Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

418. fundur 30. nóvember 2021 kl. 16:15 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson forseti
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir aðalm.
  • Axel Kárason aðalm.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Regína Valdimarsdóttir 1. varaforseti
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir 1. varam.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Regína Valdimarsdóttir tekur þátt í fundi í gegnum fjarfundabúnað.
Í upphafi lagði forseti til að taka fyrir með afbrigðum mál 2002030 "Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi" Samþykkt samhljóða.

1.Sameining sveitarfélaga

Málsnúmer 2104151Vakta málsnúmer

Í september 2021 samþykktu sveitarstjórnir Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til sveitarstjórna með skilabréfi dags. 26. nóvember og greinargerðinni Skagfirðingar-stöðugreining og forsendur dags. 26. nóvember 2021.
Samstarfsnefndin hefur komið saman á 10 bókuðum fundum. Hrefna Jóhannesdóttir oddviti Akrahrepps var kjörin formaður nefndarinnar. Samstarfsnefnd átti víðtækt samráð við íbúa og starfsfólk sveitarfélaganna við undirbúning og vinnslu verkefnisins. Birtar voru upplýsingar á vinnslustigi á vefsíðunni skagfirdingar.is og sjónarmiða íbúa leitað á íbúafundum. Tillaga samstarfsnefndar er m.a. byggð á hugmyndum og ábendingum sem komu fram í því samráðsferli.
Með vísan til þeirrar vinnu sem fram hefur farið, samráð við íbúa og starfsfólk er það álit nefndarinnar að sameining Skagfirðinga í eitt sveitarfélag hafi fleiri kosti en galla. Sameiningu sveitarfélaganna fylgja áskoranir sem nefndin telur að hægt sé að mæta með útfærslu stjórnskipulags þar sem íbúar fái meiri tækifæri til beinnar þátttöku í ákvarðanatöku.
Að mati nefndarinnar mun sameining sveitarfélaganna hafa í för með sér aukna fjárfestingagetu og stuðla að hraðari uppbyggingu í Varmahlíð. Sveitarfélag allra Skagfirðinga mun hafa sterkari rödd við að koma hagsmunum íbúa og atvinnulífs í Skagafirði á framfæri við stjórnvöld. Öflugt sveitarfélag með einfalda og skilvirka stjórnsýslu, sem leitar eftir sjónarmiðum íbúa með skipulögðum hætti getur bætt búsetuskilyrði og veitt framúrskarandi þjónustu til framtíðar.
Lagt er til að atkvæðagreiðsla fari fram laugardaginn 19. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum. Jafnframt leggur nefndin til að samstarfsnefnd verði falið að undirbúa atkvæðagreiðslu og kynna tillöguna og helstu forsendur fyrir íbúum sveitarfélaganna.

Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að vísa málinu til síðari umræðu sbr. 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

