Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

365. fundur 21. mars 2018 kl. 16:15 - 18:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir 1. varam.
  • Sigurjón Þórðarson 1. varam.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 816

Málsnúmer 1802014FVakta málsnúmer

Fundargerð 816. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 816 Lögð fram drög að samningi um samstarf um auknar eldvarnir og innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits milli Eldvarnabandalagsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Sameiginlegt markmið aðila er að efla eldvarnir í stofnunum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og á heimilum starfsfólks. Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 816. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 816 Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 816. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 816 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 816. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 816 Lagt fram bréf dagsett 16. febrúar 2018 frá Lánasjóði sveitarfélaga, varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum. Bókun fundar Afgreiðsla 816. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 816 Lagt fram bréf dagsett 25. janúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi öflun heildstæðra upplýsinga frá sveitarfélögunum í landinu um samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga og jafnframt leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um alla núgildandi samstarfssamninga sem Sveitarfélagið Skagafjörður á aðild að og afritum af þeim. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 816. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 816 Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar 2018 frá vinabæ sveitarfélagsins í Finnlandi, Espoo (Esbo). Þar býður Espoo til vinabæjamóts dagana 29. maí - 1. júní 2018.
    Byggðarráð samþykkir að taka þátt í mótinu og senda fulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 816. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 816 Lögð fram svohljoðandi tillaga frá fulltrúum V-lista og K-lista:
    Byggðaráð samþykkir að hleypa af stað atvinnuþróunarátaki á Hofsósi til að fjölga þar atvinnutækifærum og efla byggð. Jafnframt mun sveitarfélagið beita sér fyrir því að úthlutað verði sérstökum byggðakvóta til Hofsóss til að tryggja framtíð smábátaútgerðar á staðnum sem nú stendur höllum fæti og frekara svigrúm verði veitt til sjóstangveiði á Skagafirði. Ennfremur óskar sveitarfélagið eftir samvinnu við Byggðastofnun og ráðuneyti byggðamála um tafarlausar aðgerðir til að sporna við byggðaröskun og fólksfækkun á Hofsósi.
    Greinargerð:
    Síðustu ár hafa verið erfið fyrir byggð á Hofsósi. Þjónusta hefur dregist saman og atvinnutækifærum fækkað. Sjávarútvegur var lengi undirstöðuatvinnuvegur og hefur að nokkru haldið velli til skamms tíma. Nú eru hinsvegar blikur á lofti um að sjósókn og þjónusta við báta sem leggja upp á Hofsósi geti að mestu lagst af að óbreyttu. Skortur á aflaheimildum, skerðingar á byggðakvóta og nýleg einhliða aflétting sjávarútvegsráðuneytis á friðun á innanverðum Skagafirði fyrir dragnótarveiði, hafa skapað mjög alvarlega stöðu fyrir byggðina.
    Skjótvirkasta leiðin til úrbóta er að auka strax við byggðakvóta en hann hefur dregist mjög saman þrátt fyrir almennar aukningar á veiðiheimildum. Jafnframt þarf að tryggja að forsendur verði fyrir því að þjónusta báta sem vilja landa á Hofsósi, líkt og verið hefur. Samhliða þarf að vinna að því að fjölga atvinnutækifærum á fleiri sviðum á Hofsósi og kynna og skapa skilyrði fyrir fyrirtæki að byggja þar upp starfsemi sína.
    Bjarni Jónsson, VG og óháðum
    Sigurjón Þórðarson K lista

    Byggðarráð samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 816. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 816 Að ósk Bjarna Jónssonar V-lista, var þessi dagskrárliður settur á dagskrá fundarins til að ræða stöðu leikskólamála á Hofsósi. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og sagði frá að búið væri að vinna frumdrög að innanhússbreytingum í grunnskólahúsnæðinu ásamt viðbyggingu fyrir leikskóla. Einnig hafa verið gerð hönnunardrög að lóð fyrir leik- og grunnskóla. Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fullnaðarhönnun á leikskólanum. Byggðarráð er sammála um mikilvægi þess að hraða þessu verki. Bókun fundar Afgreiðsla 816. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 817

