Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

110. fundur 11. maí 2015 kl. 15:00 - 15:45 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson ritari
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson sat lið 1 til 4 á fundinum.

1.Aðstæður í Sauðárkrókshöfn

Málsnúmer 1504185Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir nefndina bréf frá Pálma Jónssyni vegna aðstæðna og dýpis í Sauðárkrókshöfn.
Í bréfinu rekur Pálmi atburðarás frá morgni 20. apríl sl. en þá strandaði flutningaskipið MEERDIJK í Sauðárkrókshöfn, en Pálmi var um borð í skipinu sem lóðs.
Í bréfinu ítrekar Pálmi að útbúin verði snúningshringur innan hafnar til að koma í veg fyrir óhöpp sem þetta.
Sótt var um frumdýpkun innan hafnar á samgönguáætlun 2015 til 2018 en ekki fékkst fjármagn í verkið.
Nefndin lítur málið alvarlegum augum og óskar eftir því við Vegagerðina að málið verði tekið til skoðunar.

2.Skjólgarður fyrir smábátahöfn

Málsnúmer 1505065Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir nefndina bréf frá Gunnari Steingrímssyni, yfirhafnaverði, varðandi byggingu skjólgarðs fyrir framan smábátahöfnina á Sauðárkróki.
Gunnar óskar eftir að kannað verði hvort hægt sé að flýta framkvæmd við skjólgarð fyrir flotbryggjur þannig að það verk geti orðið á þessu ári, en verkið er á áætlun 2016.
Ástæða beiðninnar er m.a. sú að mögulega þarf að fjölga fingrum á 80 mtr. bryggjunni sem og að mikið álag er á bryggjunni vegna áhrifa sjávarfalla.
Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sína hönd og felur sviðstjóra að sækja um flýtingu á verkinu til Vegagerðar.

3.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2015

Málsnúmer 1501006Vakta málsnúmer

Fundargerð 374. fundar Hafnasambands Íslands frá 10. apríl 2015 lögð fram til kynningar á 110. fundi umhverfis og samgöngunefndar.

4.Auglýsing yfirhafnarvörður

Málsnúmer 1504297Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar auglýsing á stöðu yfirhafnavarðar Skagafjarðarhafna.
Umsóknarfrestur um starfið er til og með 17. maí nk.
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, mun láta af störfum þann 30. september nk. eftir rúmlega 16 ára starf hjá Skagafjarðarhöfnum.

5.Úrgangsmál á Norðurlandi

Málsnúmer 1503085Vakta málsnúmer

Lögð voru fram til kynningar drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Drögin eru unnin af þriggja manna verkefnisstjórn í samræmi við samning milli sorpsamlaga á svæðinu og sveitarfélagsins Húnaþings vestra frá 8. mars 2012.
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela verkefnisstjórn að auglýsa áætlunina í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig að verkefnisstjórn sé falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.

6.Hreinsunarátak 2015

Málsnúmer 1504170Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar auglýsing vegna umhverfisdaga í Skagafirði sem haldnir verða 15. til 17. maí nk.

Fundi slitið - kl. 15:45.