Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

367. fundur 25. apríl 2018 kl. 16:15 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson 2. varaforseti
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar gerði forseti tillögu um að taka Aðalskipulagið fyrir strax á eftir fundargerð byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.
Í upphafi fundar óskaði Bjarni Jónsson (VG) eftir að taka til máls um dagskrá.

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 824

Málsnúmer 1804014FVakta málsnúmer

Fundargerð 824. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 367. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 1.1 1804122 Ársreikningur 2017
    Byggðarráð Skagafjarðar - 824 Lagður fram ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana fyrir árið 2017. Kristján Jónasson lögg. endurkoðandi hjá KPMG hf., fór yfir og kynnti reikninginn.
    Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
    Undir þessum dagskrárlið sátu sveitarstjórnarfulltrúarnir Viggó Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarki Tryggvason og Gunnsteinn Björnsson. Auk þeirra sat fundinn Ásta Ólöf Jónsdóttir aðalbókari sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr.2 Ársreikningur 2017. Samþykkt samhljóða.

2.Ársreikningur 2017

Málsnúmer 1804122Vakta málsnúmer

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls og kynnti Þorstein Þorsteinsson endurskoðanda sveitarfélagsins, sem fór yfir og kynnti ársreikning og endurskoðunarskýrslu 2017.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2017 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.196 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.454 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.650 millj. króna, þar af A-hluti 4.196 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 545 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 258 millj. króna. Afskriftir eru samtals 197 millj. króna, þar af 107 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 203 millj. króna, þ.a. eru 150 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2016 er 147 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er er jákvæður um 1 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 8.288 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 6.183 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2017 samtals 6.085 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.985 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.359 millj. króna hjá A og B hluta auk 593 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.203 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 26,6%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.146 millj. króna í árslok.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 442 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 193 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 394 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2017, 266 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 339 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 400 millj. króna, handbært fé hækkaði um 67 millj. króna á árinu og nam það 262 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán voru að fjárhæð 345 millj. króna.

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2017, 117,1% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 108% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga.

Sveitarstjórn samþykkir með öllum atkvæðum að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.

3.Landbúnaðarnefnd - 198

Málsnúmer 1804005FVakta málsnúmer

Fundargerð 198. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 367. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 198 Undir þessum dagskrárlið komu refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um veiðitilhögun ársins 2018. Mættir voru Þorsteinn Ólafsson, Hans Birgir Friðriksson, Stefán Sigurðsson, Birgir Hauksson, Herbert Hjálmarsson, Kristján B. Jónsson, Marinó Indriðason og Kári Gunnarsson.

    Lögð fram drög að veiðiáætlun ársins 2018.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir áætlunina með áorðnum breytingum. Einnig samþykkir nefndin að greiða vegna refaveiða ráðinna veiðimanna 18.000 kr. fyrir grendýr, 7.000 kr. fyrir hlaupadýr og vetrarveiði. Verðlaun til annarra fyrir unninn ref 7.000 kr. Greitt verður vegna minkaveiða ráðinna veiðimanna 7.200 kr. fyrir unnið dýr. Verðlaun til annarra verða 1.800 kr. á dýr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 198 Farið yfir fjallskilareglugerð Skagafjarðar með tilliti til athugasemda sem hafa borist.
    Landbúnaðarnefnd telur að ekki séu efni til að gera breytingar á reglugerðinni sem var staðfest af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti á árinu 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 198. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. apríl 2018 með níu atkvæðum.

4.Skipulags- og byggingarnefnd - 320

Málsnúmer 1804015FVakta málsnúmer

Fundargerð 319. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 367. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 320 Á 319. fundi Skipulags- og byggingarnefndar 13. apríl 2018 voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin fól skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir og vinna að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Sveitarstjórn samþykkti ofanritaða bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum þann 18. apríl sl.

    Fyrir fundi dagsins liggur uppfærð greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt uppdráttum í samræmi við bókun síðasta fundar.

    Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram tillögu um að Blöndulína 3 fari samkvæmt Héraðsvatnaleið, en með breytingum sem felast í amk. 3 km jarðstreng frá Húseyjarkvísl norðan Saurbæar og austur fyrir Vindheima. Nefndin telur að sú leið hafi minni umhverfisáhrif í för með sér og stuðli að auknu afhendingaröryggi og -möguleikum raforku fyrir sveitarfélagið. Áður hefur nefndin samþykkt að auglýsa breytingar B-D.
    Eftir frekari skoðun á valkostum Blöndulínu 3 og afmörkun efnistökusvæða er lagt til að samþykkja að auglýsa jafnframt breytingar A til F skv. 30. gr. skipulagslögum. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa tillögu og senda til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 30. gr. skipulagslaga.

    Hildur Þóra Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi er snertir Blöndulínu 3, enda umhverfismati á þessari framkvæmd ekki lokið og línulögnin ekki á framkvæmdaráætlun Landsnets að svo stöddu. Sterkara væri því gagnvart hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess að fresta ákvörðun um línulögn á skipulagi að sinni eins og lagt er til með virkjanasvæði í Skagafirði. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur og ríkt samráð haft við landeigendur.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 6 Samþykkt samhljóða.

    Afgreiðsla 320. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með átta atkvæðum.
    Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.

