Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

354. fundur 08. maí 2017 kl. 16:15 - 17:52 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Hrund Pétursdóttir 4. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Hrund Pétursdóttir (B) situr fundinn í forföllum Bjarka Tryggvasonar (B)

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 781

Málsnúmer 1704013FVakta málsnúmer

Fundargerð 781. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 781 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2017 frá nefndasviði Alþingis. Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp sem kanni hvort unnt sé að skipta útsvarstekjum milli tveggja sveitarfélaga. Ráðherra hafi samráð við ráðherra sem fer með sveitarstjórnarmál og Samband íslenskra sveitarfélaga.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar mælir með því að þessi starfshópur verði skipaður og skipting útsvarstekna skoðuð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 781. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 781 Lagt fram til kynningar afrit af bréfi dagsettu 5. apríl 2017 frá Íbúðalánasjóði til Skagfirskra leiguíbúða hses. þar sem tilkynnt er um niðurstöðu úthlutunarnefndar stofnframlaga. Umsókn Skagfirskra leiguíbúða hses. vegna byggingar tveggja fjögurra íbúða fjölbýlishúsa er samþykkt og verður stofnframlag ríkisins rúmlega 49 milljónir króna. Bókun fundar Afgreiðsla 781. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 781 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. mars 2017 frá Jóni Pálmasyni, Háuhlíð 12, Sauðárkróki. Óskar hann eftir skriflegu svari frá byggðarráði við eftirfarandi fyrirspurn:
    „Spurt er hvort að reglugerð um lögreglusamþykktir nr: 1127/2007 sé ekki ennþá í gildi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð ?
    Í dag, 29. mars 2017 er vísað í þessa lögreglusamþykkt á heimasíðu sveitarfélagsins, auk þess sem Byggðaráð Skagafjarðar lagði fram til kynningar á fundi nr. 413 - 13. desember 2007, reglugerð um lögreglusamþykktir sem taki gildi 6 mánuðum eftir birtingu í B- deild Stjórnartíðinda 29. nóvember 2007. Mál nr. SV070467“.
    Byggðarráð staðfestir að lögreglusamþykkt nr. 1127/2007 er í gildi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 781. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 781 Lagður fram til kynningar ársreikningur Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 781. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 781 Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-febrúar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 781. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 782

Málsnúmer 1705001FVakta málsnúmer

Fundargerð 782. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Bjarni Jónsson, kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2016. Kristján Jónasson lögg. endurkoðandi hjá KPMG hf., fór yfir og kynnti reikninginn.
    Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Undir þessum dagskrárlið sátu sveitarstjórnarfulltrúarnir Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarki Tryggvason, Sigríður Magnúsdóttir og Gunnsteinn Björnsson. Véku þau síðan af fundi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 10 "Sveitarfélagið Skagafjörður, ársreikningur 2016" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf dagsett 23. mars 2017 frá Auði Steingrímsdóttur og Guðmundi Sveinssyni þar sem þau óska eftir að fá til notkunar og leigu ræktunarland í eigu sveitarfélagsins með landnúmer 143992 og fastanúmer 213-2632, vegna áforma sveitarfélagsins að taka land sem þau hafa í dag, undir nýtt byggingarland. Landið sem þau óska eftir er í landi sveitarfélagsins sunnan í Áshildarholti og liggur niður að Áshildarholtsvatni.
    Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna og gera drög að samkomulagi um landskipti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lögð fram drög af umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, 376. mál.
    Byggðarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og getur ekki stutt að frumvarpið verði að lögum. Byggðarráð hafnar öllum áformum um að færa alla útgáfu starfsleyfa til Umhverfisstofnunar, enda eru þær tillögur illa ígrundaðar.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og bar upp þá tillögu að sveitarstjórn taki undir bókun byggðarráðs, svohljóðandi.

    "Lögð fram drög af umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, 376. mál. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og getur ekki stutt að frumvarpið verði að lögum. Sveitarstjórn hafnar öllum áformum um að færa alla útgáfu starfsleyfa til Umhverfisstofnunar, enda eru þær tillögur illa ígrundaðar."

