Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

400. fundur 24. júní 2020 kl. 16:15 - 17:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir forseti
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Aðalsteinn Tryggvason
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Kristín Jónsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 917

Málsnúmer 2006001FVakta málsnúmer

Fundargerð 917. fundar byggðarráðs frá 3. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lögð fram til kynningar viðspyrna Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem kynnt hefur verið í fjölmiðlum og á heimasíðu sveitarfélagsins. Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Málið áður á dagskrá 914. fundar byggðarráðs þann 13. maí 2020. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. apríl 2020 frá Valdísi Hálfdánardóttur og Rúnari Þór Númasyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða nýta landspildu sem er norðan við Árhólsland. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar sem bókaði eftirfarandi: "Landbúnaðarnefnd leggst gegn því að landið verði selt en gerir ekki athugasemdir við að það verði leigt til landbúnaðarnota."
    Byggðarráð samþykkir að landið verði leigt til landbúnaðarnota og felur sveitarstjóra að auglýsa það.
    Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. 2020, þann 11. júní 2020, dagsett 29. maí 2020.
    Byggðarráð samþykkir að fela Þórdísi Friðbjörnsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lagt fram aðalfundarboð Eyvindarstaðaheiðar ehf., miðvikudaginn 10. júní 2020.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2005118 og dagsettur 16. maí 2020. Með umsókn dagsettri 08.05.2020 sækir Gústaf Gústafsson, f.h. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf., kt. 480520-0250, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í Hólaskóla, í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki. Fastanúmer 214-2788.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2002428 og dagsettur 20. maí 2020. Með umsókn dagsettri 10.02.2020 sækir Stefanía Hjördís Leifsdóttir, f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt. 680911-0530, um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í Félagsheimilinu Ketilás, 570 Fljót. Fastanr. 214-4081. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2004146 og dagsettur 20. maí 2020. Með umsókn dagsettri 06.04.2020 sækir Haukur B. Sigmarsson, f.h. Green Highlander, kt.471113-0340, um leyfi til að reka gististað í flokki IV að Deplum, 570 Fljót. Fastanr. 214-3908.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, úr máli 2005187 og dagsettur 25. maí 2020. Með umsókn dagsettri 07.05.2020 sækir Bjarni Kristófer Kristjánsson, f.h. Bjórsetur Íslands kt. 530314-0810, um leyfi til að reka krá, veitingaleyfi í flokki II, að Hólum í Hjaltadal, 551 Sauðárkróki. Fastanr.214-2751.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 25. maí 2020 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til sveitarstjórna landsins varðandi áhrif Covid-19 faraldurins á opinber fjármál. Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 28. maí 2020 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þar kemur fram að að búið er að leggja lokahönd á skýrslu starfshóps um brunamál fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og verður hún gefin út á næstu dögum. Aðgerðir til að efla umgjörð brunamála og brunavarna á Íslandi eru m.a. að stórefla brunavarnir og fjölga þeim sem sinna eftirliti með að lögum og reglum sé framfylgt á öllum stigum, allt frá byggingu mannvirkja til þjálfunar slökkviliða, rannsókna á orsökum og fræðslu til almennings. Svið brunaeftirlits og brunavarna verður flutt á starfsstöð HMS á Sauðárkróki og stöðugildum sviðsins fjölgað í átta. Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 917 Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing milli ríkisstjórnar Íslands og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði. Bókun fundar Afgreiðsla 917. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 918

Málsnúmer 2006009FVakta málsnúmer

Fundargerð 918. fundar byggðarráðs frá 10. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 918 Lögð fram umsókn dagsett 2. júní 2020 frá Sótahnjúk ehf. um rekstur sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum.
    Byggðarráð tekur jákvætt í umsóknina og felur sveitarstjóra að boða forsvarsmenn á næsta fund ráðsins til viðræðna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 918. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 918 Lagt fram bréf dagsett 3. júní 2020 frá Öryggisfjarskiptum ehf. þar sem óskað er eftir því að fá að staðsetja forsmíðað smáhýsi undir vararafstöð við suðurgafl Miðgarðs - menningarhúss, til þess að raffæða farsímasenda sem eru í Miðgarði og leggja nauðsynlegar raflagnir þar að lútandi.
    Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila framkvæmdina og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
    Bókun fundar Afgreiðsla 918. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 918 Lagður fram tölvupóstur úr máli 2005118 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 26.05.2020. sækir Gústaf Gústafsson, f.h. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf., kt. 480520-0250, um leyfi til að reka gististað í flokki II, 8 íbúðir að Geitagerði 2, 551 Sauðárkróki.
    Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 918. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 918 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. maí 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2020, "Drög að reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða". Umsagnarfrestur er til og með 18.06.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 918. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 918 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. júní 2020 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2020, "Reglugerð um neyslurými". Umsagnarfrestur er til og með 30.06.2020. Bókun fundar Afgreiðsla 918. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 919

