Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

332. fundur 14. október 2015 kl. 16:15 - 17:52 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Bjarki Tryggvason mætir á fund um kl. 16:37 eftir kynningu fundargerðar byggðarráðs nr. 712

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 711

Málsnúmer 1509019FVakta málsnúmer

Fundargerð 711. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 332. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

1.1.Beiðni um upplýsingar vegna vatnsflóða

Málsnúmer 1509316Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

1.2.Móttaka flóttamanna á Íslandi - erindi frá Hólum

Málsnúmer 1509314Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

1.3.Verið Vísindagarðar ehf. - aðalfundarboð 2015

Málsnúmer 1509302Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

1.4.Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni - ráðstefna 26. okt

Málsnúmer 1509215Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

1.5.Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 2015

Málsnúmer 1509152Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

1.6.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 9 "Fjárhagsáætlun 2016". Samþykkt samhljóða.

1.7.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

1.8.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél

Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

1.9.Áhrif Héðinsfjarðaganga - ráðstefna

Málsnúmer 1509341Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

1.10.Rekstrarupplýsingar 2015

Málsnúmer 1504095Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 711. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 712

Málsnúmer 1510001FVakta málsnúmer

Fundargerð 712. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 332. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnsteinn Björnsson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.

2.1.Eigendastefna fyrir þjóðlendur - verkefnislýsing

Málsnúmer 1509317Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.2.Hættumat vegna skriðufalla og snjóflóða

Málsnúmer 1211151Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.3.Ósk um land á leigu á Nöfunum

Málsnúmer 1412088Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.4.Umsókn um að fá leigt ræktunarland á Nöfum

Málsnúmer 1508004Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.5.Sala íbúða 2015

Málsnúmer 1509109Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.6.Varmahlíðarskóli - staða húsnæðismála

Málsnúmer 1411114Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.7.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 9 "Fjárhagsáætlun 2016". Samþykkt samhljóða.

2.8.Þriggja ára áætlun 2017-2019

Málsnúmer 1507091Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 10 "Þriggja ára áætlun 2017-2019". Samþykkt samhljóða.

2.9.Tillaga að ályktun byggðaráðs vegna samninga um afnám tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir

Málsnúmer 1510036Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.10.Tillaga um mat á áhrifum mögulegra niðurfellinga tolla á landbúnað og úrvinnslu landbúnaðarvara í Skagafirði

Málsnúmer 1510035Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.11.Rætur bs. undanþága frá íbúafjölda þjónustusvæða - upplýsingar

Málsnúmer 1510009Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.12.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - aðalfundur 2015

Málsnúmer 1509131Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

2.13.Aðalfundur fulltrúaráðs 23. sept Reykjavík

Málsnúmer 1506081Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 712. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 24

Málsnúmer 1509013FVakta málsnúmer

Fundargerð 24. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 332. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Úttekt á búsetuskilyrðum

Málsnúmer 1504206Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 24. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október með níu atkvæðum.

3.2.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2015-2016

Málsnúmer 1509089Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 24. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október með níu atkvæðum.

3.3.Styrkbeiðni - 23 Frames

Málsnúmer 1509188Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 24. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október með níu atkvæðum.

3.4.Brothættar byggðir

Málsnúmer 1405059Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 24. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október með níu atkvæðum.

4.Umhverfis- og samgöngunefnd - 113

Málsnúmer 1509015FVakta málsnúmer

Fundargerð 113. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 332. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

4.1.Skjólgarður fyrir smábátahöfn

Málsnúmer 1505065Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 113. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

4.2.Snjómokstur á Sauðárkróki - útboð 2015 til 2018.

Málsnúmer 1509263Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 113. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

4.3.Fjárhagsáætlun 2015 - Hreinlætismál

Málsnúmer 1411141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 113. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

4.4.Fjárhagsáætlun 2015 - Umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 1411142Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 113. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

4.5.Fjárhagsáætlun 2015 - Umhverfismál

Málsnúmer 1411089Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 113. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

5.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 31

Málsnúmer 1510003FVakta málsnúmer

Fundargerð 30. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 332. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

5.1.Skólastjóri Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1510065Vakta málsnúmer

Fundargerð 30. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

5.2.Málefni leik- og grunnskóla í Varmahlíð

Málsnúmer 1510067Vakta málsnúmer

Fundargerð 30. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

6.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði:


SAMÞYKKT
um búfjárhald í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði.


1. gr. Markmið, gildissvið og umsjón.
Samþykkt þessi er sett til að tryggja skipulag, stjórn og eftirlit með búfjárhaldi í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði og koma þannig í veg fyrir ágang á lóðir íbúa og einnig til verndar gróðri í sveitarfélaginu.
Þeir þéttbýlisstaðir sem samþykkt þessi tekur til eru Sauðárkrókur, Hofsós, Varmahlíð og Steinsstaðir sbr. meðfylgjandi uppdrætti sem sýnir afmörkun svæðanna samkvæmt fylgiskjali 1.
Landbúnaðarnefnd fer með framkvæmd þessar samþykktar, í umboði sveitarstjórnar, og felur þjónustufulltrúa að vinna samkvæmt henni, að svo miklu leyti að hún sé ekki falin öðrum samkvæmt lögum.
Með umráðamanni búfjár í samþykkt þessari er átt við eiganda búfjár eða aðila sem er ábyrgur fyrir fóðrun, aðbúnaði og vörslu þess í samræmi við gildandi reglur í Sveitarfélaginu Skagafirði eða samkvæmt samningi milli aðila, sbr. 9. tl. 3. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald.

