Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

399. fundur 03. júní 2020 kl. 16:15 - 17:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 1. varam.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 913

Málsnúmer 2005002FVakta málsnúmer

Fundargerð 913. fundar byggðarráðs frá 6. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 913 Málið rætt á fyrri fundum byggðarráðs. Farið yfir stöðu mála í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 913. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 913 Lögð fram tillaga um skipan starfshóps um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði
    Stofnaður verður hópur fimm einstaklinga sem hafa farsæla reynslu af nýsköpunar-, tækni- og frumkvöðlastarfsemi til þess að koma með tillögur að eflingu nýsköpunar í Skagafirði.
    Hópurinn vinni hratt og vel og skili af sér niðurstöðu í formi skýrslu/minnisblaðs til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem inniheldur greiningu mögulegra sviðsmynda um eflingu nýsköpunar á svæðinu. Niðurstöður liggi fyrir innan 3-4 vikna.
    Hópinn skipa:
    Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Genís, formaður.
    Dr. Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor og deildarstjóri fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum.
    Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandic Sustainable Fisheries.
    Stella Björg Kristinsdóttir, forstöðumaður sölu-, markaðs og vöruþróunar hjá
    Mjólkursamlagi KS.
    Dr. Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans.
    Með hópnum starfa einnig Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjórar í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 913. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 913 Lögð fram 2. útgáfa af Húsnæðisáætlun 2020-2024 fyrir Sveitarafélagið Skagafjörð sem unnin var af VSÓ ráðgjöf.
    Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020." Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 913 Lögð fram umsókn sveitarfélagsins um stofnframlag vegna breytinga á húsnæði Sólgarðaskóla í Fljótum, í fimm leiguíbúðir.
    Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til byggingar fimm leiguíbúða með að leggja til fasteignina til að mæta kröfu um 12% hlutfall stofnframlags sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna.

    Einnig lögð fram umsókn vegar vegna óstofnaðrar húnæðissjálfseignarstofnunar vegna bygginga átta íbúða við Freyjugötu.
    Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til byggingar átta leiguíbúða á vegum óstofnaðrar húnæðissjálfseignarstofnunar annars vegar á formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og hinsvegar með beinu viðbótarfjárframlagi til að mæta kröfu um 12% hlutfall stofnframlags sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 913. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 913 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 913. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 913 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2020 frá nefndasviði Alþingis. Alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga umbreytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.),715. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 913. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 914

Málsnúmer 2005010FVakta málsnúmer

Fundargerð 914. fundar byggðarráðs frá 13. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lögð fram endurskoðunarskýrsla 2019 frá KPMG ehf. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi kom á fundinn til viðræðu um skýrsluna. Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland.
    Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagt fram bréf dagsett 5. apríl 2020 frá BB14 ehf., kt. 590320-0560 varðandi stofnun útfararþjónustu á Norðurlandi vestra. Leitað er eftir stuðningi allra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra við stofnkostnað.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við erindinu. Byggðarráð óskar fyrirtækinu góðs gengis.
    Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 4. maí 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands. Undanfarið ár hefur Markaðsstofan verið að vinna í að greina tækifæri í sögu og menningu fyrir ferðamenn á Norðurlandi. Þó kannanirnar hafi sýnt að almennt er góð upplifun af söfnum, setrum og sýningum á Norðurlandi, eru atriði sem hægt væri að bæta. Því vill Markaðsstofan hvetja alla þá sem sinna slíkri starfsemi, og sveitarfélög, að skoða hvort hægt sé að byggja upp og bæta þjónustu við söfn, setur og sýningar og nýta tímann núna meðan rólegt er. Auk þess væri tilvalið að skoða almenna uppbyggingu á sögustöðum á viðkomandi svæði. Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lögð fram bókun 76. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 6. maí 2020. Nefndin samþykkti tillögu Berglindar Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga um að gjaldskrá safnsins haldist óbreytt fyrir árið 2021 og vísaði til byggðarráðs.
    Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 2021" Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu kom á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um væntanlegt markaðsátak í ferðamálum, til kynningar á þjónustu og afþreyingu í Skagafirði.
    Byggðarráð samþykkir að fara í verkefnið og veitir til þess 1,5 mkr. sem er til óráðstafað á fjárhagsáætlun í markaðsstarf. Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka þar sem fjármagn til markaðsstarfs er aukið um 1,5 mkr. vegna frekari kynningar- og markaðsverkefna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 frá Vinnumálastofnun varðandi átaksverkefni um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar.
    Sveitarfélagið Skagafjörður sótti um 24 störf og fékk úthlutað níu.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá um auglýsingu og forgangsröðun starfanna til verkefni hjá sveitarfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • 2.9 2005086 Grásleppuveiðar
    Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagt fram bréf frá Drangey-Smábátafélagi Skagafjarðar, dagsett 2. maí 2020 varðandi bann á grásleppuveiðum þann 30. apríl s.l.
    Byggðarráð hefur áhyggjur á þeirri stöðu sem upp er komin og samþykkir að óska eftir því við Náttúrustofu Norðurlands vestra að stofnunin geri greinargerð um áhrif breytinga á veiðitilhögun á grásleppu og stöðvun veiðanna fyrir Skagafjörð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 þar sem alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.
    Byggðarráð er sammála markmiðum frumvarpsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnarfrumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 7. maí 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 93/2020, "Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2017, um leyfi til að stunda farþegaflutninga og farmflutninga á landi". Umsagnarfrestur er til og með 22.05.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. maí 2020 þar sem umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 914 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 91/2020, „Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu skv. lögum nr. 40/1991“. Umsagnarfrestur er til og með 27.05.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 914. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 915