Málsnúmer 2006019FVakta málsnúmer

Fundargerð 919. fundar byggðarráðs frá 16. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 919 Undir þessum dagskrárlið tóku forsvarsmenn Sótahnjúks ehf. Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Þór Árnason þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útbúa drög að samningi um leigu og umsjón sundlaugarinnar að Sólgörðum við Sótahnjúk ehf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 919. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 919 Lagður fram lóðarleigusamningur um Lóð 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki milli Ljónagryfjunnar ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Landnúmer 144009.
    Byggðarráð sem einnig er stjórn eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.
    Bókun fundar Afgreiðsla 919. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 919 Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar ákvörðun félags- og barnamálaráðherra um fjölgun starfa hjá brunamálasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki. Slíkt er í anda stjórnarsáttmála ríkistjórnar Katrínar Jakobsdóttur um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og kemur jafnframt fram í ríkistjórnarsamþykkt þar um.
    Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
    Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson leggur til að bókun byggðarráðs verði gerð að bókun sveitarstjórnar.
    Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar ákvörðun félags- og barnamálaráðherra um fjölgun starfa hjá brunamálasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki. Slíkt er í anda stjórnarsáttmála ríkistjórnar Katrínar Jakobsdóttur um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og kemur jafnframt fram í ríkistjórnarsamþykkt þar um. Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar. Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
    Afgreiðsla 919. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 919 Lagður fram til kynningar ársreikningur Eyvindarstaðaheiðar ehf. fyrir 2019. Bókun fundar Afgreiðsla 919. fundar byggðarráðs staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

4.Fræðslunefnd - 156

Málsnúmer 2006010FVakta málsnúmer

Fundargerð 156. fundar fræðslunefndar frá 9. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Axel Kárason kynnti fundargerð. Jóhanna Ey Harðardóttir, Bjarni Jónsson, Axel Kárason, Ólafur Bjarni Haraldsson, Álfhildur Leifsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson tóku til máls.

Fulltrúar VG, sátu hjá við afgreiðslu liðar 4.1.
  • Fræðslunefnd - 156 Á fundi sínum þann 30. janúar 2020 samþykkti fræðslunefnd að bjóða út hádegisverð fyrir Ársali og Árskóla í einu lagi. Lögum samkvæmt fór útboðið fram á Evrópska efnahagssvæðinu og annaðist Consensa útboðsþjónusta umsýslu og auglýsingu útboðsins f.h. sveitarfélagsins. Tilboð voru opnuð þann 22. maí s.l. og bárust tvö tilboð í verkið.
    Niðurstaða:
    Stá ehf. 508 krónur hver máltíð.
    Grettistak veitingar. 570 krónur hver máltíð.
    Fræðslunefnd samþykkir að taka tilboði Stá ehf. og felur sviðsstjóra að ganga frá samningum þar að lútandi.
    Auður Björk Birgisdóttir, fulltrúi Vg og óháðra, óskar bókað að hún taki ekki afstöðu til málsins.


    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
    VG og óháð stóðu ekki að þessu útboði á mat og sjá á því fjölmarga ágalla. Sömuleiðis stendur framboðið ekki að niðurstöðu nefndarinnar um þá samninga sem gerðir verða í framhaldi þessa útboðs.
    Fulltrúi VG og óháðra lagði fram tillögu þess efnis að eldað yrði frá grunni í eldhúsum allra grunn- og leikskóla héraðsins í nóvember 2018. Var þeirri tillögu fylgt eftir með fyrirspurn um kostnað við að elda frá grunni miðað við kostnað við aðkeyptan mat í janúar 2019. Sýndi sá útreikningur umtalsverðan sparnað við að elda frá grunni miðað við aðkeyptan mat. Það virðist vera samhljómur um að elda frá grunni sé bæði hagstæðara og betur til þess fallið að tryggja að hráefni, eldun og framreiðsla sé í samræmi við ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og í samræmi við ákvörðun Sveitarfélagsins Skagafjarðar að gerast aðili að Heilsueflandi samfélagi. Því mætti ætla að elda mat frá grunni fyrir alla grunn- og leikskóla Skagafjarðar væri besti kosturinn. Engu að síður var útboð um aðkeyptan mat til þriggja ára niðurstaða meirihluta og Byggðarlista þó svo að rúmlega eitt og hálft ár hafi verið til undirbúnings nauðsynlegra breytinga til að hægt væri að elda frá grunni.

    Í undirbúningi útboðs sem samþykkt var af meirihluta og Byggðarlista hefði verið mikilvægt að hafa meira samráð við viðkomandi skóla varðandi umgjörð útboðsins hvað varðar t.d. fjölbreytni og gæði matar og aðrar áherslur sem þeim þætti skipta máli.

    Við sitjum því hjá við afgreiðslu þessa máls.