5.Umhverfis- og samgöngunefnd - 138

Málsnúmer 1804008FVakta málsnúmer

Fundargerð 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 367. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lagt var fram til kynningar erindi frá Umhverfisstofnun varðandi eftirlit með móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Fiskistofu varðandi íshlutfall og stöðu álagningar á veiðigjaldi. Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lagðar voru fyrir fundinn teikningar frá Vegagerðinni vegna fyrirhugaðrar dýpkunar í Sauðárkrókshöfn. Áætlað er að dýpka snúningshring innan hafnar annarsvegar og svæði við enda sandfangara hinsvegar. Alls er áætluð dýpkun um 61.000m3. Gert er ráð fyrir að hluti dýpkunarefnis verði nýttur í landfyllingu en megninu af dýpkunarefni verði varpað í hafið.
    Einnig var lögð fyrir fundinn umsókn til Umhverfisstofnunar frá Skagafjarðarhöfnum um leyfi til vörpunar á dýpkunarefni í hafið.
    Nefndin samþykkir að fela sviðstjóra að vinna áfram að nauðsynlegum leyfisveitingum vegna framkvæmdarinnar ásamt annari undirbúningsvinnu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lögð var fyrir fundinn auglýsing vegna hreinsunarátaks á Hofsósi.
    Efnt verður til hreinsunarátaks á Hofsósi 10. til 14. maí og mun Sveitarfélagið Skagafjörður og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra standa sameiginlega að átakinu. Átakið verður auglýst ítarlegar á næstu dögum.
    Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að farið verði í samskonar átak víðar í Sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 138. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 367. fundi sveitarstjórnar 25. april 2018 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 138 Lögð var fyrir fundinn tillaga að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna. Tillagan tekur til breytinga á 12. grein gjaldskrár varðandi gjöld fyrir úrgang. Meginbreytingin lítur að gjaldi fyrir úrgang vegna skipa sem falla undir grein 11 C í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004.
    Nefndin samþykkir breytingu á gjaldskrá og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgeiðslu málsins til liðar nr. 7. Gjaldskrá Skagafjarðarhafna - breyting á 12. grein. Samþykkt samhljóða.

6.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer

Vísað frá 320. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20. apríl til afgreiðslu sveitarstjórnar.
„Á 319. fundi Skipulags- og byggingarnefndar 13. apríl 2018 voru lagðar fram umsagnir og athugasemdir ásamt samantekt þeirra um vinnslutillögu að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 sem hefur verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga gerir grein fyrir 6 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks og (F) nýjum efnistökusvæðum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögur að breytingum B, C, D og E. Nefndin fól skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum að bregðast við þeim athugasemdum sem bárust við gerð vinnslutillögu sem snúa að breytingum A og F, og bæta rökstuðningi við þau atriði sem óskað er eftir og vinna að nánari útfærslu Efribyggðaleiðar, Héraðsvatnaleiðar og Kiðaskarðsleiðar vegna Blöndulínu 3 áður en tekin er ákvörðun um leiðaval. Sveitarstjórn samþykkti ofanritaða bókun skipulags- og byggingarnefndar á fundi sínum þann 18. apríl sl.

Fyrir fundi dagsins liggur uppfærð greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt uppdráttum í samræmi við bókun síðasta fundar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur fram tillögu um að Blöndulína 3 fari samkvæmt Héraðsvatnaleið, en með breytingum sem felast í amk. 3 km jarðstreng frá Húseyjarkvísl norðan Saurbæar og austur fyrir Vindheima. Nefndin telur að sú leið hafi minni umhverfisáhrif í för með sér og stuðli að auknu afhendingaröryggi og -möguleikum raforku fyrir sveitarfélagið. Áður hefur nefndin samþykkt að auglýsa breytingar B-D. Eftir frekari skoðun á valkostum Blöndulínu 3 og afmörkun efnistökusvæða er lagt til að samþykkja að auglýsa jafnframt breytingar A til F skv. 30. gr. skipulagslögum. Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa tillögu og senda til afgreiðslu Skipulagsstofnunar sbr. 30. gr. skipulagslaga. Hildur Þóra Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað að hún greiði atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi er snertir Blöndulínu 3, enda umhverfismati á þessari framkvæmd ekki lokið og línulögnin ekki á framkvæmdaráætlun Landsnets að svo stöddu. Sterkara væri því gagnvart hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess að fresta ákvörðun um línulögn á skipulagi að sinni eins og lagt er til með virkjanasvæði í Skagafirði. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur og ríkt samráð haft við landeigendur.“

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirritaður greiðir atkvæði gegn breytingu á aðalskipulagi er snertir Blöndulínu 3, lið A) í bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 20. apríl sl. og tekur undir svohljóðandi bókun Hildar Þóru Magnúsdóttur fulltrúa VG og óháðra í Skipulags- og byggingarnefnd: „enda umhverfismati á þessari framkvæmd ekki lokið og línulögnin ekki á framkvæmdaráætlun Landsnets að svo stöddu. Sterkara væri því gagnvart hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa þess að fresta ákvörðun um línulögn á skipulagi að sinni. Þá er lögð áhersla á mikilvægi þess að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur og ríkt samráð haft við landeigendur.“ Þá situr undirritaður hjá við C) lið bókunar nefndarinnar frá 20 apríl sl. um frestun skipulags vegna virkjunarkosta og telur að héraðssátt eigi að vera um verndun Jökulsánna í Skagafirði. Að öðru leyti sitja VG og óháð hjá við afgreiðslu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Bjarni Jónsson, VG og óháð


Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá.
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingartillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 og samþykkir að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30.gr.skipulagslaga 123/2010

7.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna - breyting á 12. grein

Málsnúmer 1804078Vakta málsnúmer

Vísað frá 138.fundi umhverfis- og samgögnunefndar 16. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Lögð var fyrir fundinn tillaga að breytingu á gjaldskrá Skagafjarðarhafna. Tillagan tekur til breytinga á 12. grein gjaldskrár varðandi gjöld fyrir úrgang. Meginbreytingin lítur að gjaldi fyrir úrgang vegna skipa sem falla undir grein 11 C í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda nr. 33 frá 2004. Nefndin samþykkir breytingu á gjaldskrá og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu."

Framlögð tillaga að breytingu á gjaldskránni borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.