    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1704229, dagsettur 26. apríl 2017 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gústavs Bentssonar, kt. 200372-5659, Steini, 551 Sauðárkróki, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Steini, 551 Sauðárkróki.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf dagsett 27. apríl 2017 frá Barnaverndarstofu þar sem stofnunin óskar eftir að losna undan gildandi leigusamningi um húsnæðið að Háholti. Segir í bréfinu að fyrirsjáanlegt sé að ekki verði um frekari starfsemi að ræða frá 1. júlí n.k. af hálfu Barnaverndarstofu.
    Byggðarráð harmar þá stöðu sem meðferðarheimilið er komið í og óskar eftir því að fá fulltrúa Barnaverndarstofu á fund ráðsins sem fyrst.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. apríl 2017 frá nefndasviði Alþingis, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.
    Byggðarráð fagnar framkominni þingsályktunartillögu og styður hana eindregið, enda mikið öryggismál fyrir hinar dreifðu byggðir landsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 19. apríl 2017, þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu vegna ársins 2016. Heildarfjárhæð arðsins er 491 milljónir króna. Hlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 11.484.490 kr. Til frádráttar kemur fjármagnstekjuskattur að upphæð 2.296.898 kr. Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf dagsett 5. apríl 2017 frá Vodafone (Fjarskipti hf.), þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarf á uppbyggingu ljósleðarakerfis í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitunefndar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lögð fram og farið yfir dagskrá vinabæjamóts í Köge, Danmörku, dagana 30. maí - 2. júní 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2017 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi málþing um innleiðingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Málþingið verður haldið 16. maí n.k. í Reykjavík.
    Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á málþinginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • 2.11 1704029 Rafbílar
    Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram yfirlit frá veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins yfir úrval bifreiða sem drifnir eru rafmagni eingöngu og gætu hentað í rekstri sveitarfélagsins.
    Byggðarráð tekur vel í að keyptur verði rafdrifinn bíll fyrir sveitarfélagið og felur sveitarstjóra að koma með tillögu fyrir ráðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram bréf frá Héraðssjóði Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmis, dagsett 31. mars 2017 varðandi fasteignirnar við Hásæti 5, a,b,c, og d á Sauðárkróki. Lýsir stjórn sjóðsins vilja sínum til að ræða það að selja meðeigendum sínum, Akrahreppi og Sveitarfélaginu Skagafirði, hlut sinn í fasteignunum.
    Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að halda áfram með málið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lögð fram svohljóðandi bókun 191. fundar landbúnaðarnefndar frá 25. apríl 2017:
    „Landbúnaðarnefnd leggur til að landspildunni úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll verði lokað í sumar á meðan verið er að ganga frá lóðarsamningum um húsin og skilgreina vatnsverndarsvæði. Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á svæðinu í sumar.“
    Byggðarráð samþykkir að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á landspildu sveitarfélagsins úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll héðan í frá þar til annað er ákveðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagt fram til kynningar þingskjal 635 ? 346. mál á 146 löggjafarþingi 2016-2017, svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Bjarna Jónssyni um þrjá tengivegi; Hegranesveg nr. 764, Reykjastrandarveg 748 og Vatnsnesveg nr. 711.

    Byggðarráð skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.
    Fram kemur í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar á Alþingi um viðhald og uppbyggingu veganna, að fjármagn sem ætlað er til viðhalds þeirra í ár dugi aðeins til brýnustu aðgerða. Ættu fjárveitingar til viðhalds að uppfylla það sem Vegagerðin hefur skilgreint sem þörf, þyrftu þær að vera a.m.k. tvöfalt hærri. Ekki liggur fyrir tímasett áætlun um að koma bundnu slitlagi á vegina samkvæmt svarinu. Hins vegar er ætlunin að leggja bundið slitlag á 5 km af Hegranesvegi í ár. Ekki hafi verið ráðstafað fé til að halda áfram að leggja bundið slitlag á veginn.
    Bent er á að ef unnt er að leggja bundið slitlag á tengivegi sem þessa, án mikilla breytinga eða uppbyggingar, sé hægt að lækka kostnað niður í allt að allt 30 millj. kr. á km, eins og fram kemur í skriflegu svari ráðherra.
    Bókun fundar Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu um að sveitarstjórn taki undir fyrri hluta bókunnar byggðarráðs, svohljóðandi:

    Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á samgönguráðherra og Alþingi að tryggja nauðsynlega fjármuni til vegabóta og uppbyggingar á Hegranesvegi og Reykjastrandarvegi og leggur áherslu á að ekki verði frekari bið og nauðsynlegum vegabótum verði sinnt og vegirnir byggðir upp eins og þarf og lagt á þá bundið slitlag. Viðhaldi veganna hefur verið stórlega ábótavant undanfarin ár þrátt fyrir stóraukna umferð og ástand þeirra afar slæmt og vegirnir beinlínis hættulegir.

    Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

    Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 27. apríl 2017 frá Farskólanum ? miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra þar sem boðað er til aðalfundar þann 10. maí 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 782 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 27. apríl 2017 varðandi umfjöllun um íslenska sveitarstjórnarstigið á vorþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins í lok mars s.l. Bókun fundar Afgreiðsla 782. fundar byggðarráðs staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 44

Málsnúmer 1704019FVakta málsnúmer

Fundargerð 44. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 44 Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2017 verða í annað sinn veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Verðlaunin verða veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bárust fjölmargar og afar góðar tilnefningar til Samfélagsverðlauna Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að veita Kristmundi Bjarnasyni verðlaunin að þessu sinni fyrir afar góð störf í þágu samfélagsins til áratuga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 44 Lögð fyrir drög að stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði fyrir árin 2016-2020.
    Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti.
    Bókun fundar Afgreiðsla 44.fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.

4.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 45

Málsnúmer 1705002FVakta málsnúmer

Fundargerð 45. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Gunnsteinn Björnson kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 45 Tekin fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði 2016-2020 sem Þorgeir Pálsson hjá Thorp ehf. vann fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð í samvinnu við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
    Undir þessum lið komu þau Þórhildur Jónsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði, Davíð Jóhannsson frá SSNV og Þorgeir Pálsson frá Thorp ehf. sem tók þátt í fundinum símleiðis.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir þessa stefnumótun fyrir sitt leyti. Stefnumótunin verður formlega kynnt á opnum fundi á Hólum í Hjaltadal, þriðjudaginn 9. maí nk. kl. 13.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 45 Tekin fyrir beiðni um styrk vegna sýningar um ævi og ritstörf skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd getur því miður ekki orðið við erindinu en óskar aðstandendum hennar góðs gengis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 45. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

5.Landbúnaðarnefnd - 191

Málsnúmer 1704016FVakta málsnúmer

Fundargerð 191. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 191 Landbúnaðarnefnd leggur til að landspildunni úr landi Steintúns sunnan við Hrímnishöll verði lokað í sumar á meðan verið er að ganga frá lóðarsamningum um húsin og skilgreina vatnsverndarsvæði. Landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að ekki verði leyfð beit eða dýrahald á svæðinu í sumar. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 191 Drög að endurkoðaðri fjallskilareglugerð fyrir Skagafjarðarsýslu lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 191 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 191 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Vestur-Fljóta fyrir árið 2015. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 191 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 191 Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um veiðitilhögun ársins 2017. Mættir voru Þorsteinn Ólafsson, Steinþór Tryggvason, Pálmi Ragnarsson, Garðar Jónsson, Elvar Jóhannsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Sigurðsson, Birgir Hauksson, Herbert Hjálmarsson, Kristján B. Jónsson, Marinó Indriðason og Jón Númason.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að greiða vegna refaveiða ráðinna veiðimanna 18.000 kr. fyrir grendýr, 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 7.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 7.200 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 1.800 kr. á dýr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 191. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 304

