Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

37. fundur 19. október 1999
 SVEITARSTJÓRN SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 37 - 19.10.1999.

    Ár 1999, þriðjudaginn 19. október kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
    Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Forseti setti fund og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. FUNDARGERÐIR;
      1. Byggðarráð 6. og 15. október
      2. Menningar-íþr.- og æskulýðsnefnd 13. október
      3. Félagsmálanefnd 12. október
      4. Umhverfis- og tækninefnd 13. október
      5. Veitustjórn 6. október
      6. Landbúnaðarnefnd 5. október
      7. Atvinnu og ferðamálanefnd 13. október.
2. a) Tilnefning. Einn aðalmaður í landbúnaðarnefnd í stað Skapta Steinbjörnssonar.
b) Tilnefning. Einn aðalmaður í stýrihóp vegna Staðardagskrár í stað Trausta Kristjánssonar.
                    3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
   a) Byggðasögunefnd 11. október
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
  1. Byggðarráð 6. október.
          Dagskrá:
      1. Bréf frá Byggðastofnun.
      2. Málefni heimavistar.
      3. Bréf frá S.Í.S varðandi áætlaðar tekjubreytingar.
      4. Fundarboð frá FSNV.
      5. Búfjáreftirlit.
      6. Erindi Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis frá 22. september.
      7. Bréf frá Íbúðalánasjóði.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
       Byggðarráð 15. október
        Dagskrá:
      1. Samningur við Umf. Tindastól.
      2. Bréf frá Kaupþingi Norðurlands og bréf frá Hring.
      3. Fjármálaráðstefnan.
      4. Fundargerð frá fundi í Kristinanstad.
      5. Bréf frá Herdísi Jónsdóttur leikskólakennara.
      6. Kaupsamningur um Neskot í Fljótum.
      7. Bréf frá FSNV.
      8. Sala á Skagfirðingabraut 25.
      9. Yfirlit um búferlaflutninga.
      10. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
      11. Bréf frá Indríði Indriðadóttur.
      12. Tækifærisvínveitingaleyfi.
      13. Þingmannafundur.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og Herdís Sæmundardóttir sem leggur fram svohljóðandi bókun;
#GLÁrið 1994 ákvað Bæjarstjórn Sauðárkróks að leggja skíðadeild Tindastóls lið með því að óska eftir því við Vegagerðina að vegur yrði lagður að framtíðarskíðasvæði í Tindastóli. Með þeirri gjörð er því í raun tekin ákvörðun um að byggja upp skíðasvæði á þessum stað og einungis spurning um hvenær það yrði gert. Við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs var tekin sú ákvörðun að ekki yrði lagt fjármagn til uppbyggingar skíðasvæðis á þessu ári. Við það verður staðið. Hins vegar þykir undirritaðri rétt að gera samning við síðadeildina núna um fjármögnun skíðasvæðisins frá og með næsta ári. Ásæður þessa eru fyrst og fremst þær að í vor er leið hrundi lyftan á gamla síðasvæðinu og ekki ráðlegt að leggja í kostnað til viðgerða á henni. Skíðadeildin hefur lagt mikla vinnu og fjármuni til þessarar uppbyggingar og þykir undirritaðri rétt að koma til móts við deildina og gera þeim kleift að halda uppbyggingunni áfram, með undirritun samnings þess sem fyrir liggur.#GL
            Herdís Sæmundardóttir.
Þá tóku til máls Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Styrkársson
Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fyrsti liður fundargerðarinnar borinn upp sérstaklega og samþþykktur með 6 atkvæðum gegn 5. Snorri Styrkársson og Ingibjörg Hafstað óska bókað:
#GLGreiðum atkvæði gegn samningi um uppbyggingu og rekstur skíðasvæðis í Tindastóli og vísum til bókunar IH á fundi byggðarráðs 15.10.1999.#GL
Fundargerðin að öðru leyti borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Í framhaldi af 2. lið fundargerðarinnar leggur Herdís Sæmundardóttir fram svohljóðandi tillögu:
#GLByggðarráði verði falið að skipa starfshóp til að undirbúa þátttöku okkar í eignarhaldsfélagi í samvinnu við Kaupþing Norðurlands og sveitarstjórnir á Norðurlandi.#GL
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 13. október.
        Dagskrá:
      1. Fulltrúar UMSS koma á fundinn.
      2. Árið 2000 - upplýsingar um hátíðarhöld.
      3. Bókasöfn í Skagafirði.
      4. Minjahúsið á Sauðárkróki.
      5. Samningur við Skíðadeild Tindastóls kynntur.
      6. Bréf frá Iðnaðarmannafélagi Skagafjarðar vegna styrkbeiðni.
      7. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    c) Félagsmálanefnd 12. október.
        Dagskrá:
      1. Húsnæðismál.
      2. Trúnaðarmál.
      3. Önnur mál.
Helgi Sigurðsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    d) Umhv.-og tækninefnd 13. október.
         Dagskrá:
      1. Hofsós - deiliskipulag.
      2. Að loknum ársfundi Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga - Sigrún Alda Sighvats.
      3. Skarðsá - minnisvarði - Ingibjörg Hafstað f.h. undirbúningsnefndar.
      4. Garðakot - umsókn um byggingarleyfi fyrir hesthús og geldneytafjós.
      5. Lambeyri - umsókn um viðbyggingu við trésmíðaverkstæði - Friðrik Rúnar Friðriksson.
      6. Þrasastaðir í Fljótum - endurbygging hlöðu áður á dagskrá 18.08.1999.
      7. Þrastarlundur í Sléttuhlíð - umsókn um leyfi til að klæða utan sumarhús - Reynir Gíslason Bæ f.h. eigenda.
      8. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats og Stefán Guðmundsson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    e) Veitustjórn 6. október.
        Dagskrá:
      1. Málefni Héraðsvatna ehf.
      2. Staða framkvæmda hita- og vatnsveitu.
      3. Bréf frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks.
      4. Móttaka gesta.
      5. Önnur mál.
Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    f) Landbúnaðarnefnd 5. október.
        Dagskrá:
      1. Fundarsetning.
      2. Framkvæmd garnabólusetningar og hundahreinsunar 1999.
      3. Bréf er borist hafa.
Gísli Gunnarsson las fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    g) Atvinnu- og ferðamálanefnd 13. október.
        Dagskrá:
      1. Ferðamál.
      2. Höfði ehf.
      3. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2.a) Tilnefning. Einn aðalmaður í landbúnaðarnefnd í stað Skapta Steinbjörnssonar. Fram kom tillaga um Örn Þórarinsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Örn því rétt kjörinn.
b) Tilnefning. Einn aðalmaður í stýrihóp vegna Staðardagskrár í stað Trausta Kristjánssonar. Fram kom tillaga um Ragnheiði Guðmundsdóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Ragnheiður því rétt kjörin.
3. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;
        a) Byggðasögunefnd 11. október
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.3o.
 
                     Elsa Jónsdóttir, ritari