Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

7. fundur 07. desember 2006
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 7 - 07.12. 2006
 
 
Ár 2006, fimmtudaginn 07. desember, kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsi  kl. 17:00.
 
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sólveig Olga Sigurðardóttir, sem ritaði fundargerð, Jón Sigurðsson og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri. Einnig mættu Gunnar Steingrímsson hafnarvörður og Steinunn Hjartardóttir heilbrigðisfulltrúi.
 
Dagskrá:
1.      Hafnarsjóður – breytingar á fjárhagsáætlun
2.      Breyting á gjaldskrá Skagafjarðarhafna
3.      Athugasemd frá skipstjórnarmönnum á togara frá FISK – Seafood
4.      Kostnaður vegna breytinga á aflaskráningu
5.      Tillaga um strandflutninga – vísað aftur til nefndarinnar.
6.      Erindi frá Jarðgerð ehf – áður á dagskrá nefndarinnar 26. okt. 2006.
7.      Samningur við OK Gámaþjónustu um rekstur “Söfnunarstöðvar” (gámastöðvar)
8.      Fjárhagsáætlun 2007
9.      Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
1.      Gunnar Steingrímsson lagði fram breytingar á fjárhagsáætlun.
Tekjur: 47.965.000.-
Gjöld:   41.889.000.-
 
Nefndin samþykkti breytingarnar og vísar henni til Byggðaráðs.
 
2.      Nefndin samþykkti að gjaldskrá hafnarinnar hækki um 7,5#PR og útseld vinna um 3#PR. Aflagjald verður óbreytt, 1,6#PR. Breytingarnar taka gildi 1. janúar 2007. Gjaldskrárbreytingunni vísað til Byggðaráðs.
 
3.      Rædd athugasemd frá skipstjórnarmönnum. Aðvörunarljós á enda brimvarnargarðs hverfur í ákveðin sterk ljós í bænum. Reynt verður að finna lausn á málinu.
 
4.      Gunnar skýrði frá kostnaðarauka vegna nauðsynlegra breytinga á aflaskráningu.
 
5.      Nefndin tekur aftur til umræðu svohljóðandi tillögu Bjarna Jónssonar:
#GLSveitarfélagið Skagafjörður óski eftir viðræðum við Samgönguráðuneytið og aðila sem lýst hafa áhuga á að hefja aftur reglubundna strandflutninga, um Sauðárkrók sem fastan viðkomustað þegar skipulegir sjóflutningar verða hafnir að nýju.

Greinargerð:
Samgönguráðuneytið hefur að undanförnu unnið að því að reglubundnir strandflutningar verði hafnir að nýju. Fyrirtæki í sjóflutningum eins og Atlantsskip hafa lýst áhuga sínum á að hefja slíka flutninga, jafnvel í ársbyrjun 2007 og stendur nú yfir könnun á mögulegum viðkomustöðum. Undanfarin ár hafa strandsiglingar smám saman verið að leggjast af hér á landi þrátt fyrir að sjóflutningar meðfram strandlengjunni séu verulega vannýttur samgöngukostur. Mikilvægt er að gripið verði til aðgerða til að snúa þessari þróun við og efla strandsiglingar sem einn meginþátt vöruflutninga- og samgöngukerfis landsmanna. Þá má benda á það álag sem þungaflutningar valda á vegakerfið og skert umferðaröryggi. Um leið og það er mikilvægt að samgönguráðherra og Alþingi beiti sér fyrir því að reglulegir strandflutningar verði teknir upp á nýjan leik, þá er einnig mikilvægt frumkvæði fyrirtækja í sjóflutningum og heimamanna sjálfra á viðkomandi stöðum. Sauðárkrókur er vel í sveit settur sem viðkomustaður strandflutninga ásamt því að hér er margvísleg starfsemi sem myndi hafa mikinn hag af slíkri þjónustu. Því er lagt til að Sveitarfélagið Skagafjörður beiti sér fyrir viðræðum við Samgönguráðuneytið og aðila er hyggja á sjóflutninga til nýrra áfangastaða og kynni kosti Skagafjarðar í því sambandi.

Bjarni Jónsson#GL
 
Nefndin hafnar tillögunni eins og hún er fram sett og telur ekki að sveitarfélagið eigi að fara í viðræður um mögulega strandflutninga við samgönguráðuneytið. Jafnframt er bent á að samkvæmt fréttum eru í gangi athuganir á sjóflutningum til Skagafjarðar og fagnar nefndin því ef af þeim yrði.
 
6.      Málefni Jarðgerðar ehf rædd, áður á dagskrá 26.október. Steinunn Hjartardóttir heilbrigðisfulltrúi mætti á fundinn og veitti upplýsingar um þær reglugerðir, sem vinna þarf eftir, til að hægt sé að afsetja afurðir fyrirtækisins.
 
7.      Hallgrímur kynnti drög að samningi við OK Gámaþjónustu um rekstur Söfnunarstöðvar. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til Byggðarráðs.
 
8.      Breytingar sem hafa orðið á fjárhagsáætlun frá fyrri umræðu:
08 Hreinlætismál: Niðurstöðutala: 22.946.000.-
Eftirfarandi liðir óbreyttir:
10 Umferðar- og samgöngumál
11 Umhverfismál.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að málaflokkum 08 hreinlætismál, 10 umferðar- og samgöngumál og 11 umhverfismál í fjárhagsáætlun verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
9.      Engin.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 19:15