    Álfhildur Leifsdóttir
    Bjarni Jónsson

    Afgreiðsla 156. fundar fræðslunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með sjö atkvæðum.
  • Fræðslunefnd - 156 Jóhanna Ey Harðardóttir, fulltrúi Byggðalista, leggur fram tillögu að ályktun og óskar eftir stuðningi nefndarinnar við hana.
    Ályktun um skólaakstur í grunnskóla Nr. 656/2009
    Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á stjórnvöld að setja öryggi barna á grunnskólaaldri í forgang í allri ákvarðanatöku hvað varðar skólaakstur í grunnskóla. Óskar nefndin eftir að reglugerð um skólaakstur í grunnskóla nr. 656/2009. verði tekin til endurskoðunar með tilliti til atriða sem tilgreind eru hér að neðan:
    1.
    Samkvæmt 2. Gr Reglna um skólaakstur í grunnskóla ( Nr. 656/2009 ), er sveitarfélögum skylt að bera kostnað og ábyrgð á öryggi, velferð og hagsmunum nemenda í skólaakstri og að uppfylltar séu kröfur laga og reglugerða um umferðaröryggi.
    Fræðslunefnd fer fram á að heimild sveitarfélaga verði gerð skýrari hvað varðar framfylgd reglna er varða öryggi, velferð og hagsmuni nemenda á grunnskólaaldri. Að sett verði lágmarks viðmið um þekkingu og heilsufarslegt ástand bílstjóra svo öryggi nemenda á skólaaldri verði eins og best er á kosið.
    2.
    Samkvæmt 6. gr um skólaakstur í grunnskóla ( Nr. 656/2009 ) skal bifreiðastjóri skólabifreiða hafa aukin ökuréttindi og hafa sótt skyndihjálparnámskeið og önnur þau námskeið sem sérstaklega eru ætluð bifreiðastjórum fólksflutningabíla.
    Ef litið er á reglugerð um leigubifreiðar 3. Gr. ( Nr. 397/2003), þá er Vegagerðinni gert skylt að halda námskeið fyrir þá umsækjendur um atvinnuleyfi, sem fullnægja tilskyldum skilyrðum. Jafntframt skal Vegagerðin halda námskeið fyrir forfallabílstjóra sem fullnægja tilskyldum skilyrðum. Vegagerðin skipuleggur slíkt námskeið, ákveður kennslutilhögun, námsefni, prófreglur og námskeiðsgjald. Bifreiðastjóri skal, sé þess óskað, leggja fram læknisvottorð frá trúnaðarlækni Vegagerðarinnar sem staðfestir starfshæfni hans með tilliti til heilsufars.
    Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar fer fram á að sett verði skilyrði um að bílstjórar skólabifreiða undirgangist námskeið líkt og bílstjórar leigubifreiða er skylt að undirgangast og jafnframt verði sveitarfélögum heimilt að kalla eftir læknisvottorði hjá trúnaðarlækni sveitarfélagsins ef þess gerist þörf.
    3.
    Í 8 .gr. um skólaakstur í grunnskóla ( Nr. 656/2009 ) kemur fram að telji foreldri einhverju áfátt í fyrirkomulagi skólaaksturs eða að á rétti barnsins sé brotið getur það leitað leiðréttingar hjá sveitarstjórn eða hlutaðeigandi skólastjóra.
    Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir því að gerð verði skýrari heimildir sveitastjórnar og / eða hlutaðeigandi sveitarstjóra um að krefjast ítarlegra upplýsinga eða yfirlýsingar frá lækni eða öðrum sérfræðingi, þannig að hæfi bílstjóra verði metið út frá læknisfræðilegri rannsókn. Eins og fram kemur í 2.gr. reglugerðar nr. 656/2009 bera sveitarfélög ábyrgð á öryggi og velferð barna í skólaakstri í grunnskóla og teljum við því réttast að þessi heimild liggi hjá sveitarfélögunum.
    Fræðslunefnd tekur heilshugar undir ályktunina og samþykkir að fela sviðsstjóra að senda hana mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Nefndin ítrekar að málið hefur verið á dagskrá hennar áður og mikilvægt að eyða óvissu um heimildir sveitarfélaga gangvart ábyrgð á skólaakstri grunnskólabarna.

    Bókun fundar Afgreiðsla 156. fundar fræðslunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

5.Landbúnaðarnefnd - 211

Málsnúmer 2006017FVakta málsnúmer

Fundargerð 211. fundar landbúnaðarnefndar frá 15. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðarnefnd - 211 Lögð fram tillaga um að Björn Ólafsson, Krithóli taki við af Gunnari Valgarðssyni, Tunguhlíð, sem fjallskilastjóri. Gunnar verður áfram í fjallskilastjórn.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afreiðslu málsins til liðar nr. 20 "Seyludeild, framhluti og Lýtingsstaðadeild, breyting 2020". Samþykkt samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd - 211 Rætt um lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu. Bókun fundar Afgreiðsla 211. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 211 Undir þessum dagskrárlið komu ráðnir refa- og minkaveiðimenn til viðræðu um tilhögun veiða ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 211. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 374

