Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

72. fundur 17. janúar 2012 kl. 14:30 - 16:20 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Á fundinn komu Sigurður Áss Grétarsson og Kristján Helgason frá Siglingastofnun til viðræðna um máliefni Sauðárkrókshafnar.

1.Sauðárkrókshöfn - lenging sandfangara

Málsnúmer 1109126Vakta málsnúmer

Sigurður Áss Grétarsson fór yfir framkvæmdir við höfnina á undanförnum árum, niðurstöður líkantilrauna og sandset út frá sandfangara. Að svo komnu máli telur Siglingastofnun ekki ráðlegt að lengja sandfangarann meira en nú er áformað, talið er að hann geti hugsanlega aukið setmyndun í hafnarmynninu og í innsiglingunni. Fylgst verður með sandseti við sandfangarann og í höfninni með árlegum dýptarmælingum.

2.Sauðárkrókshöfn - ný smábátahöfn

Málsnúmer 1109306Vakta málsnúmer

Kristján Helgason fór yfir greinargerð með grunnmynd að nýrri smábátahöfn. Áætlað er að í fyrsta verkáfanga sumarið 2012 verði boðin út dýpkun og landmótun ásamt landstöplum, upptökubraut og lýsingu við bryggjur. Flotbryggjur verða boðnar út í sér áfanga.

Fundi slitið - kl. 16:20.