Málsnúmer 2005015FVakta málsnúmer

Fundargerð 915. fundar byggðarráðs frá 20. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 915 Farið yfir ýmsa möguleika sveitarfélagsins til aðgerða. Bókun fundar Afgreiðsla 915. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 915 Lagt fram bréf dagsett 7. maí 2020 frá Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til fulltrúaráðsfundar 2020. Fundurinn verður haldinn rafrænt þriðjudaginn 2. júní n.k.
    Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 915. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 915 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. maí 2020 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 915. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 915 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 8. maí 2020 frá nefndasviði Alþingis. Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 915. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 915 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. maí 2020 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 98/2020, "Drög að stjórnarskrárákvæði um íslenska tungu". Umsagnarfrestur er til og með 25.05.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 915. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 915 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 12. mars 2020 þar sem tilkynnt er um að í ljósi aðstæðna hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tekið þá ákvörðun að fresta landsþingi sambandsins sem halda átti 26. mars 2020. Aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga, sem fara átti fram sama dag, hefur einnig verið frestað. Bókun fundar Afgreiðsla 915. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 916

Málsnúmer 2005021FVakta málsnúmer

Fundargerð 916. fundar byggðarráðs frá 27. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 916 Rætt um mögulegar aðgerðir sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 916. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 916 Á 907. fundi byggðarráðs 25. mars 2020 var gerð tímabundin samþykkt vegna raskana á þjónustu stofnana sveitarfélagsins vegna COVID-19 veirunnar, þannig að greiðsluhlutdeild myndi einungis ná til þeirrar þjónustu sem raunverulega yrði nýtt, þ.e. hjá leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, frístundar- og dagdvalöl aldraðra, og innheimta þjónustunnar endurskoðuð í því ljósi. Þessi tilhögun hófst frá og með þeim tíma sem þjónusta var skert vegna COVID-19 veirunnar og gilti til loka maí 2020.
    Byggðarráð samþykkir að vegna þeirrar gleðilegu staðreyndar að búið er að létta verulega á takmörkunum á samkomum vegna Covid-19 og þjónusta Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður komin í eðlilegt horf frá og með upphafi júnímánaðar 2020, þá gildir fyrri ákvörðun ráðsins um að gjaldtaka fyrir þjónustu sveitarfélagsins verður með vanalegum hætti frá og með 1. júní 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 916. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 916 Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsett 18. maí 2020 varðandi könnun á vilja sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna til aðkomu að viðbyggingu við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
    Byggðarráð fagnar áformum um stækkun verknámshúss FNV og tekur jákvætt í erindið.
    Það er mikilvægt fyrir svæðið að Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fái að eflast enn frekar og ítrekar byggðarráð vilja sinn að verkefninu verði flýtt sem kostur er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 916. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 916 Byggðarráð samþykkir að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 205 milljónir króna til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
    Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Umsókn um langtímalán 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 916 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. maí 2020 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum),776. mál.
    Byggðarráð fagnar frumvarpinu en framundan eru umfangsmiklar fráveituframkvæmdir hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Sveitarfélögin í landinu hafa lengi kallað eftir endurskoðun á fyrirkomulagi fráveituframkvæmda en um er að ræða nauðsynlegar en um leið mjög fjárfrekar framkvæmdir sem eðlilegt er að ríki og sveitarfélög hafa samvinnu um að koma í gott horf. Enginn vafi er á að stuðningur ríkisins mun skipta miklu máli í því mikilvæga verkefni að hraða fráveituframkvæmdum vítt og breytt um landið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 916. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 916 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 18. maí 2020 þar sem Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 101/2020, "Stafræn ökuskírteini". Umsagnarfrestur er til og með 25.05.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 916. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 916 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 14. maí 2020 frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 916. fundar byggðarráðs staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

5.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76

Málsnúmer 2005003FVakta málsnúmer

Fundargerð 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 6. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Tekið til kynningar markaðsátak sem fyrirhugað er fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði. Undir þessum lið sátu stjórn Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í verkefnið og leggur áherslu á mikilvægi verkefnisins til að fá ferðamenn í Skagafjörð. Nefndin leggur einnig ríka áherslu á samstarf og samvinnu allra hluteigandi aðila. Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði lýsti yfir vilja til áframhaldandi góðs samstarfs og þátttöku í verkefninu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Lögð fram til kynningar minnisblöð frá Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu landshlutanna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Lagt fram til kynningar bréf frá Markaðsstofu Norðurlands um sameiginlegt markaðsátak Ferðamálastofu og Markaðsstofa landshlutanna sumarið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Lagður fram rekstrarsamningur um rekstur félagsheimilisins Árgarðs og tjaldsvæðisins á Steinstöðum milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Friðriks Rúnars Friðrikssonar.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning sem er til fimm ára.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Lagður fram rekstrarsamningur um félagsheimilið Ketilás milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Ferðaþjónustunnar á Brúnastöðum.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir framlagðan samning sem gildir til 31. desember 2020. Nefndin stefnir á að auglýsa rekstur félagsheimilisins til lengri tíma á haustmánuðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Tekið fyrir erindi frá Kolfinnu Kristínardóttur dagsett 30.03.2020 vegna styrkumsóknar fyrir matarhátíð í Skagafirði.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tekur vel í verkefnið og samþykkir að veita styrk að fjárhæð 100.000 kr ef að hátíðinni verður vegna óvissuástands í þjóðfélaginu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Tekin fyrir beiðni frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga um tímabundna breytingu á opnunartíma Byggðasafnsins í Glaumbæ og Víðimýrarkirkju.
    Safnstjóri leggur til eftirfarandi breytingar:
    "Sumaropnunartími safnsins hefur síðustu ár verið frá kl. 9:00-18:00, alls níu klukkustundir. Lagt er til að opnunartíminn verði styttur um eina klukkustund og verði því átta klukkustundir. Einnig verður safnið ekki opið um helgar fyrr en eftir 20. maí."
    Inga Katrín vék af fundi undir þessum lið.