Málsnúmer 2006008FVakta málsnúmer

Fundargerð 374. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 4. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 374 Vinnufundur um endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Skipulagsnefnd mætti til fundar í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar á Akureyri, að Miðhúsavegi 1. Mættir á fundinn f.h. Vegagerðarinnar, Margrét Silja Þorkelsdóttir og Gunnar H. Guðmundsson.
    Skipulagsnefndarmenn mættir, Einar E. Einarsson, Regína Valdimarsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi auk skipulagsráðgjafa Stefáni Gunnari Thors sem var tengdur fjarfundabúnaði og fór yfir málefnin á PowerPoint glærum.
    Farið yfir eftirfarandi málefni:
    Breytingum á stofnvegum: Varmahlíð
    Öryggisráðstafanir: Gatnamót á Króknum og Hofsósi
    Jarðgögn
    Tenging um Kjálka
    Reiðvegir almennt og þverun á vegum fyrir hestamenn
    Áningarstaðir fyrir ferðamenn
    Námur
    Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

7.Skipulags- og byggingarnefnd - 375

Málsnúmer 2006011FVakta málsnúmer

Fundargerð 375. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 8. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 375 Vinnufundur um endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035
    Skipulagsnefnd mætti til fundar að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki.
    Mættir á fundinn f.h. ferðaþjónustuaðila í Skagafirði, Evelyn Ýr Kuhne.
    Þá mættu f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar þau Sigfús Ólafur Guðmundsson Verkefnastjóri, atvinnu-kynningar og menningarmála og Heba Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
    Skipulagsnefndarmenn mættir, Einar E. Einarsson, Regína Valdimarsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Axel Már Sigurbjörnsson, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi auk skipulagsráðgjafa Stefáni Gunnari Thors sem var tengdur fjarfundabúnaði.

    Farið var yfir eftirfarandi:
    Uppbygging ferðaþjónustu.
    Áherslur í ferðaþjónustu.
    Styrkleikar/sérstaða og tækifæri í ferðaþjónsustu.
    Áhugaverðir áningarstaðir.
    Uppbygging ferðamannastaða.
    Merkingar og uppbygging vega og aðkomu.
    Hvað þarf til að ferðaþjónsuta haldi áfram að dafna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 375. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

8.Skipulags- og byggingarnefnd - 376

Málsnúmer 2006014FVakta málsnúmer

Fundargerð 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Skipulags- og byggingarnefnd ásamt skipulagsráðgjafa Stefáni Gunnari Thors tók til umræðu skilmála og kvaðir er varða landbúnaðarsvæði, landspildur og vegna frístundalóða/frístundahúsasvæða.
    Skipulagsnefnd fór yfir byggingarskilmála og fleira tengt landbúnaðarsvæðum og frístundasvæðum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Jóhann Guðbrandsson kt. 260857-4879, þinglýstur eigandi Engihlíðar 1, (landnr. 226360) óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit undir frístundahús á landinu samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu. Aðkoma að húsinu verður frá sameiginlegu bílastæði norðan við vatnstank Skagafjarðarveitna.
    Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 779902, dags. 14. maí 2020.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Barbara Wenzl kt. 250180-2179 og Ingvar Daði Jóhannsson kt. 060982-5979, þinglýstir eigendur Engihlíðar 2, (landnr. 226361) óska eftir leyfi fyrir byggingarreit undir frístundahús á landinu samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu. Aðkoma að húsinu verður frá sameiginlegu bílastæði norðan við vatnstank Skagafjarðarveitna. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 779902, dags. 14. maí 2020.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Anna Pála Þorsteinsdóttir kt. 190347-7299 og Hallgrímur Þór Ingólfsson kt. 230946-2489, þinglýstir eigendur jarðarinnar Kjartansstaða, landnúmer 145985, óska eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á hnitsettum, ytri merkjum jarðarinnar. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing. Þá óska landeigendur eftir heimild til að skipta jörðinni Kjartansstaðir í tvo jafnstóra hluta með því að skipta 57,4 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Kjartansstaðir 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 714723 útg. 20. apríl 2020. Afstöðuppdráttur og forsenduskjal voru unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Engin fasteign er innan útskiptrar spildu.
    Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Kjartansstöðum, landnr. 145985.
    Hlunnindi vegna Húseyjakvíslar, sem og önnur hlunnindi, skiptast jafnt á milli Kjartansstaða, L145985, og útskiptrar spildu.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Guðbjartur Á Ólafsson kt. 121248-2399, f.h. Guðnýjar Friðfinnsdóttur kt. 201084-2539 og Drengs Óla Þorsteinssonar kt. 270981-3999, sækir um leyfi til að endurbyggja burðarvirki auk klæðninga, auk þess að hækka geymsluhús að Skagfirðingabraut 10, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Elvar Már Jóhannson leggur fram fyrirspurn til skipulags- og byggingarnefndar, um hvort leyfi fáist til að byggja upp núverandi þak á bílskúr, að Víðihlíð 27 á Sauðárkróki. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi flötu þaki verði lyft og byggt upp sem valmaþak, samkvæmt meðfylgjandi þvívíddarteikningum.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Guðmundur Björnsson kt. 160757-7019, þinglýstur eigand jarðarinnar Dalsmynnis, landnúmer 146405 óskar eftir heimild til að skipta 32,6 ha úr landi jarðarinnar, sem „Dalsmynni 1“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 718502 útg. 26. maí 2020. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
    Engin fasteign er á umræddu landi. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Dalsmynni, landnr. 146405. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
    Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Gunnar Kr. Sigmundsson verkefnastjóri hjá Olíudreifingu ehf. Kt. 660695-2069 leggur fram umsókn um leyfi til að fjarlægja eftirfarandi fasteignir sem staðsettar eru sem birgðastöð félagsins við Eyrarveg á Sauðárkróki: a) 622,4m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T00824, Fastanr. 213 1421. Mhl 01-010101 b) 161,9m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0020, Fastanr. 213 1421. Mhl 07-010101 c) 358,2m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0021, Fastanr. 213 1421. Mhl 04-010101 d) 537,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0083, Fastanr. 213 1421. Mhl 02-010101 e) 466,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0162, Fastanr. 213 1421. Mhl 03-0101 f) 16,8m2 geymsluhúsnæði, fastanr. 213 1421. Mhl 05-0101 g) 5,6m2 dæluhús fastanr. 213 1421. Mhl 06-0101 Þá er óskað eftir leyfi til að fjarlægja allar ofanjarðar eldsneytislagnir stöðvarinnar. Allt lagnakerfi frá bryggju inn að stöð verður tæmt af eldsneyti og lagnir hreinsaðar. Ekki er gert ráð fyrir að fjarlægja lagnir sem eru neðanjarðar. Öryggisgirðing umhverfis svæðið verður ekki fjarlægð að svo stöddu.