Málsnúmer 1802021FVakta málsnúmer

Fundargerð 817. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Möguleikar á að fullnýta lífrænan úrgang sem til fellur meðal annars við landbúnað. Málið áður á dagskrá 810. fundar byggðarráðs þann 11. janúar 2018. Jón Guðmundsson og Auður Magnúsdóttir starfsmenn auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands komu á fundinn og kynntu viðfangsefnið undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Málinu vísað frá 251. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. febrúar 2018. Lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ungmennasambands Skagafjarðar um eflingu starfs Ungmennasambands Skagafjarðar og aðildarfélaga þess með megináherslu á barna og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á sviði íþrótta- og forvarnarmála. Arnrún Halla Arnórsdóttir formaður UMSS og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Lagt fram bréf dagsett 12. febrúar 2018 frá stjórn Kolkuóss ses. þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á landi Kolkuóss, þ.e. þeim hluta jarðarinnar sem sveitarfélagið er eigandi að og fer með.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman gögn um stöðu málsins og leggja fyrir byggðarráð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Lagðar fram upplýsingar um rammasamning milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og AwareGo, þekkingarfyrirtæki í öryggisvitundarfræðslu.
    Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður nýti sér aðgang að samningnum og skrái þátttöku í verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Lagður fram tölvupóstur frá stjórn Ungmenna- og íþróttafélaginu Smára, dagsettur 20. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við kaup á fimleikadýnu.
    Byggðarráð samþykkir að veita verkefninu 300.000 kr. og tekið af fjáhagslið 21890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Staða málsins kynnt. Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur 26. febrúar 2018. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Lagt fram bréf dagsett 23. febrúar 2018 frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra varðandi tilnefningu fulltrúa á 26. ársþing SSNV sem verður haldið í Skagabúð í Austur-Húnavatnssýslu þann 6. apríl n.k.

    Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásta Pálmadóttir og Margeir Friðriksson
    Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Ísak Óli Traustason, Einar E. Einarsson, Hrund Pétursdóttir, Jóhannes Ríkharðsson, Gísli Sigurðsson, Haraldur Þór Jóhannsson, Hildur Þóra Magnúsdóttir og Sigurjón Þórðarson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Lögð fram til kynningar þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way - Norðurstrandaleið. Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 817 Lagt fram til kynningar nýtt stefnumótunar- og leiðbeiningarrit útgefið af Landvernd - Virkjun vindorku á Íslandi. Bókun fundar Afgreiðsla 817. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 818

Málsnúmer 1803001FVakta málsnúmer

Fundargerð 818. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann situr hjá við atkvæðagreiðslu.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 818 Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Ingvi Jökull Logason fulltrúi Sýndarveruleika ehf., Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
    Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki" Samþykkt með átta atkvæðum..
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 818 Lögð fram drög að samningi milli Performa ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21. Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Hörður Pétursson fulltrúi Performa ehf., Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri og Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
    Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Samningur um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21" Samþykkt með átta atkvæðum..

