Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

65. fundur 17. febrúar 2011 kl. 15:00 - 16:45 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Ársskýrsla umhverfis og tæknisviðs

Málsnúmer 1102041Vakta málsnúmer

Ársskýrsla umhverfis og tæknisviðs lögð fram. Jón Örn fór yfir og kynnti skýrsluna, helstu verkþætti og kostnaðarliði sem heyra undir Umhverfis-og tæknisviðið.

2.Skagafjarðarhafnir ársyfirlit 2010

Málsnúmer 1102088Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir yfirlit, yfir hafnarstarfsemi 2010. Gunnar Steingrímsson hafnarvörður kynnti yfirlit ársins 2010 yfir skipakomur og landaðan afla í Skagafirði.
Skipakomum flutningaskipa í Sauðárkrókshöfn hefur fækkað milli ára. Samtals er hér um að ræða 11.195 brúttótonn sem er aukning um 1000 tonn. Aukning er í lönduðum afla á Sauðárkróki um rúmlega 2.444 tonn. Samtals komu tæp 14.430 tonn á land.
Í Hofsóshöfn var minni afla landað en 2009 sem munar um 469 tonnum. Landaður afli á Hofsósi var um 890 tonn. Í Haganesvík var engum afla landað.

3.Hafnarframkvæmdir 2011

Málsnúmer 1102023Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf Siglingastofnunar Íslands dagsett 26.01.2011. Þar er gerð grein fyrir að í samgönguáætlun 2009-2012 sé gert ráð fyrir að á árinu 2011 verði varið 14,9 milljónum króna til nýframkvæmda í hafnargerð og 6,6 milljónum í sjóvarnargarða í sveitarfélaginu. Þetta er hluti ríkisins sem er 75% af áætluðum kostnaði. Þau verk sem hér um ræðir eru lenging og endurbygging sandfangara í Sauðárkrókshöfn og lenging sjóvarna við Hraun á Skaga. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að ráðist verði í ofangreindar framkvæmdir og vísar erindinu til Byggðarráðs vegna fjárveitingar.

4.Hafnarvog Hofsóshöfn

Málsnúmer 1009122Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson gerði grein fyrir að bílavogin við Þangstaði í Hofsósi sé biluð og ekki svari kostnaði að endurnýja hana. Höfnin á vog sem notuð er í Hofsósi og fullnægir þörfum hafnarinnar. Þá gerði Gunnar grein fyrir að ekki sé lengur þörf að eiga húsið Þangstaði vegna starfsemi hafnarinnar. Samþykkt að afleggja bílavogina, skoða með möguleika á að selja húsið og nýtanlega hluti vogarinnar.

5.Aðstaða smábáta í Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 1009126Vakta málsnúmer

Umræður um smábátahöfn Sauðárkróki. Sviðsstjóra og yfirhafnarverði falið að skoða með hönnun mannvirkjanna.

6.Lágeyri 3 - Umsókn um lóð.

Málsnúmer 1010085Vakta málsnúmer

Þann 17. nóvember sl. var lóðinni Lágeyri 3 úthlutað þeim Hjálmari Steinari Skarphéðinssyni kt. 110341-2889, Stefáni Valdimarssyni kt. 160248-7699, Steindóri Árnasyni 201261- 3259 og fh. Krókaleiða ehf. kt. 680403-2360, Þorvaldi Steingrímssyni kt 080359-3739. Nú óska þeir umsækjendur eftir breytingu á lóðinni og óska eftir að hún verði stækkuð úr 1593 ferm í 2021 fermetra. Meðfylgjandi ósk þeirra er afstöðuuppdréttur sem sýnir fyrirhuguð byggingaráform. Samþykkt að vísa erindinu til skipulagsnefndar.

7.Ársreikningur og 335 fundargerð

Málsnúmer 1102059Vakta málsnúmer

Ársreikningur Hafnasambands Íslands lagður fram til kynningar samkvæmt lögum Hafnasambandsins. Ekki eru gerðar athugasemdir við reikninginn.

8.Breyting á gjaldskrá

Málsnúmer 1102075Vakta málsnúmer

Lögð fram tilkynning frá Moltu ehf Furuvöllum 1 varðandi gjaldskrárbreytingu. Móttökugjald vegna lífræns úrgangs hækkar úr kr 15 pr kíló í 19,5 kr/kg. Formanni falið að taka upp viðræður við Moltu ehf.

9.Umhverfismál 2010 -

Málsnúmer 1005061Vakta málsnúmer

Föstudaginn 10 desember sl. voru opnuð tilboð í slátt opinna svæði í Túna- og Hlíðahverfi á Sauðárkróki. Þrjú tilboð bárust; frá Júlíusi Líndal Blönduósi, Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar á Sauðárkróki og Jóhanni Rögnvaldssyni Hrauni. Öll tilboðin voru hærri en kostnaðaráætlun tæknideildar. Samþykkt að hafna öllum tilboðunum.

10.Héraðsvegir - reglugerð nr. 774/2010

Málsnúmer 1101133Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar gildistöku nýrrar reglugerðar nr. 774/2010, um héraðsvegi.

Fundi slitið - kl. 16:45.