    Fyrir liggur greinargerð frá Olíudreifingu þar sem fram kemur áætlun um meðhöndlun jarðvegs í kjölfar fjarlægingu tanka og kemur m.a. fram að Umhverfisstofnun mun hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá liggur fyrir samþykki sérfræðings og sviðsstjóra Umhverfisstofnunar dags. 8. maí 2020.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012 og nær framkvæmdaleyfið til fjarlægingu geymslutanka á svæðinu. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi starfsleyfi til niðurrifs á tönkum sbr. reglugerð nr.550-2018.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 "Birgðastöð Olíudreifingar við Eyrarveg Umsókn um að fjarlægja mannvirki". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Sigurgísli E. Kolbeinsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga sækir um leyfi til breytinga á Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Verkís verkfræðistofu. Breytingin fellst í að húsnæðinu verður breytt í gistiheimili í notkunarflokk 4. Gert er ráð fyrir 18 herbergjum með rými fyrir allt að 63 manns í gistingu.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Varðandi bílastæði utan lóðar er umsækjanda bent á að leita þurfi samninga við landeiganda. Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Birgðastöð Olíudreifingar við Eyrarveg Umsókn um að fjarlægja mannvirki". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Forsvarsmenn Hestamannafélagsins Skagfirðings, leggja fram tillögu og ósk um aukið landrými fyrir nýtt hverfi undir hesthús á Flæðum, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Óskað er eftir að afmörkun svæðis undir nýja hesthúsabyggð verði færð inn á tillöguuppdrátt endurskoðaðs Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og vísar tillögu að afmörkun fyrir nýtt svæði hesthúsabyggðar til endurskoðunar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 376 Bókun fundar Afgreiðsla 376. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

9.Skipulags- og byggingarnefnd - 377

Málsnúmer 2006020FVakta málsnúmer

Fundargerð 377. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 16. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 377 Skipulags og byggingarnefnd leggur fram til kynningar hjá sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, tillögu að nýju endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð 2020-2035.
    Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi (VSO) fór yfir helstu breytingar frá gildandi aðalskipulagi og nýjar áherslur í tillögu að nýju endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Þá var kynnt ný tímaáætlun á kynningar og skipulagsferli vegna tillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Góðar umræður áttu sér stað við kynningu tillögunnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 377. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 378