    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagðar breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 76 Tekin fyrir tillaga frá Berglindi Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga þar sem hún leggur til að gjaldskrá safnsins haldist óbreytt fyrir árið 2021.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 76. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 77

Málsnúmer 2005026FVakta málsnúmer

Fundargerð 77. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 28. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 77 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd tók fyrir tillögur að verkefnum fyrir Áfangastaðaáætlun (DMP) sem skila á inn til Ferðamálastofu fyrir 2. júní nk.
    Leitað var til Félags Ferðaþjónustunnar í Skagafirði og landeigenda eftir hugmyndum að verkefnum.
    Evelyn Ýr Kuhne formaður Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

    Nefndin samþykkir að setja eftirfarandi verkefni á listann:
    1. Borgarsandur og Hegranesviti. Unnið er að betra aðgengi að svæðinu með bílastæði ásamt göngu- og hjólreiðastígum sem ná frá smábátahöfn á Sauðárkróki að Hegranesvita.
    2. Byggðasafnið í Glaumbæ. Unnið yrði að hönnunarvinnu og deiliskipulagi fyrir breytingar á aðkomu að Glaumbæ. Bílastæði og aðstöðuhús verða bætt með öryggi ferðamanna í huga.
    3. Ketubjörg. Farið verði í gerð bílastæðis og göngustíga með það að markmiði að stýra umferð ferðamanna á svæðinu og tryggja öryggi þeirra. Einnig þarf að stýra umferð ferðamanna með tilliti til verndunar svæðisins.
    4. Reykjafoss. Unnið að uppbyggingu á svæðinu í samráði við landeigendur.
    5. Austurdalur. Unnið að áframhaldandi uppbyggingu áfangastaðarins í samráði við landeigendur.

    Öll verkefnin verða unnin í samstarfi við landeigendur og hagsmunaaðila á viðkomandi svæðum.
    Nefndin felur starfsmönnum sínum að vinna nánar með listann og senda til Ferðamálastofu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 77. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

7.Félags- og tómstundanefnd - 277

Málsnúmer 2005009FVakta málsnúmer

Fundargerð 277 fundar félags- og tómstundanefndar frá 25. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Lagt fyrir eitt mál. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Sviðsstjóri og félagsmálastjóri upplýstu um stöðu biðlista við leikskóla og dagforeldra vegna inntöku barna að sumarleyfum loknum. Svo virðist sem hægt verði að anna öllum umsóknum fyrir börn fædd 2019 og fyrr. Hins vegar er ljóst að strax um áramót mun myndast þörf fyrir börn fædd á árinu 2020. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og félagsmálastjóra að vakta stöðuna og auglýsa eftir dagforeldrum til starfa eftir því sem þörfin verður meiri. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Lögð fram beiðni Maríu Drafnar Guðnadóttur um endurnýjun leyfis vegna nýrra húsakynna, núverandi leyfi fyrir fimm börnum gildir í Laugartúni 15 n.h. á Sauárkróki. Fyrir liggja öll gögn sem reglugerð gerir ráð fyrir. Félags- og tómstundanefnd samþykkir endurnýjun leyfis í nýjum húsakynnum, Smáragrund 5 n.h. Sauðárkróki, samanber 14.gr.reglugerðar nr.907/2005. Leyfið gildir fyrir fimm börnum samtímis, að meðtöldum þeim börnum sem fyrir eru á heimilinu á dvalartíma daggæslubarnanna yngri en 6 ára. Þó skulu eigi vera á heimilinu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri að jafnaði. Leyfið gildir tímabilið 18.05.2020-19.03.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Félagsmálastjóra falið að halda utan um vinnu við gerð verklagsreglna innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnar útfrá þessum leiðbeiningum. Núverandi reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks gilda áfram þar til endurskoðun hefur farið fram. Miðað er við að endurskoðun reglna eigi sér stað eigi síðar en sex mánuðum eftir útgáfu leiðbeininganna 22.apríl 2020.
    Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Sviðsstjóri upplýsti um að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi sótt um 22 sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sbr. minnisblað sem fylgir í gögnunum. Vinnumálastofnun úthlutaði sveitarfélaginu 9 störf og er nú unnið að skilgreiningum þeirra og starfslýsingum. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Lagt fram minnisblað frá frístundastjóra með upplýsingum um þróun launa í Vinnuskólanum. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að hækka laun í Vinnuskóla um 2% á árinu 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Frístundastjóri kynnti spurningakönnun sem lögð var fyrir nemendur 7.-10. bekkjar grunnskólanna í Skagafirði. Hann upplýsti jafnframt að umsóknum í Vinnuskóla hefði fjölgað nokkuð frá því í fyrra og taldi að þeim ætti eftir að fjölga enn meira. Ekki er þó útlit fyrir að alvarlegt ástand skapist hér vegna atvinnuleysis ungmenna. Félags- og tómstundanefnd óskar eftir því að frístundastjóri kanni atvinnuástandið meðal framhaldsskólanema. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Lagt fram ósk um styrk vegna íþrótta- og leikjanámskeiða barna í Fljótum líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að veita 100.000 krónum til íþrótta- og leikjanámskeiða fyrir börn í Fljótum. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Lögð fram fundargerð 5. fundar Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að bjóða Ungmennaráði til fundar við sig á haustmánuðum. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 277 Vísað til nefndarinnar frá byggðarráði þann 22. apríl s.l. Lagt fram erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem falast er eftir styrk vegna landsmóts sambandsins sem ráðgert er að halda á Sauðárkróki í lok október n.k. Óskað er eftir styrk í formi gistingar í Árskóla, notkun á íþróttahúsi og aðgangi að sundlaug. Félags- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna hvort þessu verði við komið. Bókun fundar Afgreiðsla 277. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

