Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

278. fundur 12. maí 2011 kl. 11:40 - 11:48 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir varam.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Arnrún Halla Arnórsdóttir 1. varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs.
Dagskrá

1.ö Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 7

Málsnúmer 1105002FVakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 278. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

1.1.Auglýsing eftir skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1103155Vakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 278. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.ö Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 8

Málsnúmer 1105003FVakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 278. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.Auglýsing eftir skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1103155Vakta málsnúmer

Fundargerð 8. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 278. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

3.Fræðslunefnd - 67

Málsnúmer 1105004FVakta málsnúmer

Fundargerð 67. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 278. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Svavarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Auglýsing eftir skólastjóra Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1103155Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 67. fundar fræðslunefndar staðfest á 278. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

4.Ársreikningur 2010

Málsnúmer 1105035Vakta málsnúmer

Fyrri umræða um ársreikning Sveitarfélagins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2010.

Kristján Jónasson endurskoðandi hjá KPMG á Sauðárkróki, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagins fór yfir og kynnti ársreikninginn á sérstökum fundi með sveitarstjórn, sem haldinn var á undan sveitarstjórnarfundinum í dag.

Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri lagði fram ársreikning 2010 fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð og stofnanir þess.


Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2010 eru þessar; Rekstrartekjur fyrir A- og B- hluta sveitarsjóðs 3.161,5 mkr, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 2.755,9 mkr. Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda voru 2.745,1 mkr., en 3.004,8 mkr. í A og B-hluta. Nettó fjármagnsliðir til gjalda hjá A-hluta sveitarsjóðs eru 120,7 mkr. og samantekið fyrir A og B hluta 159,2 mkr. Rekstrarniðurstaða er neikvæð í A-hluta að upphæð 112,2 mkr. og einnig í samanteknum A og B hluta að upphæð 15,7 mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2010 nam 1.283,0 mkr. samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 1.353,8 mkr. Langtímaskuldir A-hluta eru 1.804,6 mkr. og A og B-hluta í heild 3.254,3 mkr. Lífeyrisskuldbindingar eru í heild 705,2 mkr. og skammtímaskuldir 624,8 mkr.

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Forseti bar upp tillögu um að vísa ársreikningnum til siðari umræðu i sveitarstjórn og var hún samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:48.