Málsnúmer 2006022FVakta málsnúmer

Fundargerð 378. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 22. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 378 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 18. nóvember 2019 lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, samkvæmt 1.mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin var í kjölfarið kynnt og auglýst skv. sömu grein laga.
    Nú er lögð fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf.
    Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki að tillagan verði kynnt 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 378 Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149, f.h. Ljónagryfjunnar ehf. kt. 520407-0730, sækir um leyfi til að byggja við núverandi hlöðu á lóð 70 við Sauðárhlíð, L144009, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Stoð ehf. verkfræðistofu. Til stendur að byggja upp veitingastað, sem mun hafa tengingu við útivistarsvæði í nágrenni auk annarra stofnana á svæðinu. Engin almenn bílaumferð mun verða leyfð að húsinu, nema fyrir aflestun/vörumóttöku aðfanga og bílstæði fyrir hreyfihamlaða.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi til samræmis við fyrirliggjandi gögn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 378 Davíð Logi Jónsson kt. 300188-2819 og Embla Dóra Björnsdóttir kt. 290486-2629 eigendur lögbýlisins Egg L146368 leggja fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar nytjaskógræktunar á um 22,0ha svæði í landi jarðarinnar. Um er að ræða stækkun á svæði sem í hefur verið gróðursett samtals 34 ha. Heildarstærð skógræktarsvæðis verður því um 56.0ha. Umrætt svæði er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem landbúnaðarland. Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu málsins 24.3.2020, þar sem ekki lágu fyrir umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
    Þær umsagnir liggja nú fyrir, og hefur svæðið verið minnkað um 3-4 ha.
    Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi til samræmis við reglugerð nr.772/2012.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 "Egg 146368 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar". Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 378 Stefán Þór Kristinsson kt. 170786-2979 í fullu umboði þinglýstra eigenda Hóla í Fljótum L 146816, sækir um leyfi til að stofna 2,18ha lóð, samkvæmt meðfylgjandi gögnum unnum af Pro-Ark teiknistofu. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Alsæla. Engin hlunnindi jarðarinnar Hóla fylgja með lóðinni. Lögbýlisréttur fylgir áfram hólum L146816. Kvöð verður um aðkomu að lóðinni um núverandi veg að sumarhúsi mhl 06, sem er á jörðinni. Ætlunin er að reisa íbúðarhús og bílgeymslu á lóðinni.
    Sipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 378. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 169

Málsnúmer 2006005FVakta málsnúmer

Fundargerð 169. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 4. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 169 Farið yfir málið með verkefnastjóra og rýnt. Sviðsstjóri mun fylgja málinu eftir og hefja undirbúning framkvæmda. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 169 Málaefnið lagt fyrir og rætt. Þetta mál verður tengt og unnið samhliða fyrirhuguðum framkvæmdum við bílaplan við sundlaugina sumarið 2020. Ara þakkað fyrir ábendingarnar. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 169 Nefndin þakkar gott boð og góðar ábendingar. Hönnun liggur ekki fyrir á svæðinu. Sviðsstjóra er falið að hafa samband við viðkomandi aðila og fara yfir málið. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 169 Nefndin lýsir ánægju með vel heppnað umhverfisdaga og þakkar góða þátttöku. Átakinu á iðnaðarsvæðinu verður framhaldið. Nú þegar hafa jákvæðar breytingar átt sér stað og hvetjum við fólk og fyirtæki til að halda áfram á sömu braut. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 169 Málið kynnt og skipulagning og hönnun er í gangi og sviðsstjóra er falið að halda vinnuni áfram með Kiwanesklúbbnum Freyju. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 169 Sviðsstjóri upplýsir nefndina um stöðu mála. Nefndin biður sviðsstjóra að halda sér áfram upplýstri um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

12.Veitunefnd - 68

Málsnúmer 2006006FVakta málsnúmer

Fundargerð 68. fundar veitunefndar frá 4. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Veitunefnd - 68 Ekki tókst að ljúka við frágang vegna veðurfars. Sviðstjóra falið að sjá til þess að frágangur verði í samræmi við samninga. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar veitunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 68 Fyrirspurnin var lögð fyrir og rædd. Þessi framkvæmd er ekki á fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og því ekki hægt að framkvæma árið 2020. Sviðsstjóra var falið að meta kostnað og veita frekari upplýsingar. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar veitunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 68 Fyrirhugaður fundur er með Fjarskiptasjóði föstudaginn 12. júní.
    Falið er sviðsstjóra og sveitarstjóra að ræða við Fjarskiptasjóð um stöðu verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar veitunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 68 Málið lagt til kynningar. Málinu vísað afram til Sviðsstjóra. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar veitunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 68 Óskað verður eftir fundi við Mílu um mögulegt samstarf um lagningu ljósleiðara með Neyðarlínunni um Þverárfjallsleið og Einhyrning. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar veitunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 68 Sviðsstjóra falið að vinna að undirbúning og framkvæmd að bæjum í Vallhólma og jafnfræmt að ræða við Akrahrepp um kostnað við tengingu við bæji innan sveitarfélagsmarka Akrahrepps. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar veitunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 68 Farið yfir niðurstöður útboðs og sviðsstjóra falið að ganga til samninga um verkið við Vinnuvélar Símonar ehf. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar veitunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.
  • Veitunefnd - 68 Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdina og þakkar öllum sem koma að verkinu fyrir vel unnin störf. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar veitunefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.