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 819

Málsnúmer 1803004FVakta málsnúmer

Fundargerð 819. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. mars 2018 frá nefndasviði Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd, þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll, 168. mál.
    Byggðarráð fagnar tillögunni enda mál sem Sveitarfélagið Skagafjörður hefur barist fyrir árum saman. Byggðarráð skorar á stjórnvöld að samþykkja tillöguna þannig að hægt sé að meta kosti og galla þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli.
    Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
    Stefán Vagn Stefánsson ber upp tillögu um bókun: Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að samþykkja tillöguna þannig að hægt sé að meta kosti og galla þess að gera Alexandersflugvöll að varaflugvelli.
    Samþykkt með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagt fram bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 27. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að halda rallýkeppni helgina 25.-26. júlí 2018. Eknar verða sérleiðirnar: 744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir. Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur AKÍS um aksturskeppnir.
    Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþingis, umhverfis- og samgöngunefnd, varðandi umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 190. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. febrúar 2018 frá nefndasviði Alþingis, atvinnuveganefnd, varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 179. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • 4.5 1803007 Afskriftarbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra dagsettur 28. febrúar 2018 varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum að höfuðstólsfjárhæð 100.502 kr. Samtals með dráttarvöxtum 185.079 kr.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld.
    Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Málið áður á dagskrá 818. fundar byggðarráðs. Farið yfir stöðu málsins. Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Áður en sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur samningana og verkefnið til fullnaðarafgreiðslu er mikilvægt að lagt verði fram enn frekara mat á heildarkostnað sveitarfélagsins, þ.m.t. vegna langtímaskuldbindinga og ávinning af framlagi þess til verkefnisins og annarra ráðstafanna sem af því hljótast, svo sem hvað varðar aðstöðu, stoðþjónustu, tapaðra leigutekna, skattekna, ívilnanir og fleiri þætti er varða aðkomu sveitarfélaga að svo viðamiklu langtímaverkefni.
    VG og óháð styðja ekki samningana með þeim skuldbindingum sem þeim tengast á þessu stigi, enda ekki heldur gefist nægjanlegt tækifæri til að fara yfir það í sveitarstjórnarhópi framboðsins, vegna þess trúnaðar sem hefur verið um málið. Endurskoðun á þeirri afstöðu byggist á frekari yfirferð, gögnum og greiningu á heildarkostnaði og um leið að ávinningur af verkefninu leiði til annarrar niðurstöðu, áður en sveitarstjórn tekur endanlega afstöðu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lögð fram tillaga að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gerir viðaukinn ráð fyrir hækkun á fjárfestingalið eignasjóðs um 120 milljónir króna og hækkun langtímalána um sömu fjárhæð. Aukin rekstrarútgjöld í málaflokki 06-Æskulýðs- og íþróttamál um eina milljón krónur. Hækkun fjármagnskostnaðar hjá eignasjóði um 3 milljónir króna. Þessari breytingu á rekstraráætlun verður mætt með lækkun handbærs fjár.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15
    "Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Málið áður á dagskrá 818. fundar byggðarráðs. Farið yfir stöðu málsins. Sigfús Ingi Sigfússon, verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 18 "Samningur um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna aðalgötu 21" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagður fram tölvupóstur frá Digital Horse ehf. (Puffin and friends), dagsettur 26. febrúar 2018 þar sem óskað er eftir fundi með byggðarráði meðal annars vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar á Sauðárkróki.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða fulltrúa Puffin and friends sýningarinnar á fund ráðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingar á mannvirkjalögum.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • 4.11 1803076 Styrkbeiðni - UMSS
    Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagt fram bréf dagsett 26. febrúar 2018 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem sambandið óskar eftir skilyrtum auka fjárstyrk frá sveitarfélaginu vegna innleiðingar sambandsins og aðildarfélaga á nýjum siðareglum, jafnréttisstefnu og viðbraðgsáætlun vegna vegna aga- eða ofbeldisbrota, eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni.
    Byggðarráð samþykkir að veita Ungmennasambandi Skagafjarðar styrk að fjárhæð 800 þúsund krónur til verkefnisins af fjárhagslið 06890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lögð fram drög að samstarfssamningi milli UMFÍ, UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí 2018.
    Byggðarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Landsmót UMFÍ og Lansdmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki 2018" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagt fram til kynningar aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi þann 15. mars 2018 í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 5. mars 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi ráðstefnu fyrir evrópska sveitarstjórnarmenn um málefni sem tengjast jafnréttis-, innflytjenda- og mannréttindamálum. Slík ráðstefna verður haldinn í Bilbao, Spáni 11.-13. júní nk. í samstarfi við Bilbaoborg og basneska sveitarfélagasambandið. Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að Evrópusamtökum sveitarfélaga og svæða, CEMR. Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 819 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 21. febrúar 2018 frá Krabbameinsnefnd Kiwanisklúbbsins Drangeyjar þar sem boðið er á Mottumarshátíð sem verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði þann 15. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 819. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 820

Málsnúmer 1803007FVakta málsnúmer

Fundargerð 820. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2018 frá stjórn Hofsbótar ses. þar sem óskað er eftir viðræðum um íþróttamannvirki og aðra uppbyggingu tengda Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Á fundinn mættu frá Hofsbót ses. Valgeir Þorvaldsson, Hjalti Þórðarson og Bjarni Þórisson. Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagður fram tölvupóstur frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., dagsettur 7. mars 2018 ásamt fundarboði á aðalfund sjóðsins þann 23. mars 2018.
    Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Sveitarfélagsins Skagafjarðar á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagt fram bréf dagsett 21. febrúar 2018 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi styrktarsjóð EBÍ 2018. Vakin er athygli á að aðildarsveitarfélögum EBÍ er heimilt að senda inn umsókn í sjóðinn sem er vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2018.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið fyrir sviðsstjórum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. mars 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dagsett 9. mars 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í starfshóp um fráveitumál á Hólum í Hjaltadal.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna Indriða Þór Einarsson sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og Ingvar Pál Ingvarsson verkefnastjóra á veitu- og framkvæmdasvið í starfshópinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. mars 2018 frá nefndasviði Alþingis þar sem allsherjar og menntamálanefnd óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, 339. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lögð fram drög að bréfi til Byggðastofnunar og ráðuneyti byggðamála varðandi aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi.
    Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, dagsettur 13. mars 2018 varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í byggðamálum 2018-2024.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri fresti til umsagnar þar sem tíminn til 21. mars n.k. er ansi knappur.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Málið áður á dagskrá 816. fundar byggðarráðs þann 22. febrúar 2018. Lagt fram bréf dagsett 25. janúar 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi öflun heildstæðra upplýsinga frá sveitarfélögunum í landinu um samstarfssamninga sem starfað er eftir í samstarfi sveitarfélaga og jafnframt leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga í lögum. Óskar ráðuneytið eftir upplýsingum um alla núgildandi samstarfssamninga sem Sveitarfélagið Skagafjörður á aðild að og afritum af þeim. Þá er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga og þá að hvaða leyti.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að sjá um að ráðuneytinu verði sendir þeir samstarfssamningar sem sveitarfélagið er aðili að. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við núverandi ákvæði í sveitarstjórnarlögum um samstarf sveitarfélaga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 820 Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar stjórnar SSNV frá 20. febrúar 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 820. fundar byggðarráðs staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 55

