Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

314. fundur 30. apríl 2014 kl. 16:15 - 16:24 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir 1. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Ársreikningur sveitarfélagins árið 2013

Málsnúmer 1404240Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2013.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 3.902 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 3.289 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.198 millj. króna, þar af A-hluti 3.012 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 703 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 277 millj. króna. Afskriftir eru samtals 142 millj. króna, þar af 79 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 228 millj. króna, þ.a. eru 171 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2013 er 314 millj. króna og rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 11 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 6.995 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 5.222 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2013 samtals 5.487 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.075 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.199 millj. króna hjá A og B hluta auk 321 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 1.508 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 22%. Lífeyrisskuldbindingar nema 879 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 48 millj. króna nettó.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 529 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 214 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 940 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2013, 721 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 818 millj. króna á árinu 2013. Afborganir langtímalána umfram nýjar lántökur námu á árinu 2013 200 millj. króna , handbært fé lækkaði um 298 þús. króna á árinu og nam það 74 millj. króna í árslok.

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2013 133%, sé dreginn frá hluti lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum eins og heimilað er.

Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Forseti lagði fram tillögu um að vísa ársreikningi til síðari umræðu. Samþykkt með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:24.