13.Aðalgata 1 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 2006111Vakta málsnúmer

Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir umsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012, frá Ingimar Jóhannssyni, kt. 091049-4149, f.h. Sauðárkrókskirkju, um leyfi til að byggja skábraut til bráðabirgða við Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, ásamt því að laga aðgengismál Safnaðarheimilisins.

Fyrirhugaðar framkvæmdir eru afturkræfar og brjóta ekki í bága við skipulagsáætlanir á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.

Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd í tvær vikur áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.

14.Aðalgata 16B - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2005053Vakta málsnúmer

Vísað frá 376. fundi Skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní. Hjá byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir umsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerð nr. 112/2012, frá Sigurgísla E. Kolbeinssyni, kt. 151157-4919, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, eigenda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, um leyfi til að breyta húsnæðinu sem áður hýsti minjasafn í gistiheimili.

Fyrirhugaðar framkvæmdir samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu og framlagðir uppdrættir uppfylla ákvæði laga og reglugerða.

Þar sem fyrirhuguð framkvæmd og húsnæði er varðar framkvæmdina er innan verndarsvæðis í byggð, með vísan í 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda. Þannig er almenningi og hagsmunaaðilum veitt tækifæri til að koma sjónarmiðum og athugasemdum á framfæri við sveitarstjórn áður en ákvörðun er tekin um framkvæmdina.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhugðu framkvæmd í tvær vikur áður en tekin er ákvörðun um leyfi til framkvæmda.

15.Birgðastöð Olíudreifingar við Eyrarveg 143293 Umsókn um að fjarlægja mannvirki.

Málsnúmer 2003095Vakta málsnúmer

Vísað frá 376. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 11. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Gunnar Kr. Sigmundsson verkefnastjóri hjá Olíudreifingu ehf. Kt. 660695-2069 leggur fram umsókn um leyfi til að fjarlægja eftirfarandi fasteignir sem staðsettar eru sem birgðastöð félagsins við Eyrarveg á Sauðárkróki: a) 622,4m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T00824, Fastanr. 213 1421. Mhl 01-010101 b) 161,9m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0020, Fastanr. 213 1421. Mhl 07-010101 c) 358,2m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0021, Fastanr. 213 1421. Mhl 04-010101 d) 537,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0083, Fastanr. 213 1421. Mhl 02-010101 e) 466,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0162, Fastanr. 213 1421. Mhl 03-0101 f) 16,8m2 geymsluhúsnæði, fastanr. 213 1421. Mhl 05-0101 g) 5,6m2 dæluhús fastanr. 213 1421. Mhl 06-0101 Þá er óskað eftir leyfi til að fjarlægja allar ofanjarðar eldsneytislagnir stöðvarinnar. Allt lagnakerfi frá bryggju inn að stöð verður tæmt af eldsneyti og lagnir hreinsaðar. Ekki er gert ráð fyrir að fjarlægja lagnir sem eru neðanjarðar. Öryggisgirðing umhverfis svæðið verður ekki fjarlægð að svo stöddu. Fyrir liggur greinargerð frá Olíudreifingu þar sem fram kemur áætlun um meðhöndlun jarðvegs í kjölfar fjarlægingu tanka og kemur m.a. fram að Umhverfisstofnun mun hafa eftirlit með framkvæmdinni. Þá liggur fyrir samþykki sérfræðings og sviðsstjóra Umhverfisstofnunar dags. 8. maí 2020. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012 og nær framkvæmdaleyfið til fjarlægingu geymslutanka á svæðinu. Gerður er fyrirvari um að fyrir liggi starfsleyfi til niðurrifs á tönkum sbr. reglugerð nr.550-2018.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, þegar starfsleyfi liggur fyrir.

16.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Vísað frá 378. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 18. nóvember 2019 lýsingu vegna endurskoðunar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, samkvæmt 1.mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin var í kjölfarið kynnt og auglýst skv. sömu grein laga. Nú er lögð fram skipulagstillaga til kynningar skv. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er unnin af VSO Ráðgjöf ehf. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki að tillagan verði kynnt 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum að tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 , unnin af VSO, verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að sjá um að kynna tillöguna almenningi með íbúafundum og að auglýsa/kynna tillöguna í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

17.Egg 146368 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

Málsnúmer 2002260Vakta málsnúmer

Vísað frá 378. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 22. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Davíð Logi Jónsson kt. 300188-2819 og Embla Dóra Björnsdóttir kt. 290486-2629 eigendur lögbýlisins Egg L146368 leggja fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar nytjaskógræktunar á um 22,0ha svæði í landi jarðarinnar. Um er að ræða stækkun á svæði sem í hefur verið gróðursett samtals 34 ha. Heildarstærð skógræktarsvæðis verður því um 56.0ha. Umrætt svæði er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem landbúnaðarland. Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu málsins 24.3.2020, þar sem ekki lágu fyrir umsagnir frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni. Þær umsagnir liggja nú fyrir, og hefur svæðið verið minnkað um 3-4 ha. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi til samræmis við reglugerð nr.772/2012.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