Málsnúmer 1704018FVakta málsnúmer

Fundargerð 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Bessi Freyr Vésteinsson kt. 120970-3059 og Sólrún Ingvadóttir kt. 070565-3079, f.h. Sels ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Hofsstaðasels, landnr. 146407, óska eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 30. mars 2017. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7067-02.
    Um er að ræða byggingarreit vegna fyrirhugaðrar fjósbyggingar. Frá byggingarreitnum er fyrirhugað að leggja vegslóða að Siglufjarðarvegi, sem nýtist sem rekstrarleið fyrir gripi og sem aðkoma að túnum. Umsögn Vegagerðarinnar þarf að liggja fyrir varðandi rekstrarleið. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Hermann Þórisson kt. 140960-4709, þinglýstur eigandandi Ármúla, landnr. 145983, óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni, dags. 4. apríl 2017. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 728101. Um er að ræða byggingarreit vegna tveggja gestahúsa. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Með bréfi dagsettu 3. apríl sl., óska, Ólafur Helgi Marteinsson kt. 300459-2349 og Rúnar Marteinsson kt. 100463-4319 fh. Fyrirbarðs ehf. kt. 440712-1850 , þinglýsts eiganda jarðanna Barðs í Fljótum landnr. 146777 og Fyrirbarðs í Fljótum landnr. 146795 heimildar Skipulags- og byggingarnefndar og sveitastjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að sameina framangreindar jarðir. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gera grein fyrir erindinu. Uppdrættirnir eru nr. S01, S02 og S03 í verki númer 729701, og eru þeir dagsettir 3. apríl 2017. Þá er sótt um að eftir sameininguna beri jörðin heitið Barð og hafa landnúmerið 146777.
    Fasta- og matsnúmer sem í dag tilheyra jörðinni Barði eru:
    214-3843, 214-3844,214-3845,214-3846,214-3847,214-3848,214-3849,214-3850,214-3851
    Fasta- og matsnúmer sem í dag tilheyra jörðinni Fyrirbarði eru:
    214-3934,214-3935,214-3937, 214-3938, 214-3940. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um heimild til að breyta notkun íbúðarhússins Túngata 10 á Hofsósi. Sótt er um að breyta notkun húsnæðis, tímabundið til tveggja ára, í leikskóla. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Erlingur Garðarson kt. 100259-3979 Neðra- Ási 1 óskar eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit fyrir fjós í landi jarðarinnar. Meðfylgjandi hnitsettur afstöðuuppdráttur er gerður á Stoð ehf verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Uppdráttur dagsettur 21. apríl 20107 númer S01 verk 71593. Erindið samþykkt.

    Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149 og og Kolbrún Dögg Sigurðardóttir kt. 270983-6189 sækja um lóðina Eyratún 1 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt að úthluta Magnúsi Frey og Kolbrúnu lóðinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðarstrengs frá Marbæli á Langholti út í Sauðárkrók. Ljósleiðarstrengurinn verður plægður niður og fylgir að mestu núverandi hitaveitulögnum. Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélalgsins Skagafjarðar og Mílu ehf. sem mun eiga og reka strenginn að framkvæmd lokinni. Meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrættir frá Mílu ehf. dagsettir 17.03.2017. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að veita framkvæmdarleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Sveitarfélagið Skagafjörður - Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðaralögn Marbæli Sauðárkrókur." Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Með bréfi dagsettu 10. mars sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða 20,5 ha skógrækt að Stóru- Gröf syðri í Skagafirði landnr. 146004. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303 fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl. var afgreiðslu frestað. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi skulu framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í fyrsta viðauka við l. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, nánar tiltekið í lið 1.07, kemur fram að á meðal framkvæmda sem falla undir c- flokk, sem eru framkvæmdir sem kunna m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum, sé „nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Þar sem fyrirhuguð skógrækt breytir núverandi landnotkun, m.a. í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010, úr því að vera landbúnaðarsvæði (L) yfir í að vera skógræktar- og landgræðslusvæði (merkt SL) skv. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er ekki annað að sjá en að hún sé þess háttar „framkvæmd sem tilgreind er í lögum um mat á umhverfisáhrifum“, og sé því háð framkvæmdaleyfi skv. framangreindu ákvæði reglugerðar nr. 772/2012.
    Í ljósi ofanritaðs er það afstaða skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 "Stóra-Gröf syðri - tilkynning um skógrækt" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Með bréfi dagsettu 28. febrúar sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða stækkun á skógrækt að Mælifellsá. landnr. 146221. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303 fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl var Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu með vísan til afgreiðslu fundarinns og frekari lagalegra sjónarmiða. Svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 25. apríl 2017 liggur fyrir til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og vísar því til sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 "Mælifellsá - tilkynning um skógrækt" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Með bréfi dagsettu 11. apríl 2017 tilkynnir Skógræktin um skógræktarsamning á jörðinni Hofsstaðir, landnúmer 146408. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi skulu framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í fyrsta viðauka við l. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, nánar tiltekið í lið 1.07, kemur fram að á meðal framkvæmda sem falla undir c-flokk, sem eru framkvæmdir sem kunna m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum, sé „nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Þar sem fyrirhuguð skógrækt breytir núverandi landnotkun, m.a. í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010, úr því að vera landbúnaðarsvæði (L) yfir í að vera skógræktar- og landgræðslusvæði (merkt SL) skv. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er ekki annað að sjá en að hún sé þess háttar „framkvæmd sem tilgreind er í lögum um mat á umhverfisáhrifum“, og sé því háð framkvæmdaleyfi skv. framangreindu ákvæði reglugerðar nr. 772/2012. í ljósi ofanritaðs er það afstaða skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Hofsstaðir 146408 - Tilkynning um skógrækt" Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Óli Viðar Andrésson kt. 270572-4809 sækir um lóðina Skógargata 19b og óskar heimildar til að flytja á lóðina frístundahús í hans eigu sem nú stendur á frístundalóði í landi Víðimels.Þá er jafnframt óskað eftir ábendingum frá Skipulags- og byggingarefnd um mögulega staðsetningu á húsinu á Sauðárkróki ef umbeðin staðsetning í Skógargötu 19b kæmi ekki til greina. Erindinu hafnað, í þéttbýlinu á Sauðárkróki eru ekki til skipulagðar lóðir fyrir frístundahús.
    Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Jóhanna Ey Harðardóttir kt. 120188-3569 og Ólína Björk Hjartardóttir kt. 130988-2889 f.h. Drangey gistiheimili ehf. kt. 600709-1510 eigenda efri hæðar íbúðar með fastanúmer 213-1098 að Aðalgötu 4 á Sauðárkróki, óska eftir samþykki skipulags- og byggingarnefnd Skagafjarðar til að breyta notkun hússins í gistiheimili. Fyrirhuguð er gistiaðstaða fyrir allt að tíu manns.
    Framangreind eign er í fjöleignarhúsi og gera eigendur neðrihæðar hússins ekki athugasemdir við umbeðna breytta notkun. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með átta atkvæðum. Viggó Jónsson situr hjá.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Jón Pálmason kt. 031157-8389 Háuhlíð 12 Sauðárkróki óskar eftir leyfi til að fjarlægja gras/jarðveg af norðurenda graseyjar framan við Háuhlíð 12 og setja hellur í staðinn. Í umsókn kemur fram að stæðið sé hugsað fyrir 1 bíl. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar ekki að gerð séu bílastæði utan lóðar, en heimilar breikkun á innkeyrslu um allt að 1,5 m til suðurs. Framkvæmdin skal unnin í samráði við veitu- og framkvæmdasvið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 304 Fundargerð 46. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lög fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 304. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.

