árið 2015 samtals 89.823 þús króna og árið 2016 samtals 73.024 þús króna. Forseti gerir þá tillögu að áætluninni verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

3.Ályktun er varðar virkjanamál

Málsnúmer 1211132Vakta málsnúmer

Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi ályktun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks.

Ályktun:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur á það ríka áherslu, að Skatastaðavirkjun C verði sem fyrst færð úr biðflokki í nýtingarflokk í þeirri flokkun virkjunarkosta sem er að finna í þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

Virkjun og nýting fallvatna Skagafjarðar er einn af lykilþáttum í atvinnuuppbyggingu í heimahéraði ef horft er til framtíðar. Nauðsynlegt er að Skagfirðingar fái að sitja við sama borð og aðrir er kemur að uppbyggingu atvinnukosta í héraði og hafi um það að segja hvernig orkan er nýtt.

Greinargerð:
Virkjun jökulsánna í Skagafirði hefur verið til athugunar síðan á 8. áratug síðustu aldar og er mikið til af rannsóknargögnum um fyrirhugaða orkukosti. Í athugasemdum Landsvirkjunar við niðurstöður faghópa 2. áfanga rammaáætlunar kemur fram að fjölmörg atriði sem fyrirhugaðar virkjanir kunna að hafa áhrif á séu stórlega ofmetin.

Virkjun fallvatna í Skagafirði er undirstaða kærkominnar iðnaðaruppbyggingar á atvinnusvæði sem hefur átt í vök að verjast á undanförnum árum. Eru fyrir því ýmsar ástæður en Skagafjörður hefur ekki farið varhluta af niðurskurði ríkisins sem hefur valdið hlutfallslega meiri fækkun opinberra starfa en í nokkru öðru héraði hér á landi.

Það er því brýn þörf á uppbyggingu fjölbreytts iðnaðar í Skagafirði. Iðnaðar sem krefst menntaðs vinnuafls og greiðir góð laun. Þessi iðnaður þarf á orku að halda og er algjörlega óviðunandi ef stjórnvöld hyggjast veita íbúum Skagafjarðar enn eitt höggið með því að útiloka á næstu árum hagnýtingu umhverfisvænnar orku sem hægt er að framleiða í héraðinu með virkjun jökulánna til uppbyggingar atvinnulífs.

Þess má geta að í Skagafirði hefur um nokkurra ára skeið verið unnið að því að laða að fjárfestingu á sviði koltrefja- og basalttrefjaframleiðslu og í því skyni verið unnið að margvíslegum undirbúningi, rannsóknum á iðnaðiðnum og byggingu tengslanets í greininni. Umtalsverðum fjármunum hefur verið varið til verksins.

Nýjasti þátturinn í þessu ferli er nám í plast- og trefjaiðnum við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki en það er unnið í samvinnu við finnska og danska skóla, sem og fyrirtækja hér á landi. Í þeim hópi er m.a. að finna alþjóðlega stoðtækjaframleiðandann Össur sem framleiðir talsvert af sínum vörum úr koltrefjum. Jafnframt hefur verið unnið að þróun umhverfisvænna lausna við framleiðsluferlið, m.a. með notkun rafmagns við eyðingu skaðlegra efna sem verða til við framleiðslu koltrefja í stað þess að eyða þeim með bruna af völdum náttúrugass eða olíu.

Framleiðsla á koltrefjum og basalttrefjum er hátækniiðnaður sem krefst aðgengis að menntuðu starfsfólki og orku. Orkunotkunin er þó lítil í samanburði við margan annan orkufrekan iðnað, auk þess sem umhverfisáhrif eru takmörkuð. Þá yrði starfsmannafjöldi slíkrar framleiðslu bundinn við tugi starfa en ekki hundruð, sem hentar samfélagsgerðinni í Skagafirði vel.

Mikilvægt er að leggja áherslu á að rannsóknum á virkjanakostum verði hraðað þannig að unnt verði að úrskurða sem fyrst um tilfærslu Skatastaðavirkjunar C úr biðflokki í nýtingarflokk. Jafnframt eru átalin þau vinnubrögð sem umhverfis- og iðnaðarráðherrar hafa haft með pólitískri aðför að faglegu ferli við gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði."

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Sigríður Magnúsdóttir, Viggó Jónsson, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson.

Svanhildur Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
Við styðjum ekki þessa tillögu sjálfstæðismanna og erum sammála því sem fram kemur í Rammaáætlun um það, að skynsamlegast sé að hafa umrædda virkjun í biðflokki, þarna á svæðinu eru einstakar aðstæður til flúðasiglinga, einhver mestu flæðiengi á Norðurlöndum við Héraðsvötn, auðugt fuglalíf, sérstæðar sífrerarústir á hálendi og mjög verðmætar og fjölbreyttar menningarminjar. Þessar auðlindir er mikilvægt að nýta til útivistar og afþreyingar fyrir heimamenn og sem grundvöll ferðaþjónustu sem er vaxandi grein í héraðinu.

