Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

13. fundur 29. maí 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 13 – 29. maí 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 29. maí kl 1700  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, Gunnar S. Steingrímsson hafnarvörður og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
 
Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn – sérstaklega Þorstein Sæmundsson forstöðumann Náttúrustofu.
 
Dagskrá:
 
1.      Aurflóð í Lindargötu 15. apríl 2007. Skýrsla Náttúrustofu Nl.vestra
2.      Sauðárkrókshöfn – dýpkun. 2007.
3.      Hunda – og kattahald í Sveitarfélaginu.
4.      Minningargjöf félags Slökkviliðsmanna í Skagafirði
5.      Önnur mál.
 
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Aurflóð í Lindargötu 15. apríl 2007. Skýrsla Náttúrustofu N.l.vestra dagsett í maí 2007 lögð fram og fylgdi Þorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur henni úr hlaði. Skýrslan rædd. Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar leggur áherslu á að sem fyrst verði teknar ákvarðanir um framtíð Gönguskarðsárvirkjunar og beinir þeim tilmælum til RARIK, sem er eigandi mannvirkisins, að gera það.
 
2.      Sauðárkrókshöfn – dýpkun. 2007. Nauðsynlegt er að fara í dýpkun á höfninni og samþykkt að fara í svokallaða viðhaldsdýpkun í ár og að Siglingastofnun auglýsi útboð.
 
3.      Hunda – og kattahald í Sveitarfélaginu. Rætt um hunda – og kattahald í Sveitarfélaginu og samþykkt Sveitarfélagsins um þetta.
 
4.      Minningargjöf félags Slökkviliðsmanna í Skagafirði. Gunnar Steingrímsson veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd Sauðárkrókshafnar. Gjöfin er gefin til minningar um Hall Sigurðsson félaga þeirra. Gjöfin er 10 björgunarvesti í tveimur skápum sem staðsettir eru á höfninni til afnota fyrir börn og unglinga, sem eru við veiðiskap á hafnargarðinum. Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar gjöfina og þann hug sem henni fylgir.
 
5.      Önnur mál.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1812
 
 
                                                                                                            Jón Örn Berndsen
                                                                                                            ritari fundargerðar