Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

379. fundur 16. janúar 2019 kl. 16:15 - 17:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Laufey Kristín Skúladóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 851

Málsnúmer 1812011FVakta málsnúmer

Fundargerð 851. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 379. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 851 Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, Byggðalista:
    Á síðasta sveitarstjórnarfundi sem haldinn var 13. desember 2018 var lagður fram til samþykktar samningur um byggingarstjórn, verkefnastýringu og fleira vegna Aðalgötu 21. Hvenær er ráðgert að fyrirtækið hefji störf? Óska eftir skriflegu svari í fundargerð.
    Svar byggðarráðs er eftirfarandi: Fyrirtækið Performa hóf störf við framkvæmdir við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki 21. mars 2018 í kjölfar þess að byggðarráð samþykkti þann 2. mars samning við fyrirtækið um byggingarstjórn, verkefnastýringu o.fl. vegna framkvæmdarinnar.
    Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Þegar samningur sem þessi er undirritaður og settur í framkæmd verður að teljast eðlilegra að sveitarstjórn afgreiði samninginn áður en fyrirtækið hefur störf.

    Fulltrúar ByggðaListans.
    Ólafur Bjarni Haraldsson
    Jóhanna Ey Harðardóttir


    Afgreiðsla 851. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 851 Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, Byggðalista:
    Byggðarráð leggur til að fá til fundar forsvarsmenn hönnuða leiksólabygginga sem fyrirhugaðar eru á næsta ári og eru á fjárhagsáætlun 2019. Markmið fundanna er annarsvegar að fá á því útskýringar afhverju vinna hefur dregist svo mjög á langinn við hönnun leiksólabygginarinnar á Hofsósi, sem og að gera þeim ljós hversu mikilvæg það er fyrir okkur að hraða vinnu eins og hægt er þannig framkvæmdartíminn komi síst niður á skólastarfi?
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna tíma sem hentar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 851. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 851 Lögð fram eftirfarandi tillaga frá Ólafi Bjarna Haraldssyni, Byggðalista:
    Undirritaður leggur til að fundartímar byggðarráðs verði endurskoðaðir fyrir árið 2019 og leggur til með von um jákvæð viðbrögð, að halda þá á miðvikudögum í stað þriðjudaga.
    Byggðarráð samþykkir tillöguna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 851. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 851 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2018 frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi veitingu umboðs til Sambands íslenskra sveitarfélaga frá sveitarfélögum til kjarasamningsgerðar.
    Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulag þar um. Byggðarráð samþykkir einnig að vísa erindinu til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 6 Umboð til kjarasamningsgerðar. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 851 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. desember 2018 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, 417. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 851. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 851 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsetttur 11. desember 2018 frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem boðað er til fundar þverpólitískrar nefndar um þjóðgarð á miðhálendinu með fulltrúum sveitastjórna Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Eyjafjarðarsveitar. Fundurinn verður haldinn 14. janúar 2019 á Sauðárkróki. Umræðuefni fundarins verða aðallega eftirfarandi þættir:
    Mögulegar útfærslur á mörkum þjóðgarðs.
    Skiptingu í verndarflokka.
    Hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 851. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 851 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 13. desember 2018 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi, 443. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 851. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 851 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. desember 2018 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 851. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 852

