Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

74. fundur 10. júlí 2012 kl. 13:30 - 15:40 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016

Málsnúmer 1207025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf Siglingastofnunar dagsett 29. júní 2012. Fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016. Samþykkt að óska eftir framlögum vegna rannsóknarmælinga í Sauðárkrókshöfn og eftir framlagi í viðhaldsdýpkunar. Einnig, að fengnum niðurstöðum rannsóknarmælinga verði skoðað að sækja um framlag til lengingar sandfangara. Samþykkt að óska eftir dýptarmælingu í Hofsóshöfn og dýpkun ef þarf. Einnig samþykkt að óska eftir framlagi við sjóvörn hafnarmannvirkja að Reykjum á Reykjaströnd og við Stakkgarðshólma að Hrauni í Fljótum
Umbeðnum upplýsingum vöruflutninga og heimaflota hafnanna hefur verið skilað til Siglingastofnunar. Það var gert 10. Janúar sl.verði það niðurstaða

2.Rekstrarform hafna

Málsnúmer 1207019Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað Innanríkisráðuneytis dagsett 17.08.2011 og varðar rekstrarform hafna. Gunnar fór yfir málið. Samþykkt að Gunnar hafnarvörður yfirfari hafnareglugerð (792/2004) og leggi fyrir nefndina.

3.Sauðárkrókshöfn - áætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1207043Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður lagði fram áætlun varðandi móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa. Áætlunin samþykkt.

4.Áætlun um meðhöndlun úrgang og farmleifa - Hofsóshöfn

Málsnúmer 1207042Vakta málsnúmer

Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður lagði fram áætlun varðandi móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa. Áætlunin samþykkt.

5.Umsókn um leyfi til að halda rallykeppni á hafnarsvæði og víðar

Málsnúmer 1207061Vakta málsnúmer

Þórður Ingvason Raftahlíð 15 Sauðárkróki leggur fram fh Bílaklúbbs Skagafjarðar umsókn um leyfi til að halda rallykepni á hafnarsvæðinu. Sviðstjóri hefur sent hlutaðeigandi lóðarhöfum á athafnasvæðinu fyrirspurn varðandi erindið og leitað álits þeirra. Í ljósi svara viðkomandi lóðarhafa er ekki hægt að fallast á erindið eins og það er fyrirlagt.Sviðsstjóra falið að ræða við umsækjendur með hugsanlega breytta leið í huga.

6.Sauðárkrókur Skarðseyri (218097) - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1206014Vakta málsnúmer

Lóðaumsókn lögð fram til umsagnar. Jón Eðvald Friðriksson sækir, fyrir hönd FISK Seafood ehf., um að fá úthlutað lóð við Skarðseyri, norðan asfaltstanks, samkvæmt meðfylgjandi tillögu sem sýnd er á afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Númer uppdráttar er S01 í verki 4938, dags. 31.maí 2012. Umbeðin lóðarstærð samkvæmt tillögu er 10.708 m2 og fyrirhugað er að á lóðinni rísi 1.200 m2 bygging með möguleika á stækkun í framtíðinni. Byggingin mun hýsa inniþurrkun á fiski og aðstöðu til frágangs á þurrkuðum fiskafurðum. Skipulags- og byggingarnefnd bókaði á fundi sínum 15 júní sl að óskar eftir að FISK Seafood leggi fram gögn sem gera grein fyrir hugsanlegum umhverfisáhrifum og umfangi starfseminnar. Nefndin fellst á, fyrir sitt leiti, úthlutun lóðarinnar að fengnum umbeðnum upplýsingum.

7.Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1206225Vakta málsnúmer

Umhverfisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Samkvæmt 3 mgr 4 gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs gefur ráðherra út til 12 ára í senn almenna áætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir allt landið. Hér eru lögð fram drög að landsáætluninni og er veittur frestur til 15 ágúst nk til að koma með ábendingar eða athugasemdir við drögin. Drögin verða tekin fyrir á næsta fundi sem áformað er að halda fimmtudaginn 9 ágúst.

8.Skarðsmóar - móttaka úrgangs

Málsnúmer 1207067Vakta málsnúmer

Jón Örn fór yfir stöðu mála varðandi urðunarstaðinn á Skarðsmóum við Sauðárkrók og gerði grein fyrir samskiptum Sveitarfélagsins og Umhverfisstofnunar varðandi það. Ákveðið hefur verið að setja urðunarstaðin á Skarðsmóum í formlegt lokunarferli. vinna við lokunaráætlun hafin. Einnig var farið yfir stöðu mála varðandi móttöku á sorpi í sveitarfélaginu bæði þvi sem fer í endurvinnslu og urðun. Einnig skoðuð fjárhagsáætlun liðar 08 Hreinlætismál og rauntölur skoðaðar.

Fundi slitið - kl. 15:40.