Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

16. fundur 15. desember 1998 kl. 14:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Sveitarstjórn Skagafjarðar

Fundur 16 - 15.12.98

 

            Ár 1998, hinn 15. desember, kom Sveitarstjórn saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 14.00.

            Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Einar Gíslason, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Sigurður Friðriksson, og Herdís Á. Sæmundard. ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

Forseti setti fund og lýsti dagskrá.

 

Dagskrá:

1. FUNDARGERÐIR

    a)    Byggðarráð 3.og 10. des.

    b)    Menningar-,íþrótta-og æskulýðsnefnd 4. og 7. des.

    c)    Félagsmálanefnd 8. des.

    d)   Skólanefnd 2. og 8. des.

    e)    Umhverfis- og tækninefnd 11. des.

    f)    Veitustjórn 9. des.

    g)   Landbúnaðarnefnd 8. des.

    h)   Atvinnu-og ferðamálanefnd 28. nóv og 11. des.

2.  a) KOSNING 1 FULLTRÚA Í SAMSTARFSNEFND LÖGREGLU OG SVEITARFÉLAGA UM 
          MÁLEFNI LÖGREGLU.

     b) KOSNING FULLTRÚA Í MENNINGAR-ÍÞR.- OG ÆSKULÝÐSNEFND Í STAÐ HLÍNAR
          BOLLADÓTTUR

3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR.

    a)  Bygginganefnd leikskólans á Hólum 25. nóv.

    b)  Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni varðandi forkaupsrétt.

            Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða um að taka á 3. lið dag­skrár bréf frá Jónínu Friðriksdóttur varðandi forkaupsrétt.  Var það samþykkt samhljóða.

 

Afgreiðslur:

1.  FUNDARGERÐIR;

    a)  Byggðarráð 3. desember.

    Dagskrá:

  1. Útsvarsprósenta fyrir árið 1998.
  2. Útsvarsprósenta fyrir árið 1999.
  3. Fasteignagjöld 1999.
  4. Erindi frá Birni Bjarnasyni.
  5. Erindi frá Jóni Bjarnasyni.
  6. Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
  7. Bréf frá Atvinnu- og ferðamálanefnd.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

b) Byggðarráð 10. desember.

    Dagskrá:

  1. Álagning fasteignagjalda 1999.
  2. Niðurfelling fasteignaskatts elli og örorkulífeyrisþega 1999.
  3. Bréf frá Sigrúnu Erlu Vilhjálmsdóttur.
  4. Bréf frá Alþingi.
  5. Bréf frá Sýslumanni.
  6. Bréf frá kennurum við Grunnskólann á Sauðárkróki.
  7. Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
  8. Bréf frá Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.  Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Snorri Björn Sigurðsson og Snorri Styrkársson sem leggur til að 7. lið verði vísað til landbúnaðarnefndar og atvinnu- og ferðamálanefndar.  Síðan tóku til máls Herdís Sæmundardóttir,  Gísli Gunnarsson og Snorri Styrkársson sem dregur tillögu sína um vísun 7. liðar til baka. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

b)  Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 4. desember.

     Dagskrá:

     1.  Skoðunarferð í félagsheimili og bókasöfn í fram héraði.

 

     Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 7. desember.

     Dagskrá:

     1.  Viðræður við milliþinganefnd UMSS.

     2.  Önnur mál.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðirnar.  Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Einar Gíslason, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundard. og Gísli Gunnarsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðirnar bornar upp og samþykktar samhljóða.

 

c) Félagsmálanefnd 8. desember.

    Dagskrá:

  1. Fulltrúar frá lögreglu mæta til fundar um samstarf.
  2. Þingsályktunartillaga um afnám einkaréttar ríkisins á smásölu áfengis.
  3. Jafnréttisáætlun.
  4. Erindi varðandi heimilishjálp.
  5. Trúnaðarmál.
  6. Önnur mál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Snorri Styrkársson, Árni Egilsson, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Snorri Björn Sigurðsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.  Árni Egilsson og Sigrún Alda Sighvats sitja hjá við afgreiðslu 2. liðar.

 

d) Skólanefnd 2. desember.

    Dagskrá:

  1. Vettvangsferð í Sólgarðaskóla, Grunnskólann Hofsósi, Tónlistarskóla Skagafjarðar, Grunnsk. Hólum, Leikskólann Barnaborg og Leikskólann Brúsabæ.

 

   Skólanefnd 8. desember.