Jón Magnússon tók til máls.
Forseti bar tillöguna undir atkvæði með nafnakalli.
Jón Magnússon, já
Sigríður Svavarsdóttir já
Svanhildur Guðmundsdóttir nei
Sigurjón Þórðarson, sat hjá
Viggó Jónsson, já
Sigríður Magnúsdóttir, sat hjá
Bjarki Tryggvason, já
Stefán Vagn Stefánsson, já
Bjarni Jónsson, nei
Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum, 2 greiddu atkvæði á móti og 2 sátu hjá.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs, með leyfi forseta og lagði fram eftirfarandi bókun.
Allir umsagnarfrestir um rammaáætlun eru liðnir og málið hefur þegar verið afgreitt frá þingnefnd. Síðbúið orðagjálfur frá Sjálfstæðisflokknum í Skagafirði í formi ályktunar nú, er því marklaust að öðru leiti en því að kynna kjósendum flokksins að ekki sé þar lengur rúm fyrir sjónarmið fólks sem aðhyllist verndun Jökulsánna og vistvæna nýtingu svæðisins, né heldur þeirra sem vilja að frekara mat eigi sér stað á virkjunarkostum og því sem fórnað yrði áður en ákvarðanir eru teknar. Ljóst er að náttúruvænni sjónarmið eiga hljómgrunn innan raða annarra framboða sem aðild eiga að sveitarstjórn.
Þess má geta að enn er lítið nýtt af orku Blönduvirkjunar á svæðinu og ekkert sem kallar á opnun virkjunarkosta í Jökulsánum. Að tengja í greinargerð virkjanaframkvæmdir í Skagafirði og nýsamþykkt plast og trefjanám við FNV og samstarf skólans við stoðtækjaframleiðandan Össur, er lýsandi dæmi um málatilbúnað Sjálfstæðisflokksins í máli sem ekki er á dagskrá næstu misserin í Skagafirði.
Sveitarstjórnarfulltrúi VG

4.Skipan þingflt. á ársþing SSNV fyrir Frjálslynda og óháða. Erindi frá Sigurjóni Þórðarsyni

Málsnúmer 1211128Vakta málsnúmer

Tillaga um breytingu fulltrúa Frjálslyndra og óháðra á ársþing SSNV. Aðalfulltrúi Hanna Þrúður Þórðardóttir og varafulltrúi Hrefna Gerður Björnsdóttir. Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þær því rétt kjörnar.

5.Erindi frá Sigurjóni Þórðarsyni varðandi byggingu við Árskóla, upplýsingagjöf.

Málsnúmer 1211127Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, óskar bókað: Meirihluti Framsóknarflokks og Vg hefur dregið að veita eðlilegar upplýsingar um stærstu framkvæmdir sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Sömuleiðis hefur formaður byggðaráðs ítrekað verið staðinn að því að veita villandi upplýsingar um fjármögnunarsamning, sem sagður var í fyrstu, ein helsta forsenda þess að ráðist yrði í umræddar framkvæmdir. Enn hefur hvorki umræddur fjármögnunarsamningur né verksamningur litið dagsins ljós og er ljóst meirihlutinn er að fara á svig við bæði 28. grein og 103. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sem eiga að veita kjörnum fulltrúum sem og almenningi, ríkan rétt til upplýsinga um öll þau mál sem varða verulega hagsmuni sveitarfélagsins.
Leyndarhyggja meirihluta Skagafjarðar er óskiljanleg, ekki síst í því ljósi að forseti sveitarstjórnar, Bjarni Jónsson, sem sat í minnihluta á síðasta kjörtímabili, gagnrýndi þá með grófum hætti þau vinnubrögð, sem þá voru viðhöfð í sveitartjórn, við byggingu nýja leikskólans á Sauðárkróki og kallaði þau gerræðisleg. Verklagið, sem Vg bera nú ábyrgð á, í tengslum við stærstu framkvæmd sveitarfélagsins á yfirstandandi kjörtímabili, er öllu verra en það sem Vg gagnrýndu á því síðasta!
Skorað er á meirihluta sveitarstjórnar að halda hið fyrsta fund og leggja gþau ögn og skýringar, sem óskað eftir, á borðið.


Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Á fundi sínum 7. mars 2012 ákvað sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hafnar yrðu framkvæmdir við viðbyggingu og endurbætur á Árskóla. Á sama fundi var þriggja ára áætlun sveitarfélagsins samþykkt, í þeirri áætlun var fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 leiðrétt og breytt með tilliti til framkvæmdarinnar til að sjá fjárhagsleg áhrif á fjárhagstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Búið er að fjalla um framkvæmdir við Árskóla á yfir 20 sveitarstjórnar- og byggðarráðsfundum.