7.Veitunefnd - 36

Málsnúmer 1704010FVakta málsnúmer

Fundargerð 36. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 36 Haldin var kynningarfundur með íbúum Efribyggðar, Hegraness og Reykjastrandar þar sem kynnt voru hönnunardrög af mögulegum hitaveitulögnum um hvert svæði ásamt hagkvæmnisathugun. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar veitunefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.

8.Veitunefnd - 37

Málsnúmer 1704011FVakta málsnúmer

Fundargerð 37. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 37 Farið var yfir efni kynningarfundar sem haldin var fimmtudaginn 6. apríl sl. fyrir íbúa og landeigendur í Efribyggð, Hegranesi og Reykjaströnd.
    Lögð voru fyrir fundinn drög að bréfi þar sem kannaður er áhugi á hitaveituvæðingu á áðurnefndum svæðum. Drögin samþykkt og sviðstjóra falið að senda bréfið á íbúa og landeigendur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 37 Fimmtudaginn 30. mars sl. voru opnuð tilboð í verkið "Lýtingsstaðahreppur vinnuútboð 2017 - hitaveita og strenglögn" á skrifstofu Skagafjarðarveitna að Borgarteigi 15 á Sauðárkróki.

    Eftirfarandi tilboð bárust í verkið;
    Steypustöð Skagafjarðar ehf. 174.443.600
    Vinnuvélar Símonar ehf. 146.501.900
    Víðimelsbræður ehf. 175.884.650
    Kostnaðaráætlun Verkfræðistofunnar Stoð 155.218.000

    Veitunefnd felur sviðstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Vinnuvélar Símonar ehf.

    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 37 Lagt var fyrir fundinn erindi frá ÍSOR þar sem lögð er fram áætlun um verkefni fyrir Skagafjarðarveitur árið 2017.
    Sviðstjóra falið að fá fulltrúa frá ÍSOR á næsta fund veitunefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 37 Lagðar voru fram til kynningar teikningar vegna lagningar ljósleiðara í dreifbýli vegna þeirra verkefna sem fengu úthlutað styrkjum úr fjarskiptasjóði fyrir árið 2017. Svæðin eru milli Sauðárkróks og Marbælis, Hegranes að hluta, Höfðaströnd og Sléttuhlíð.
    Sviðstjóra falið að vinna útboðsgögn vegna framkvæmdanna.
    Áfram verður unnið með önnur svæði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar veitunefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.

9.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 10

Málsnúmer 1704014FVakta málsnúmer

Fundargerð10. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 10 Lögð fram drög að útboðsgögnum. Byggingarnefnd samþykkir að unnið sé áfram eftir fyrirliggjandi drögum. Bókun fundar Fundargerð 10. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.

10.Sveitarfélagið Skagafjörður, ársreikningur 2016

Málsnúmer 1705017Vakta málsnúmer

Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2016.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2016 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 4.917 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.239 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.314 millj. króna, þar af A-hluti 3.913 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 603 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 326 millj. króna. Afskriftir eru samtals 189 millj. króna, þar af 105 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 257 millj. króna, þ.a. eru 192 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2016 er 252 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er er jákvæður um 43 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.099 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.021 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2016 samtals 6.093 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.875 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.533millj. króna hjá A og B hluta auk 556 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.007 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 25%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.158 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 101 millj. króna nettó.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 551 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 308 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 633 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2016, 226 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 432 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 706 millj. króna, handbært fé hækkaði um 149 millj. króna á árinu og nam það 195 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 665 millj. króna.

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2016, 124% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 115% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.

Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.



Sveitarstjórn samþykkir með öllum atkvæðum að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.



11.Mælifellsá - tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1703032Vakta málsnúmer

Vísað frá 304. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. maí 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



"Með bréfi dagsettu 28. febrúar sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða stækkun á skógrækt að Mælifellsá. landnr. 146221. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl. var skipulags-og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu með vísan til afgreiðslu fundarins og frekari lagalegra sjónarmiða. Svarbréf skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 25. apríl 2017 liggur fyrir til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að svari og vísar því til sveitarstjórnar."



Fyrirliggjandi svarbréf dagsett 25. apríl 2017 borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

12.Stóra-Gröf syðri - tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1703166Vakta málsnúmer

Vísað frá 304. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. maí 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



Með bréfi dagsettu 10. mars sl. tilkynnir Skógræktin um fyrirhugaða 20,5 ha skógrækt að Stóru- Gröf Syðri í Skagafirði landnr. 146004. Jafnframt er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Á 303. fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 5. apríl sl. var afgreiðslu frestað. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi skulu framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í fyrsta viðauka við l. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, nánar tiltekið í lið 1.07, kemur fram að á meðal framkvæmda sem falla undir c- flokk, sem eru framkvæmdir sem kunna m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum, sé „nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Þar sem fyrirhuguð skógrækt breytir núverandi landnotkun, m.a. í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010, úr því að vera landbúnaðarsvæði (L) yfir í að vera skógræktar- og landgræðslusvæði (merkt SL) skv. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er ekki annað að sjá en að hún sé þess háttar „framkvæmd sem tilgreind er í lögum um mat á umhverfisáhrifum“, og sé því háð framkvæmdaleyfi skv. framangreindu ákvæði reglugerðar nr. 772/2012. Í ljósi ofanritaðs er það afstaða skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd.



Ofangreind skilgreining skipulags- og byggingarnefdar, um að um framkvæmdisleyfisskylda framkvæmd sé að ræða, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.

13.Hofsstaðir 146408 - Tilkynning um skógrækt

Málsnúmer 1704112Vakta málsnúmer

Vísað frá 304. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. maí 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



#Með bréfi dagsettu 11. apríl 2017 tilkynnir Skógræktin um skógræktarsamning á jörðinni Hofsstaðir, landnúmer 146408. Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfis sé krafist í samræmi við reglugerð 772/2012. Samkvæmt 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi skulu framkvæmdir sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum ávallt háðar framkvæmdaleyfi. Í fyrsta viðauka við l. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, nánar tiltekið í lið 1.07, kemur fram að á meðal framkvæmda sem falla undir c-flokk, sem eru framkvæmdir sem kunna m.t.t. umfangs, eðlis og staðsetningar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum, sé „nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Þar sem fyrirhuguð skógrækt breytir núverandi landnotkun, m.a. í skilningi skipulagslaga nr. 123/2010, úr því að vera landbúnaðarsvæði (L) yfir í að vera skógræktar- og landgræðslusvæði (merkt SL) skv. 6.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er ekki annað að sjá en að hún sé þess háttar „framkvæmd sem tilgreind er í lögum um mat á umhverfisáhrifum“, og sé því háð framkvæmdaleyfi skv. framangreindu ákvæði reglugerðar nr. 772/2012. í ljósi ofanritaðs er það afstaða skipulags- og byggingarnefndar að um sé að ræða framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd."



Ofangreind skilgreining skipulags- og byggingarnefdar, um að um framkvæmdisleyfisskylda framkvæmd sé að ræða, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum. Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.



14.Sveitarfélagið Skagafjörður - Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðaralögn Marbæli Sauðárkrókur.

Málsnúmer 1704199Vakta málsnúmer

Vísað frá 304. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. maí 2017 til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:



"Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðarstrengs frá Marbæli á Langholti út í Sauðárkrók. Ljósleiðarstrengurinn verður plægður niður og fylgir að mestu núverandi hitaveitulögnum. Verkefnið er samstarfsverkefni Sveitarfélalgsins Skagafjarðar og Mílu ehf. sem mun eiga og reka strenginn að framkvæmd lokinni. Meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrættir frá Mílu ehf. dagsettir 17.03.2017. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að veita framkvæmdarleyfi."



Veiting ofangreinds framkvæmdaleyfis borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:52.