Málsnúmer 1901003FVakta málsnúmer

Fundargerð 852. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 379. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagt fram bréf dagsett 17. desember 2018 frá stjórn Menningarseturs Skagfirðinga, þar sem m.a. kemur fram að stjórnin hyggst leggja niður stofnunina og undirbýr að gera upp eignir og skuldbindingar hennar. Í ljósi breyttra þjóðfélagshátta og breytinga á lögum í gegnum tíðina sem varða verkefni samkvæmt skipulagsskránni, telur stjórnin rétt að óska eftir viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð um að sveitarfélagið kaupi eignir Menningarseturs Skagfirðinga, enda annast sveitarfélagið í dag stærsta hluta þeirra verkefna sem tilgreind eru í skipulagsskrá stofnunarinnar. Sala fyrrgreindra eigna er jafnframt forsenda þess að unnt sé að óska eftir við sýslumann að stofnunin verði lögð niður.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar báðum aðilum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1812255, dagsettur 18. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar, kt. 020760-5919, Vatni, 566 Hofsós, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Suðurbraut 8, 565 Hofsós, fasteignanúmer 2143675.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 14. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Róberts Óttarssonar, f.h. Sauðárkróksbakarís, kt. 560269-7309 um leyfi til að reka kaffihús, veitingaleyfi í flokki II, fjöldi gesta inni 35 manns og úti 25 manns að Aðalgötu 5, 550 Sauðárkróki. Fasteignanúmer 2131099.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1812256, dagsettur 18. desember 2018 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Valgeirs Þorvaldssonar f.h. Kolkuóss ses, kt. 691102-4080, um leyfi til að reka gististað í flokki III að Kolkuósi, 551 Sauðárkróki. Fasteignanúmer 214-2603.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Byggðarráð samþykkir að kjörnir sveitarstjórnarmenn fái styrk að fjárhæð 60.000 kr. til kaupa á spjaldtölvum eða fartölvum vegna starfa sinna fyrir sveitarfélagið á núverandi kjörtímabili. Fjárhæðin tekin af málaflokki 21010. Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. desember 2018 frá Bryndísi Hlöðversdóttur formanni starfshóps um endurskoðun kosningalaga þar sem óskað er athugasemda um efnið nú á fyrstu stigum vinnunnar. Starfshópurinn var skipaður af forseta Alþingis þann 24. október 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagt fram bréf dagsett 14. desember 2018 frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður tilnefni fulltrúa í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr. 935/2011 um stjórn vatnamála.
    Byggðarráð samþykkir að tilnefna Ingibjörgu Huld Þórðardóttur sem fulltrúa og Steinar Skarphéðinsson til vara.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901064, dagsettur 7. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Stefaníu Hjördísar Leifsdóttur f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í Félagsheimilinu Ketilási þann 25. janúar 2019.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • 2.9 1812056 Afskriftarbeiðni
    Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagt fram erindi frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra varðandi afskrift á fyrndum þing- og sveitarsjóðsgjöldum skv. afskriftabeiðni nr. 201810181442206. Höfuðstólsfjárhæð 598.821 kr. Samtals með dráttarvöxtum og kostnaði 1.100.283 kr.
    Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreind gjöld.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 31. desember 2018 þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður segir upp samningi við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um sjúkraflutninga á svæði stofnunarinnar, með árs fyrirvara. Byggðarráðsmenn samþykktu uppsögnina með tölvupóstum fyrir 31. desember 2018.
    Byggðarráð staðfestir uppsögn á framangreindum samningum og áréttar að sveitarfélagið er reiðbúið til viðræðna um gerð nýs samnings þar sem forsendur um verulega aukinn fjölda sjúkraflutninga er hafður til hliðsjónar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 852 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1901070, dagsettur 7. janúar 2019 frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir umsögn um umsókn Atla Víðis Hjartarsonar f.h. Króksblóts-Dægurlagakeppni um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þorrablóts í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki þann 2. febrúar 2019.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 852. fundar byggðarráðs staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.

