Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

16. fundur 29. ágúst 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 16 – 29. ágúst 2007
 
Ár 2007, miðvikudaginn 29. ágúst kl 815  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri, sem ritaði fundargerð.
 
Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn –
Dagskrá:
 
1.      Sorpmál.
2.      Sauðárkrókshöfn –
3.      Önnur mál.
 
Þórdís setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
           
1.      Sorpmál og sorphirða í Sveitarfélaginu. Á fundinn kom Ómar Kjartansson framkvæmdastjóri ÓK- gámaþjónustu og Flokku ehf  til viðræðna við nefndina um þennan málaflokk. Rætt var um sorpmál og sorphirðu og þær fyrirsjáanlegu breytingar sem verða í þessum málaflokki á næstunni. Vinna þarf kynningarefni vegna þessara breytinga og móta stefnu varðandi gjaldtöku og framkvæmd þessa málaflokks.
 
2.      Sauðárkrókshöfn. Gunnar Steingrímsson hafnarvörður mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Líkantilraunir af Sauðárkrókshöfn hafa staðið yfir að undanförnu hjá  Siglingastofnun og kynnti Gunnar þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir og virðast þær lofa góðu hvað varðar ókyrrð í höfninni. Stefnt er að fundi með Siglingastofnun þegar lokaniðurstöður liggja fyrir. Varðandi skipulagsmál á hafnarsvæðinu þá samþykkir umhverfis- og samgöngunefnd að beina því til Skipulags- og byggingarnefndar að vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Sauðárkrókshöfn hefjist þegar niðurstöður líkantilraunanna liggja fyrir.
 
3.      Önnur mál. Þórdís gerði grein fyrir fundi um hagsmunagæslu sveitarfélaganna í úrgangsmálum, sem Samband íslenskra sveitarfélaga boðaði til og hún sótti. Áformað er  að Sambandið ráði starfsmann sem sinnir hagsmunagæslu sveitarfélaganna í þessum málum.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1050
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar