Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

1. fundur 11. júní 1998 kl. 14:00 Gilsstofa í Glaumbæ

Sveitarstjórn sameinaðs sv.félags í Skagafirði.               
FUNDUR Nr. 1 – 11.06.98

 

            Ár 1998, hinn 11. júní, kom nýkjörin sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Skefilsstaða-, Skarðs-, Staðar-, Seylu-, Lýtingsstaða-, Rípur-, Viðvíkur-, Hóla-, Hofs- og Fljótahreppa svo og Sauðárkróks í Skagafirði saman til fyrsta fundar í Gilsstofu í Glaumbæ kl. 14.oo.

Mættir voru undirritaðir sveitarstjórnarmenn ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

Aldursforseti, Stefán Guðmundsson setti fundinn.   Þá las hann bókun yfirkjörstjórnar um úrslit nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga í Skagafirði.

 Síðan lýsti aldursforseti dagskrá:

 

1. KOSNINGAR:

a) Forseti sveitarstjórnar.

b) Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.

c) Annar varaforseti sveitarstjórnar.

d) Tveir skrifarar sveitarstjórnar og jafnmargir til vara.

e) Byggðarráð.   Fimm aðalfulltrúar og fimm til vara.

2. NAFN SVEITARFÉLAGSINS.

 

Afgreiðslur:

1. Kosningar:

a) Forseti sveitarstjórnar.

Fram kom tillaga um Gísla Gunnarsson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Gísli því rétt kjörinn..

   

Tók Gísli Gunnarsson nú við fundarstjórn. Las hann upp samkomulag Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf.

Þá var haldið áfram afgreiðslu dagskrár.

 

b) Fyrsti  varaforseti sveitarstjórnar.

Fram kom tillaga um Stefán Guðmundsson. Aðar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Stefán því rétt kjörinn.

 

c) Annar varaforseti sveitarstjórnar.

Fram kom tillaga um Ingibjörgu Hafstað.  Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Ingibjörg því rétt kjörin.

 

d) Tveir skrifarar sveitarstjórnar og jafnmargir til vara.

Fram kom tillaga um;

Aðalmenn:                                                     Varamenn:

Sigrún Alda Sighvats                                    Sigurður Friðriksson

Snorri Styrkársson                                        Ingibjörg Hafstað.

 

e) Byggðarráð.  Fimm aðalmenn og fimm til vara.

Fram kom tillaga um;

Aðalmenn:                                                     Varamenn:

Herdís Sæmundardóttir                                Stefán Guðmundsson

Gílsi Gunnarsson                                          Ásdís Guðmundsdóttir

Elinborg Hilmarsdóttir                                   Sigurður Friðriksson

Páll Kolbeinsson                                           Árni Egilsson

Ingibjörg Hafstað                                          Snorri Styrkársson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.

 

2. NAFN SVEITARFÉLAGSINS.                     

Fyrir fundinum lá svohljóðandi tillaga;

"Sveitarstjórn nýs sameinaðs sveitarfélags Skefilsstaða-, Skarðs-, Staðar-, Seylu-, Lýtingsstaða-, Rípur-, Viðvíkur-, Hóla-, Hofs- og Fljótahreppa svo og Sauðárkróks í Skagafirði, samþykkir að óska umsagnar Örnefnanefndar um nafnið Skagafjörður á hið nýja sveitarfélag."

 

Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Elsa Jónsdóttir, ritari

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Sigurður Friðriksson

Sigrún Alda Sighvats

Ásdís Guðmundsdóttir

Herdís Sæmundardóttir

Stefán Guðmundsson

Árni Egilsson

Páll Kolbeinsson

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson

Snorri Björn Sigurðsson