8.Fræðslunefnd - 155

Málsnúmer 2005008FVakta málsnúmer

Fundargerð 155. fundar fræðslunefndar frá 12. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Axel Kárson kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson og Axel Kárason kvöddu sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 155 Tillaga að úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram. Tillagan er unnin í samstarfi við stjórnendur og tekur mið af mörgum þáttum svo sem nemendafjölda, fjölda nemenda með annað móðurmál en íslensku, samsetningu nemendahópa o.fl. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar fræðslunefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 155 Tillaga að skóladagatölum grunnskólanna í Skagafirði fyrir skólaárið 2020-2021 lögð fram. Tillagan hefur fengið staðfestingu skólaráðanna skv. grunnskólalögum og eru yfirfarin af fræðslustjóra. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar fræðslunefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 155 Lögð fram umsókn frá foreldri um að barn viðkomandi fái að stunda nám í öðru sveitarfélagi skólaárið 2020-2021. Fræðslunefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu og bendir á að Sveitarfélagið Skagafjörður rekur grunnskóla í skólahverfi viðkomandi og sér börnum fyrir skólaakstri lögum samkvæmt. Tekið er fram að fram til þessa hefur einungis verið veitt heimild fyrir tímabundinni skólagöngu í öðrum sveitarfélögum vegna t.d. námsdvalar foreldra, vegna veikinda eða vegna sérstakra félagslegra aðstæðna. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar fræðslunefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 155 Vísað til nefndarinnar frá byggðarráði þann 22. apríl s.l. Lagt fram erindi frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar þar sem falast er eftir styrk vegna landsmóts sambandsins sem ráðgert er að halda á Sauðárkróki í lok október n.k. Óskað er eftir styrk í formi gistingar í Árskóla, notkun á íþróttahúsi og aðgangi að sundlaug. Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra að kanna hvort þessu verði við komið. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar fræðslunefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 155 Lögð fram skýrsla um spjaldtölvuvæðingu grunnskólanna sem unnin var af starfsmönnum fræðsluþjónustu. Vinnulag og efnistök skýrslunnar rædd og fer hún nú til umræðu og rýni hjá skólastjórum.

    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
    Umrædd skýrsla sýnir niðurstöður stöðumats sem nær yfir tímabilið apríl 2019 til mars 2020 en auk þess eru niðurstöður innra og ytra mats í formi Skólapúls og gæðagreina, en þær niðurstöður hafa áður legið fyrir enda framkvæmdar reglubundið. Er ánægjulegt að sjá jákvæð viðbrögð allra aðila í svörum þessara kannana.
    Hinsvegar er ábótavant upplýsingum um hvað á að gera í framhaldi þessarar vinnu og hver séu næstu skref í tæknivæðingu grunnskólanna, en svar við fyrirspurn Auðar fulltrúa VG og óháðra segir að það sé einmitt tilgangur stöðumatsins. Hver eru næstu skref og hver ber ábyrgð á þeim?
    Eftir að umrætt stöðumat var framkvæmt hefur skert skólahald af völdum covid staðið yfir í skólum Skagafjarðar síðastliðnar vikur. Skipti þar tæknivæðing skólanna og þjálfun kennara gríðarlegu máli svo hægt væri að halda úti fjarnámi þar sem þess þurfti. Ekki er ósennilegt að viðhorf allra hlutaðeigandi aðila hafi breyst eftir að þessi raunveruleiki átti sér stað. Er því full ástæða til að endurtaka stöðumat hvað varðar tæknivæðingu skólanna, þar sem þær upplýsingar sem safnað var í desember síðastliðnum eru að mörgu leiti ekki marktækar og gefa ekki glöggva mynd af stöðunni í dag. Þá er lögð áhersla á mikilvægi faglegar meðferðar innan fræðslunefndar áður en nýtt mat verður lagt fyrir.