3.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62

Málsnúmer 1812017FVakta málsnúmer

Fundargerð 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 379. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Leikhópnum Lottu dagsett 25.10.2018
    Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir að styrkja sem svarar gistikostnaði og vísar erindi um leigu á íþróttahúsi til Félags- og tómstundarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 29.11.2018.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja kvenfélag Staðarhrepps um fjárhæð 50.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbi Sauðárkróks dagsett 13.12.2018.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Lionsklúbb Sauðárkróks um fjárhæð 50.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skagfirska Kammerkórnum dagsett 10.12.2018 vegna fullveldistónleika.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd óskar Skagfirska Kammerkórnum til hamingju með frábæra tónleika og samþykkir að styrkja kórinn um 300.000 kr. Fjárhæðin tekin af lið 05890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 10.12.2018.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 50.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62 Tekin fyrir styrkbeiðni frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði dagsett 28.11.2018 vegna Mannamóta 2019.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að jafna framlag Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði til verkefnisins, samtals 84.000 kr. Fjárhæðin tekin af lið 13890.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62 Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Jólatrésnefnd Fljóta 2018 dagsett 09.12.2018.
    Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 50.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 62 Tekin var fyrir úthlutun á byggðakvóta sem áður var til kynningar á 61. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Einnig lögð fram áskorun frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar vegna reglna um byggðakvóta.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr 685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 í Sveitarfélaginu Skagafirði:
    1.
    Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 7 þorskígildistonn á skip.“
    2.
    Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.
    3.
    Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.
    4.
    Ennfremur leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bókar eftirfarandi:
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018-2019. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 15 þorskígildistonnum til Hofsóss og 70 þorskígildistonnum til Sauðárkróks. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni.
    Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg hvað varðar úthlutun til Hofsóss og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Það punktakerfi sem úthlutað er eftir horfir aftur síðustu 10 ár og mælir samdrátt aflaheimilda og vinnslu á þeim tíma en tekur í engu tillit til þess að samdráttar sem orðið hefur fyrir lengri tíma en 10 árum. Má því ætla að reglur sjávarútvegsráðuneytisins geri ráð fyrir að annað hvort hafi sjómenn gefist upp á þessum tíma eða þá að ástandið hafi lagast með öðrum hætti, en alls ekki að ástand geti verið óbreytt eða verra en áður eins og í tilfelli Hofsóss, sérstaklega þegar horft er til úthlutunar byggðakvóta til Hofsóss, en úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2010-2011 var 145 þorskígildistonn en nú fiskveiðiárið 2018-2019 einungis 15 þorsksígildistonn eða samtals 970% samdráttur á 8 árum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta reglum um úthlutun byggðakvóta á þann hátt að tekið verið tillit til lengri tíma og fleiri aðstæðna en núverandi reglur kveða á um. Mikilvægt er að reglur um byggðakvóta séu raunverulega sniðnar að því markmiði að styðja við byggðir sem standa höllum fæti vegna breytinga í sjávarútvegi.

    Bókun fundar Gísli Sigurðsson leggur til að bókun atvinnu- menningar- og kynningarnefdar verði einnig bókun sveitarstjórnar, sem hljóðar svo:

    Tekin var fyrir úthlutun á byggðakvóta sem áður var til kynningar á 61. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
    Einnig lögð fram áskorun frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar vegna reglna um byggðakvóta. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr 685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 í Sveitarfélaginu Skagafirði: 1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 7 þorskígildistonn á skip.“ 2. Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu. 3. Þá leggur Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins. 4. Enn fremur leggur Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar bókar eftirfarandi: Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018-2019. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 15 þorskígildistonnum til Hofsóss og 70 þorskígildistonnum til Sauðárkróks. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni. Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg hvað varðar úthlutun til Hofsóss og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Það punktakerfi sem úthlutað er eftir horfir aftur síðustu 10 ár og mælir samdrátt aflaheimilda og vinnslu á þeim tíma en tekur í engu tillit til þess að samdráttar sem orðið hefur fyrir lengri tíma en 10 árum. Má því ætla að reglur sjávarútvegsráðuneytisins geri ráð fyrir að annað hvort hafi sjómenn gefist upp á þessum tíma eða þá að ástandið hafi lagast með öðrum hætti, en alls ekki að ástand geti verið óbreytt eða verra en áður eins og í tilfelli Hofsóss, sérstaklega þegar horft er til úthlutunar byggðakvóta til Hofsóss, en úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2010-2011 var 145 þorskígildistonn en nú fiskveiðiárið 2018-2019 einungis 15 þorsksígildistonn eða samtals 970% samdráttur á 8 árum. Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta reglum um úthlutun byggðakvóta á þann hátt að tekið verið tillit til lengri tíma og fleiri aðstæðna en núverandi reglur kveða á um. Mikilvægt er að reglur um byggðakvóta séu raunverulega sniðnar að því markmiði að styðja við byggðir sem standa höllum fæti vegna breytinga í sjávarútvegi.

    Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

    Afgreiðsla 62. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.