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson.

6.SKV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201009Vakta málsnúmer

Fundargerðir 162. fundar stjórnar Skagafjarðarveitna frá 23. október 2012 og 163. fundar frá 7. nóvember 2012 lagðar fram til kynningar á 295. fundi sveitarstjórnar.

7.Menningarráð Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201015Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnarfundar Menningarráðs Norðulands vestra frá 9. október 2012 og fundargerð aðalfundar Menningarráðs Norðurlands vestra frá 12. október 2012 lagðar fram til kynningar á 295. fundi sveitarstjórnar.

8.Náttúrustofa Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201016Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 29. október 2012 lögð fram til kynningar á 295. fundi sveitarstjórnar.

9.Samb.ísl.sveit. Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201011Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.október 2012 lögð fram til kynningar á 295. fundi sveitarstjórnar.

10.Byggðarráð Skagafjarðar - 608

Málsnúmer 1211002FVakta málsnúmer

Fundargerð 608. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 295. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.

10.1.Frumvarp til laga um almenningssamgöngur

Málsnúmer 1211008Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.2.Óskað umsagnar um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun

Málsnúmer 1211004Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.3.Skólastofa á barnaskólalóð

Málsnúmer 1211018Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra kvaddi sér hljóðs og ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs þann 8. nóvember 2012, svohljóðandi.
"Það er ekkert því til fyrirstöðu að hefja strax viðræður um að koma húsinu strax í gagn eftir að það hefur lokið hlutverki sínum sem skólahúsnæði sem er fyrirsjáanlegt í náinni framtíð. Í sveitarfélaginu eru því miður til dæmi um s.s. húsnæði Furukots þar sem aflögð skólahúsnæði er ónýtt svo árum skiptir fáum til gagns. Það er um að gera að koma í veg fyrir að svo verði með það húsnæði sem hér um ræðir.

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.4.Hólar,Ferðaþj.Hólum-umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 1211020Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.5.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

10.6.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 8. liðar á dagskrá. Samþykkt.

10.7.Fyrirhuguð niðurfelling Héraðsvega af vegaskrá

Málsnúmer 1210310Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.8.Þjóðvegur í þéttbýli - Strandvegur

Málsnúmer 1210466Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.9.Kjördeild VIII

Málsnúmer 1210477Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

10.10.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 608. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 609

Málsnúmer 1211005FVakta málsnúmer

Fundargerð 609. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 295. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

11.1.Öryggismál almennt

Málsnúmer 1211105Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 609. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.2.Stuðningur við Snorraverkefnið 2013

Málsnúmer 1211095Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 609. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.3.Landsbyggðin lifir - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 1211033Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 609. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - 33090 Þjónustustöð/fjárfesting

Málsnúmer 1211070Vakta málsnúmer

Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 er varðar fjárfestingar í Þjóðnustustöð borinn upp til staðfestingar.
Samþykkt með níu atkvæðum.

11.5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - Millifærsla á milli málaflokka 00 og 31

Málsnúmer 1211071Vakta málsnúmer

Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 er varðar millifærslu milli málaflokka 00 og 31, lóðaleigu, borinn upp til staðfestingar.
Samþykkt með níu atkvæðum.

11.6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - Snjómokstur

Málsnúmer 1211101Vakta málsnúmer

Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 er varðar snjómokstur borinn upp til staðfestingar.
Samþykkt með níu atkvæðum.

11.7.Útsvarshlutfall árið 2013

Málsnúmer 1211072Vakta málsnúmer

Forseti ber upp tillögu byggðarráðs um að útsvarshlutfall í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2013 verði óbreytt frá árinu 2012, þ.e. 14,48%.
Samþykkt með níu atkvæðum.

11.8.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

11.9.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 8. liðar á dagskrá. Samþykkt.

11.10.Framhaldsþing SSNV

Málsnúmer 1211077Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 609. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.11.Veisluþjónusta Lilju og Sóleyjar - umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1211086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 609. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.12.Víðines 1 146499 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1211023Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 609. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.13.(Víðines) Ræktunarland 146504 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1211024Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 609. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

11.14.Knappsstaðir 146834 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1211022Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 609. fundar byggðaráðs staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.Atvinnu- og ferðamálanefnd - 86

Málsnúmer 1211004FVakta málsnúmer

Fundargerð 86. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 295. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Jón Magnússon, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarni Jónsson með leyfi forseta kvöddu sér hljóðs.