    Axel Kárason fulltrúi B-lista og Elín Árdís Björnsdóttir, fulltrúi D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:
    Sú skýrsla sem hér er lögð fram er stöðumat á innleiðingu spjaldtölva og breyttra kennsluhátta frá því er ákveðið var að ráðast í að spjaldtölvuvæða alla grunnskólana, skólaárið 2014-2015. Skýrslan gefur að okkar mati glögga mynd af stöðunni nú og lýsir ágætlega viðhorfum aðila skólasamfélagsins til tækniinnleiðingarinnar. Nú, þegar búið er að tæknivæða alla skólana og koma á ákveðinni sjálfbærni í endurnýjun tækjabúnaðar, er eðlilegt að staldra við og spyrja hvort við höfum gengið götuna til góðs. Því ákvað fræðsluþjónustan í samstarfi við stjórnendur grunnskólanna og að höfðu óformlegu samráði við fræðslunefnd að ráðast í gerð stöðumats. Upplýsingum sem birtast í skýrslu þessari var safnað á tímabilinu apríl 2019 til 31. mars 2020. Markmið stöðumatsins er að skoða hvar við erum stödd í tækni, hvað við getum gert betur og hvaða skref er skynsamlegt að stíga í framhaldinu. Í ljósi bókunar fulltrúa Vg og óháðra á síðasta fundi fræðslunefndar þann 15. apríl og bókunar fulltrúa Vg og óháðra í sveitarstjórn þann 6. maí s.l. er mikilvægt að ítreka að skýrsla sú sem hér liggur fyrir hefur ekki verið birt opinberlega og umræddir fulltrúar hafa ekki haft möguleika á að kynna sér hana í heild eða að hluta fyrr en nú. Það vekur því furðu, svo ekki sé meira sagt, að fulltrúar Vg og óháðra í sveitarstjórn gagnrýni skýrslu sem þeir hafa ekki séð og lýsi því yfir að þær upplýsingar sem skýrslan geymir séu ekki marktækar. Í ljósi bókana þeirra er líka mikilvægt að ítreka að með birtingu skýrslunnar nú gefst einmitt tækifæri til faglegrar meðferðar og umræðu um næstu skref. Fulltrúar B-lista, Axel Kárason og D-lista Elín Árdís Björnsdóttir, fagna skýrslu þessari og vænta þess að hún verði skólasamfélaginu til góðs í frekari þróun kennslu með nýjustu upplýsingatækni. Með hliðsjón af fyrirspurn fulltrúa Vg og óháðra frá 15. apríl s.l. skal áréttað að frumkvæði og framkvæmd stöðumatsins er í fullu samræmi við lagalegar skyldur og skilgreind verkefni fræðsluþjónustu sveitarfélagsins. Í því samhengi lýsa fulltrúar B og D lista sérstakri ánægju sinni með ábyrga stjórnsýslu og starfsemi fræðsluþjónustu sem felst í því m.a. að fylgja eftir og skoða árangur verkefna sem sveitarfélagið og aðrir aðilar hafa lagt mikla fjármuni til.

    Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista leggur fram eftirfarandi bókun:
    Skýrslan gefur góða mynd af þróun spjaldtölvuvæðingu og mikilvægt er að vera á tánum í tænkimálum jafnt sem öðrum nýjungum sem koma að kennslu. Við getum verið stolt af því hversu vel skólarnir okkar standa í nýjungum í kennsluháttum. Ég vil hér þakka starfsfólki fræðsluþjónustu sveitarfélagsins fyrir vel unna skýrslu.

    Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar fræðslunefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 155 Lagt fram erindi frá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri þar sem tilkynnt er um að Fræðsluþjónustu Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafi verið veittur styrkur úr Sprotasjóði að upphæð 1.350.000 til innleiðingar á Menntastefnu Skagafjarðar. Fræðslunefnd fagnar styrknum og þakkar þá viðurkenningu sem vinnu við gerð stefnunnar er sýnd. Bókun fundar Afgreiðsla 155. fundar fræðslunefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

9.Landbúnaðarnefnd - 210

Málsnúmer 2005019FVakta málsnúmer

Fundargerð 210. fundar landbúnaðarnefndar frá 29. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. maí 2020 frá Andrési H. Helgasyni bónda í Tungu, varðandi endurnýjun girðingar á milli Tungu og Kálfárdals. Andrés kom á fundinn til að fylgja erindi sínu eftir.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að taka þátt í endurnýjun girðingarinnar samkvæmt girðingalögum og framkvæmdin verði á höndum Andrésar Helgasonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagður fram samningur milli Umhverfisstofnunar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um refaveiðar árin 2020 til 2022 ásamt áætlun sveitarfélagsins um veiði tímabilsins.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagðan samning og mun halda kynningarfund með ráðnum veiðimönnum sveitarfélagsins þann 15. júní n.k.
    Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Landbúnaðarnefnd fór yfir áætlun að úthlutun veiðikvóta til minka- og refaveiðimanna árið 2020.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir framlagða áætlun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. mars 2020 frá Jóni Árna Friðjónssyni formanni veiðifélags Kolku og Hjaltadalsár varðandi minkaveiði í Hjaltadal.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að kanna hvort hægt sé að fá sama veiðimanninn til að sinna öllu vatnasvæði veiðifélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagt fram erindi sem vísað var frá 914. fundi byggðarráðs til umsagnar. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland.
    Landbúnaðarnefnd leggst gegn því að landið verði selt en gerir ekki athugasemdir við að það verði leigt til landbúnaðarnota.
    Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 19. mars 2020 frá Landgræðslunni. Stofnunin er að vinna ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi byggð á fyrirliggjandi gögnum. Einnig er verið að kortleggja þau svæði sem eru nýtt fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Óskað er eftir athugasemdum ef einhverjar eru.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að senda erindið áfram til fjallskilastjóra og leggja þeim fyrir að gera athugasemdir við Landgræðsluna ef við á.
    Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagt fram afrit af bréfi til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá Bændasamtökum Íslands, dagsett 18. maí 2020 varðandi umsögn um fjallskilasamþykkt Skagafjarðar.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Jóhannesi H. Ríkharðssyni og Valdimar Sigmarssyni að fara yfir athugasemdirnar ásamt fulltrúa Akrahrepps.
    Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Viðhald skilarétta rætt og samþykkt að forgangsraða uppbyggingu og viðhaldi skilarétta í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Hegraness fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagður fram til kynningar ársreikningur fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 210 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. mars 2020 frá Umhverfisstofnun varðandi meðhöndlun úrgangs og smithættu af úrgangi vegna heimsfaraldurs COVID-19. Bókun fundar Afgreiðsla 210. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 371