4.Skipulags- og byggingarnefnd - 336

Málsnúmer 1901005FVakta málsnúmer

Fundargerð 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 379. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Pálína Skarphéðinsdóttir kt. 181244-2919 þinglýstur eigandi landsins Gil land landnúmer 203244 í Borgarsveit, Skagafirði sækir um heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta landinu upp í fjórar lóðir. Gil 1. landnúmer 203244, 1,09 ha. Gil 2. 1,09 ha. Gil 3. 1,09 ha og Gil 4. 1,09 ha. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 15.09.2018 gerður af Birni Magnúsi Árnasyni hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdrátturinn er í verki nr. 722462 númer S01.
    Í umsókn og á uppdrætti kemur fram kvöð um aðkomu/umferðarrétt að framangreindum spildum um vegarslóða í landi Gils landnr. 145930 sem jafnframt er heimreið að Öxl, landnr. 219239. Einnig er óskað eftir að lóðirnar Gil 1-4 verði leystar úr landbúnaðarnotum.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Ómar B. Jensson kt. 190468-4299 og Vilborg Elísdóttir kt. 010171-3349 sækja fh. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Gils landnúmer 145930, í Borgarsveit Skagafirði um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 28000 m² landspildu út úr framangreindri jörð og nefna útskipta landið Gil 5. Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 11.09.2018 gerður af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389. Uppdrátturinn er í verki M02, útgáfa A.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Gili, landnr. 145930.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Atli Már Traustason kt. 211273-5189 sækir f.h. Hofdalabúsins ehf., kt. 600514-0750, þinglýsts eiganda jarðarinnar Syðri-Hofdalir, landnúmer 146421, um heimild til að stofna 6,35 ha spildu úr landi jarðarinnar og nefna útskipta landið „Fagraholt“. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdrættur nr. S01 í verki 721305 dagsettur 16. nóv. 2018 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
    Á uppdrætti kemur fram kvöð um umferðarrétt að spildunni um vegarslóða í landi Syðri-Hofdala, landnr. 146421.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Syðri-Höfdölum, landnr. 146421.
    Einnig er óskað eftir að útskipta spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Marvin Ívarsson verkefnastjóri eignaumsýslu lands og jarða, sækir f.h. Ríkiseigna, þinglýsts eiganda jarðarinnar Hofs 1, landnúmer 146438 um heimild til að stofna 39000 m² spildu úr landi jarðarinnar og nefna útskipta landið Hof 3. Framlagður hnitsettur afstöðuuppdráttur, Hof 3 í Skagafirði dagsettur 21. nóvember 2018 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin af Ríkiseignum, höfundur AME.
    Í umsókn kemur fram að öll jarðarhús Hofs 1, landnr. 146438 séu innan útskipta landsins. Matshlutar, 02 íbúðarhús, 05 fjárhús, 07 hlaða, 08 votheysturn og 09 geymsla.
    Þá kemur fram í umsókn að lögbýlarétturinn fylgir landnúmerinu 146438 ásamt ræktun, hlunnindum og öðrum nytjum jarðarinnar.
    Erindið samþykkt eins og það er fyrirlagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Brynhildur Sigtryggsdóttir kt.061057-3829 og Ómar Kjartansson kt.270858-4659 þinglýstir eigendur Tjarnarness, landnúmer 227338 sækja um heimild til að stofna 4.900 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús í landi Tjarnarness, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 782603 útg. 21. des. 2018. Afstöðuppdráttur er unninn hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Fyrirhuguð aðkoma að byggingarreit er sýnd á afstöðuuppdrætti. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar.
    Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 22. nóvember 2018, um skil á lóðinni Iðutún 21 á Sauðárkróki til sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag.
    Lóðin Iðutún 21 er laus til umsóknar og verður auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í héraðsfréttablöðum. Umsóknarfrestur verður frá og með 24. janúar til 7. febrúar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Lagt er fyrir samkomulag, dagsett 29. desember 2018, um skil á lóðinni Iðutún 2 á Sauðárkróki til sveitarfélagsins ásamt ógildingu samþykktra byggingaráforma. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir framangreint samkomulag.
    Lóðin Iðutún 2 er laus til umsóknar og verður auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins og í héraðsfréttablöðum. Umsóknarfrestur verður frá og með 24. janúar til 7. febrúar 2019.