12.1.Ferðaþjónusta og kynningarmál

Málsnúmer 1211099Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.2.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013

Málsnúmer 1209095Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, leggur til þá tillögu að afgreiðslu þessa liðar verði frestað og málið fari til frekari vinnslu í Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Greinargerð.
Hvergi í fundargögnum, og reyndar hvergi á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, er að finna heildstæða samantekt á þeim reglum sem ætlað er að nota til að skipta miklum verðmætum, sem felast í byggðakvóta, á milli útgerða í sveitarfélaginu. Óásættanlegt er að samþykkja reglur, sem ekki liggja ljósar fyrir, þannig að sveitarstjórnarfulltrúar og almenningur geta ekki lagt mat á það mál sem er til umfjöllunar. Það er ljóst að löndunarskyldan kemur mjög misjafnlega við útgerðir. Fiskiðjan er eina fiskvinnslan á Sauðárkróki og greiddi hún í ár langtum lægra verð en frjáls markaður var tilbúinn að greiða fyrir afla útgerða sem veiddu byggðakvóta. Umræddar kvaðir um 85% vinnsluskyldu hjá fiskvinnslu í sveitarfélaginu koma mjög mjög mismunandi niður á útgerðum, en þær sem eru á grásleppu hafa þegar uppfyllt umrædda 85% vinnsluskyldu á úthlutuðum byggðakvóta og geta þá fengið fullt markaðsverð fyrir afla sem fæst vegna úthlutaðs byggðakvóta. Gagnlegt er að vísa úthlutunarreglunum til umsagnar hjá hagsmunaaðilum, til að hægt verði að sníða af þeim augljósa vankanta.


Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum.
Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Sigurjón Þórðarson sat hjá.

12.3.Ályktun um minka- og refaveiði

Málsnúmer 1211098Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 86. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.4.Fjárhagsáætlun 2013 - Atvinnu- og ferðamál

Málsnúmer 1211100Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

13.Félags- og tómstundanefnd - 189

Málsnúmer 1210008FVakta málsnúmer

Fundargerð 189. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 295. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Bjarki Tryggvason kvöddu sér hljóðs.

13.1.Erindi f.h. körfuknattleiksdeildar UMF Tindastóls varðandi undanþágu um merkingar á gólf íþróttamannvirkis

Málsnúmer 1210197Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.2.Ábending vegna tímasetningar viðburða fyrir börn og unglinga

Málsnúmer 1210208Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.3.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

13.4.Fjárhagsáætlun 2013 málefni fatlaðra

Málsnúmer 1208137Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

13.5.Ósk um samstarf

Málsnúmer 1209168Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.6.Reglur SSNV málefna fatlaðra um NPA

Málsnúmer 1210181Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.7.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 121005

Málsnúmer 1210184Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.8.Fundargerð þjónustuhóps 120918

Málsnúmer 1210183Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.9.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 120914

Málsnúmer 1210182Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.10.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 121011

Málsnúmer 1210200Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

13.11.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók

Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.Fræðslunefnd - 81

Málsnúmer 1210011FVakta málsnúmer

Fundargerð 81. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 295. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Bjarki Tryggvason og Sigurjón Þórðarson, kvöddu sér hljóðs.

14.1.Ósk um samstarf

Málsnúmer 1209168Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.2.Ársskýrslur leikskólanna 2011-2012

Málsnúmer 1208117Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.3.Sjálfsmatsskýrslur leikskólanna 2011-2012

Málsnúmer 1208118Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.4.Eftirfylgni með úttekt á Árskóla 2010

Málsnúmer 1209119Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.5.Skólanámskrá Árskóla 2012-2013

Málsnúmer 1210312Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.6.Samningur vegna styrks úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla

Málsnúmer 1210254Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.7.Fyrirspurn um biðlista í Árvist o.fl.

Málsnúmer 1210289Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.8.Endurskoðun skólastefnu

Málsnúmer 1108141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.9.Samantekt vegna vinadags

Málsnúmer 1210048Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.10.Vinaliðar

Málsnúmer 1210148Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.11.Ósk um skólaakstur frá Hólum í Varmahlíð

Málsnúmer 1209020Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.12.Skólaakstur - útboð

Málsnúmer 1209235Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.13.Beiðni um námsvist í tónlistarskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis

Málsnúmer 1209101Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.14.Tónlistarskóli - ákvæði kjarasamnings

Málsnúmer 1210288Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

14.15.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

15.Menningar- og kynningarnefnd - 65

Málsnúmer 1210018FVakta málsnúmer

Fundargerð 65. fundar menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 295. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

15.1.Sala á gistingu í Miðgarði - menningarhúsi

Málsnúmer 1210377Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 65. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

15.2.Fjárhagsáætlun 2013 - Menningarmál

Málsnúmer 1210460Vakta málsnúmer

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá. Samþykkt.

15.3.Skýrsla um ljósmyndaverkefni Héraðsskjalasafns Skagf.

Málsnúmer 1211019Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 65. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:24.