Málsnúmer 2005012FVakta málsnúmer

Fundargerð 371. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 12. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 398. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

11.Skipulags- og byggingarnefnd - 372

Málsnúmer 2005013FVakta málsnúmer

Fundargerð 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 20. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Þuríður Helga Jónasdóttir kt. 050862-4029, skráður eigandi húss að Kárastíg 13 á Hofsósi L146637, leggur fram fyrirspurn, þar sem óskað er eftir heimild til að gera bílastæði innan lóðar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Fyrir liggur umsögn Steins Leó Sveinssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs, þar sem fram kemur að hann fyrir sitt leiti gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
    Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Þorgrímur G. Pálmason kt. 010554-4629, leggur fram fyrirspurn, þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka bílskúr til samræmis við meðfylgjandi gögn. Ætlunin er að stækka bílskúr til austurs að lóðamörkum.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugsemd við fyrirhugaða framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Steinn Leó Sveinsson f.h. veitu- og framkvæmdsviðs Sveitarfélagsins Skagafjörður leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar og ljósleiðara frá hesthúsahverfi Flæðum á Sauðárkróki, að Utanverðunesi og Hellulandi í Hegranesi, skv. teikningum unnum af Verkfræðistofunni Stoð, dagsettar 4. mars 2020, ásamt teikningum unnum af Mílu dagsettar 28. apríl 2020. Verkáætlun er á árinu 2020. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar og Vegagerðarinnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Hegranes , hitaveita og ljósleiðari - Framkvæmdaleyfi". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 og Erla Björk Helgadóttir kt. 1101181-5109, sækja um leyfi til að stofna 4.508,3m2 frístundahúsalóð út úr landi Víðimels L146083, samkvæmt hnitsettum uppdrætti nr. S-16, í verki 7118, dags.7. maí 2020, unnið af verðfræðistofunni Stoð ehf. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Víðibrekka 16.Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur muni áfram tilheyra Víðimel landnr. 146083.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 og Erla Björk Helgadóttir kt. 1101181-5109, sækja um leyfi til að stofna 4.047,5m2 frístundahúsalóð út úr landi Víðimels L146083, samkvæmt hnitsettum, uppdrætti nr. S-09, í verki 7118, dags. 7. maí 2020, unnið af verkfræðistofunni Stoð ehf. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Víðibrekka 9.Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur muni áfram tilheyra Víðimel landnr. 146083.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Margrét Ólafsdóttir kt. 030641- 4699 og Sigrún Ólafsdóttir kt. 030641-4779 þinglýstir eigendur Hegrabjargs L146380, leggja fram umsókn um að stofna 1.64 ha spildu úr landi Hegrabjargs L146380, samkvæmt meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti, nr. S01 í verki nr. 705101, dags. 3. apríl 2020, unnið af verkfræðistofunni Stoð ehf. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Hegrabjarg 2. Lögbýlisréttur og öll hlunnindi fylgja Hegrabjargi L146380.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Jónína Guðrún Gunnarsdóttir, kt. 190361-3739, þinglýstur eigandi jarðarinnar Syðra-Vallholt 2, L146068, óskar eftir heimild til að stofna 4.00 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti nr. S01 í verki 724406 útg. 29. apríl 2020, unnið hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Milliholt. Fram kemur í umsókn að engin hlunnindi fylgi útskiptri spildu og að lögbýlaréttur muni áfram fylgja Syðra-Vallholti 2, landnr. 146068.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Rafnkell Jónsson kt. 270564-2169 og Pálína Hildur Sigurðardóttir kt. 270872-4019, lóðarhafar Nátthaga 1, L146450, á Hólum í Hjaltadal, óska eftir stækkun á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar byggingar bílskúrs á lóðinni, skv.meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti nr. S01 í verki 422303 útg. 14. maí 2020. Unnið af verkfræðistofunni Stoð ehf.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Ingvar Gýgjar Sigurðsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram umsókn um stofnun lóðar innan iðnaðar- og athafnasvæðis í Varmahlíð, úr landinu Víðimelur lóð L220285. Lóðinni er ætlað að þjóna hlutverki sorpmóttökustöðvar. Meðfylgjandi er hnitasettur lóðaruppdráttur ásamt gögnum varðandi móttökustöðina, unnið af verkfræðistofunni Stoð ehf. verknr. 418401. dags 21.3.2018.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram smávægilegar breytingar á afmörkun lóðanna nr. 20-26 við Birkimel í Varmahlíð.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Hanna Dóra Björnsdóttir kt. 301274-4679 og Einar Andri Gíslason kt. 160669-4549, lóðarhafar í Víðihlíð 4, á Sauðárkróki, sækja um leyfi til að breikka núverandi innkeyrslu til suðurs um 2m, auk þess að gera bílastæði fyrir framan lóð, 4,5m til suðurs frá innkeyrslustút.
    Fyrir liggur umsögn Steins Leó Sveinssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs, þar sem fram kemur að hann fyrir sitt leiti geri ekki athugasemd við framkvæmdina.
    Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 372. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 372 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar 104. afgreiðslufundur byggingafulltrúar lagður fram til kynningar á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020.

12.Skipulags- og byggingarnefnd - 373

Málsnúmer 2005024FVakta málsnúmer

Fundargerð 373. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 28. maí 2020 lögð fram til afgreiðslu á 399. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 373 Skipulags- og byggingarnefnd ásamt Stefáni Thors skipulagsráðgjafa fengu á vinnufund vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, aðila frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi. Farið var yfir ýmsa kosti varðandi reiðleiðir í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 373 Ingólfur Bergland Ingvarsson kt. 270898-2119, óskar eftir að skila inn íbúðarhúsalóðinni Birkimelur 20, í Varmahlíð. Fyrir liggur undirritað samkomulag á milli Ingólfs og skipulagsfulltrúa, f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar um skil á lóðinni. Bókun fundar Afgreiðsla 373. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020 með níu atkvæðum.