    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Lagt fram bréf Friðbjörns H. Jónssonar f.h. Fhúsa dagsett 3.12.2018.

    Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 80. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð 80. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 81. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Fundargerð 81. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Landupplýsingadeild Þjóðskrár Íslands hefur undanfarin ár unnið að því að safna hnitsettum eignamörkum inn í stafrænan gagnagrunn og er yfirferð og innfærsla hnitsettrar afmörkunar nú fastur liður í skráningarferli landeigna. Nú vill stofnunin gera betur og bæta við landfræðilegum gögnum frá þeim sveitarfélögum sem eftir eru og ná þannig fram betri og áreiðanlegri gagnasafni fyrir landið í heild. Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 336 Aðalsteinn Hákonarson fh. Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum kannar í samstarfi við Örnefnanefnd nafngiftir býla frá því ný lög nr. 22/2015 um örnefni tóku gildi. Sveitarfélög hafa innan staðarmarka sinna umsjón með skráningu staðfanga og nafna á býlum. Því leitar stofnunin til sveitarfélagsins varðandi könnunina. Byggingarfulltrúi mun svarar erindinu. Bókun fundar Afgreiðsla 336. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 með níu atkvæðum.

5.Veitunefnd - 54

Málsnúmer 1812018FVakta málsnúmer

Fundargerð 54. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 379. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 54 Bragi Þór Haraldsson frá Verkfræðistofunni Stoð ehf fór yfir hönnun og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðrar lagningar hitaveitu frá Hofsósi að Neðra-Ási og Ásgarðsbæjum.
    Veitunefnd samþykkir að unnið verði að útboðsgögnum fyrir efnis- og vinnulið framkvæmdarinnar þannig að unnt verði að hefja framkvæmdir að vori 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar veitunefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 54 Farið var yfir hitaveituframkvæmdir næstu ára.
    Samþykkt að klára hönnun á hitaveitu í Hegranesi samhliða hönnun á hitaveitu í Óslandshlið, Viðvíkursveit og Hjaltadal.
    5 ára framkvæmdaáætlun verður gefin út í janúar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 54. fundar veitunefndar staðfest á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019 níu atkvæðum.

6.Umboð til kjarasamningsgerðar

Málsnúmer 1812026Vakta málsnúmer

Vísað frá 851. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2018 frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, varðandi veitingu umboðs til Sambands íslenskra sveitarfélaga frá sveitarfélögum til kjarasamningsgerðar. Byggðarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulag þar um. Byggðarráð samþykkir einnig að vísa erindinu til staðfestingar sveitarstjórnar.

Erindið borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

7.Varaáheyrnarfulltrúi fræðslunefndar - endurtilnefning

Málsnúmer 1901153Vakta málsnúmer

Löggð er fram tillaga að breytingu á varamanni áheyrnarfulltrúa Vg og óháðra í fræðslunefnd.
Varamaður verður Bjarni Jónsson og kemur í stað Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur.

Tillagan borin upp og samþykkt með níu atkvæðum.

8.Frístundaheimili við Varmahlíðarskóla - tillaga Byggðalista

Málsnúmer 1901161Vakta málsnúmer

Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu frá Byggðalistanum.
Tillaga; frístundarheimili við Varmahlíðarskóla
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela fræðslunefnd og starfsmönnum fjölskyldusviðs að meta þörfina fyrir starfrækslu frístundaheimils við Varmahlíðarskóla, sem og að meta kostnaðinn við rekstur þess á ársgrundvelli.
Greinargerð;
Með breyttum tíðaranda hefur vinna utan heimilis í dreifbýli aukist til muna undanfarin ár.
Í Varmahlíðarskóla miðast frístundastarf við skólaaksturinn, sem er áður en hefðbundnum vinnudegi foreldra lýkur. Á þeim heimilum þar sem báðir foreldrar eru útivinnandi getur því skapst sú staða að foreldrar eru ekki komnir heim þegar skóla lýkur og skólabíllinn keyrir börnunum heim.
Tillaga þessi miðar að því að safna þeim upplýsingum sem þarf til að meta þörfina, sem og að greina kostnaðinn við rekstur frístundarheimilis við Varmahlíðarskóla. Sveitarstjórnarfulltrúar geti þannig tekið um það upplýsta ákvörðun hvort bjóða eigi uppá þessa þjónustu við Varmahlíðarskóla, en nú þegar er þesskonar þjónusta í boði á einum stað í sveitarfélaginu, við Árskóla, og hefur gefið góða raun, og væri horft til þess við mat á því hvernig þjónustan ætti að vera.
Mikilvægt er að málið verði tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar, og niðurstöður kynntar eins fljótt og auðið er, en erindi sama efnis var sent inn til fræðslunefndar í september mánuði síðastliðnum, en hefur nú, 4 mánuðum seinna ekki enn verið tekið fyrir í nefndinni, sem verður að teljast óásættanlegt.

