Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

85. fundur 22. maí 2013 kl. 15:00 - 16:05 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, sat 1. lið fundar.

1.Malbikun á geymslusvæði hafnar

Málsnúmer 1305092Vakta málsnúmer

Erindi frá Gunnari Steingrímssyni, yfirhafnaverði, vegna malbikunnar á geymslusvæði hafnarinnar lagt fram til kynningar.
Samþykkt að vísa til Byggðarráðs og fjárhagsáætlunnar fyrir árið 2014.

2.Fegrun bæjarins

Málsnúmer 1302118Vakta málsnúmer

Ræddar hugmyndir að hreinsunardegi í þéttbýliskjörnum í Skagafirði. Ákveðið að halda hreinsunardaga helgina 8. og 9. júní. Sviðsstjóra falið að undirbúa og auglýsa.

3.Þjóðvegur í þéttbýli - Strandvegur

Málsnúmer 1210466Vakta málsnúmer

Frumhönnun varðandi færslu Strandvegar (Þverárfjallsvegar) við nýja smábátahöfn lögð fram til kynningar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í ár.

4.Skarðseyri - nýframkvæmd vegar

Málsnúmer 1305164Vakta málsnúmer

Hönnun á Skarðseyri lögð fram til kynningar. Vísað til Byggðarráðs.

5.Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands - til umsagnar

Málsnúmer 1303048Vakta málsnúmer

Formanni og sviðsstjóra falið að ganga frá umsögn um drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands.

Fundi slitið - kl. 16:05.