2.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er hér borið upp til afgreiðslu eftir langt undirbúnings- og skipulagsferli og víðtækt samráð við íbúa, félagasamtök, atvinnulíf o.fl.
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sett fram til að leiða þróun samfélagsins og gera Skagafjörð sterkan til framtíðar. Í aðalskipulaginu er m.a. greint á milli þess hvar breytingar skuli eða geti orðið og hvar þurfi að verja aðstæður fyrir óæskilegum breytingum. Hlúð er að þeim styrkleikum sem sveitarfélagið býr yfir og aðstæður skapaðar fyrir nýja þróun.
Gerð og mótun aðalskipulagsins er í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010. Forsendur tóku mið af samráði við íbúa á mótunarstigi tillagna. Nemendur grunnskólanna tóku þátt í umfangsmiklu samráðsverkefni þar sem þau fengu tækifæri til að koma sínum hugmyndum um framtíð sveitarfélagsins á framfæri. Aðrir íbúar fengu einnig tækifæri til að segja sína skoðun á forsendum skipulagsins á íbúafundi og í gegnum samráðsvefinn Betra Ísland. Til alls þessa var tekið við mótun tillagna. Tillaga að skipulagi var kynnt íbúum og hagsmunaaðilum á vinnslustigi sem gaf tækifæri til að endurskoða og ræða ýmsa þætti skipulagsins. Tekið var tillit til þessara ábendinga við frekari mótun skipulagstillögu, sem nýttist m.a. til að bæta umfjöllun skipulagstillögunnar.
Á meðan á skipulagsvinnunni stóð í kjölfar birtingar skipulagslýsingar voru jafnframt haldnir fjórir íbúafundir víðs vegar um Skagafjörð, auk þess sem samráðsvefurinn Betra Ísland var áfram nýttur til að fólk gæti með rafrænum og einföldum hætti komið ábendingum og athugasemdum á framfæri. Þá voru haldnir fjölmargir fundir með aðilum úr atvinnulífinu og ýmsum félagasamtökum um fjölbreytt hagsmunamál sem athygli var vakin á í ferlinu. Vinnslutillaga og skipulagstillaga voru einnig auglýstar hvor um sig þar sem öllum hagsmunaaðilum og íbúum gafst kostur á að koma athugasemdum á framfæri.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar öllum þeim fjölmörgu sem sendu inn ábendingar eða komu að framangreindri vinnu með einhverjum hætti. Opið og gagnvirkt samráðsferli er ómetanlegt við að vinna og móta jafn mikilvægt stefnuskjal og aðalskipulag hvers sveitarfélags er og á að vera. Sveitarstjórn þakkar jafnframt skipulags- og byggingarnefnd, fyrrverandi og núverandi skipulagsfulltrúum og ráðgjöfum sveitarfélagsins við vinnslu aðalskipulagsins kærlega fyrir mikla og góða vinnu þar sem allir lögðust á eitt við að skila því metnaðarfulla aðalskipulagi sem hér liggur fyrir.

Fyrir fundinum lágu eftirfarandi gögn að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 með breytingum sem samþykktar voru í skipulags- og byggingarnefnd þann 22. nóvember 2021 og vísað var til samþykktar sveitarstjórnar.

1) Sveitarfélagsuppdráttur 1/2 í mælikvarða 1:80.000, dagsettur í nóvember 2021.
2) Sveitarfélagsuppdráttur 2/2 í mælikvarða 1:80.000, dagsettur í nóvember 2021.
3) Þéttbýlisuppdráttur 1 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Sauðárkrók í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
4) Þéttbýlisuppdráttur 2 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Varmahlíð í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
5) Þéttbýlisuppdráttur 3 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Hofsós í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
6) Þéttbýlisuppdráttur 4 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Hóla í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
7) Þéttbýlisuppdráttur 5 sem sýnir aðalskipulag fyrir þéttbýlisstaðinn Steinsstaði í mælikvarða 1:10.000, dagsettur í nóvember 2021.
8) Greinargerð með Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagajarðar 2020-2035, dagsett í júní 2021, uppfærð í nóvember 2021.
9) Umhverfisskýrsla með Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, dagsett í nóvember 2020, uppfærð í maí 2021.

Þá kvöddu sér hljóðs: Gísli Sigurðsson, Álfhildur Leifsdóttir, Regína Valdimarsdóttir, Ólafur Bjarni Haraldsson, Stefán Vagn Stefánsson með leyfi varaforseta.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og óskar eftir að Skipulagsstofnun staðfesti endurskoðað aðalskipulag sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 32. gr. sömu laga.

3.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Vísað frá 419. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

„Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að umbeðið framkvæmdaleyfi skuli veitt. Nefndin bókar jafnframt að hún telji aðgerðir ekki fullnægjandi með vísan til þess að Umhverfisstofnun tók lítið sem ekkert tillit til athugasemda sem sveitarfélagið gerði við tillögur stofnunarinnar að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjónsins.“

Afgreiðsla 419. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 418. fundi sveitarstjórnar 30. nóvember 2021 með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.