Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

67. fundur 18. maí 2011 kl. 13:15 - 15:18 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Gangstéttarsteypa á Sauðárkróki 2011

Málsnúmer 1105010Vakta málsnúmer

Mánudaginn 2.5.2010 kl 13:30 voru opnuð tilboð í verkið GANGSTÉTTARSTEYPA Á SAUÐÁRKRÓKI 2011 samkvæmt útboðsgögnum dagsettum 12.4.2010. Tilboðin voru opnuð á skrifstofu Tæknideildar Skagafjarðar Ráðhúsinu. Eftirfarandi þrjú tilboð bárust í verkið og voru eftirfarandi: K-tak ehf. kr. 7.908.570.- 111.4 %, Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar kr. 5.554.547.- 78.3 % og Elinn ehf. kr. 9.248.500.- 130.3 % Kostnaðaráætlun Umhverfis- og tæknisviðs kr. 7.100.000.- Samþykkt að ganga til samninga við Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar á grundvelli tilboðs þeirra.

2.Borgarland - gatnaframkvæmdir 2011

Málsnúmer 1105125Vakta málsnúmer

Mánudaginn 16. maí 2011 kl 13:30 voru opnuð tilboð í verkið ?Borgarteigur og Borgarland gatnagerð 2011? samkvæmt samnefndum útboðsgögnum dagsettum 24. apríl 2011. Tilboðin voru opnuð á skrifstofu Tæknideildar Skagafjarðar Ráðhúsinu. Tilboðin og kostnaðaráætlun voru svo hljóðandi:

Fjörður. 41.330.375. kr. 98.5% af kostnaðaráætlun,

Króksverk og Norðurtak 39.421.300. kr. 94.0% af kostnaðaráætlun.

Steypustöð Skagafjarðar. 35.434.100. kr. 84.5% af kostnaðaráætlun.

Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar. 39.297.250. kr. 93.7% af kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætlun Stoðar. 41.940.350. kr. Samþykkt að ganga til samninga við Steypustöð Skagafjarðar á grundvelli tilboðs þeirra.

3.Lífrænn úrgangur frá bændum og búfjáreigendum

Málsnúmer 1104027Vakta málsnúmer

Rætt um söfnun á dýrahræjum í dreifbýli og urðun á þeim. Ekki er lengur heimilt að dýrahræ fari í söfnunargáma og því þarf að urða þau sérstaklega þar sem ekki er tekið á móti þessum úrgangi á nýjum urðunarstað við Stekkjarvík. Á 156. fundi Landbúnaðarnefndar var samþykkt að fara í skipulega söfnun sem kynnt var bændum sérstaklega í Fréttabréfi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar. Jón Örn gerði grein fyrir verkefninu og sem segja má að gangi vel í aðalatriðum. Verkefninu verður áfram fylgt eftir með hvatningu.

4.Verndun og endurnýjun trébáta

Málsnúmer 1105081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun frá málþingi um verndun, smíði og nýtingu trábáta sem haldið var í Sjóminjasafninu Víkinni 6. maí sl. Erindi frá Faxaflóahöfnum sf. Gísla Gíslasyni hafnarstjóra.

5.Garðlönd á Gránumóum - auglýsing

Málsnúmer 1105054Vakta málsnúmer

Matjurtagarðarnir á Gránumóum verða starfræktir í sumar með svipuðum hætt og verið hefur. Þar er boðið upp á land til ræktunar matjurta. Stefnt er að því að garðurinn verði unninn nú í lok maí mánaðar. Gjald fyrir hvern fermetra hefur verið ákveðið kr. 40,-

6.Umhverfismál - göngustígar

Málsnúmer 1105124Vakta málsnúmer

Teknar fyrir ábendingar varðandi gróðurskemmdir á svæðum og stígum á og við Sauðárkrók. Ábendingar frá Valgeiri Kárasyni Háuhlíð 2. Helga Gunnlaugsdóttir gerði grein fyrir að flestar umræddar skemmdir hefðu þegar verið lagfærðar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að auglýsa umrædd svæði og stíga lokaða fyrir allri umferð vélknúinna farartækja á vorin, þ.e. tímabil apríl-maí ár hvert. Fylgjast þarf með svæðinu á öðrum tímum.

7.Sauðárkrókur - Sláttur opinna svæðað 2011

Málsnúmer 1105127Vakta málsnúmer

Rætt um slátt á opnum svæðum á Sauðárkróki. Samþykkt var að semja við Golfklúbb Sauðárkróks um slátt á um 70-80 hektara svæði. Við endurskoðun fjárhagsáætlunar þarf að gera ráð fyrir auknum kostnaði við þennan verklið, sem ræðst af aukinni slátturtíðni.

8.Umhverfi Sauðár - sumarframkvæmdir

Málsnúmer 1105142Vakta málsnúmer

Ákveðið að skilgreina svæðið með Sauðánni sérstaklega og að gefa ibúum kost á að senda inn tillögur og hugmyndir að útliti svæðisins. Íbúagáttin verði notuð til kynningar.

9.Jarðgerð - tilraunaverkefni

Málsnúmer 1105141Vakta málsnúmer

Samþykkt að fara í tilraunaverkefni með Steinullarverksmiðjunni og Flokku ehf um að jarðgera lífrænan heimilisúrgang í jarðgerðarstöðinni á Gránumóum. Til að byrja með er þetta er tilraunatíminn júní - janúar nk.

10.Umhverfismál 2011

Málsnúmer 1105158Vakta málsnúmer

Nefndin felur umhverfis- og tæknisviði að hvetja íbúana með auglýsingum til að taka þátt í að gera Skagafjörð enn fegurri og snyrtilegri.

"Hrein jörð um allan fjörð"

Fundi slitið - kl. 15:18.