Laufey Kristín Skúladóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun frá meirihluta sveitarstjórnar, svohljóðandi:
Þann 18. september barst formanni fræðslunefndar og fræðslustjóra ábending um vöntun á vistun eftir skóla í Varmahlíð frá foreldri. Síðan hefur málið verið í skoðun innan fræðsluþjónustunnar, starfsmenn hafa aflað gagna, miðlað upplýsingum og skoðað ýmsar sviðsmyndir. Í kjölfar ábendingarinnar átti formaður fræðslunefndar samtal við málsaðila sem og formann foreldrafélags Leikskólans Birkilundar og benti þeim á að senda formlegt erindi til fræðslunefndar. Það erindi barst svo frá stjórn foreldrafélagsins 10. janúar sl. til formanns fræðslunefndar og sviðsstjóra fjölskyldusviðs og er þegar komið á dagskrá næsta fundar fræðslunefndar. Undir málinu liggur fyrir minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Vekur þessi tillaga frá Byggðalistanum og ritara fræðslunefndar því furðu, sem og að tillögunni sé ekki beint til viðkomandi fagnefndar, fræðslunefndar, sem fjallar um málið og gerir tillögu til sveitarstjórnar. Í ljósi þessa greiðir meirihluti sveitarstjórnar tillögu Byggðalistans ekki atkvæði sitt enda málið í fullri vinnslu nú þegar og nóg að það sé tekið fyrir í einum dagskrárlið fundar fræðslunefndar.

Þá kvöddu sér hljóðs Bjarni Jónsson og Ólafur Bjarni Harðarson.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls, þá Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fra bókun. Við fulltrúar VG og óháðra styðjum tillöguna og að málið verði skoðað betur í fræðslunefnd. Fögnum við tillögu fyrir sveitarstjórnarfund um það efni frá byggðalista og leggjum áherslu á að málinu verði fylgt eftir.

Gísli Sigurðsson tók til máls.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun: Meirihluti ítrekar að málið verður tekið fyrir á næsta fundi fræðslunefndar. Ekki er verið að hafna málinu en óþarfi að vera tvo dagskáliði um sama málið á næsta fundi nefndarinnar.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fjórum atkvæðum en meirihlutinn óskar bókað að hann sitji hjá.


9.Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 9

Málsnúmer 1812010FVakta málsnúmer

Fundargerð 9. fundar stjórnar Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð, frá 17. desember 2018 lögð fram til kynnngar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019.

10.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 5

Málsnúmer 1809001FVakta málsnúmer

5. fundargerð Skagfirskra leigubúða hses, lögð fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019

11.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 6

Málsnúmer 1810026FVakta málsnúmer

6. fundargerð Skagfirskra leigubúða hses, lögð fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019

12.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 7

Málsnúmer 1812013FVakta málsnúmer

7. fundargerð Skagfirskra leigubúða hses, frá 17. desember 2018 lögð fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019

13.Fundagerðir Eyvindast.heiðar 2019

Málsnúmer 1901010Vakta málsnúmer

10. fundargerð stjórnar Eyvindarstaðarheiðar ehf frá 11. janúar 2019 lögð fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019

14.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlits N.l. vestra 2019

Málsnúmer 1901006Vakta málsnúmer

Fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra frá 11. janúar 2019 lögð fram til kynningar á 379. fundi sveitarstjórnar 16. janúar 2019

Fundi slitið - kl. 17:20.