2. gr. Takmörkun á búfjárhaldi.
Búfjárhald er almennt óheimilt í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði. Búfjárhald er þó heimilt í þéttbýli í sérstaklega skipulögðum hverfum eða að fengnu sérstöku leyfi landbúnaðarnefndar.
Í þessari samþykkt er með búfjárhaldi átt við nautgripa-, hrossa-, svína-, sauðfjár-, kanínu-, geita-, loðdýra- og alifuglahald, sbr. lög nr. 38/2013 um búfjárhald.
Heimilt er að halda allt að 10 hænsni á hverri lóð, en hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli í sveitarfélaginu.

3. gr. Umsókn.
Sá sem stunda vill búfjárhald í þéttbýli, sbr. 2. gr., skal senda skriflega umsókn til landbúnaðarnefndar. Í umsókninni skal gera grein fyrir fjölda búfjár, tegund þess, hvaða húsnæði sé til umráða og annað er máli kann að skipta um öryggi þess og vörslu.
Telji landbúnaðarnefnd umsækjanda uppfylla þau skilyrði sem krafist er samkvæmt gildandi lögum og stjórnvaldsreglum gefur hún út skriflegt leyfi á nafn umsækjanda. Leyfið er ekki framseljanlegt. Í leyfinu skal tilgreina til hvaða tegunda leyfi til búfjárhalds nær og hámarksfjölda búfjár. Leyfið er háð gildandi lögum og reglum um búfjárhald eins og þær eru á hverjum tíma.

4. gr. Leyfi til búfjárhalds.
Eigandi búfjár eða umráðamaður þess getur sótt um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði, og nefnist hann þá leyfishafi. Leyfisveiting búfjárhalds til leyfishafa skuldbindur ekki sveitarfélagið til að sjá leyfishafa fyrir beitilandi handa búfé né veita þeim aðra aðstöðu til búfjárhalds. Leyfishafi skal hafa búféð í öruggri vörslu og ber hann að öllu leyti ábyrgð á því.
Með leyfi öðlast leyfishafi rétt til upprekstrar búpenings á afréttir í sveitarfélaginu. Leyfi til búfjárhalds er veitt til ákveðins tíma, en er uppsegjanlegt með eins árs fyrirvara, sem miðast við 15. september ár hvert.
Óski leyfishafi búfjár eftir því að halda annan búfénað en þann sem um getur í leyfisbréfi, fjölga búfénaði eða óska eftir yfirtöku búfjárhalds sem leyfi hefur verið veitt fyrir, skal sótt um nýtt leyfi.
Ef leyfishafi brýtur ítrekað gegn lögum nr. 38/2013 um búfjárhald o.fl. eða samþykkt þessari og sinnir ekki kröfum um úrbætur, má afturkalla leyfi til búfjárhalds með fjögurra vikna fyrirvara.

5. gr. Læknismeðferðir búfjár.
Allar lögskipaðar læknismeðferðir á búfénaði, svo sem garnaveikibólusetning og annað sem upp gæti komið, skulu framkvæmdar á ábyrgð og kostnað búfjáreiganda. Um fjallskil af búfé og landi í Sveitarfélaginu Skagafirði fer eftir lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl., með síðari breytingum, svo og ákvæðum í fjallskilasamþykkt fyrir Skagafjarðarsýslu nr. 488/1998.
Umráðamanni búfjár er skylt að merkja búfé sitt, sbr. reglugerð um merkingu búfjár nr. 916/2012.

6. gr. Aðbúnaður búfjár.
Óheimilt er að halda búfé, nema þar til gerður húsakostur sé í samræmi við reglugerðir og aðrar stjórnvaldsreglur um aðbúnað búfjár. Sama gildir um allt umhverfi húsanna.
Leyfishafi ber einn ábyrgð á því að hann hafi beitiland og fóður fyrir búfé sitt og skal hann tryggja góða meðferð þess, sbr. lög nr. 55/2013 um velferð dýra. Gangi búfé úti á vetrarbeit skal umráðamaður þess ábyrgjast nægilegt fóður, viðunandi skjól og örugga vörslu.

7. gr. Beitilönd og lönd til slægna.
Þjónustufulltrúi heldur skrá yfir lönd í eigu sveitarfélagsins, sem leigð eru til beitar og/eða slægna. Umsóknum um land til beitar eða slægna skal senda til þjónustufulltrúa sem úthlutar landi í umboði eignasjóðs.
Umráðamenn búfjár sem hafa land innan þéttbýlis til leigu frá sveitarfélaginu skulu hafa landið girt gripheldri girðingu, sem nauðsynleg er til vörslu þess búfjár sem innan hennar eiga að vera.
Einstaklingar og félög búfjáreigenda, sem hafa lönd í eigu sveitarfélagsins á leigu til beitar eða slægna skulu leitast við að viðhalda gróðri landsins og efla hann, meðal annars með árlegri áburðargjöf. Í leigusamningi fyrir beiti- og slægjulönd eru tilgreindar reglur um umgengni um landið.