18.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2020-2024

Málsnúmer 2006197Vakta málsnúmer

Vísað frá 920. fundi byggðarráðs frá 24. júní 2020 þannig bókað:
Lögð fram beiðni númer fimm um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020. Helstu breytingarnar eru gerðar vegna óvenju mikils snjómoksturs á árinu og er óskað eftir hækkun fjárheimilda um 29 mkr. vegna þess. Áætlað tekjutap á vormánuðum vegna Covid-19 í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla, sundlaugum og íþróttahúsum er 24.190 þús.kr. Aðrar breytingar í ýmsum málaflokkum nema samtals 2.010 þús.kr. Einnig er fjárfestingafé eignasjóðs aukið um 51,5 mkr. Lagt er til að mæta þessum útgjöldum með lántöku að fjárhæð 106.700 þús.kr. Byggðarráð samþykkir að vísa viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Sumarleyfi sveitarstjórnar 2020

Málsnúmer 2006044Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar bar upp eftirfarandi tillögu:
Undirrituð leggur til að byggðarráð fái heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 1. júlí 2020 til og með 12. ágúst 2020.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu greiddum atkvæðum.

20.Seyludeild, framhluti og Lýtingsstaðadeild, breyting 2020

Málsnúmer 2006123Vakta málsnúmer

Vísað frá 211. fundi landbúnaðarnefndar frá 15. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað.
Lögð fram tillaga um að Björn Ólafsson, Krithóli taki við af Gunnari Valgarðssyni, Tunguhlíð, sem fjallskilastjóri. Gunnar verður áfram í fjallskilastjórn. Landbúnaðarnefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Tillagan borin upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.

21.Endurtilnefning varamanns í kjörstjórn í Fljótum

Málsnúmer 2005101Vakta málsnúmer

Endurtilnefning varamanns í kjörstjórn í Fljótum í stað Sigurbjargar Bjarnadóttur sem er flutt úr héraðinu. Forseti gerir tillögu um Katrínu Sigmundssdóttur.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast hún því rétt kjörin.

22.Kosning í byggðarráð 2020

Málsnúmer 2006048Vakta málsnúmer

Kosning fulltrúa í byggðarráð til eins árs í senn frá og með 1. júlí 2020. Þrír aðalmenn og þrír til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Sigurðsson og Ólafur Bjarni Haraldsson.
Varamenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Regína Valdimarsdóttir og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

23.Kjör formanns og varaformanns byggðarráðs 2020

Málsnúmer 2006049Vakta málsnúmer

Kosning formanns og varaformanns í byggðarráð til eins árs frá og með 1. júlí 2020. Forseti bar fram tillögu um Gísla Sigurðsson sem formann og Stefán Vagn Stefánsson sem varaformann. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þeir því rétt kjörnir.

24.Tilnefning áheyrnarfulltrúa í byggðarráð 2020

Málsnúmer 2006050Vakta málsnúmer

Tilnefning áheyrnarfulltrúa í byggðarráð til eins árs frá og með 1. júlí 2020. Forseti bar fram tillögu um áheyrnarfulltrúa og einn til vara. Aðalmaður Bjarni Jónsson og til vara Álfhildur Leifsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

25.Kosning skrifara sveitarstjórnar 2020

Málsnúmer 2006051Vakta málsnúmer

Kosning skrifara sveitarstjórnar frá og með 1. júlí 2020.
Tveir aðalmenn og tveir til vara til eins árs. Forseti bar upp tillögu um skrifara sveitarstjórnar, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Gísli Sigurðsson.
Varamenn: Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau því rétt kjörin.

26.Kosning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar 2020

Málsnúmer 2006046Vakta málsnúmer

Kosning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar til eins árs frá og með 1. júlí 2020. Forseti bar upp tillögu um Regínu Valdimarsdóttur sem fyrsta varaforseta.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.

27.Kosning annars varaforseta sveitarstjórnar 2020

Málsnúmer 2006047Vakta málsnúmer

Kosning annars varaforseta sveitarstjórnar til eins árs frá og með 1. júlí 2020. Foreti bar upp tillögu um Jóhanna Ey Harðardóttir sem annan varaforseta sveitarstjórnar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.

28.Kosning forseta sveitarstjórnar 2020

Málsnúmer 2006045Vakta málsnúmer

Kosning forseta sveitarstjórnar til eins árs frá og með 1. júlí 2020. Forseti sveitarstjórnar, bar upp tillögu um Stefán Vagn Stefánsson sem forseta sveitarstjórnar.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hann því rétt kjörinn.

29.Fundagerðir stjórnar SÍS 2020

Málsnúmer 2001002Vakta málsnúmer

885. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní 2020 lögð fram til kynningar á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020.

Fundi slitið - kl. 17:20.