13.Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020

Málsnúmer 2001163Vakta málsnúmer

Vísað frá 913.fundi byggðarráðs frá 6. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð fram 2. útgáfa af Húsnæðisáætlun 2020-2024 fyrir Sveitarafélagið Skagafjörð sem unnin var af VSÓ ráðgjöf.
Húsnæðisáætlun 2020-2024 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum.

14.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir 2021

Málsnúmer 2005044Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Berglindar Þorsteinsdóttur safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga um að gjaldskrá safnsins haldist óbreytt fyrir árið 2021, sem samþykkt var 914. á fundi byggðarráðs þann 13. maí sl. og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Tillagan borin upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt með 9 atkvæðum.

15.Umsókn um langtímalán 2020

Málsnúmer 2002019Vakta málsnúmer

Visað frá 916.fundi byggðarráðs frá 27. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að taka verðtryggt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 205 milljónir króna til 14 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Umsókn um langtímalán 2020 borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum og jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, veitt umboð samkvæmt framangreindu.

16.Hegranes , hitaveita og ljósleiðari - Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2005111Vakta málsnúmer

Vísað frá 372. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 20.maí til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Lögð var fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar og ljósleiðara frá hesthúsahverfi Flæðum á Sauðárkróki, að Utanverðunesi og Hellulandi í Hegranesi, skv. teikningum unnum af Verkfræðistofunni Stoð, dagsettar 4. mars 2020, ásamt teikningum unnum af Mílu dagsettar 28. apríl 2020. Verkáætlun er á árinu 2020. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar og Vegagerðarinnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum.

17.Ársreikningur 2019 - Sveitarfélagið Skagafjörður

Málsnúmer 2004193Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2019.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Eyvindarstaðaheiði ehf.

Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.977 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 5.119 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 5.250 millj. króna, þar af A-hluti 4.660 millj. króna. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 459 millj. króna. Afskriftir eru samtals 234 millj. króna, þar af 139 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 262 millj. króna, þ.a. eru 205 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2019 er 231 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er jákvæður um 115 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 10.102 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 8.040 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2019 samtals 6.999 millj. króna, þar af hjá A-hluta 6.205 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.577 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 401 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 3.103 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 30,7%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.249 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 49 millj. króna nettó.

Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 420 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 424 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2019, 563 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 578 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 423 millj. króna, handbært fé nam 120 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 422,5 millj. króna.

Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2019, 123,8% og skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 88,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum og veltufjármuni.

Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram svohljóðandi bókun.
Síðustu ár hafa flest sveitarfélög í landinu búið við góðæri og er Skagafjörður þar engin undantekning. Tekjur þeirra hafa verið að aukast og hefðbundnir tekjustofnar verið traustir þó nú séu víða blikur á lofti. Sveitarfélög sem Skagafjörður vill bera sig saman við hafa því auk þess að styrkja innviði, verið að greiða niður skuldir og þannig styrkja stöðu sína gagnvart mögulegum áföllum og leggja grunn að frekari uppbyggingu. Því miður er Skagafjörður ekki í þeim hópi þó vissulega hafi hér verið unnið áfram að mikilvægri innviðauppbyggingu. Skuldasöfnun og lántaka sveitarfélagsins jókst á liðnu ári og er ljóst að hún kemur til með að aukast verulega áfram vegna viðbragða sveitarfélagsins við Covid19. Má setja spurningamerki við sumar þær skuldbindingar sem ráðist hefur verið í síðustu ár sem og forgangsröðun verkefna.
Aukin skuldasöfnun dregur úr möguleikum sveitarfélagsins til að veita öllum íbúum þess ódýra og góða þjónustu til framtíðar. Þarft væri t.d. að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatts sem er í 0,50% eða lögbundnu hámarki, lækka leikskólagjöld og stefna að í áföngum að gera máltíðir leik- og grunnskólabarna gjaldfrjálsar. Þannig yrði sveitarfélagið enn eftirsóknarverðari búsetukostur.
Margt hefur gengið vel í Skagafirði, atvinnustig verið gott og fyrirtæki í héraði notið velgengni sem skilar sér einnig vel í sveitasjóð. Þá hefur sveitarfélagið þar að auki notið verulegra viðbótarframlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga en líklegt er að þau framlög muni nú dragast verulega saman um tíma sem og margir aðrir tekjustofnar. Er því aldrei mikilvægara en nú að gæta ráðdeildar og forgangsraða með hagsmuni íbúa að leiðarljósi, lágmarka álögur sem lenda á herðum íbúanna og gera um leið sveitarfélagið að góðum búsetukosti til framtíðar.
Viljum við þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir góða vinnu og þökkum við sérstaklega gott samstarf við Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Ársreikningur fyrir árið 2019 ber vott um þá hagsæld sem verið hefur í þjóðfélaginu undanfarin ár. Þessi hagsæld ásamt góðri vinnu starfsmanna sveitarfélagsins sem við þökkum fyrir þeirra framlag, hefur skapað svigrúm sem hefði verið hægt að nota til þess að borga niður skuldir og búa vel til mögru áranna. Það hefur hinsvegar ekki verið gert heldur frekar farið í nýfjárfestingu og í raun bætt við skuldirnar umtalsvert. Sumar þessara fjárfestinga hafa verið umdeildar, og af mörgum taldar óþarfar.
Það má segja að ársreikningur fyrir árið 2019 marki ákveðin kaflaskil. Löngu hagvaxtarskeiði virðist lokið, og við taka erfiðari tímar, þar sem opinberar framkvæmdir verða enn mikilvægari og í raun nauðsynlegar fyrir atvinnulífið. Ekki tókst að borga niður skuldir á undangengnu hagvaxtarskeiði, og ekki er útlit fyrir að það verði vænlegt í þeirri niðursveiflu sem framundan er. Því hlýtur að þurfa að velta því fyrir sér, hvenær stendur til að borga niður skuldir?
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Byggðalista.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A- og B-hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 230 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á 115 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 728 milljónir króna. Framlegð eða EBITDA nam 12,2% hjá samstæðu og 9% í A-hluta. Rekstur sveitarfélagsins gekk því vel og var betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Handbært fé A- og B-hluta var í árslok 120 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 667 milljónum króna en nam 611 milljónum króna árið 2018, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 420 milljónir króna en nam 351 milljón króna árið 2018. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er nú 11,2% í hlutfalli við rekstrartekjur og hefur ósjaldan verið betra.