   Dagskrá:

  1.  Bréf  frá Hrauni á Skaga.
  2. Erindi frá Herdísi Jónsdóttur.
  3. Gjaldskrá leikskóla.
  4. Innritunarreglur í leikskóla.
  5. Sérkennsla í leikskólum.
  6. Opnunartímar leikskóla yfir hátíðir.
  7. Reglur um niðurgreiðslur á daggæslu í heimah.
  8. Reglur vegna greiðslu á talkennslu.
  9. Innkaup á húsbúnaði vegna leikskóla í Varmahlíð og á Hólum.
  10. Fréttabréf skólaskrifstofu.
  11. Málefni svæðisskrifstofu – leikfangasafnið – húsnæði skólaskrifstofu.
  12. Önnur mál.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Leggur hún til að 6. lið fundargerðarinnar verði vísað aftur til skólanefndar til endurskoðunar þá tók Snorri Styrkársson til máls og leggur hann til að 7. lið fundargerðarinnar verði vísað aftur til skólanefndar.  Síðan tók Herdís Sæmundardóttir til máls.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Herdísar um að vísa 6. lið aftur til skólanefndar, borin upp og samþykkt samhljóða.  Tillaga Snorra Styrkárssonar um að vísa 7. lið aftur til skólanefndar, borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn 2. Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


e)  Umhverfis- og tækninefnd 11. desember.

      Dagskrá:

  1. Freyjugata 18 Sauðárkróki – kynnt tilboð.
  2. Vatnsleysa í Viðvíkursveit – Landskipti áður á dagskrá 27.11.1998.
  3. Brúsabyggð 6 Hólum – Nemendagarðar, umsókn um byggingarleyfi – Jón Bjarnason áður á dagskrá  27.11.1998.
  4. Korná í Fremri byggð – Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjárhús – Hjálmar Guðmundsson.
  5. Önnur mál.
    5.1  Bakkakot í Vesturdal – Sótt um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús Kerstin Hiltrud Roloff Melavegi 15, Hvammstanga.
    5.2    Fyrirspurn Sigrúnar Öldu varðandi umsókn  um skilti við þjóðveg hjá Varmahlíð og veg að Vallhólma.
    5.3   Fyrirspurn Jóhanns Svavarssonar varðandi Staðardagskrá 21 og fræðslu  og kynningarfund.

Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

f)  Veitustjórn 9. desember.

    Dagskrá:

  1. Atvinnuþróunarfél. Skagafjarðar.
  2. Sameining veitna, ráðgjafasamningur og bréf frá iðnaðarráðuneyti.
  3. Álagningarprósenta vatnsskatts 1999.
  4. Önnur mál.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

g) Landbúnaðarnefnd 8. desember.

    Dagskrá:

  1. Viðræður við K.S.
  2. Viðræður við sveitarstjóra.

Gísli Gunnarsson las fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

h)  Atvinnu- og ferðamálanefnd 28. nóvember.

     Dagskrá:

     1.  Málefni Vöku h.f.

 

    Atvinnu- og ferðamálanefnd 11. desember.

    Dagskrá:

  1. Atvinnumál.
  2. Lokaskýrsla um arðsemisútreikning fyrir saumastofu á Sauðárkróki.
  3. Tillaga til sveitarstjórnar.

Einar Gíslason skýrði fundargerðirnar.  Þá tóku til máls Snorri Björn Sigurðsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Björn Sigurðsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðirnar bornar upp og samþykktar samhljóða.

 

2.  KOSNINGAR;

a)    Kosning fulltrúa í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga um málefni lögreglu.  Fram kom tillaga um Guðbjörgu Ingimundard. félagsmálastjóra. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.

b)   Kosning fulltrúa í menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd í stað Hlínar Bolladóttur.  Fram kom tillaga um Jón Garðarsson.  Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hann því rétt kjörinn.

 

3.  BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;

a)    Bygginganefnd leikskólans á Hólum 25. nóv.

b)   Bréf frá Jóni S. Sigurjónssyni varðandi forkaupsrétt sv.félagsins að jörðinni Nautabúi í Hjaltadal.  Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.

c)    Bréf frá Jónínu Friðriksdóttur varðandi forkaupsrétt sv.félagsins að jörðinni Hólagerði í Tungusveit.  Sveitarstjórn samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.

 

Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                                                       Elsa Jónsdóttir, ritari

Herdís Á. Sæmundard.                                              Snorri Björn Sigurðsson

Snorri Styrkársson

Elinborg Hilmarsdóttir

Sigrún Alda Sighvats

Árni Egilsson

Einar Gíslason

Páll Kolbeinsson

Ingibjörg Hafstað

Ásdís Guðmundsdóttir

Sigurður Friðriksson