Málsnúmer 1803003FVakta málsnúmer

Fundargerð 55. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Ásta Björg Pálmadóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Gunnsteinn Björnsson, Sigurjón Þórðarson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 55 Undir þessum dagskrárlið kom Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður til fundar við atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ræða um endurnýjun samnings á milli Þjóðminjasafnsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ. Nefndin samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 55 Málið áður á dagskrá 54. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 9. febrúar 2018. Undir þessum dagskrárlið komu til viðræðu Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Íris Jónsdóttir og kynntu fyrir nefndinni hugmyndir um mögulega starfsemi í húsnæði Sólgarðaskóla og stofnun starfshóps þar um.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi og tilnefna tvo fulltrúa í starfshóp.
    Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 55 Lögð fram til kynningar Fjölmiðlaskýrsla 2017 þar sem fram kemur tölulegt yfirlit um umfjöllum fjölmiðla á Íslandi um Sveitarfélagið Skagafjörð. Bókun fundar Afgreiðsla 55. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

7.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56

Málsnúmer 1803013FVakta málsnúmer

Fundargerð 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson, Gunnsteinn Björnsson og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56 Tekið fyrir erindi frá aðstandendum Sólgarðaskóla, þar sem tilkynnt er um fulltrúa þeirra í starfshóp um framtíðarstarfsemi húsakynna skólans. Fulltrúarnir eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir, Sólgörðum, Íris Jónsdóttir, Þrasastöðum og Ólafur Jónsson, Helgustöðum. Samþykkt að fulltúar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar verði Gunnsteinn Björnsson og Hanna Þrúður Þórðardóttir. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar áhuga Þjóðminjasafns Íslands á gerð nýs samnings um safnstarfsemi í Glaumbæ og lýsir yfir áhuga sínum á áframhaldandi samstarfi og uppbyggingu starfsemi á staðnum. Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands hafa í áratugi átt farsælt samstarf um varðveislu og sýningu á menningararfi Íslendinga með því að hafa m.a. gamla torfbæinn aðgengilegan fyrir áhugasama gesti og sýna þar jafnframt merkilega muni í eigu Byggðasafns Skagfirðinga. Að auki fer starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ fram í Áshúsi og Gilsstofu sem eru í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.

    Sveitarfélögin í Skagafirði hafa verið traustur bakhjarl Byggðasafns Skagfirðinga og lagt verulega fjármuni til reksturs þess um langt skeið. Sveitarfélögin í Skagafirði hafa engin áform um annað en að fagleg og rekstrarleg starfsemi safnsins verði áfram tryggð og hafa metnað til þess að byggja enn frekar upp og bæta aðbúnað safnsins í Glaumbæ. Má þar nefna að jákvæðar viðræður hafa staðið yfir við Þjóðkirkjuna um deiliskipulag fyrir Glaumbæ, áform um uppbyggingu bílastæða, um byggingu nýs þjónustuhúss o.s.frv.

    Í ljósi áforma um breytingar og aukningar á tekjuöflun Þjóðminjasafns Íslands frá rekstraraðilum Byggðasafns Skagfirðinga, m.a. með beiðni um hlutdeild í aðgangseyri gamla torfbæjarins í Glaumbæ sem er fordæmisgefandi fyrir önnur hús í húsasafni Þjóðminjasafns á landsvísu, óskar atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðherra til þeirra áforma. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort fyrirætlan ríkisins sé að draga úr eigin fjárveitingum til viðhalds húsasafns Þjóðminjasafnsins sem er nær allt staðsett á landsbyggðinni.

    Ákvörðun um fyrirliggjandi samningsdrög verður tekin þegar afstaða mennta- og menningarmálaráðherra liggur fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56 Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Ver Magnússyni fyrir hönd Félags íslenskra kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk og stuðningi vegna keppninnar Norðurlands Jakinn sem haldinn verður á Norðurlandi í lok ágúst nk. Keppnin verður tekin upp og sýnd í Sjónvarpinu (RÚV). Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja viðburðinn um kr. 140.000,- sem tekinn verður af lið 13890, auk þess að aðstoða aðstandendur við annan aðbúnað. Nánari útfærsla er falin starfsmönnum nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 56 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu vegna sýningarinnar Galdrakarlinn í OZ sem sýndur verður í Menningarhúsinu Miðgarði 21. mars nk. kl. 17:30.
    Samþykkt að veita kr. 60.000,- í styrk vegna sýningarinnar sem verður tekinn af fjárhagslið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 56. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