Skuldahlutfall samstæðu A- og B-hluta er 117,1% en var árið 2018 123,8%, án þess að dregið sé frá hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150% af reglulegum tekjum, en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum, er skuldaviðmið samstæðunnar nú 88,2% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum, og fer ört lækkandi. Skuldaviðmið sveitarfélagsins fyrir árið 2018 var þannig 94,2%, árið 2017 108,4%, árið 2016 114,5% og árið 2015 var skuldaviðmið sveitarfélagsins rúm 130%.

Í sveitarstjórnarlögum segir einnig að samanlögð heildarútgjöld sveitarfélaga til rekstrar vegna A- og B-hluta í reikningsskilum skuli á hverju þriggja ára tímabili ekki vera hærri en sem nemur samanlögðum reglulegum tekjum (jafnvægisreglan). Sveitarfélagið Skagafjörður stenst það viðmið sömuleiðis.

Miðað hefur verið við í fjárhagsáætlunum síðustu ára að ný lántaka sé ekki umfram það sem greitt er niður af lánum. Miðað hefur verið við að ný lántaka séu á milli 400-500 milljónir á ári hverju sem m.a. hefur verið notuð til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna sveitarfélagsins. Ný lántaka langtímalána árið 2019 nam um 422,5 milljónir króna en afborganir langtímalána voru 423,5 milljónir króna.

Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar samstæðunnar 563 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 578 milljónum króna. Til að setja skuldastöðu sveitarfélagsins í betra ljós og samhengi má benda á að það tæki sveitarfélagið átta ár að greiða niður allar skuldir sveitarfélagsins ef ekki yrði framkvæmt á sama tíma. Á árunum eftir hrun hafði það tekið um eða yfir 30 ár að gera sveitarfélagið skuldlaust. Ljóst er að mikill árangur hefur náðst.

Eignir samstæðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu um síðast liðin áramót rúmum 10,1 milljarði króna en voru í árslok 2018 rúmir 9,4 milljarðar króna.

Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Í þeim ólgusjó sem ríkið, sveitarfélög ásamt fjölmörgum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum ganga nú í gegn um í kjölfar þeirra efnahagslegu hamfara sem Covid 19 hefur haft á heimsbyggðina alla og við íbúar í Skagafirði höfum ekki farið varhluta af er sennilega aldrei mikilvægara en nú að hafa náð eins góðum tökum á fjármálum sveitarfélagsins og sá ársreikningur sem hér er kynntur ber með sér. Ljóst er að Sveitarfélagið Skagafjörður mun taka á sig högg vegna þessa líkt og öll önnur sveitarfélög landsins en það er jafn ljóst að við munum standa það af okkur enda bera kennitölur rekstrar þess merki að undirstöður eru sterkar og þola vel ágjöf sem þessa. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga og sennilega aldrei mikilvægara en nú að snúa vörn í sókn og sækja fram fyrir Skagafjörð, tækifærin eru okkar, möguleikarnir eru okkar.

Rekstur sveitarsjóðs er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.

Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðugleiki í rekstri. Þó er öllum ljóst að rekstur ársins 2020 verður krefjandi verkefni fyrir kjörna fulltrúa sem og starfsmenn sveitarfélagsins.

Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika og sækja fram fyrir Skagafjörð.

Undir þetta ritar meirihlutinn:
Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Axel Kárason, Regína Valdimarsdóttir, Gísli Sigurðsson

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2019 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með níu atkvæðum.

18.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 21

Málsnúmer 2002021FVakta málsnúmer

Fundargerð 21. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses, lögð fram til kynningar á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020.

19.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 22

Málsnúmer 2005006FVakta málsnúmer

Fundargerð 22. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses, frá 7. maí 2020 lögð fram til kynningar á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020.

20.Skagfirskar leiguíbúðir hses - 23

Málsnúmer 2005014FVakta málsnúmer

Fundargerð 23. fundar Skagfirskra leiguíbúða hses, frá 14. maí 2020, lögð fram til kynningar á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020.

21.Fundagerðir FNV 2020

Málsnúmer 2001006Vakta málsnúmer

Fundargerð skólanefndar FNV frá 8. maí 2020 lögð fram til kynningar á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020.

22.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

Fundargerðir 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 8. maí og 884. fundar frá 20. maí lagðar fram til kynningar á 399. fundi sveitarstjórnar 3. júní 2020

Fundi slitið - kl. 17:30.