Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

20. fundur 09. mars 1999 kl. 14:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Sveitarstjórn Skagafjarðar

Fundur 20 - 09.03.99

 

      Ár 1999, hinn 9. mars kom sveitarstjórnin saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1400

      Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Snorri Styrkársson, Ingibjörg Hafstað, Örn Þórarinsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Herdís Á. Sæmundard. og Ingimar Ingimarsson ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.

 

Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

 

1.  FUNDARGERÐIR;

  1. Byggðarráð 25. feb. og 5. mars.
  2. Félagsmálanefnd 2. mars.
  3. Skólanefnd 2. mars.
  4. Umhv.-og tækninefnd 26. feb.
  5. Veitustjórn 4. mars.
  6. Hafnarstjórn 4. mars.
  7. Landbúnaðarnefnd 23. feb.

2. FJÁRHAGSÁÆTLUN SKAGAFJARÐAR OG FYRIRTÆKJA FYRIR ÁRIÐ 1999  – SEINNI 
    UMRÆÐA.

3. SAMÞYKKT OG GJALDSKRÁ FYRIR SORPHIRÐU OG URÐUN Í SV.FÉL. SKAGAFIRÐI –
    FYRRI UMRÆÐA.

4. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;

    a)    Starfskjaranefnd 4. mars.

 

AFGREIÐSLUR:

 
1. FUNDARGERÐIR;

a) Byggðarráð 25. feb.

    Dagskrá:

  1. Viðræður við Einar Gíslason og Árna Egilsson varðandi  umdæmisbókasafn og atvinnuþróunarfélag.
  2. Bréf frá Skógræktarfélagi Skagfirðinga.
  3. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  4. Bréf frá Trausta Sveinssyni.
  5. Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni.
  6. Bréf frá Landvara.
  7. Bréf frá Ómari Kjartanssyni og Birni Mikaelssyni.
  8. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  9. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  10. Málefni Loðskinns hf.

Herdís Á. Sæmundard. skýrði fundargerðina.  Ingibjörg Hafstað kvaddi sér hljóðs, svo og Herdís Á. Sæmundard.  Fundargerðin borin upp til atkvæðagreiðslu og samþ. samhljóða.  Páll Kolbeinsson situr hjá við afgreiðslu 5. liðar.

 

Byggðarráð 5. mars.

    Dagskrá:

  1. Málefni Loðskinns hf.
  2. Bréf frá Kristnihátíðarnefnd Skagafj. próf.dæmis.
  3. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
  4. Tillaga frá Snorra Styrkárssyni.
  5. Fundargerð Starfskjaranefndar 4. mars 1999.
  6. Niðurfellingar.
  7. Fjárhagsáætlun 1999.

Herdís Á. Sæmundard. skýrði fundargerðina.  til máls tók Snorri Styrkársson og leggur fram svohljóðandi bókun:

“Á árinu 1998 lagði Sveitarfélagið Skagafjörður, með einum eða öðrum hætti, fram 150-170 milljónir króna.  Sá stuðningur er nú uppurinn.  Engin sérstök teikn eru á lofti um bata í horfum um framtíð fyrirtækisins.  Því teljum við rekstrargrunn fyrirtækisins í raun löngu brostinn.  Með samþykkt þessa samnings er sveitarfélagið að kaupa sér gálgafrest og augljóst að til frekari fjárútláta mun koma síðar á árinu ef umræddur samningur á að leiða til einhvers.  Hagsmunir sveitarfélagsins felast ekki í því að bjarga hrávörubirgðum fyrirtækisins frá skemmdum.  Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er einnig þannig að það hefur ekki efni á 16 milljón króna viðbótarútgjöldum til þessa einstaka fyrirtækis.  Því lýsum við fulltrúar Skagafjarðarlistans yfir andstöðu okkar við samkomulag þetta milli Búnaðarbankans og sveitarfélagsins”.

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson

Næst tóku til máls Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Herdís Á. Sæmundard., Árni Egilsson, Snorri Styrkársson og Páll Kolbeinsson.  Tillaga um að vísa 7. lið til 2. liðar dagskrár samþykkt samhljóða.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


b)
Félagsmálanefnd 2. mars.

    Dagskrá:

  1. Jón Garðarsson boðaður á fundinn.
  2. Húsnæðismál.
  3. Trúnaðarmál.
  4. Önnur mál.

Elinborg Hilmarsdóttir skýrði sundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að vísa 4. lið c) v/fjárhagsáætlunar til 2. liðar dagskrár samþ. samhljóða.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

c) Skólanefnd 2. mars.

    Dagskrá:

    Leikskólamál.

  1. Ósk um ráðningu stuðningsfulltrúa.
  2. Ósk um sérgjald.
  3. Nemar í fjarnámi – ósk um niðurfellingu – sérgjald.
  4. Beiðni um kaup á húsgögnum á Furukoti.
  5. Sumarlokanir leikskólanna.
  6. Fjárhagsáætlun leikskólanna. 