8.Félags- og tómstundanefnd - 251

Málsnúmer 1802015FVakta málsnúmer

Fundargerð 251. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Bjarki Tryggvason og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 251 Starfsáætlun Fjölskyldusviðs fyrir árið 2018 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 251 Félags- og tómstundarnefnd tekur undir bókun fræðslunefndar frá 8.2.2018 og samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 251 Ársskýrslur aðildarfélaga UMSS fyrir starfsárið 2016 lagðar fram til kynningar. Nefndin fagnar framlögðum skýrslum. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 251 Ársskýrslur aðildarfélaga UMSS fyrir starfsárið 2017 lagðar fram til kynningar. Nefndin fagnar framlögðum skýrslum. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 251 Félags- og tómstundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og fagnar því að loksins er kominn á samningur milli þessa aðila. Nefndin vísar samningnum til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 251 Rætt um reglur um Hvatapeninga. Nefndin felur starfsmönnum að laga framsetningu reglnanna og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 251 Fjallað um starfsreglur varðandi umsóknir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstrarstyrki til Íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála. Nefndin felur starfsmönnum að aðlaga reglurnar að heildarsamningi við UMSS og leggja fyrir næsta fund. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 251 Erindið lagt fram. Nefndin fagnar frumkvöðlastarfi Infity blue en frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 251. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

9.Félags- og tómstundanefnd - 252

Málsnúmer 1803008FVakta málsnúmer

Fundargerð 252. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð.Engin kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 252 Lagðar fram breytingar á reglum um úthlutun úr afrekssjóði Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Breytingarnar taka til 4.-6. greinar og miða að því að einfalda og skýra reglurnar. Nefndin samþykkir reglurnar og hvetur til þess að sjóðurinn sé betur kynntur foreldrum og íþróttafélögum. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 252 Lagðar fram breyttar reglur um Hvatapeninga. Breytingarnar snúa að einföldun reglnanna en inntak þeirra er óbreytt. Nefndin samþykkir breyttar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 252 Lagðar fram endurskoðaðar starfsreglur varðandi umsóknir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar um styrki til íþrótta-, æskulýðs- og forvarnarmála, sem ekki njóta styrkja í gegnum samning UMSS við Sveitarfélagið Skagafjörð. Reglurnar hafa verið einfaldaðar og gerðar skilvirkari. Nefndin samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 252 María Dröfn Guðnadóttir. Laugatúni 15, sækir um framhaldsleyfi sem dagforeldri. Öll tilskilin gögn fyrirliggjandi. Umsækjandi hefur verið með bráðabirgðaleyfi. Hefur lokið réttindanámskeiði fyrir dagforeldra. Félags-og tómstundanefnd samþykkir framhaldsleyfi fyrir 5 börn. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 252 Guðrún Erla Sigursteinsdóttir, Hólavegi 27 sækir um bráðabirgðaleyfi til að starfa sem dagforeldri. Nefndin samþykkir veitingu bráðabirgðaleyfis, sbr. 15 gr. reglugerðar nr. 907/2005 fyrir 4 börnum þar með talið eigið barn allan daginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 252 Mandy Ueberberger, Grenihlíð 26, sækir um leyfi til að starfa sem dagforeldri. Öll tilskylin gögn ligga fyrir. Félags- og tómstundanefnd samþykkir veitingu bráðabirgðaleyfis, sbr. 15 gr. reglugerðar nr. 907/2005 fyrir 4 börnum þar með talið eigið barn allan daginn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 252 Tekið fyrir 1 mál og niðurstaða færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 252. fundar félags og tómstundanefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

10.Fræðslunefnd - 129

Málsnúmer 1802018FVakta málsnúmer

Fundargerð 129. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 129 Sjá trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar fræðslunefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 129 Lögð fram tillaga um að skólaakstur verði boðinn út til næstu 5 ára, frá ágúst 2018 til maíloka 2023.
    Samhliða útboðinu verða gildandi reglur um skólaakstur í dreifbýli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og reglur um flutning á milli skóla endurskoðaðar.
    Óskað verður eftir því að Stoð ehf. verkfræðistofa á Sauðárkróki annist framkvæmd útboðsins og að höfð verði hliðsjón af útboðsgögnum frá árinu 2013 sem Stoð ehf. annaðist.
    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og starfsmenn þeirra vinna náið með Stoð ehf.
    Við vinnslu útboðsgagna skal hafa hliðsjón af gildandi lögum og reglugerðum eins og við á. Þá skal haft samráð við VÍS tryggingarfélag vegna trygginga og öryggismála.
    Í útboðsgögnum verða aðalleiðir og undirleiðir skilgreindar. Lagt er til að heimilt verði að bjóða verð í heildarakstur, svæðaakstur eða einstakar leiðir. Sá fyrirvari er gerður að í einhverjum tilvika verði hugsanlega samið beint við foreldra um akstur.
    Tillagan samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar fræðslunefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 129 Endurskoðun á reglum um flutning barna á milli skóla rædd. Lagt er til að reglurnar heiti framvegis reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Fræðslunefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingum á reglunum. Bókun fundar Afgreiðsla 129. fundar fræðslunefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 318