8. gr. Lausaganga og handsömun búfjár.
Lausaganga búfjár er bönnuð innan þéttbýlisstaða Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Mörkin eru samkvæmt gildandi aðalskipulagi hverju sinni. Komist búfé inn á friðuð svæði þrátt fyrir viðurkennda griphelda vörslu skulu vörsluaðilar lands ábyrgjast handsömun og ráðstöfun þess í samræmi við almenn ákvæði laga nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl., með síðari breytingum, sérstök ákvæði í viðkomandi fjallskilasamþykkt svo og 24. gr. laga nr. 55/2013 um velferð dýra.
Ennfremur geta þeir, sem fyrir ágangi verða, látið handsama ágangsfénað á kostnað eiganda og skulu þeir tilkynna þjónustufulltrúa um það tafarlaust. Kostnaður vegna handsömunar er samkvæmt gjaldskrá og er tryggður með lögveði í búfénu. Fénaður sem er handsamaður samkvæmt þessari grein skal vistaður í umsjón sveitarfélagsins þar til umráðamaður vitjar þess.
Við ítrekuð brot eða hafi umráðamaður ekki hirt um að sækja búfé sitt innan tíu daga, er heimilt að svipta viðkomandi leyfi til búfjárhalds. Um ráðstöfun búfjár fer eftir lögum nr. 55/2013 um velferð dýra.

9. gr. Húsakostur.
Bygging gripahúsa annarra en hænsnakofa er einungis leyfð á sérstaklega skipulögðum svæðum sem eru ætluð fyrir búfjárhald. Óheimilt er að byggja við þau, endurnýja eða endurbyggja og gæta skal þess að þau líti vel út. Byggingarleyfi fyrir hænsnakofa er háð ákvæðum gildandi byggingarreglugerðar, með síðari breytingum. Þau gripahús sem fyrir eru á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu og svæðum sem ekki eru ætluð til búfjárhalds samkvæmt aðalskipulagi, skulu fjarlægð þegar sveitarstjórn ákveður slíkt, með eins árs fyrirvara.

10. gr. Viðurlög.
Brot gegn samþykkt þessari varða sektum. Með mál út af brotum skal farið samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 og skv. 18. gr. laga um búfjárhald o.fl. nr. 38/2013.

11. gr. Gildistaka.
Samþykkt þessi, sem samin er og samþykkt af Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, staðfestist hér með samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2013, um búfjárhald o.fl. til þess að öðlast gildi þegar í stað og birtast til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.


Ákvæði til bráðabirgða.
Þeir sem eiga eða hafa í umsjón sinni búfé skulu hafa sótt um búfjárleyfi fyrir 1. apríl 2016.

Framangreind samþykkt borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

7.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1503217Vakta málsnúmer

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að stefnt skuli að, að bæta rekstur A-hluta þannig að hann skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu í fjárhagáætlunargerð áranna 2016-2019."
Bókun sveitarstjórnar borinn undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

8.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer

Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók til máls. Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2016 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir að A-hluti sveitarfélagsins verði rekinn með 168.523 þús. króna tapi. Samstæða A og B hluta verði rekin með 2.484 þús. króna rekstrarafgangi.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2016 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum

9.Þriggja ára áætlun 2017-2019

Málsnúmer 1507091Vakta málsnúmer

Margeir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tók til máls. Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2017-2019 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi samstæðunnar árið 2017 samtals 11.733 þús. króna, árið 2018 samtals 2.588 þús. króna og árið 2019 samtals 3.242 þús. króna.

Forseti gerir þá tillögu að áætluninni verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

10.Fundargerðir stjórnar 2015 - SÍS

Málsnúmer 1501002Vakta málsnúmer

Fundargerð 830. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. september 2015 lögð fram til kynningar á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015

11.Byggðarráð Skagafjarðar - 710

Málsnúmer 1509012FVakta málsnúmer

Fundargerð 710. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 332. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

11.1.Afskrift á sveitarsjóðsgjöldum 2015

Málsnúmer 1509161Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.2.Landsnet hf. - Kerfisáætlun 2015-2024

Málsnúmer 1507086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.3.Athugasemdir við Blöndulínu 3

Málsnúmer 1509187Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.4.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2015

Málsnúmer 1509146Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.5.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air66N

Málsnúmer 1509164Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.6.Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 2015

Málsnúmer 1509152Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.7.Rætur bs. - aðalfundur 2015

Málsnúmer 1509106Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.8.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum

Málsnúmer 1509131Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.9.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr 7 "Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði". Samþykkt samhljóða.

11.10.Skarðsárland - uppsögn

Málsnúmer 1507096Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.11.Umsókn um niðurgreiðslu fasteignaskatts - Samgönguminjasafnið

Málsnúmer 1509159Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

11.12.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1509130Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 710. fundar byggðaráðs staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með átta atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:52.