Grunnskólamál.

  1. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum v/nafns á skólann.
  2. Svarbréf frá leikskólastjóra og grunnskólastjóra að Hólum.
  3. Fjárhagsáætlun grunnskólanna.

Almenn mál.

  1. Fjárhagsáætlun tónlistarskólanna.
  2. Fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu.
  3. Greiðslur fyrir setu í skólanefnd.
  4. Önnur mál.

Herdís Á. Sæmundard. skýrði fundargerðina.  Ingibjörg Hafstað tók til máls, svo og Örn Þórarinsson og Herdís Á. Sæmundard.  Tillaga um að vísa þeim liðum sem fjalla um fjármál til 2. liðar dagskrár samþykkt samhljóða.  Fundargerðin borin upp til samþykktar.  Samþykkt samhljóða.

 

d) Umhverfis- og tækninefnd 26. feb.

    Dagskrá:

  1. Samþykktir og gjaldskrá fyrir sorphirðu í Skagafirði.
  2. Framkvæmdir 1999 v/fjárhagsáætlunar.
  3. Önnur mál.

Sigrún Alda Sighvats skýrði
fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs um hana.  Tillaga um að vísa 1. lið til 3. liðar á dagskrá samþ. samhljóða.  Fundargerðin borin upp og hún samþykkt samhljóða.

 

e) Veitustjórn 4. mars.

    Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun rafveitu, seinni umræða.
  2. Fjárhagsáætlun hitaveitu, seinni umræða.
  3. Fjárhagsáætlun vatnsveitu, seinni umræða.
  4. Bréf frá Rarik.
  5. Aðalfundur Samorku.
  6. Önnur mál.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs um hana.  Tillaga um að vísa 1., 2., og 3. lið til 2. liðar dagskrár samþ. samhljóða.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

f)  Hafnarstjórn 4. mars.

    Dagskrá:

  1. Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
  2. Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Skagafjarðar 1999 – síðari umræða.

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs um hana. Samþ. að vísa 2. lið til 2. liðar dagskrár.  Fundargerðin borin upp og samþ. samhljóða.

 

g) Landbúnaðarnefnd 23. febrúar.

    Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Afréttar- og upprekstrarmál er viðkemur Eyvindarstaðaheiði.
  3. Önnur mál.

Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.  Enginn kvaddi sér hljóðs um hana og fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


2.    FJÁRHAGSÁÆTLUN SKAGAFJARÐAR OG FYRIRTÆKJA FYRIR 
ÁRIÐ 1999 – SÍÐARI
       UMRÆÐA.

Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri tók til máls.  Skýrði hann þær breytingar sem orðið hafa á áætluninni á milli umræðna.  Snorri Styrkársson kvaddi sér hljóðs og skýrði tillögu S-listans um breytingar á fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 1999, sem lögð var til fyrri umræðu. 

Tillaga S-listans um breytingar á fjárhagsáætlun Skagafjarðar;

Sveitarsjóður – rekstrar og framkv.áætlun:

                                                           Rekstur:          Gjf.fjárf.:         Eignf.fjárf.:

Gæsluvellir v/Fljóta                           500.000.-        300.000.-                               

Endurhæfingarbygging                                                                        12.800.000.-

Atvinnuþr.félag                              -6.000.000.-

Hlutabréfakaup                                                                                    70.000.000.-

Hlutabréfasala                                                                                   -240.000.000.-           

Ferðamál                                        3.000.000.-

Afgjald Hitaveitu                          -20.000.000.-

Afgjald Rafveitu                             -4.000.000.-

Niðurskrift viðsk.kr.                       10.000.000.-

Óviss útgjöld                                 10.000.000.-

Samtals                                        -6.500.000.-       300.000.-         -157.200.000.-           

 

Breytingar á fjármagnsyfirliti sveitarsjós:

                                                           Gjöld:                         Tekjur:

Frá rekstri og frkv. yfirl.                                                        163.400.000.-

FA v/endurhæfingarst.                      11.300.000.-

Veitt lán                                            -21.000.000.-

Félagsíbúðakerfi                                29.000.000.-

Nýjar lántökur                                                                      -144.100.000.-

Samtals                                             19.300.000.-                 19.300.000.-

 

Breytingar á fjárh.áætlun Hitaveitu Skagafjarðar:

                                                           Rekstur:

Afskriftir viðsk.krafna                              800.000.-

Afgjald                                               10.000.000.-

Samtals                                             10.800.000.-

 

Breytingar á fjárm.yfirliti Hitaveitu Skagafjarðar:

                                                           Gjöld:                         Tekjur:

Frá rekstri og framkv.yfirliti                10.800.000.-

Nýjar lántökur                                                                       10.800.000.-

Samtals                                             10.800.000.-               10.800.000.-

 

Breytingar á fjárhagsáætlun Rafveitu Sauðárkróks:

                                                           Rekstur:

Afskriftir viðskiptakrafna                  2.000.000.-

Afgjald                                             4.000.000.-

Samtals                                           6.000.000.-

 

Breytingar á fjárm.yfirliti Rafveitu Sauðárkróks:

                                                           Gjöld:                         Tekjur:

Frá rekstri og framkv.yfirliti              6.000.000.-

Nýjar lántökur                                                                       6.000.000.-

Samtals                                           6.000.000.-                   6.000.000.-

 

Næst tók til máls Herdís Á. Sæmundard. og lagði til að tekið yrði tillit til tillögu S-listans sem snýr að því að í fjárhagsáætluninni verði gert ráð fyrir 10 milljónum króna til niðurskriftar viðskiptakrafna og 10 milljónum króna til félagsíbúðakerfisins.  Snorri Styrkársson kvaddi sér hljóðs og óskaði að breytingartillaga sín yrði borin upp lið fyrir lið.

 Tillaga S-listans um breytingu á rekstrar- og framkv. áætlun sveitarsjóðs var borin upp.  Samþykkir voru 2 en 9 á móti.

 Tillaga S-listans um breytingu á fjármagnsyfirliti sveitarsjóðs, samþ. voru 2 en 9 á móti.

 Tillaga S-listans um breytingu á fjárhagsáætl. Hitav. Skagafjarðar var borin upp.  Samþ. voru 2 en 9 á móti.

 Tillaga S-listans um breytingu á fjárm.yfirl. Hitav. Skagafj. var borin upp. 2 voru samþ. en 9 á móti.

 Tillaga S-listans um breytingu á fjárh.áætlun Rafveitu Skr. var borin upp.  2 voru samþ. og 9 á móti.

 Tillaga S-listans um breytingu á fjárm. yfirliti Rafveitu Skr. var borin upp.  2 voru samþ. og 9 á móti.

 Tillögur Herdís Á. Sæmundard. um að tekinn verði inn nýr liður í rekstr.gjöldum, niðurskrift viðskiptakrafna kr. 10 milljónir og á fjármagnsyfirliti komi nýr liður til gjalda, félagsíbúðakerfið kr. 10 milljónir, voru samþykktar með 11 atkvæðum.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana hans svo breyttar bornar undir atkvæði og samþ. með 9 atkv.  Fulltrúar S-listans leggja fram svohljóðandi bókun:

“Grunnur fjárhagsáætlunarinnar er ekki traustur.  Uppgjör sveitarfélagsins fyrir árið 1998 liggur ekki fyrir, staða þess 1.7.1998 er ekki þekkt og hvað þá staða þess í lok ársins 1998.  Skuldir sveitarfélagsins eru mjög miklar enda gerir fjárhagsáætlunin ráð fyrir 80 milljón króna fjármagnskostnaði og afborgunum langtímalána um 95 milljónir króna á árinu 1999.  Undirrituð lögðu til strax í upphafi tilurðar sveitarfélagsins að sveitarstjórn færi yfir allt stjórnkerfi og starfsmannahald þess og gerði það þannig úr garði að það réði við fyrirsjáanleg verkefni þess.  Meirihluti sveitarstjórnar hafnaði þessum tillögum og hugmndum.  Fulltrúar Skagafjarðarlistans hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að sveitarstjórn tileinkaði sér ábyrgð í starfsháttum og áætlunum.  Sumt af hugmyndum og áhersluatriðum Skagafjarðarlistans eru í þessari fjárhagsáætlun enda hafa fulltrúar listans tekið þatt í gerð áætlunarinnar í þeim nefndum og stjórnum sveitarfélagsins þar sem slík

vinnubrögð hafa verið í boði.  Sumar nefndir hafa á hinn bóginn varla séð umrædda fjárhagsáætlun.  Fjárhagsáætlunin sem hér er verið að afgreiða ber með sér að vera ónákvæm og taka ekki á nægilega ábyrgan hátt á alvarlegri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.  Við fulltrúar Skagafjarðarlistans sitjum því hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar”.

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson

 

3. SAMÞYKKT OG GJALDSKRÁ FYRIR SORPHIRÐU OG URÐUN Í SV.FÉL SKAGAFIRÐI –
    FYRRI UMRÆÐA.

Snorri Björn Sigurðsson gerði grein fyrir málinu.  Ingibjörg Hafstað og Sigrún Alda Sighvats kvöddu sér hljóðs.  Tillaga um að vísa málinu til umhverfis- og tækninefndar til síðari umræðu var samþykkt samhljóða.


4.
BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;

    a)      Starfskjaranefnd 4. mars.

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.

 

Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                                                     Margeir Friðriksson, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Örn Þórarinsson

Ingimar Ingimarsson

Ingibjörg Hafstað

Sigrún Alda Sighvats

Snorri Styrkársson

Árni Egilsson

Herdís Á. Sæmundard.

Páll Kolbeinsson