Málsnúmer 1803006FVakta málsnúmer

Fundargerð 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson og Bjarni Jónsson kvöddu sér hljóðs.
Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu á lið 11.1.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Kynningartími og athugasemdarfrestur við skipulags- og matslýsingu fór fram 30. janúar til og með 24. febrúar 2018. Alls bárust þrjár umsagnir og athugasemdir.
    Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun. Skipulagsstofnun bendir á að auk þeirra umsagnaraðila sem taldir eru upp í lýsingunni sé mikilvægt að hafa samráð við íbúa svæðisins sbr. gr. 5.2 í skipulagsreglugerð. Þá minnir Skipulagsstofnun á að við gerð nýs deiliskipulags skuli áhrif af fyrirhuguðum skipulagsáhrifum metin sbr. gr. 5.4 í Skipulagsreglugerð.
    Þá barst ábending frá íbúum við Knarrarstíg 2 og 4 sem benda á að fá bílastæði séu við Knarrarstíg 2 og 4 og leggja m.a. til að fjögur bílastæði fyrir Knarrarstíg 2 og 4 verði gerð á lóðinni Freyjugata 25. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar framkomnar umsagnir og ábendingar. Við mótun vinnslutillögu verður þess gætt að hafa samráð við íbúa svæðisins og möguleg áhrif á umhverfi metin. Skoðað verður hvort og með hvaða hætti verður hægt að koma til móts við íbúa að Knarrarstíg 2 og 4.
    Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með átta atkvæðum.
    Ingibjörg Huld Þórðardóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna, skv eldra skipulagi, lóðir nr. 1,2,3,4,6 og 8 við Borgarteig og lóðir nr. 1,3,5,og 7 við Borgarsíðu á Sauðárkróki. Einnig að breyta stærðum lóðanna Borgarsíða 4 og 6 og Borgarteigur 10b og 12. Gert samkvæmt lóðayfirlitsblaði sem gert er hjá Stoð ehf. dagsett 12. mars 2018, verknúmer uppdráttar 56191. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Gissur E. Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 óskar eftir heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Erindinu hafnað. Skipulags-og byggingarnefnd er fús til viðræðna við umsækjanda um hentugan stað fyrir eldsneytisafgreiðslu í Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Með bréfi dagsettu 7. mars sl. heimila lóðarhafar lóðarinnar Háeyri 2 á Sauðárkróki að RARIK verði heimilað að reisa 2,2 x 3,0 m spennistöð á lóð sem skipt verði út úr lóðinni Háeyri 2. Fyrirhuguð stærð nýrrar lóðar er 42 ferm og minkar lóðarstærð lóðarinnar Háeyri 2 sem þessu nemur. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur dagsettur 06.03.2018 gerður hjá RARIK gerir nánari grein fyrir erindinu. Samþykkt að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna ný lóðarblöð og afgreiða erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Lagt fram bréf dagsett 28. febrúar 2018 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingar á mannvirkjalögum. Tekið fyrir á fundi Byggðarráðs þann 8. mars sl. Byggðarráð vísaði erindinu til afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar.
    Í frumvarpi þessu er að finna ýmis nýmæli og breytingar á lögum um mannvirki sem eiga að hafa það að markmiði að lækka byggingarkostnað og einfalda stjórnsýslu við mannvirkjagerð. Auk þess eru lagðar til nokkrar breytingar í þeim tilgangi að skerpa á eða skíra frekar tiltekin ákvæði laganna. Langveigamesta atriði frumvarpsins snýr að kröfu um að allt opinbert eftirlit með mannvirkjum verði framkvæmt af aðilum sem hafi öðlast faggildingu. Vandséð er að kostnaðaráhrif af faggildingarkröfu gagnvart embættum byggingarfulltrúa sveitarfélaga hafi verið nægjanlega metin.
    Lauslega má áætlað kostnaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar gæti verið allt að einni milljón króna við það eitt að fá faggildingu hjá Einkaleyfisstofu. Við bætist svo árlegt eftirlitsgjald sem gæti numið allt að 500 þúsund krónum á verðlagi dagsins í dag.
    Nú er það sveitarfélaganna að ákveða hvort það vilji faggilda embætti byggingarfulltrúa. Þetta er valkvætt og heimilt að fela faggiltri skoðunarstofu að annast yfirferð hönnunargagna og annast úttektir. Ólíklegt er að mörg, ef nokkur embætti byggingarfulltrúa sækji um að öðlast faggildingu. Hættan er að þá skapist markaður fyrir faggilt byggingareftirlit sem hefur yfirbragð fákeppni.
    Minni embætti byggingarfulltrúa sveitarfélaga leggjast af og útgáfa byggingarleyfa verður í reynd í höndum aðila utan stjórnsýslu viðkomandi sveitarfélags.
    Ekki er ljóst, og líklega ekki heimilt, að sami aðili sem er með faggildingu sé bæði byggingar- og skipulagsfulltrúi. Með þeim hætti hafa flest minni sveitarfélög hagað sinni stjórnsýslu og stuðlar þessi breyting að óhagræði í rekstri þeirra.
    Tekið er undir þau sjónarmið að horfið verði frá þeirri kröfu að allir séruppdrættir þurfi að liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út. Þá er einnig tekið undir þá breytingu sem felur í sér færri ábyrgðaryfirlýsingar iðnmeistara í upphafi verks. Vandséð að það auki flækjustig fyrir byggingarfulltrúann en er ótvírætt til einföldunar fyrir umsækjanda.
    Það er skoðun okkar að endurskoða eigi ákvæðið um samþykkt byggingaráforma. Það er óþarfi að skipta veitingu byggingarleyfis upp í tvo þætti, einnig er óskýrt hvað samþykkt byggingaráforma þýðir í raun stjórnsýslulega.



    Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 19. janúar sl var tekin fyri umsókn OLIS hf. um eldsneytisafgreiðslustöð á lóðinni Ártorg 1 á Sauðárkróki. Samþykki lóðarhafa lóðarinnar Ártorgi 1 er fyrirliggjandi. Á ofangreindum fundi Skipulags- og byggingarnefndar 19. janúar var erindinu hafnað og OLIS bent á að lóðin Borgarflöt 31 er laus til umsóknar fyrir þess konar starfsemi. Með bréfi dagsettu 15. febrúar sl. óskar Jón Ólafur Halldórsson forstjóri Olíuverslunar Íslands hf. eftir að skipulags-og byggingarnefnd taki málið aftur upp til umfjöllunar. Afstaða skipulags- og byggingarnefndar til erindisins er óbreytt og vísar til bókunar sinnar frá 19. janúar sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Friðbjörn Helgi Jónsson kt. 120658-4099 sækir, fh. F húsa ehf. kt. 681009-1080 um heimild til lagfæringa og breytinga á einbýlishúsinu við Suðurgötu 18 á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að gerðar verða tvær íbúðir í húsinu, íbúð á jarðhæð og önnur íbúð á annari hæð og í risi. Þá er fyrirhugaðar útlitsbreytingar á húsinu, útidyrum og gluggum breytt og húsið einagrað og klætt utan. Framlagðir uppdrættir dagsettir 22. febrúar 2018 gerðir af Þorvaldi E. Þorvaldssyni kt. 171064-5389, áritaðir af Ingvari G. Sigurðarsyni kt. 020884-3639. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar þeim hluta erindisins er varðar að gera húsið að tveimur íbúðum, er lýsir að öðru ánægju sinni með erindið. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Ingibjörg S. Halldórsdóttir kt. 241264-5809 og Bjarni Kristinn Þórisson kt. 061163-3529 eigendur lóðarinnar Mannskaðahóll lóð (landnr. 146559), óska staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar á afmörkun lóðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er í verki númer 774102, nr. S-102 gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 13. mars 2018. Einnig fylgir erindinu yfirlýsing dags. 14. mars 2018 undirrituð af eigendum lóðarinnar ásamt eiganda frístundahúss sem á lóðinni stendur, um ágreiningslaus lóðarmörk eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Ingibjörg S. Halldórsdóttir kt. 241264-5809 og Bjarni Kristinn Þórisson kt. 061163-3529 eigendur jarðarinnar Mannskaðahóll (landnr. 146558) óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að stofna 1.050 m2 lóð úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Mannskaðahóll 1. Íbúðarhús með matsnúmerið 214-3317, mhl. 03 á jörðinni er innan hinnar fyrirhuguðu lóðar. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er í verki númer 774102, nr. S-101 gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 13. mars 2018. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Mannskaðahóli (landnr. 146558). Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 Ingibjörg S. Halldórsdóttir kt. 241264-5809 og Bjarni Kristinn Þórisson kt. 061163-3529 eigendur jarðarinnar Mannskaðahóll (landnr. 146558) óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar til að stofna 36.805 m2 lóð úr landi jarðarinnar og nefna lóðina Mannskaðahóll 2. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er í verki númer 774102, nr. S-102 gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 13. mars 2018. Lögbýlaréttur mun áfram tilheyra Mannskaðahóli (landnr. 146558). Fylgjandi erindinu er yfirlýsing, dagsett 14. mars 2018 um ágreiningslaus landamerki milli fyrirhugaðrar lóðar og aðliggjandi jarðar sem er Vatn (146600).Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 63. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 318 64. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 318. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

12.Veitunefnd - 47

Málsnúmer 1802017FVakta málsnúmer

Fundargerð 47. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 365. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Gunnsteinn Björnsson kvöddu sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 47 Farið var yfir fundarefni kynningarfundar þar sem farið verður yfir möguleika á hitaveitu í Deildardal, Óslandshlíð, Viðvíkursveit og Hjaltadal.
    Fundurinn verður haldinn í Grunnskólanum á Hólum í Hjaltadal miðvikudaginn 28. febrúar nk. kl 20.
    Bragi Þór Haraldsson, frá Verkfræðistofunni Stoð, sat fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 47. fundar veitunefndar staðfest á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018 með níu atkvæðum.

13.Hafnarreglugerð fyrir Sauðárkrókshöfn - endurskoðun 2018

Málsnúmer 1801271Vakta málsnúmer

Vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar frá 364. fundi sveitarstjórnar 21. febrúar 2018.

Helstu breytingar á reglugerðinni eru á 6. grein hennar en þar segir í núgildandi reglugerð að sveitarstjóri sé hafnarstjóri. Breytingartillagan felur í sér að hafnarstjóri sé starfandi yfirmaður hafnarinnar. Breytt 6. grein hljóðar svo; "6. gr. Starf og valdsvið hafnarstjóra. Hafnarstjóri fer með daglega stjórn hafnanna í umboði umhverfis- og samgöngunefndar. Hafnarstjóri undirbýr mál, sem leggja á fyrir samgöngunefnd í samráði við sviðsstjóra veitu-og framkvæmdasviðs, veitir viðtöku erindum til hennar og sér um framkvæmd samþykkta umhverfis- og samgöngunefndar. Hann veitir umhverfis- samgöngunefnd og sveitarstjórn upplýsingar um málefni hafnarinnar. Hann sér um að fjárhagsáætlun sé fylgt og ber ábyrgð á fjárreiðum hafnarsjóðs."
Framlögð breytingartillaga að 6. gr.
Hafnarreglugerðarinnar borin upp til afgreiðslu í síðari umræðu. Samþykkt með níu atkvæðum.

14.Samstarfssamningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og UMSS

Málsnúmer 1802213Vakta málsnúmer

Vísað frá 251. fundi félags- og tómstundanefndar þann 23. febrúar 2018.

Lagður fram samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ungmennasambands Skagafjarðar um eflingu starfs Ungmennasambands Skagafjarðar og aðildarfélaga þess með megináherslu á barna og unglingastarf auk þess að stuðla að auknu samstarfi Ungmennasambands Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar á sviði íþrótta- og forvarnarmála.
Borinn upp til afgreiðslu og samþykkur með níu atkvæðum.

15.Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 1803034Vakta málsnúmer

Vísað frá 819. fundi byggðarráðs þann mars 2018 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Lögð fram tillaga að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Gerir viðaukinn ráð fyrir hækkun á fjárfestingalið eignasjóðs um 120 milljónir króna og hækkun langtímalána um sömu fjárhæð. Aukin rekstrarútgjöld í málaflokki 06-Æskulýðs- og íþróttamál um eina milljón krónur. Hækkun fjármagnskostnaðar hjá eignasjóði um 3 milljónir króna. Þessari breytingu á rekstraráætlun verður mætt með lækkun handbærs fjár."

Framlagður viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

16.Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki 2018

Málsnúmer 1710012Vakta málsnúmer

Vísað frá 819. fundi byggðarráðs þann 8. mars 2018.

Lagður fram samstarfssamningur milli UMFÍ, UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50 á Sauðárkróki dagana 12.-15. júlí 2018.
Samningur borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

17.Samstarfssamningur um uppbyggingu sýndarveruleikasýningu á Sauðárkróki

Málsnúmer 1803025Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson leggur til að málinu verði frestað. Tillagan borin upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Samningur um byggingarstjórn og verkefnastýringu vegna Aðalgötu 21

Málsnúmer 1803027Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson leggur til að málinu verði frestað. Borið upp til atkvæðagreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Fundagerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

Fundur Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 20. desember 2017 lagður fram til kynningar á 365. fundi sveitarstjórnar 21.mars 2018

20.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestar 2018

Málsnúmer 1801007Vakta málsnúmer

Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 10. janúar og 9. febrúar 2018 lagðar fram til kynningar á 365. fundi sveitarstjórnar 21. mars 2018

Fundi slitið - kl. 18:30.